sunnudagur, október 17, 2004

17. Október 2004

Ég er looooksins komin með nýju síðuna mína. Slóðin er http://krummi.skjalfti.is og héðan í frá getiði lesið líf mitt þar:) Það er ekki komið endanlegt útlit á síðuna en þar sem ég er móðguð við blogger, þá vil ég ekki vera hérna lengur.

Hrafnhildur
Flutt

fimmtudagur, október 14, 2004

14. Október 2004

Ég hef sagt það áður, og segi það aftur... Ég verð seint talin skærasta peran í seríunni!!! Að ég skuli ekki hafa sett skilti upp á Vesturgötu sem stóð á "Gang rape, turn left". Ég hef verið eitthvað utan við mig í gærkvöldi þegar ég kom heim og gleymdi lyklunum í skránni á útidyrahurðinni og fattaði það ekki fyrr en í morgun þegar ég gerði dauðaleit að lyklunum mínum og varð þar með næstum of sein í vinnuna. Ekki það að hver sem er hefði getað rölt þarna framhjá þar sem útidyrahurðin mín er inni á læstum stigagangi en samt..... (ég er eiginlega hálf ánægð með að kommentin séu dottin út núna, mamma snappar þegar hún lesidda)

Mig dreymdi skrítinn draum í nótt. Ég nenni ekki að fara að útlista fyrir ykkur allt bullið, enda mynduð þið ekki skilja það hvort eð er, en allavega dreymdi mig að hann Enok minn (sú manneskja sem er ólíklegastur til að gera þetta) suðaði og suðaði í mér þangað til ég fékk mér smók af sígarettu. Þetta var Salem Lights og mikið andskoti var þetta ógeðslegur smókur..... Ég var græn í framan þegar ég vaknaði í morgun og er ennþá hálf óglatt. Þýðir þetta að mig langi í sígarettu eða það að ég er bara alveg sloppin núna????

Hrafnhildur
Þokkalega kærulaus

miðvikudagur, október 13, 2004

13. Október 2004

Helvítis bloggerdrusla rústaði náttlega templeitinu mínu og hvað gerðist???? Ég missti út alla ástkæru linkana mína *argandi grenjur og snörl* og ég kann ekki slóðina inn á helminginn af ykkur ástarenglunum mínum og helvítis kommentakerfið kemur ekki inn, sama hvað ég reyni, þannig að ég verð að biðja ykkur að henda urlunum ykkar inn í gestabókina hérna við hliðina... Ef ég fæ ekki linkana mína aftur þá veslast ég upp og dey (æji krummi minn, kældu þig í dramanu kona!!!) Allavega, nú eru dramatískar breytingar við það að ganga í garð í sambandi við þessa síðu mína þar sem ég hef sagt stríði á hendur blogger og er komin með heimasíðu og internetgúrú héðan og þaðan úr heiminum til að henda upp fyrir mig síðu sem verður sko miklu flottari en þessi drusla..... PPPPffffffff

Hrafnhildur
Gives blogger the finger

13. Október 2004

8 Atriði sem mér finnst standa uppúr sem bestu atriðin við þennann dag:

1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.


8 Atriði sem mér finnst standa uppúr sem verstu atriðin við þennann dag:

1. Það að ég þarf að borga 32 þúsund kall fyrir vitleysu þinglýsts örvita norður á Sauðárkróki.
2. Að ég náði ekki að ráða við hárið á mér í morgun.
3. Að þegar ég kom í vinnuna í hvítu skyrtunni sem ég var að þvo, þá tók ég eftir stórum blett á henni.
4. Að það ringdi svo svakalega að það að hlaupa úr vinnuna í sjoppuna og aftur yfir í vinnu gerði það að verkum að hárið á mér versnaði og er núna eins og ég hafi verið að fikta í ristavél með skaftlausum gaffli.
5. Ég missi af Ameríka´s next top model af því að ég þarf að taka aukavakt til 23 (sjá nánar atriði 1)
6. Ég er með stigversnandi tilfelli af ljótunni sem virðist ekkert ætla að hlífa mér í sjálfsgagnrýninni.
7. Ég er búin að vera með Toxic með Britney Spears á heilanum í allann dag.
8. HELVÍTIS BLOGGERINN RÚSTAÐI BLOGGINU MÍNU OG ÉG MISSTI ÚT ALLA LINKANA MÍNA OG TELJARANN OG ALLT ÞANNIG AÐ ÉG ÞURFTI AÐ FÁ MÉR ANNAÐ TEMPLEIT, ÉG HATA ÞETTA DRASL!!!!

