30. September 2004
Funny thought: Ég les líf margra persóna á hverjum degi. Ég þekki manneskjurnar næstum því þó að ég hafi aldrei hvorki hitt né talað við þær. Ég les bloggin þeirra af ástríðu og verð bara næstum því fúl þegar þær/þeir blogga ekki í einhvern tíma. Ég er sérstaklega húkkd á blogginu hennar Betu þessa dagana. Hún er úti í bandaríkjunum í námi og að lesa líf hennar er eins og lesa spennandi skáldsögu og hún er líka mjöööög dugleg við að blogga og það er alltaf eitthvað að gerast hjá henni. Er maður sorglegur þegar maður er orðinn húkkd á einhverju svona???
Allavega, í dag er seinasti dagurinn minn hérna í símabúðinni í kringlunni og á morgun sný ég aftur heim í þjónustuverið mitt. Ég á nú reyndar eftir að sakna yndislega fólksins sem ég er að vinna með en Lord almighty hvað verður gott að koma aftur niðrí þjónustuver. Ég veit að eiginmaðurinn minn verður feginn að þessu skilinafborðiogsæng tímabili sé lokið:) Ég náttlega fór á kaffihúsið mitt í hádeginu (þetta sem ég hef farið á hvert einasta hádegi seinustu 9 mánuði) sem bæ ðö vei heitir Cafe bleu og þetta æðislega fólk sem er að vinna þarna vissi að ég var að vinna seinasta daginn minn í kringlunni og að því tilefni fékk ég kaffi latte og karamellueplaköku í boði hússins!!!! Er þetta ekki yndislegt fólk??? Ég vil bara koma því á framfæri að cafe bleu er frábærasta kaffihús í sögu íslands og hann Nonni algjör rúsína sem lætur manni líða eins og maður sé heima hjá sér:)
Jæja, verð víst að vinna fyrir kaupinu mínu svona seinasta daginn.....
Hrafnhildur
Á síðustu stundu
Krummi litli....
fimmtudagur, september 30, 2004
miðvikudagur, september 29, 2004
29. September 2004
Gummi Jó (með þöglu hái) er í stríði. Hann stendur sig vel drengurinn. Ekki vil ég fara í netheimastríð við hann. Ég vil þessvegna koma því á framfæri hérna að Gummi er sætur, skemmtilegur, fyndinn og yfir allt litið glæsilegur karakter. Kannski ég baki möndluköku handa Gumma....
En þetta er fyndið:)
Hrafnhildur
Sleikja
þriðjudagur, september 28, 2004
28. September 2004
Að mér heilli og lifandi!!!
Var að byrja að taka töflur sem augnlæknirinn lét mig hafa til að lækna það sem hann veit ekki hvað er með töflum sem hann er ekki viss um að virki... Með öðrum orðum að haga sér alveg eins og hreinræktaður fulltrúi hinnar íslensku læknastéttar.
Allavega, þessar töflur gera það að verkum að mér er óglatt á einum stað í maganum og bara djösst plein illt á öðrum stað... Soldið skrítið að vera með tvennskonar ónotatilfinningar í maganum í einu.... svona nokkurnveginn eins og blautur draumur hins fullkomna masókista. Ekki nóg með þessa magaverki heldur svíður mig í ristilinn og það er frekar óþægilegt að svíða í innyflunum...... En allavega, þessi verkjasúpa gerir það að verkum að ég er háttuð ofan í rúm og klukkan er ekki orðin hálf tíu einusinni, ég bara hef hvorki viljann né getuna til að reyna að halda mér uppréttri, en ég sver það, ef þessir verkir verða ekki farnir að haga sér í fyrramálið þá fer ég upp á augndeild og gef þessum lækni góða prívjú af því hvernig það er að heyra norðlensku borna fram á réttann hátt.
Alltaf ef mér er illt einhversstaðar verð ég rosalega lítil í mér. Mig langar bara að liggja í fósturstellingunni með þumalinn uppi í mér og hafa einhvern til að halda utan um mig og rugga mér fram og aftur og segja að þetta sé allt í lagi.... Er einhver sem býður sig fram í það djobb akkúrat núna?? MIG VANTAR MÖMMU MÍNA!!!! (hávaðaöskur og grenjur)
2 dagar í að ég snúi aftur á heimaslóðir í mitt heittelskaða þjónustuver, jibbí:)
Hrafnhildur
Liði frábærlega ef ég væri masókisti
28. September 2004
Ég er að krókna!!!! Ég er í vinnunni og það er svo kalt hérna að ég stend við opinn ísskápinn til að fá einhvern hita í kroppinn á mér. Þess á milli eru geirvörturnar á mér notaðar sem snagar fyrir yfirhafnir vegna þess að þær eru harðari en demantar. Ég hlakka til að fara niður í þjónustuver. Ég gat allavega vafið mig inn í flísteppi þegar mér var kalt þar, en hérna þarf ég bara að bíta í það súra og taka á móti viðskiptavinum brosandi og segjast vera með bláan varalit og parkinson ef þeir spurja. Miðstöðin hérna niðrí vinnu er ekki alveg að vinna vinsældakeppnina finnst mér.
