29. Ágúst 2004
Síðustu dagar eru búnir að vera helvíti, vinnulega séð. Það var svo mikið að gera í gær að heill veggur var skrúfaður af festingunum og við tókum ekki eftir því, ekki fyrr en í morgun þegar ég kom í vinnuna og allt draslið sem átti að vera á veggnum var á gólfinu. Ég er búin að vera einn og hálfann klukkutíma að borða eina möffins, og er ekki einusinni hálfnuð með hana og Froppatjínóið mitt er löngu bráðnað og orðið venjulegt kaffi. Þetta er bull finnst mér!!!!! Ég er búin að sjá það að Íslendingar missa vitið þegar þeir heyra eða lesa orðið "tilboð". Það skiptir ekki máli hvað það er sem er verið að auglýs, það er á tilboði og svo ódýrt að við verðum að eignast það!!!! Mér finnst Íslendingar í verslunarhugleiðingum heimskir og leiðinlegir og ég er flutt til Burkina Fasó:(
Annars er ég búin að brillera í matargerð seinustu daga. Ég tók mig til í gær, hélt heiðri gamallar íslenskrar matargerð í hávegum og töfraði fram þennan dýrindis plokkfisk á núll einni, við frábærar undirtektir matargesta, sem í þessu tilfelli voru Árni minn og Daninn sem býr hjá honum þessa dagana. Daninn var mjög hrifinn af plokkaranum, en var þó hrifnari af steikta fiskinum sem ég gerði um daginn, en hann sagði að sú máltíð væri samboðin konungum (ja eða allavega að þetta hafi verið gott, mar má nú monta sig...). Svo er ég að fara að elda kartöflubollur í kvöld, það er nú meira hvað mar breytist í brjáluðu húsmóðurina svona loksins þegar mar fær að spreyta sig í eldhúsinu:)
Nennissiggi
hrafnhildur
Ofurkokkur með meiru
Krummi litli....
sunnudagur, ágúst 29, 2004
miðvikudagur, ágúst 25, 2004
25. Ágúst 2004
Er Ísland að breytast í athvarf fyrir ofurþreyttar og veðurbarnar Hollívúddstjörnur og aðra meðlimi í þotuliði Bandaríkjanna??? Bara í þessari viku eru það Julia Styles (ó svo skemmtileg og sæt), Forrest Wittacer (veitiggi alveg hvernig þetta er skrifað), George Clooney (úff langar mest til að bjóða honum gistingu, hann er á listanum mínum) og svo Bill og Hillary Clinton með einhverja hrútleiðinlega demókrata hangandi í pils- og jakkafaldinum á sér. Ég persónulega hef ekki séð neitt af þessu liði sem er hérna núna í eigin persónu, en ég hef bæði séð Harrison Ford og Robert Carlyle þegar þeir voru hérna á Íslandi, og svo náttlega sé ég Björk alltaf þegar hún er á landinu þar sem ég bý við hliðina á henni, og hún er jú heimsfræg þó hún sé bara ótýndur afdalabóndi að Íslenskum sið inn við beinið. Það er víst alveg massamikið af frægu fólki sem kíkir hingað til landsins og við fáum örugglega ekki að vita af nema helmingnum af því, og ég skil það bara vel af hverju þetta fólk sækist í að heimsækja landið okkar. Hvort sem það er feimni eða hroki, þá megum við Íslendingar vera stolt af því hvernig við komum fram við frægt fólk sem kemur til landsins. Við hreinlega bara látum þau vera, svona að mestu leyti. Kannski einn og einn sem þorir að biðja um eiginhandaráritun en flestir láta sér bara nægja að horfa í pínu stund og hugsa "huh.... að hugsa sér að ég hafi verið að horfa á Harrison Ford labba framhjá mér".
Ég verð nú að viðurkenna það að ég hef ekki mikið fylgst með þessum blessuðu ólympíuleikum, nema rétt á meðan þessi veikindi mín standa yfir. Verð nú samt að viðurkenna að ég missti mig gjörsamlega úr spenningi við að horfa á stangarstökkið með hana Þóreyju í broddi fylkingar, það er ekki alslæmur árangur að ná fimmta sæti.... eða er það.... veitiggi neitt um íþróttir.