Langar einhverjum að vera ég í dag????

Hrafnhildur
Á barmi geðbresta

þriðjudagur, október 12, 2004

12. Október 2004

Ég þoli ekki blogger.... eftir að honum var breytt þá get ég ekki sett inn myndir eða eitthvað sem er með html kóða þó svo að ég geri það alveg nákvæmlega eins og á að gera það..... MIG LANGAR AÐ BÚA MÉR TIL MÍNA EIGIN HEIMASÍÐU SEM ÉG RÆÐ ALVEG SJÁLF HVERNIG ER!!!!!!!!!

Sit hérna og hakka í mig fátækrafæði í formi Campells sveppasúpu sem, eftir smá handayfirlagningu frá mér (dass af hvítlauksdufti, salti og the secret ingredient;) er orðin lostæti og er að reyna að ákveða hvort ég eigi að horfa á Two towers ekstended vörsjón sem ég var að fá í hendurnar eða reyna að þykjast vera húsmóðirin sem ég verð aldrei og vaska upp og taka til í holunni minni....... Held nú samt, ef ég þekki mig rétt, að ég viti hvað verður fyrir valinu þannig að litlu hobbitar, bí príperd:)

Stundum gengur mar í gegnum svona tímabil þar sem ekkert er að gerast heilu dagana....... ég er eimmitt að ganga í gegnum svoleis tímabil núna... Fyrir utan smá djamm á laugardagskvöldið gengur tilvera mín út á það að vinna, borða (svona þegar ég hef efni á því) og sofa. Það er bara gjörsamlega ekkert að gerast hjá mér, þannig að ég ætla bara að láta þetta gott heita í bili.

Lovvyall:)

Hrafnhildur
Fátæklingur í frekjukasti

11. Október 2004

Ég og Davíð minn vorum að stofna okkur sameiginlegt blogg, það hlaut bara að koma aðissu, næsta skref er að byrja að búa og fá okkur tvo tjíváva hunda sem við skírum svo Tinkerbelle og Twinkletoe og dundum okkur svo við að naglalakka klærnar á framlöppunum á þeim á meðan við hlustum á Alanis og röflum yfir karlaulunum sem við náum okkur í (og hey Davíð: Ég pant vera í fjólubláa snoopy silkináttkjólnum!!)

Allavega, fórum á Nonna homma á laugardagskvöldið. Mér fannst ég alveg agalega smart í tauinu og bara virkilega sæt og bara yfirallt ánægð memmig þangað til við komum niðrá Nonna homma. Staðurinn var pakkaður af karlmönnum og mér leið eins og catwoman without the supernatural powers.... Það hefði ekki skipt máli þó að ég hefði farið úr að ofan og dansað á barborðinu, það eina sem hefði gerst væri að nokkrir af karlmönnunum hefðu öfundað mig af brjóstunum á mér.... og þá öfundað í þeim skilningi að þeir vildu óska að þeir væru með þau!!!! En svo loksins kom Enok minn æðislegi og mér fannst hlutirnir loksins horfa til betri vegar þar sem hann hefur alltaf eitthvað gott og fallegt um mig að segja.... en nei haldiði að hann hafi ekki bara tekið sig til og kysst Davíð og komið svo með þennan svip þegar ég kysstann á kinnina.... Ekki besta egóbússt sem ég hef á ævinni lent í.... En kvöldið endaði nú samt vel og egóið hækkaði eftir því:)