Annars eru fleiri sem eru ekki að vinna vinsældakeppnina hjá mér þessa dagana og það er skjár einn. For kræjíng át lád, ef það er ekki fótboltaleikur þá er einhver markaþáttur og ef það er ekki markaþáttur þá er einhver fótboltaumfjöllunarþáttur Djííís Lúís!!!!!! Mér fannst þá betra þegar þetta var á sýn. Þá gátu þeir sem höfðu áhuga á þessu bara keypt sér áskrift af sýn og verið síðan bara óþolandi fótboltabullur í sínu horni, en núna er uppáhalds sjónvarpsstöðin mín búin að breytast í typpaslagsmálastöðina sýn og ég get ekki horft á sjónvarpið lengur, og þá sérstaklega ekki um helgar!!!! Ég bara vitna í hinn margfræga A.A. Fritzferburghen: This sucks!!!!
Hrafnhildur
Gangandi grýlukerti
mánudagur, september 27, 2004
27. September 2004
Ég er greinilega með mjög algeng símanúmer.... Allavega er ég alltaf að lenda í því að einhver hringi í vitlaust númer í mig. Það hringja reglulega einhverjir útlendingar frá einvherju fyrirtæki til að biðja um Thorarinn Jonhnsson (lesist með sterkum hreim), og ég er búin að segja svo oft að hann sé ekki með þetta símanúmer að ég er búin að gefast upp og farin að taka fyrir hann skilaboð. Ég fékk nú samt asnalegustu vitlaust númer hringingu áðan. Það hringdi í mig villuráfandi gamall maður og spurði hvort ég væri nú örugglega ekki forstöðumanneskjan í hvítasunnusöfnuðinum. Þar sem ég verð seint kölluð trúarofstækismanneskja gat ég nú ekki annað en leiðrétt þennan misskilning hið snarasta, en þegar ég var búin að leggja á manninn kom tíkin upp í mér og ég sá eftir því að hafa ekki þóst vera forstöðumanneskjan og gerst sálusorgari.... það hefði verið gaman svona á mánudagsmorgni.
Var að lesa bloggið hennar Möggu minnar. Hún er bambólétt og á samt 2 mánuði eftir og hún lýsir þessari reynslu sinni ekki fallega. Ég var nú reyndar búin að upplifa það að óléttar konur æja og óa, fitna og fá stærri brjóst og fríka á skapsveiflunum þegar systir mín var ólétt (var farin að kalla hana Móna Dídí (Hormónar og dobbúl dí brjóstahaldari)) en Magga hefur náttlega alltaf verið frekar orðheppin og á betra með að lýsa hlutunum heldur en systir mín ástkær sem fór bara að gráta ef hún fékk ekki toblerónið sitt. En allavega, við að lesa þessa lýsingu hennar mundi ég eftir því að einusinni langaði mig að vera ólétt. Mig langaði ekki í barn, mig langaði bara að vera ólétt af því mér finnst óléttar konur svo fallegar. Ég er farin að halda að ég hafi verið sturluð á geði. Ég ætla aldrei að verða ólétt (fyrr en ég verð það allavega)
Hrafnhildur
Símsvari
26. September 2004
Uppáhalds lögin mín þessa stundina (náttlega fyrir utan Alanis safnið eins og það leggur sig):
A spaceman came trevelling- Páll Óskar
Clocks- Coldplay
White rabbit- Emiliana Torrini
Mad world- Gary Jules
My immortal- Evanescence
El tango de Roxanne- Moulin Rouge
Me- Paula Cole
This is how you remind me- Nickelback
Spoon- Dave Matthews band
Against all odds- Phil Collins
Winter- Tori Amos
Þessi lög hafa öll sérstaka þýðingu fyrir mig á einhvern hátt og mér líður alltaf vel þegar ég hlusta á þau. Ef þið vitið ekki hvaða lög þetta eru, þá mæli ég eindregið með því að þið þrumið ykkur inn á veraldarvefinn og halið þeim niður og týnið ykkur svo í fegurðinni við að hlusta á þau:)
sunnudagur, september 26, 2004
26. September 2004