En það er tvennt sem ég tek alltaf eftir í kringum svona viðburði;
1) Fólk bindur alltaf jafn miklar vonir við Jón Arnar, sem tekst samt alltaf að slasa sig í fyrstu þrautinni, þannig að við vitum ekki einusinni hvort hann sé eitthvað góður lengur- hann passar sig alltaf á að slasast svo hann geti hætt með "reisn" í stað þess að enda síðastur. Það er nú reyndar einhver slysaára í kringum manninn, þar sem að hann kenndi mér leikfimi einn vetur í gagnfræðaskóla og slysatíðni hefur aldrei verið jafn há og þann vetur.
2) Svo er það grúppan sem við köllum "strákana okkar"..... Fyrir það fyrsta, HVAÐ ER ÞAÐ??? Akkuru eru þeir ekki bara kallaðir "Landsliðið í handbolta"? Það vita allir hverja er verið að tala um þegar einhver talar um "strákana okkar"og mér finnsta hallærislegt þar sem við viljum ekki bekena það að eiga nokkuð í þeim í hvert einasta skipti sem þeir koma heim aftur. En allavega, það eru allir alltaf jafn vongóðir um að nú taki "strákarnir" þetta, komi nú heim með gullið, en þegar tapleikjunum fer að fjölga, þá einhvern veginn minnkar prósentutalan af fólki sem kallar þá "strákana okkar" og á endanum eru allir komnir í fýlu og "strákarnir okkar" þora ekki að koma heim.
Ég persónulega vorkenni þeim fyrir þessar ofurmannlegu væntingar sem allir bera til þeirra og ber nú bara alveg svakalega virðingu fyrir öllum þeim íþróttamönnum sem komast á ólympíuleika yfir höfuð. Eina líkamsræktin sem ég stunda að staðaldri er kynlíf og ég skal lofa ykkur því að ég myndi koma heim með gullið ef það væri ein af keppnisgreinunum á ólympíuleikunum, en þangað til það verður, þá held ég áfram að dáðst að þessu fólki sem þrátt fyrir að kannski standa sig ekkert alltof vel þarna úti, er framúrskarandi í því sem það er að gera.
Hrafnhildur
Ólympísk
24. Ágúst 2004
Mikið svakalega eru 2 seinustu dagar búnir að vera indælir (Vil benda ykkur á að lesa þessa setningu með mikilli og dramatískri kaldhæðni). Ég er búin að liggja heima í flensu, með 39 stiga hita og viðeigandi beinverki og hor. Er þá semsagt ekki búin að vera almennilega í vinnu (þurfti að fara heim um hádegi á mánudag) síðan á fimmtudaginn í seinustu viku sem mun óneitanlega hafa skemmtileg áhrif á minn feita launatékka (aftur bendi ég lesendum á að bæta við kaldhæðni).
Ég hef oft setið yfir kaffibolla og rætt um mannanafnanefnd og þau nöfn sem þau leyfa og banna, og get mikið velt mér upp úr fáránlegheitunum. Ég hef nú reyndar bloggað um þetta áður, en ákvað að kíkja aftur inn á síðuna þar sem maður getur séð öll nöfnin, bæði þau sem þau hafna og ekki. Það eru ótrúleg nöfn sem þau leyfa á móti ennþá ótrúlegri nöfnum sem þau hafna, þó að það séu reyndar mörg nöfn á bannlistanum sem eiga alveg heima þar að mínu mati. Við skulum líta á nokkur nöfn sem þú getur skírt barnið þitt:
Drengjanöfn:
- Díómedes Fabrisíus
- Brestir Embrek
- Efraím Aage
- Gjúki Frár
- Kakali Hlér
- Mensalder Otri
- Príor Ragúel
- Yrkill Þyrnir
- Friður Vilji
- Stirnir Úranus
- Tístran Sýrus
- Trúmann skíði
- Ósvífur Röðull
En guð forði þér frá því að nota þessi drengjanöfn því þá færðu nefndina á eftir þér í hefndarhug:
- Aaron
- Ástvald
- Baltazar
- Daniel
- Ian
- Kristofer
- Leo
- Sævarr
- Dendý Arín
- Eneka Drótt
- Fídes Estiva
- Grélöð Fregn
- Friðsemd Glóð
- Hjálmgerður Gyðja
- Herta Hind
- Íunn Katinka
- Kristensa Leikný
- Listalín Mítra
- Otkatla Randalín
- Tala Úlfa
- Tvíburarnir Von og Þrá
En aftur á móti ef þú ætlar að skíra stúlkuna þína eftirfarandi nöfnum, ertu að ganga í berhögg við fínu nefndina okkar:
- Annamaría
- Annarósa
- Elinborg
- Elíza
- Iris
- Malin
- Tania
- Ýrena
Mér finnst þessi nafnanefnd okkar stundum eiginlega komin út í það að ýta undir einelti...... Eða allavega held ég að þau Otkatla Randalín og Stirnir Úranus séu á sömu skoðun og ég. Ég ætla líka að vona að þau ykkar sem eruð eimmitt núna að leita ykkur að nöfnum á barnið ykkar, finnið ekkert sem ykkur finnst flott hér fyrir ofan, þar sem að mínu mati eru þetta fáránleg nöfn og ef þau eru eitthvað í áttina að því að meika sens eru þau bönnuð.