Komst svo að því í dag að ég er orðin drullublönk.... ekki mínar allrauppáhalds aðstæður..... sem þýðir að ég þarf að lifa á spagettíi og smjöri út mánuðinn, en það er ekkert sem mar hefur ekki gert áður.... Ég þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir sígarettum aþþí ég er hætt ligga ligga lái:)

Hrafnhildur
Yfirnáttúrulega kraftlaus

sunnudagur, október 10, 2004

10. Október 2004

Hæfæv vikunnar.....

Hæfæv vikunnar fer til mín skalésskobarasegikkur!!! Og hversvegna? Jú ég skal upplýsa ykkur um það; Ég fór á djammið í gær, fékk mér í glas og hvað gerðist???? Ég barastasko reykti ekki eina einustu sígarettu:):):) ÉG ER LAUS!!!!! Þið vitið ekki hvað það er góð tilfinning:) Ég finn það að ég á aldrei eftir að þurfa að reykja aftur og fyrst að ég gat fengið mér í glas án þess að reykja þá get ég allt:) A can of woopass fer til litla nikótínpúkans sem hélt að hann gæti ráðið yfir mér, ég sýndonum sko hver gengur í buxunum í þessu sambandi:)

P.S.

Búnað setja myndirnar af djamminu inn á myndalinkinn minn:)


Hrafnhildur
Laus!!!!!!

laugardagur, október 09, 2004

9. Október 2004

Talandi um kommbekk viþþ a bæng!!!! Ég gerði mér lítið fyrir og tók 19 tíma vakt í verinu í gær/nótt. Átti að vera á 14-23 vakt og þar sem ég er á barmi geðbresta þá ákvað ég bara að taka auka næturvakt í kjölfarið. Ekki það að ég hefði haft eitthvað betra að gera sko..... En þar sem voðalega lítið er að gera í vinnunni á kvöldin og MSN skásti kosturinn er ég bara hreinlega að hugsa um að setja sjálfa mig í MSN straff. Ég er þinglýst fokkíng daðurdrós þegar kemur að þessu drasli, er ég ein í þessu eða kannast einhver viðidda ástand??? Var með Elvari ofursæta á næturvakt (daðraði samt ekki viðann þar sem mér finnst leiðinlegt að msna fólki sem situr við hliðina á mér....) og við tókum okkur til og vorum með hryllingsmyndaþema. Hann kom með allar Freddy Krueger myndirnar og tonn af öðrum. Mér leist nú samt ekkert á það þegar við byrjuðum að horfa..... Freddy er vondur- ég þurfti að fara ein heim að sofa (og enginn til að vekja mig ef Freddy dúkkaði upp).... þetta er ekkert flókin stærðfræði sko....... Ég sneri mér alfarið að alteregóinu á veraldarvefnum þangað til Elvar gafst upp og horfði með mér á Kill Bill (Ég segi það enn og aftur, stelpur rúla).

Svo er eiginmaðurinn að reyna að draga mig með sér á Nonna homma (Jón forseta) í kvöld. Mig hálflangar nú að kíkja með krúttinu en í fyrsta lagi er ekki sniðugt að fara á djammið eftir næturvakt og í öðru lagi langar mig ekki að ögra sjálfri mér með því að fá mér í glas og langa þá allt í einu í sígarettu.... Mér er búið að ganga svo vel að hætta að reykja og mér líður svooooo vel með það að mig langar ekki að búa til aðstæður þar sem mig gæti langað í eina. Ég veit að mar á ekki að forðast þær aðstæður heldur eimmitt að takast á við þær, heigullinn ég vil ekki díla viðða strax.

Jæja, Ætlí ljós og svo að taka mér vídjóspólu og hafaða kósí.