Guð hvað ég er andlaus blogglega séð þessa dagana..... guð hvað ég er andlaus allslega séð þessa dagana.... nema til að sauma. Ég er að hugsa um að finna fund hjá SA (símstress anonomus) og tala um þessa fíkn mína. Ég geri ekki annað en að sauma út jólakort. Þetta er orðið hættulegt, ég sver það, ef vinir mínir væru ekki löngu búnir að venja sig á að koma í kaffi til mín, þá myndi ég ekki hitta fólk því belíf jú mí, þar sem ég þarf að standa upp og þar af leiðandi skiljast frá dásamlega útsaumum mínum er ekki séns að ég fari eitthvað í heimsókn...... Sorglegt ekki satt?? En bjarti punkturinn við þetta er að það eru allavega 7 manneskjur sem fá falleg og persónuleg útsaumuð jólakort frá mér í ár:) Annars var ágætis gestagangur hérna um helgina. Minn ástkæri eiginmaður og my kindered spirit hann Dávíður litli hommakrulla og svo Enok minn kíktu á mig á föstudagskvöldið, og svo kíktu Rakel og Davíð hennar og svo Dávíður hommakrulla í gærkvöldi, en á milli þess þá var ég að.... jú gott ef ekki að sauma dömur mínar og herrar:)
En guð hvað ég vildi óska þess að ég myndi vinna svona 200 milljónir í lottói.... Það væri svo gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af peningum og getað bara slakað á og dundað sér við að ferðast og svoleis, og dæla peningum í fjölskylduna og vinina. Það er stundum svo gott að láta sig dreyma... Alltaf þegar ég kaupi mér lottómiða fylgist ég aldrei með sjálfum úrdrættinum og bíð svo í kannski svona viku með að láta tékka á honum og læt mig dreyma á meðan um hvernig ég ætla að eyða peningunum..... Á eimmitt lottómiða núna og er búin að eyða öllum peningunum í eitthvað sniðugt í huganum......
Hrafnhildur
Ofstækisfulla saumakonan
miðvikudagur, september 22, 2004
22. September 2004
Ég er búin að komast að því að ég er allsvakalega, og þá meina ég stjarnfræðilega vanaföst manneskja. Ég sef alltaf sömu megin í rúminu, ég keyri alltaf sömu leiðina í vinnuna, ég reyni að leggja alltaf í sömu stæðin, ég fer alltaf á sama kaffihúsið í hádeginu, ég sit alltaf sömu megin við eldhúsborðið, ég drekk alltaf kaffi úr sömu könnunni ect, ect, ect...... Þar sem reikingar eru 70% vani (í mínu tilfelli allavega, fæ ekki fráhvarf frá nikótíninu í þau skipti sem mér hefur tekist að hætta) þá á ég ROSALEGA erfitt með að láta af þessum skemmtilega vana. En með lækkandi sól og frostrósum í haga er einn af mínum aðal reykfélögum, hún Rakel ofurfallega, að hætta að reykja og ég að byrja í þjónustuverinu, og hvernig væri það að ég myndi bara nota þetta sem vindó off oppertjúnetí og hætti bara líka. Þá allavega get ég fengið mér stöð 2 og horft á ædolið í vetur á meðan ég sauma jólakortin mín:)
Hvernig væri nú, þar sem ég er að spá í að hætta að reykja, end dónt nó há tú gó abát itt, að þið elskurnar mínar, komið með tillögur að því hvernig ég á að fara að þessu hérna í fallega litla kommentakerfið mitt fyrir neðan... Og hvort það sé yfirhöfuð góð hugmynd að skapvargur eins og ég hætti að sjúga nikótín ofan í lungun á mér.
Hrafnhildur
Reyklaus?
laugardagur, september 18, 2004
18. September 2004
Það fylgja því ákveðin fríðindi að vera fastagestur á kaffihúsi. Mar þekkir staffið og allir eru svona heimilislega góðir við mann og maður kemst upp með allt. Á mínu fastakaffihúsi, sem ég fer á í hverju einasta hádegi, er ég stundum notuð sem tilraunadýr ef eitthvað nýtt kemur á matseðilinn eða ný terta lítur dagsins ljós. Í dag var prufukeyrsla á nýrri karamellutertu og ég var fengin í að smakka, verkefni sem ég fórnaði mér í á óeigingjarnann hátt. Þessi karamelluterta bragðaðist eins og ég get ímyndað mér að himnaríki sá á bragðið, og guð hvað ég átti erfitt með mig að henda mér ekki á kokkinn og heimta meira. Ég á eftir að vera í sykursjokki fram á þriðjudag.