Hrafnhildur
guð hvað ég er fegin að heita það!!!!
sunnudagur, ágúst 22, 2004
22. Ágúst 2004
Brá undir mig betri fætinum á föstudaginn og dröslaðist norður yfir heiðar til að monta mig yfir nýja manninum mínum, og þar sem var pabbahelgi tók hann stubbinn með. Drengirnir stóðu sig bara eins og hetjur og heilluðu mann og annann upp úr skónum hægri vinstri. Vorum komin á Krókinn um hálf sex á föstudaginn þar sem við stoppuðum í einn bolla hjá systurinni og englinum mínum henni Rebekku áður en við brunuðum svo yfir í sveitasæluna þar sem beið okkar rjúkandi kjötsúpa a la mamma mmmm, ó svo gott. Börnin náðu strax saman og sáust mjög lítið það sem eftir var helgarinnar á meðan við fullorðnu (ég er orðin ó svo gömul, ekki gott) lágum í leti og upplifðum öll þau veðurbrigði sem Ísland hefur upp á að bjóða (Það er satt sem þeir segja; If you don't like the weather, just wait a minute). Litli stubbur hans Árna míns ákvað að færa sambandið okkar upp á hærra level á núll einni þegar hann tók sig til og fór að kalla pabba afa gamla boxara, verð nú að viðurkenna að mér var soldið brugðið þegar ég heyrði barnið segja þetta, en jafnaði mig fljótt þar sem ég er bara þónokkuð sátt með manninn minn:)
Á meðan helmingur landsmanna hékk niðri á bryggju í Reykjavík að hlusta á Brimkló, Egó og félaga og horfa á flugeldasýningu sátum við í góðu yfirlæti við eldhúsborðið í Neðra ási 3 og hlustuðum á herlegheitin í útvarpinu (verð að viðurkenna að þetta var flottasta flugeldasýning sem ég hef hlustað á í útvarpi.....) á milli þess sem við hlustuðum á hana Alanis mína, en hann pabbi fékk mig til að tárast af einskærri hamingju þegar hann hélt lofræðu um dömuna og endaði hana á að biðja mig um að skrifa alla diskana hennar og senda sér. Ef það er eitthvað sem ég ELSKA þá er það þegar fólk meðtekur fegurðina og snilldina sem þessi gyðja básúnar og auðvitað ætla ég að skrifa þá alla handa kallinum með glöðu geði (Alanis-alyzing: one down, many to go...).
Áður en við lögðum af stað í dag til borgarinnar miklu handan hafsins hristi mamma þessa fínu skonsu og vöffluveislu fram úr erminni og þar sem ég var ekki búin að éta mér aaaalveg til óbóta þessa helgina reddaði ég því á nokkrum sekúndum með því að gúffa í mig heilu tonni af skonsum með smjöri og osti á meðan ég passaði mig á að hugsa ekki um litlu börnin í Afríku sem borða bara flugur... Mömmu hefur nú samt greinilega fundist átinu eitthvað ábótavanti hjá mér og þar af leiðandi sendi hún okkur af stað með skonsur í nesti og fullt kælibox af fiski og rækjum (já Guðný mín, plokkfiskveislan er svo sannarlega ON, og gott ef það verður ekki rækjukokteill í forrétt!!!) þannig að ég ætti ekki að svelta á næstunni.