CYA

Hrafnhildur
Helvítis daðurdrós og ekkert annað

fimmtudagur, október 07, 2004

7. Október 2004

Ég er að horfa á Will og Grace og fékk hugljómun. Ég og Davíð erum eins og Will og Grace, nema ég er dökkhærð með sílíkonbrjóst og hann er ljóshærður með blá augu. Ég var að horfa á þáttinn þar sem Grace ákveður að fara með kallinum sínum til Kambódíu ooooog then it hit me!!!! Ég get andskotann ekkert byrjað með eða gifst karlmanni!! Það þýðir að ég þarf að fara að gera upp á milli hans og Davíðs míns og taka einhverjar ákvarðanir og eitthvað og ég bara GET EKKI FLUTT TIL KAMBÓDÍU ÁN DAVÍÐS MÍNS!!!! Við verðum bara að gifta okkur og lifa svo bara í opnu sambandi þar sem hann stundar sitt kynlíf og ég mitt..... Öðruvísi virkar þetta bara ekki.

Hrafnhildur
Einhleyp hommahækja

7. Október 2004

Gerpill er á sjúkrahúsi.... Já þið lásuð rétt, elsku elsku bíllinn minn ástkæri er kominn á verkstæði vegna bremsuklossagliðnunar. Mér var tjáð það þegar ég keyrði hann inn á verkstæðið í morgun að þetta væri dæmi upp á svona sirka 20-30 þús (það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var %##$&%$&"$&"# en svo mundi ég hvað hann gerpill hefur reynst mér vel.....) en svo kom það á daginn að það var ekki jafn mikið þannig að ég get náð í hann í fyrramálið og hann verður eins og nýr.

Annars er voðalega lítið að frétta af mér, það er að koma helgi og það er ekki neitt á planinu... Samt er ég með einhvern svona spenningsfiðring í maganum eins og það sé eitthvað sem ég eigi að hlakka til um helgina þannig að sjáum til hvort að það verði ekki bara eitthvað sem gerist....... En eins og ég segi, er ekkert að frétta af mér þannig að ég segi bara "pís"

Hrafnhildur
Gangandi eins og er....

miðvikudagur, október 06, 2004

5. Október 2004

Skæðustu vírusar tuttugustu og fyrstu aldarinnar..... Ef þú færð einhvern af þeim, þá er málið dautt:

 1. KÁRA VÍRUSINN:Sýnir þér lagafrumvarp uppá að hann hafi einkaleyfi á að eyðileggja allt í tölvunni hjá þér. Að sjálfsögðu gerir hann það í þjóðarþágu.
 2. BUBBA VÍRUSINN: "Ég lýsci yvir vírusch ... það er ekchert schem þú getjur ghert tchil að bjargha þesschu."
 3. KVENNALISTA VÍRUSINN:Byrjar á að eyðileggja allt, hættir svo við ... byrjar aftur, en hættir við, veit síðan ekki hvað hann á að gera, en ákveður á endanum að eyðileggja allt ........ eða hætta við.
 4. SAMFYLKINGAR VÍRUSINN:Er með miklar yfirlýsingar um hversu mikið hann ætli að eyðileggja, en endar á því að lenda í rifrildi við sjálfan sig um hvernig hann ætli að gera það.
 5. GRÆNI VÍRUSINN: (Einnig þekktur sem ELDRAUÐI VÍRUSINN).Pínkulítill vírus sem neitaði að taka þátt í samfylkingarvírusnum. Gerir ekkert við tölvuna þína en getur farið rosalega í taugarnar á þér.
 6. SJÁLFSTÆÐIS VÍRUSINN:Hefur yfirtekið rúmlega 40% af harða disknum hjá þér, en gerir alveg merkilega lítið miðaða við stærð.
 7. RÍKISSTJÓRNAR-VÍRUSINN:Kemur reglulega með skilaboðin "Það er allt í lagi með tölvuna þína", sama í hversu slæmu ástandi tölvan þín er.
 8. HEILSUGÆSLU VÍRUSINN:Lætur allt frjósa, þangað til að þú eykur diskplássið hans um 23% umfram það sem hann átti að fá samkvæmt síðustu viðræðum
 9. MINNIHLUTA VÍRUSINN:Getur ekki eyðilagt neitt en gagnrýnir allt sem þú gerir (ákaflega pirrandi vírus).
 10. VSÍ/ASÍ VÍRUSINN:Tölvan þín frýs, skjárinn skiptist í tvennt með sömu skilaboðunum báðum megin. Skilaboðin segja þér að það sé hinum aðilanum að kenna að tölvan þín sé frosin.
 11. TOLLSTJÓRA-SKRIFSTOFU VÍRUSINN:Til að eyða þeim vírus þarftu fyrst að sækja S4 eyðublað á fjórðu hæð, láta deildina á annari hæð undirrita það, framvísir því á þriðju hæð til að fá K2 eyðublaðið sem er reyndar orðið úrelt, þannig að þú skilar því óútfylltu en stimpluðu til gjaldkera, sem lætur þig fá ávísun uppá Víruseyðingarútbúnað sem þú getur leyst út á mánudögum milli klukkan 10 og 10:30 ......... svo lengi sem þú skuldar engin opinber gjöld.
 12. FLUGVALLAR VÍRUSINN:Þú ert í Reykjavík, gögnin þín í París.
 13. FREUDIAN VÍRUSINN:Tölvan þín verður heltekin af þeirri hugmynd að giftast móðurborðinu í sér.
 14. OMEGA VÍRUSINN:Stoppar tölvuna þína af og til til að biðja þig um pening.
 15. NIKE VÍRUSINN: "Just does it".
 16. KEVORKIAN VÍRUSINN:Sem samúðarverk, þá aðstoðar hann tölvuna þín við að frjósa frostinu langa.
 17. O.J. SIMPSON VÍRUSINN:Þú veist að vírusinn er búinn að eyðileggja allt, en þú getur bara ekki sannað það.
 18. TÖLVUVIÐGERÐARMANNAVÍRUSINN:Gerir nákvæmlega ekki neitt, en sendir þér reikning uppá 13.500.
 19. GAY VÍRUSINN:Finnst Imac geeeeeeeeeeeðveikislega flott tölva .... gerir annars ekkert.
 20. OG VODAFONE VÍRUSINN:Gerir ekkert af sér, en sponsorar öll forrit í tölvunni hjá þér.
 21. SÍMA VÍRUSINN:Er ótrúlega upptekinn við að segja þér með reglulegum skilaboðum, hversu betri hann sé en OG VODAFONE vírusinn..
 22. FRÍKORTS VÍRUSINN:Í hvert sinn sem þú startar tölvunni þinni færðu punkta. Þegar þú ert kominn uppí 3.400 punkta, þá frýs tölvan þín ... við 6.000 punkta eyðist harði diskurinn, og við 12.000 punkta springur tölvan.

Hrafnhildur
Hingað til ósýkt....

þriðjudagur, október 05, 2004

5. Október 2004

Mesta schnilldin í heiminum í dag er Nýja MSNið sem er svo ógisslega flott og skemmtilegt að ég bara trúi ekki að allir séu ekki komnir meðða!!!!!

En ofurfréttir áratugarins: Krumminn hefur horfst í augu við það að hún er dópisti og neitar að láta sig hafaða lengur; Ég er semsagt hætt að reykja. Ég nenni ekki að láta þetta stjórna mér lengur og ætla aldrei að reykja eina sígarettu aftur í lífinu. Akkúrat es ví spík er sólarhringur síðan ég drap í seinustu sígarettunni með hjálp góðra manna (og reyndar Símans sem borgaði brúsann að mestu leyti fyrir þetta) og ég finn strax mun á mér. Ég er orkumeiri, kem meiru úr verki (búin að hreinsa íbúðina svo vel að þið gætuð borðað jólamatinn af gólfinu hjá mér) og bara léttari á allann hátt.... Ég ætla ekki að fara að predika, ég ætlast ekki til að neinn þarna úti skilji mig, en ég mæli með því að allir reykingarmenn sem vilja hætta fari á þetta námskeið.