Ég elska kaffihúsið mitt og alla sem vinna þar:)
Hrafnhildur
Sælkeri
18. September 2004
Ég er ekki að meika fólk í dag. Ég þoli ekki fólk. Ég er komin með ógeð á því að fólk komi strunsandi upp að mér og sé dónalegt og tali illa um fyrirtækið sem ég vinn fyrir. Veit að þetta breytist ekkert þegar ég fer niðrí þjónustuver, en ég einhvernveginn höndlaði skítinn betur þar. Ég höndla það greinilega betur að láta ókunnuga skíta yfir mig þegar ég get skellt á þegar mér ofbýður dónaskapurinn.
Íslendingar eru gjörsamlega búnir að ofbjóða mér í dónaskapnum. Seinast í gær reiddist ég svo rosalega að ég er ennþá í mínus yfir því. Davíð, litla englahárið mitt dró mig með sér á Jón Forseta í gærkvöldi og við vorum bara að dansa þegar dramadrottning með svip á andlitinu sem benti til þess að líf hans væri ein allsherjar magaspeglun, kemur alveg upp að Davíð og hvíslar einhverju að honum. Þar sem tónlistin var í botni heyrði Davíð ekkert hvað hann sagði og drottningin strunsaði strax í burtu þannig að hann yppti bara öxlum og hélt áfram að dansa. Seinna sátum við bara uppi og vorum að tala saman þegar beisk dragdrottningin kemur og tilkynnir honum Davíð mínum hvað hann sé nú Ömurlegur... ÖMURLEGUR???? HANN DAVÍÐ MINN???? Og ekki nóg með það, hann gerði þetta ekki einusinni heldur tvisvar. Það segir enginn við hann Davíð minn sem er yndislegasta og fallegasta og bestasta og æðislegasta manneskja í öllum heiminum að hann sé ömurlegur fyrir framan mig nema fá að sjá eftir því. En þar sem hann Davíð minn er náttlega yndislegur sagði hann bara: Hrafnhildur, hann á bara bágt og við erum ekki að fara niðrá hans plan með því að rísponda á þetta.
Þarna sjáiði hvað hann er góð manneskja.
Hrafnhildur
Vill ekki dónalegheit
18. September 2004
Úff hvað ég er búin að vera löt að blogga.....
Svo ég tali nú enn og aftur um útlendingana sem setjast að á okkar ástkæra landi. Eins og ég hef áður sagt, þá hef ég ekkert á móti þessu fólki en það er bara svo margt sem er ólíkt í okkar siðum og menningu. Eitt sem ég hef tekið mikið eftir sem þjónustufulltrúi er soldið sem allir Latínó karlmenn eiga sameiginlegt. RAKSPÍRASTÆKJA Í ÞÚSUND KÍLÓMETRA RADÍUS!!!!!! Ég sver það, þessir dúddar eru svo angandi af rakspíra að maður er gasping 4 air hérna. Ég veit ekki ástæðuna fyrir þessu, kannski er þetta bara einhver lenska þarna í suður ameríku og nágrenni, eða þá að þessir menn eru upp til hópa sóðabrækur og eru að reyna að breiða yfir tveggja vikna sturtuleysi með hálfum lítra af rakspíra, en for kræjíng ád fokkíng lád, þetta er ógeðslegt!!! Mér finnst allt í lagi, og bara hið besta mál að karlmenn noti rakspíra, og flestir, allavega íslendingar, geta hamið sig í gleðinni með þetta allt saman en þegar 5 Latínótýpur koma allir inn í einu, allir með heila flösku af sitthvorum rakspíranum..... Þá er það bara orðin misþyrming á lyktarkirtlunum mínum. Mín skilaboð til ykkar drengir mínir: Kælið ykkur í rakspíranum, þetta er ekki kúl!!!