En eins og glöggir lesendur geta skilið af þessari færslu eru ansi miklar breytingar orðnar á lífstíl Krumma litla. Fyrir nokkrum mánuðum var ég atvinnudjammari og ofurskonsa sem missti varla úr helgi á djamminu og hefði fórnar miklu til að missa ekki af menningarnótt Reykjavíkur, og núna, nokkrum mánuðum seinna er ég orðin ráðsett helgarmamma sem eyði menningarnóttinni hjá afdalabóndanum föður mínum í sveitasælunni og borða skonsur í kílóavís..... Gæti verið að maður sé kannski að þroskast eitthvað??? Og kannski sanna ég það með því að segja að ég væri að ljúga ef ég segðist sakna nokkurs af mínu óheflaða fyrrum djammlíferni.....
Hrafnhildur
Gerist ekki menningarlegri
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
17. Ágúst 2004 Taka tvö
Var að vakna upp við vondann draum (ja eða rolast til að fatta að núna þarf ég að fara að hugsa út fyrir kassann). Leigusamningurinn minn rennur út um næstu mánaðarmót (jú bíddu það þýðir tvær vikur) og ég er ekkert farin að gera í því!!! Þarna sjáiði hvað ég er alveg óforbetranlega stressuð í hlutunum *huhumm* Ég hef nú reyndar ekki áhyggjur af því að vera borin út þar sem ég er ekki farin að heyra svo mikið sem tíst í leigusalanum, hann virðist greinilega bara vera hinn allra rólegast meðidda allt saman, en ég kann ekkert á svona leigusamninga..... Á mar að endurnýja, getur mar bara hengslast áfram í íbúðinni samningslaust og allir eru glaðir, ætli karlinn sé bara orðinn elliær og sé búinn að gleyma því að það er hann sem á litlu íbúðina í vesturbænum.......
Ég held ég hringi í hann á morgun!!!
Ég er samt ein af þeim sem á það til að þjást af frestunaráráttu. Ef mér finnst eitthvað óþægilegt, þá fresta ég því bara. Nú er ég tildæmis hrædd um hvað karlgarmurinn eigi eftir að segja þegar ég hringi í hann og þessvegna fresta ég því að hringja, þegar ég er ekki viss um að eiga nógann pening og er farin að hafa áhyggjur af því að verða blönk um miðjann mánuð (the cold reality of my life) þá fresta ég því að kíkja inn á heimabankann, ef það er eitthvað óþægilegt sem ég þarf að ræða við einhvern fresta ég því út í það óendanlega...... Er einhver þarna úti sem sér spegilmynd sína í mér, eða er ég ein í þessari geðveiki minni????
En svona til að ræða aðeins fjármálin mín, sem bæ ðö vei eru þræææælskipulögð og á allann hátt til fyrirmyndar (mar má láta sig dreyma), þá horfir þetta nú allt til betri vegar, þar sem ég er að fara að breyta til í vinnunni, fara aftur niðrí þjónustuverið mitt, sem mun að öllum líkindum þyngja budduna aftur vegna allrar yfirvinnunnar sem ég vinn þar. Ég verð nú líka að viðurkenna að ég er sárlega farin að sakna næturvaktanna, það er ekkert jafn gott að vera að fara heim að sofa þegar allir aðrir eru að skríða í vinnuna grútmyglaðir og miður upplitsdjarfir. Ég er ekki að ýkja þegar ég tilkynni ykkur það að hommakrullan tók heila fimleikasýningu af einskærri hamingju þegar ég sagði honum að eiginkonan hans ætlaði að rifta þessum stutta skilnaði af borð og sæng, og snúa aftur til hans.
Jæja, nú nenni égissí alvörunni ekki
Hrafnhildur
Á ég kannski að frestissu??