Mér var boðið upp í kringlu í dag þar sem minn ástkæri fyrrverandi vinnustaður bauð mér i "hættaðvinnahérnakaffi" og mér tókst að gúffa mig grænbláa af hnetuvínarbrauði og súkkulaðikossum áður en ég dreif mig svo upp í tollgæslu þar sem beið mín diskurinn "Now is the time" með henni Alanis minni, sem ég pantaði af Ebay. Ég rauk náttlega bein heim til að kíkja á gripinn og komst að því að þetta er hundleiðinlegt eitís júrópopp, en hei þetta er Alanis mín og það er erfitt að fá þennan disk þannig að ég er montin með að eigann og með guð mér til vitnis skal ég hlustáann þangað til mér finnstann góður!!!!!

Svo var hún Rakel mín að koma frá ammríkunni stóru og keypti handa mér french vanilla coffee mate sem er ó svo gott og ég er búin að þamba líklega svona hundrað og fimmtíu lítra af kaffi síðan ég kom frá henni klukkan fimm í dag..... Það er kannski ekki heilbrigt......Er svo að fara í sund með Möggunni (sem er bambólétt bæ ðö vei og allar óléttar konur eru með eitthvað thing fyrir sundi.... skiliggi alveg.... betra að láta þetta bara eftirenni samt) í fyrramálið og eftir það ætla ég að ryðjast inn á hana Sæunni mína og athuga hvort ég geti ekki truflað hana eitthvað:)

Æji vitiði það, það er langt síðan ég hef verið svona rosalega bjartsýn og ánægð með lífið, og hef ekki einusinni ástæðu til að veraða, frekar í hina áttina ef eitthvað er...... Er ekki eitthvað alveg dásamlega jákvætt við það:)

Hrafnhildur
Reyklaus og bjartsýn

sunnudagur, október 03, 2004

3. október 2004

Nokkrar skemmtilegar pælingar:


 1. Fyrst það eru björgunarvesti undir flugvélasætum .. skildu þá vera fallhlífar undir sætunum í Herjólfi?
 2. Afhverju er Tarzan ekki með skegg?
 3. ímyndaðu þér veröld þar sem ekki væri hægt að ímynda sér.
 4. Ef að þú ert í farartæki sem ferðast á ljóshraða .. og kveikir á ljósunum .. hvað gerist?
 5. Þú veist um pakkningar þar sem stendur "Opnist hér" ... hvað á að gera ef það stendur "Opnist Annars staðar"?
 6. Afhverju þykjast allir geta hermt eftir Ólafi Ragnari Grímssyni (við Alþýðubandalagsmenn)?
 7. Geta kappakstursmenn notað hraða-sektir sem frádrátt í skattaskýrslunni sinni?
 8. Finnst hænum "gúmmí-fólk" vera fyndið?
 9. Póker-hundarnir á málverkinu ... ætli þeir eigi málverk af mönnum að sækja spýtu?
 10. Þegar þú ætar að henda ruslatunnunni þinni .. hvert hendirðu henni?
 11. Fyrst að hvítvín er gott með fiski .. eru þá ljós vínber góð með sushi?
 12. Ef að mállaus krakki blótar .. þarf hann þá að þvo sér um hendurnar?
 13. Er til svona AA hópur fyrir þá sem misnota skammstafanir .. og ef svo er .. hvað er hópurinn kallaður?
 14. Er til annað orð yfir samheiti?
 15. Ætti að prófa gæludýra sjampó á fólki?
 16. Fyrst að við sjáum "litla fugla" fyrir okkur þegar við rotumst ... hvað sjá litlir fuglar fyrir sér þegar þeir rotast?
 17. Skildu bómullar-akrar "hlaupa" þegar að það rignir?
 18. Þegar að tvær líkfylgdir mætast á gatnamótum ... hvernig ákveða þeir hvor eigi réttinn?
 19. Þegar að skiltagerðarmenn fara í verkfall ... ganga þeir þá um með auð kröfuspjöld?
 20. Þegar að páfagaukurinn þinn sér þig lesa dagblað .. er hann þá að pæla í því afhverju þú situr þarna og starir á gólfteppi?
 21. Afhverju sér maður stundum hunda í peysum .. en aldrei gúbbí-fiska í sundskýlum?