Æji ég nennissiggi
Hrafnhildur
Ilmandi, ekki angandi
laugardagur, september 11, 2004
11. September 2004
Ég tek mér það bessaleyfi að kalla sjálfa mig náttúrulegann nöldrara af guðs náð. Þar sem ég er nöldrari get ég ekki látið þetta tækifæri mér úr greipum renna. Mér finnst bara argasta frekja að þegar ég er að kaupa mér skinkukrósantinn minn niðrí hagkaup og borga með debbaranum, að þegar ég bið um að fá kortið til baka fái ég "nei þú færð ekki kortið fyrr en þú ert búin að skrifa undir" Hvaða fokk er það?????? Eru þau hrædd um að ég taki mig til og hlaupi eins og fætur toga út úr versluninni bara til þess að sleppa við að borga??? Ég vil bara ekkert að einhver frek kassadama á pávertrippi sé að káfa á mínum debbara, ég vil bara fá kortið mitt um leið og hún er búin að renna því í gegn, og það hefur enginn leyfi til að segja "nei, ekki fyrr en mér sýnist" þegar ég er að biðja um að fá til baka eitthvað sem ég á, sérstaklega þegar téður hlutur inniheldur launatékkann minn eins og hann leggur sig!!! Þetta er MANNRÉTTINDABROT!!! (kælum okkur í ofsanum Krummi minn) Ef breddan við kassann vill sjá myndina og undirskriftina á kortinu skal ég með glöðu geði sýna henni það allt, á meðan ég held á kortinu. Ég myndi kannski láta þessa umræðu kjurrt liggja ef það að skoða undirskrift og mynd væri ástæðan fyrir þessu öllu saman, en þar sem frekjuhlussan leit ekki einusinni á kortið á meðan hún hélt á því þá er ástæðan fyrir því að hún harðneiti að rétta mér kortið mitt dottin upp fyrir og hana nú!!!!
Og svo ég haldi nú áfram að nöldra, þegar þið eruð að stofna einhverja þjónustu á ykkur sem á eftir að verða gjaldfærð mánaðarlega af kennitölunni ykkar, eruð þið ekki rólegri ef þið eruð beðin um skilríki þegar þið eruð að stofna þetta, og sjáið það þá þar af leiðandi svart á hvítu að enginn nema þið sjálf geti komið og stofnað eitthvað á ykkur? Allavega finnst mér það bara traustvekjandi.... Akkuru snappa þá allir þegar þeir eru beðnir um skírteini og fá ekki að stofna þjónustuna ef þeir eru ekki með skírteini á sér??? For kræjíng át lád, getur þetta fólk ekki bara tekið tjill pill og fengið sér sangría eða eitthvað????
Hrafnhildur
Nöldur dagsins
fimmtudagur, september 09, 2004
9. September 2004
Vott a plesent sörpræs!!!!
Fór til augnlæknis í dag, útlenskrar konu sem ég hafði enn minni trú á en íslensku læknunum, sýnir hvað ég get verið þröngsýn. Hún hélt mér hjá sér í einn og hálfann klukkutíma á meðan hún skoðaði mig í bak og fyrir og lét yfirdeildarlæknirinn skoða mig líka og sleppti mér ekki fyrr en hún var búin að bóka mig hjá sérfræðingi först þíng túmorró morníng. Ekki nóg með það, þá sagði hún ekki "ég veit ekki hvað þetta er en prófaðu þetta..." heldur skrifaði bara orðalaust upp á tvennskonar augndropa handa mér. Á þessum tímapunkti var mér hætt að lítast á blikuna og orðin fullviss um að þessi kona hefði ekki útskrifast sem læknir, þar sem hún pattrónæsaði mig engann veginn, og fékk það staðfest þegar ég leit á lyfseðilinn; rithöndin hennar var mjög snyrtileg og falleg og algjörlega skiljanleg!!!! Ekki nóg með það, heldur smellti ég dropunum í mig þegar ég kom heim og þeir virka læk a tjarm. Eini gallinn er að þessir dropar gera það að verkum að augasteinninn á mér er kominn með tíu í útvíkkun og mun haldast þannig að meðan ég nota dropana og þar af leiðandi er ég frekar ljósfælin og gott ef ekki soldið skrímslaleg með annann augasteininn mikið stærri en hinn, en ég er tilbúin að vera svoleis alla ævi ef ég slepp við bölvaða sýkinguna.
Kom heim og smellti Legends of the fall með Brad Pitt í tækið og grét úr mér augun, þessi mynd er bara allskonar sorgleg skal ég segja ykkur!!! Brad er náttúrlega líka svo yfirnáttúrulega óeðlilega girnilegur í þessari mynd að það eitt er nóg til að halda manni grenjandi út alla myndina. Fór strax eftir að myndin var búin út á leigu og tók Interview with a vampire og ætla svo sannarlega að halda áfram að slefa, það er fátt sem toppar hann Brad minn síðhærðann.