17. Ágúst 2004
Ákvað að fara aðeins í gegnum linkana mína, henda út letingjunum og landeyðunum sem hafa ekki nennt að deila með okkur hinum lífi þeirra, og færa nokkra upp í "the pink lady" kategóríuna. Gat ekki annað en sett Purka litla þangað, enda sómir hann sér alveg ágætlega þar:)
En allavega, íbúar Reykjavíkur hafa loksins gengið skrefinu lengra og endanlega misst vitið!!! Það eru svokallaðir Símadagar í verslunum símans þessa dagana og fólk er að missa sig í einhverju allsherjar shopping frenzy. Í gær seldi bara ég á milli 30 og 40 gemsa og eitthvað álíka í dag. Það er eins og landinn hafi verið að uppgötva gsm símann bara rétt í þessu og bara veeeerrði að fá sér eitt stykki svoleis. Ekki það að ég sé að kvarta, á meðan ég sel eins og móðurserðir þá er ég sátt.
En hvað er með þetta bloggerdrasl??? Þeir eru alltaf að bæta við einhverjum fítusum, og það endar örugglega með því að mar getur farið að rista sér brauðsneið í gegnum bloggið sitt með þessu áframhaldi. Nýjasta nýtt er þessi searchbanner sem þið sjáið örugglega hérna efst á síðunni, og hann fer óneitanlega mikið í taugarnar á mér, veitiggi akkuru, ég er hlynnt breytingum, en mér finnstidda bara ljótt. Ég er hreinlega farin að spá í hvort að ég ætti ekki bara að fara að stofna mér blogg á íslensku bloggsíðunum.
æji nennisiggi
Hrafnhildur
Sölumaður "dauðans"
sunnudagur, ágúst 15, 2004
14. Ágúst 2004
Veðrið ó veðrið.... Hvar sem ég fer heyri ég talað um veðrið!!!! Það er eins og hver einasti borgarbúi hafi breyst í órakaðann afdalabónda við þessa mikilfenglegu hitabylgju sem hefur verið að tröllríða okkur undanfarið og enginn getur talað um annað en hitann og sólina og austurvöll og nauthólsvík. En nú sér fyrir endann á því þar sem þessi hitabylgja er farin að pakka niður og stefnir á suðrænni slóðir með loforð um að senda okkur póstkort þaðan. En hvað eigum við þá að tala um?? Hitabylgjan farin og Davíð að gerast utanríkisráðherra og verður ekki hérna á landinu til að skandalisera og dómínera, sem gerir það að verkum að við þurfum exsjúllí að fara að upphugsa okkar eigin tópík í umræðum við kaffiborðið.... Við getum þó allavega haldið áfram að velta okkur upp úr því hvort Jónsi í svörtum fötum sé í raun og veru hommi.....
En allavega, Krumminn skellti sér í brúðkaup í dag hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Þetta var rosalega fallegt allt saman og gott ef nokkur tár hafi ekki fallið yfir athöfninni, en ég er bara þannig gerð að ég myndi grenja yfir hjónavígslu þó að brúðurin væri kýrin Ljómalind og brúðguminn háttvirtur George W. Bush (þó svo að í því tilviki væri ég örugglega að væla yfir örlögum aumingja Ljómalindar). Eftir athöfnina sem var haldin í fríkirkjunni í Hafnarfirði röltum við yfir í veislusalinn (maniggi) og þar var skálað og étið og hlustað á lofræður yfir brúðhjónunum. Undir það síðasta fór ég að finna fyrir einhverjum ónotum sem virtust ætla að enda með skelfingu þar sem ég var farin að skjálfa og titra og sjá allt tvöfalt og hefði örugglega endað meðvitundarlaus á gólfinu ef hetjan mín, hann Árni hefði ekki bjargað mér út úr ofurhamingjusömu mannhafinu og heim. Þegar þangað var komið tók ég strollið beint inn í rúm og lá þar rotuð næstu klukkutímana. Veitiggi hvað kom fyrir mig, en gæti trúað að ég hafi fengið sólsting lights á því að sitja með hnakkann við glugga sem sólin skein beint á og þegar ég loksins hafði rænu á að standa upp, þá var hnakkinn á mér farinn að taka við spæleggpöntunum frá fjöldanum...... Jæja, þegar ég svo loksins komst aftur til meðvitundar sá ég loksins myndina Finding Nemo sem mér hefur langað til að sjá í óratíma og mér finnstidda æðisleg mynd, hún er ó svo falleg og góð:)
Svo voru þær æsifréttir að berast að hommakrullan ógurlega, hann Dávíður minn Purkhús er búinn að stofna þetta fínasta blogg sem má sjá hér. Þar sem þessi drengur er stórskemmtilegur í raunheimum held ég að hann eigi eftir að trylla líðinn í netheimum, gott ef ekki:)
Jæja, off tú bed
Hrafnhildur
Yfirliðin!!