En þetta eru náttlega fyrst og fremst pælingar sko.....

Hrafnhildur
Útpæld

3. Október 2004

Ég er andlaus. Mér líður einhvern veginn skringilega. Veit ekki hvort ég eigi að vera á bömmer eða ekki vegna þess að ég veit ekki hvort soldið sem ég gerði mun hafa slæm áhrif eða ekki.... Vona ekki samt..... Guð blessi allt annað í veröldinni en SMS tæknina #$/%$$##&.

En allavega, enöff viþþ ðö riddúls, hvað er það sem ég er að heyra um kosningu á þjóðarblómi??? Ég er nú ekki skærasta peran í seríunni hvað varðar pólitík eða þjóðarmál eða hvað það er sem maður flokkar þessa kosningu, en í guðanna bænum!!! Hvað höfum við að gera við þjóðarblóm??? Eriddiggi bara enn ein afsökunin til að stofna nefnd í kringum eitthvað svo að fleiri þingmenn hafi betri afsakanir til að mergsjúga yfirvinnu úr bananalýðveldinu sem við búum í? Og svo þarf náttúrlega að ráða hönnuði til að hanna merki fyrir "þjóðarblómið okkar" sem og þeir munu svo rukka upphæðir með fáránlega mörgum núllum í fyrir. Og á hvaða vettvangi munum við svo skarta okkar virðulega þjóðarblómi? Forsetinn mun náttlega alltaf vera með það í hnappagatinu og Dorrit lætur örugglega íslenskann hönnuð hanna kjól úr lifandi eintökum af þessari virtu jurt sem hún mun svo nota í brúðkaupi soldánsins af Burkina Faso, en ég sé ekki mikið meira notagildi fyrir þjóðarblóm.

Hvernig væri að nota frekar peningana sem fara í kosningu, hönnun og framleiðslu hins virta þjóðarblóms, í að byggja upp það sem er í molum í þjóðfélaginu okkar eins og heilbrigðiskerfið eða menntakerfið eða bara þessvegna bílastæði í miðbæ Reykjavíkur? Það er alltaf verið að væla um að það vanti fjármagn í hitt og þetta en það er alltaf til peningur þegar kemur að einhverjum fáránlegum spanderíngum eins og þessari. Þetta er snobb og hégómi!!!

Hrafnhildur
Blómarós... en ekki þjóðarblómarós

laugardagur, október 02, 2004

2. Október 2004

Shajitt mar!!!!

Mér líður eins og roadkill on a bad day!!!! Það var partý hjá þjónustuverinu í gær og auðvitað gat mar ekki látið sig vanta svona fyrsta daginn onn ðe djobb. Það voru fríar veigar og ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki sturtað í mig..... Ég var orðin ansi skrautleg þegar ég skreið heim um hálf tvö allavega. Þetta hefði sossum verið gott og blessað allt saman ef ég hefði ekki þurft að mæta svo í vinnuna kl 8:45 í morgun lítandi út eins og that thing you smell og líðanin þokkalega eftir því.... Ég ætla aldrei að drekka aftur- aldrei aldrei aldrei, nú er Krumminn sko formlega komin á snúruna skal ég segja ykkur!!!! En það var nú alveg gasalega mikið fjör í partýinu sko, það var keppni í sing star pleisteisjón leiknum og ég og eiginmaðurinn tókum smellinn Groove is in the heart með Dee Lite og haldiði að krumminn hafi ekki bara halað inn svona eins og einni tilnefningu fyrir bestu sviðsframkomu. Tapaði nú reyndar þeirri kategóríu fyrir honum Eggert, en ég held að þetta hafi verið svona pittísigur aþþí hann söng svo ílla (nei ég er ekkert sár að hafa ekki unnið.... Ég lagði samt sál mína í sviðsframkomuna *snökt*)