En talandi um ómótstæðilega karlmenn, hann Árni minn er að snúa aftur heim úr útlegð á morgun eftir að hafa verið í viku á vestfjörðum að græða peninga og guð hvað ég hlakka til að fá hann heim aftur, er búin að þurfa mikið á honum að halda í veikindunum, á það nebblega til að verða soldið lítil í mér þegar ég er veik, og hefði þurft allavega einn koss á ennið svo ekki sé meira sagt..... allavega, hann mun fá konunglegar móttökur þegar hann snýr aftur til einkennilega eygðrar konunnar sinnar.
Hrafnhildur
Tileygð á öðru, glaseyg á hinu
miðvikudagur, september 08, 2004
8. September 2004
Friends spilið var skemmtilegt en samt virkilega sorgleg lífsreynsla. Sorgleg að því leitinu til að ég gat svarað næstum öllum spurningum rétt, og ekki nóg með það, ég gat útskýrt fyrir hinum við hvaða kringumstæður atriðið sem spurningin var um gerðist. Eriddiggi sjúkt???
Nýleg vinkona mín, augnsýkingin Anna (ákvað að skíra hana vegna tíðra heimsókna) ákvað að kíkja á mig eina fokkíng ferðina enn, og í þetta skipti af afli sem ég hafði áður ekki kynnst. Seinast þegar ég fékk þessa sýkingu fór ég til augnlæknis sem tók sýni og allskonar drasl, og sagði mér svo að koma aftur þegar það kæmi úr ræktun. Jæja, ég skutlaði mér aftur þegar téðar niðurstöður áttu að liggja fyrir og fékk þá svar sem virðist flestum læknum hugljúft: "Ja það kom nú ekkert út úr rannsóknunum og ég er ekki alveg viss um hvað þetta er en ég ætla að skrifa upp á þetta fyrir þig, athugaðu hvernig það virkar". Og í staðinn fyrir að segja "ef þetta virkar ekki komdu þá aftur eftir viku" eins og allir hinir læknarnir toppaði þessi fáránlegheitaskalann og sagði "og ef þú færð svona sýkingu aftur, farðu þá til augnlæknis!!!!!" Ég var nú bara að spá í að standa upp og lesa hvað stæði utan á hurðinni í hreinu mótmælaskyni við þessari uppástungu hans, en þar sem ég er lööööööööngu búin að gefast upp á læknum hvort eð er (þetta pakk veit ekkert í sinn oflaunaða helvítis haus) þá ákvað ég bara að segja já og sýna honum svo puttann á leiðinni út. Ég semsagt borgaði sjöfokkíngþúsundkall í augnlækni (plús lyfjakostnað að sjálfsögðu) til þess eins að láta benda mér á það að ef þetta kæmi aftur ætti ég að leita til augnlæknis. Heldur maðurinn að ég sé með greindarvísitölu á við klósettbursta???
Allavega, í eymd minni hringdi ég í karl föður minn og var að ræða þetta viðann, og lýsti fyrir honum einkennum Önnu vinkonu minnar. Þá fór hann að segja mér að hann er með ofnæmi sem lýsir sér akkúrat svona. Þetta er ofnæmi fyrir járntegund sem heitir Gillensmörfsen (Maniggi hvað það heitir í alvöru þannig að ég bjóidda nafn til, man að það byrjar á G) og þegar ég fór að hugsa út í þetta, fór ég ekki að fá þessar sýkingar fyrr en breytingarnar byrjuðu niðrí kringlu (minnir mig). Ég allavega ætla bara að skella mér í ofnæmispróf og þá helst hjá hómópata eða kínverja eða jurtalækni, bara einhverjum sem er ekki háskólamenntaður og pattrónæsandi kaffipoki sem sérhæfði sig í Láttuþeimlíðaeinsogþauséuímyndunarveik 103.
Hrafnhildur
Horfir á hlutina með öðru auganu
mánudagur, september 06, 2004
6. September 2004
Þvílíkt sukk og svínarí þessa helgi, hef ekki tekið helgi svona rosalega með trompi síðan ég veitiggi hvenær!!!! Á föstudagskvöldið lá ég heima og las Hringadróttinssögu og dældi í mig nammi og kók og reykti sígarettur= sukk föstudagsins.
Fór í klippingu á laugardaginn til hans Nonna míns í Kristu/Quest og afraksturinn sjáiði hérna við hliðina, ég er allavega obbosslega ánægð meðana. Fór svo heim og dundaði mér þangað til Dávíður kíkti í heimsókn og við lágum í Nintendó að spila Super Mario Bros 3 til klukkan hálf fimm um nóttina= Sukk laugardagsins.