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
11. Ágúst 2004
Veðrið í borginni er bull!! Það sem er meira bull er að ég er að vinna þegar veðrið í borginni er bull!!! Það sem mér finnst verst við svona veðurfar eru litlu sex-áttfættu óvinir mínir sem fjölmenna inn á gafl hjá mér. Ég lenti í banatilræði í gær þegar ég komst í návígi við eina sexfætta geitungadrottningu. Við erum ekki að tala um neina ponsuhlussu, nei við erum að tala um frekar stökkbreyttann einstakling. Ég var bara að vaska upp í makindum mínum, og vegna veðurofsa (í jákvæðu áttina sjáið til) ákvað ég að hafa opna útidyrahurðina, og þegar ég var að þvo seinasta bollann fór ég að heyra hljóð sem fékk hárin á hnakkanum á mér til að rísa. Fyrsta hugsun mín var "ó mæ gad, ég er ein!!!! Nú dey ég, ég verð stungin til bana af stökkbreyttri helvítis geitungadrottningu". Ég rétt náði að smokra mér framhjá henni og inn í herbergi og skellti hurðinni á eftir mér. Næstu mínútur kíkti ég út annað slagið en alltaf var frekjan inni í eldhúsi, hún hefur greinilega ÆTLAÐ að fá kaffi. Hún sat á eldhúsbekknum og ég sá að það yrði nú ekki mikill vandi að binda endi á líf hennar með því að smella feitu fréttablaði ofan á hana... Ég seildist í blaðið, miðaði og kjarkurinn brast. Í því snéri óargadýrið sér við og ég stóð augliti til auglitis við þetta morðóða kvikindi, ég fraus, svitinn spratt út á mér áður en ég stökk til og kom mér í skjólið mitt inni í herbergi aftur. Þar fylgdist ég með frekjunni þangað til hún var farin að skilja það að hún fengi ekkert kaffi og snautaði út aftur. Ég hef aldrei verið jafn fljót að loka útidyrahurð áður.
Gærdagurinn lumaði á fleiri uppákomum þar sem snillingnum mér tókst að læsa lyklana mína inni í bílnum ásamt kvöldmatnum og vídjóspólunni sem við skötuhjúin vorum að fara að horfa á. Eftir margar misheppnaðar tilraunir með víraherðatré (og hugleyðingar um að brjóta bara helvítis rúðuna) varð ég að játa mig sigraða og hringja á neyðarþjónustuna sem voru mættir á staðinn innan tíu mínútna og tóku sér akkúrat fjórar sekúndur í verknaðinn áður en þeir hirtu svo 3500 krónur af vita auralausri manneskjunni mér, og reykspóluðu svo í burtu.
Þar sem við vorum búin að endurheimta kvöldmatinn drifum við í að gúffa honum í okkur á meðan við horfðum á Stíven Kíng myndina "It". Ég verð nú að viðurkenna að ræman var langtum betri í minningunni og kemst ekki í hálfkvisti við bókina, sem ég er bæ ðö vei að lesa núna.