En ég er semsagt komin aftur í gamla þjónustuverið mitt:) Það er svo sannarlega eins og ég sé komin aftur heim, reyndar eins og ég hafi bara ekki farið þar sem ég fékk meira að segja gamla borðið mitt aftur og þurfti enga tilsögn eða upprifjun áður en ég byrjaði að svara, stökk bara beint út í djúpu laugina og þurfti ekki einusinni handakúta:) Ég var búin að gleyma því hvað er kósí að vinna hérna.... Auðvitað er stundum alveg kreisí að gera bara eins og gengur og gerist, en það er alveg hrikalega kósí stemmning hérna alltaf og skemmtilegt fólk sem vinnur hérna.

En hvað sem því líður væri ég meira til í að vera bara heima núna undir sæng að horfa á friends af því ég er ofurþunn (og ætla aldrei að veraða aftur muniði) og lítið sem ekki neitt sofin og þoli ekki að sumir séu heima sofandi núna... Oooooog í tilefni af því er ég farin að hringja í fólkið sem ég geri fastlega ráð fyrir að sé sofandi hardy har har:)

Hrafnhildur
Eridda Hrafnhildur? eridda draugur? there's no need to deside...

föstudagur, október 01, 2004

30. September 2004

Ungfrúutanviðsig.is

Ég sprengi stundum skalann í því að vera utan við mig og óheppin og geri þar af leiðandi stundum hluti sem ég verð mér til skammar fyrir. Eitt af þessum skiptum var í kvöld (sem betur fer voru samt engin vitni). Ég var bara að hátta mig eins og gengur og gerist með konur á mínum aldri og var eitthvað rosalega mikið að hugsa í leiðinni og allt í einu stend ég fyrir framan galopinn ruslaskápinn og var ekkert að fatta hvernig ruslaskápurinn gæti á einhvern hátt tengst þeirri einföldu athöfn að hátta sig..... Allavega, haldiði ekki bara að ungfrú alltaf í sambandi hafi ekki bara klætt sig úr bolnum og hent honum í ruslið???? Hvað verður það næst leyfist mér að spyrja??? Það væri sossum alveg ég að taka mig til í einhverju ástandinu og nota tannkrem sem eye makeup remover og tannbursta mig með mýkingarefni eftir að hafa hent hárblásaranum inn í þvottavélina og sett hana í gang!!!!

Ég og eiginmaðurinn eigum það eimmitt sameiginlegt að vera jafn óumdeilanlega óheppinn og utan við okkur. Svona til að ég líti ekki jafn ílla út finnst mér rétt að benda á tildæmis þegar hann var að passa íbúðina fyrir systur sína í mánuð og vökvaði gerfiblómið á stofuskenknum á hverjum degi og þar af leiðandi rústaði mubblunni. Nú eða þegar hann var að byrja með fyrrverandi kærastanum sínum og daðraði við hann í síma í nokkrar mínútur áður en hann fattaði að hann var að tala við vitlausann mann og sagði þá "óóóóó fyrirgefðu... ég er að reyna við vitlausann mann...." Ég get ekki sagt annað en að við séum hið fullkomna match:)

Jæja, best að hætta áður en það kemur vírus í tölvuna mína eða eitthvað álíka óheppilegt.....

Hrafnhildur
Verður seint talin innan við sig