Síðan kíkti Guðný Ebba á mig í gær og við enduðum á að spila Súper Maríó aftur til 2 í nótt.
Í kvöld er svo planið að hitta Rakeli og Davíð og spila nýja Friendsspilið sem ég var að kaupa mér, held að þetta verði frekar bara keppni í því hver veit mest þar sem við erum öll útskrifuð með BA gráðu í friendsþáttunum. Þetta verður allavega hörð viðureign:)
Hrafnhildur
Sukkari dauðans
laugardagur, september 04, 2004
3. September 2004
Fékk þennan líka frábæra brandara sendann í meili, varð að deila honum með ykkur:
A wife was making a breakfast of fried eggs for her husband.
Suddenly her husband burst into the kitchen.
"Careful ... CAREFUL! Put in some more butter! Oh my GOD!
You're cooking too many at once. TOO MANY! Turn them! TURN THEM NOW! We need more butter. Oh my GOD! WHERE are we going to get MORE BUTTER? They're going to STICK!
Careful ... CAREFUL! I said be CAREFUL! You NEVER listen to mewhen you're cooking! Never! Turn them! Hurry up! Are you CRAZY?
Have you LOST your mind? Don't forget to salt them. You know you always forget to salt them. Use the salt. USE THE SALT! THE SALT!"
The wife stared at him. "What the hell is wrong with you?
You think I don't know how to fry a couple of eggs?"
The husband calmly replied, "I wanted to show you what it feels like when I'm driving with you in the fucking car.
Átti einusinni kærasta sem lét svona í hvert einasta fokkíng skipti sem ég vogaði mér að setjast undir stýri, þangað til ég var virkilega farin að spá í hvort hann væri með kvensköp!!! Þá líka hætti ég meðonum....
Hrafnhildur
Skilur kallinn
3. September 2004
Ég er að vinna með dáðadreng miklum að nafni Gummi Jóh (Jó með þöglu há-i eins og hann vill meina). Gummi er, eins og flestir karlmennirnir í kringum mig ungur, einhleypur og mjög svo frambærilegur, og umfram allt náttúrulegur djammari af guðs náð. Hann kom með þá yfirlýsingu í morgun að helgin sem er framundan yrði edrúhelgin 2004, sem væri nú ekki frásögufærandi nema að því leitinu að það fer ekki mikið fyrir þeim hjá honum. Þegar hann lýsti þessu yfir gat ég ekki annað en glott, og ákvað að fylgjast með honum í dag. Grunur minn var staðfestur fljótlega.... Hann eyddi deginum í að berja utan af sér félaga og kunningja sem létu rigna yfir hann partýboðum og spurningum um hvað ætti að gera um helgina og svo frv. Hann var frekar þögull í kvöld þegar ég yfirgaf vinnustaðinn og myndarlegt óveðurs og þrumuský sem hékk yfir hausnum á honum. Ég ætla að fylgjast spennt með því hvort honum takist þetta, kappanum.....
En talandi um djamm eða djammleysi... Ég, Hrafnhildur Viðarsdóttir, hef ekki farið á djammið síðan um miðjann júní, JÚNÍ I TELLYA!!! Gees Louise!!! Ég hef sossum ekki verið í neinu sjálfsskaparstraffi eða neinu svoleis, þetta gerðist bara óvart. Ég bara ómulega nenni þessu lengur, það er þreytandi lífsstíll að djamma hverja helgi, líta alltaf út eins og maður sé á leiðinni á djammið, og það kostar peninga að vera alltaf í nýjustu tískulörfunum, þannig að ég séri baki við öllu heila hafaríinu og sakna þess ekki. Nú er ég ekki að segja að ég hafi sest niður, tekið ástfóstri við gömlu þynnkubuxurnar hans pabba síðan áður en hann fór til Nam, hætt að mála mig og bætt á mig áttatíu kílóum, en ég hef tekið mig á í fatafíkninni og get núna labbað inn og út úr bæði vero moda og skór.is án þess svo mikið sem blikka í áttina að afgreiðsluborðinu, og ég hef farið úr því að vera horuð í það að vera grönn. Hárið á mér hefur reyndar fundið það hjá sjálfu sér að vera allt í einu með sjálfstæðann vilja sem gerir það að verkum að ég ræð ekkert við það, sem gerir það aftur að verkum að það er í tagli og ótal spennum, en því verður kippt í lag ekki seinna en hálffjögur á morgun þegar ég á deit með honum Nonna mínum Quest.
Eða með öðrum orðum: Ofurskonsan Krummi hefur kvatt og unga konan Hrafnhildur heilsar ykkur brosandi:)
Nennissiggi
Hrafnhildur
Woman of many lifestyles
miðvikudagur, september 01, 2004
1. september 2004
Hvar er teljarinn minn??? Ó mæ god, nú panikka ég. Og bæ ðö vei, hafiði tekið eftir því að það er kominn september- og hvað gerist þá??? Krumminn sest niður og fer að sauma jólakort og bíða eftir að elsku jólin mín komi:):) Vill einhver sameinast mér í jólageðveiki?
Hrafnhildur
Það er spurning
1. September 2004
Árni minn skaust út í sjoppu í gær til að taka vídjóspólu. Hann kom heldur betur færandi hendi heim aftur með lítinn heimilislaustann tjíváva hund handa mér. Ég mátti að sjálfsögðu eiga hann þar sem hann var alveg ómerktur og var bara ráfandi þarna úti á götu í reiðileisi og ég skírði hann Hlunk Tvínkúltó á stundinni. Hann var alveg ógisslega sætur, kolsvartur og pínkupons, og hann bræddi mig á núll einni. Ég rauk út í sjoppu og keypti hundamat handa dýrinu sem virtist sársoltið, og eyddi þarmeð dýrmætum augnablikum með nýja gimsteininum mínum, þar sem við tókum eftir eigandanum stuttu seinna þar sem hann rauk, kallandi og blístrandi upp og niður götuna. Við ákváðum nú að vera hjartahrein og góð í okkur og skila Hlunki mínum aftur til fyrri eiganda (og þá kom reyndar í ljós að hann Hlunkur Tvínkúltó var tík, ojæja) og ég varð alveg sármóðguð þar sem dýrið fyrir það fyrsta hjúfraði sig upp að mér þegar hann sá eigandann og virtist ekki par hrifinn og svo var hann (hún uhumm) bara hrifsaður úr fanginu á mér og eigandinn varla hafði fyrir því að þakka fyrir sig áður en hann bara rauk í burtu með ástarhnoðrann minn litla!!! Mér finnst hann nú bara mega þakka fyrir það að við skiluðum honum aftur, og þar sem þetta var tík (og á lóðaríi og þessvegna rauk hún á dyr) hefði hann mátt bjóða mér eins og einn hvolp undan henni þegar þar að kæmi í fundarlaun!!! Böllvaður megi manngarmurinn verða mínvegna. MIG LANGAR Í TJÍVÁVA!!!!!
Ég er að lesa Hringadóttinssögu þessa dagana, hef aldrei litið ofan í þessar frægu skruddur áður, en hef hingað til verið alveg heilluð af myndunum. Ég verð nú að segja það að mér finnst þeir nú hafa sleppt ansi mörgu krúsjal úr og breytt og betrumbætt í myndunum og stundum bara svissað persónum þegar að því kemur að gera eða segja eitthvað, hnuss!!! En LOTR eru nú samt meistaraverk og ég á alltaf eftir að dýrka þessar myndir, sama hvað.
Síðan tók ég mig nú bara til og klessti næstum bílinn minn í gær og allt einhverjum hálfvita á bílaleigubíl að kenna. Ég lagði bílnum hérna fyrir utan eins og alltaf, en þegar ég ætlaði að keyra út úr bílastæðinu, var eitthver mannauli með greindarvísitölu á við slökkvitæki búinn að leggja það þétt upp að bílnum mínum að ef þetta hefðu verið manneskjur þá hefði einhver fengið sekt fyrir kynferðislega áreitni!!! Ekki nóg með það þá var íbúinn á neðri hæðinni búinn að leggja þversum fyrir framan mig, og þegar ég reyndi að bakka út úr stæðinu, þá náttlega auðvitað lenti ég beint á litlum steyptum staur sem er við gangstéttina. Það sást sem betur fer voðalega lítið á bílnum, en fokkitt, ef ég ætla að klessa bílinn minn, þá verður það af því mig langar til þess, ekki af því einhver sturtuhaus á ljótum bílaleigubíl leggur eins og hálfviti fyrir aftann mig. Ég hefði átt að hrækja á bílinn og skrifa blótsyrði úr slummunni, þegar ég loksins var búin að fá íbúann á neðri hæðinni til að færa bílinn sinn og losa mig úr prísundinni. En þar sem ég er dama sleppti ég því, beit á jaxlinn og bölvaði í hljóði.
Jæja, ég býð ykkur bara góða nótt í bili.
Hrafnhildur
.... og enginn Hlunkur lengur "snökt"