En þar sem fyrrnefndur hiti er að bræða okkur til dauða hérna í vinnunni ákvað hann Heiggi minn, sem er tímabundið verslunarstjóri hérna í kringlunni, að kaupa handa okkur hnetutoppa sem voru vel þegnir, þó að þeir væru hálfbráðnaðir og volgir. Heiggi er góður strákur:)
Ég vona að þau ykkar sem eru í fríi í dag skammist ykkar og ég sendi þeim ykkar sem eru að vinna mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Hrafnhildur
Nærri dauð úr hita og hræðslu
föstudagur, ágúst 06, 2004
6. Ágúst 2004
Akkuru keyra gamlir kallar á 20??? Ég man þegar Óli afi minn tók mig á rúntinn, og allir bílarnir voru flautandi á hann hægri vinstri af því hann keyrði svo hægt, fór aldrei yfir 40 km hraða.... Sverrir afi minn gerði þetta líka... Svo er ég ALLTAF að lenda í því að einhver gamall karlgarmur er að tefja umferðina á háannatíma. Hvaða mekkanismi ætli það sé í þessum gömlu köllum sem geri það að verkum að þeir keyra þannig að ef þeir færu hægar þá væru þeir að bakka??? Ég veit að bílarnir í gamla daga voru bara þannig gerðir að þeir komust ekki hratt, og göturnar allar ómalbikaðar þannig að mar lagði sjálfann sig og aðra í stórhættu ef mar sniglaðist upp fyrir 15, en í dag eru bílarnir mjög góðir og allar götur malbikaðar og ekkert sjáanlegt sem ætti að gera það að verkum að svona aksturslag sé af einhverri ástæðu.... Kannski eru þessir gömlu karlar bara allir dauðir undir stýri en hjakka þetta bara af gömlum vana, hvað veit mar???
En allavega, ég er um það bil að fara að leggja land undir fót og heimsækja vestfirðina með ástinni minni, sem ég hef endurheimt aftur eftir Portúgalreisuna. Það sem átti að vera oggulítil heimsókn er búið að velta upp á sig eins og snjóbolti og er nú allt útlit fyrir að öll móðurættin hans sé þarna samankomin sem gerir það að verkum að ég þarf að fara að redda mér aukahjarta þar sem mitt eina litla hjarta annar bara ekki öllum þessum slögum á sama tíma, stressið er orðið svo mikið, best að sitja bara úti í horni alla helgina, brosa og vera sæt, það hefur allavega virkað hingað til.....
Jæja, gotta gó
Hrafnhildur
Ökuníðingur
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
3. Ágúst 2004
Plön breyttust lítillega þessa verslunarmannahelgina.... Þar sem sýking sú er hefur tekið bólfestu í hægra auga mínu tók sig upp enn eina ferðina á föstudagskvöldið var engin vinna lögð fram af minni hálfu um helgina. Ég var mætt inn á setustofu á augndeild landspítalans um hádegi og harðneitaði að hreyfa mig þaðan fyrr en einhver hefði unnið bót minna meina. Ég talaði við einhvern kvenmann sem töfraði fram bakteríueyðandi áburð sem blívaði svona líka rokvel og sem styður þá kenningu mína að maður eigi bara að leita til kvenkyns lækna... Jæja, allavega, sökum óvæntrar sýkingar og vanhæfni til vinnu sökum þess endaði ég bara norður í Skagafirði þar sem ég var í snarhasti skrifuð inn á hótel mömmu og var þar í frábæru dekri alla helgina. Ég get ekki lýst því hvað var yndislegt að geta knúsað mömmu mína þegar augað var að gera mig vitstola, ég skal segja ykkur að faðmlög og kossar frá mömmu (svo ég tali nú ekki um plokkfiskinn hennar, sem er uppáhaldið mitt) hafa ennþá sterkasta lækningarmáttinn!!!
Ég mætti svo í vinnuna í morgun, stólandi á það að fólk myndi vera aðframkomið af þynnku og blankheitum eftir verslunarmannahelgina en mér varð svo sannarlega ekki kápan úr því klæðinu. Fólk svoleiðis krullaði marmarann upp á eftir sér, það hljóp svo hratt inn í búðina til okkar, og það virðist hafa verið aðalmálið þessa helgina að týna símunum sínum í eyjum þar sem ég held að ég hafi sett met í símasölu og kortaskiptum. Þess vegna var það guðsgjöf að geta hugsað til þess að ég væri á leið í matarboð til Hreinsa uppáhaldsfrænda og Cris konunni hans eftir vinnu. Þegar ég mætti á staðinn beið mín rjúkandi hamborgarahryggur og tilbehör og ég gúffaði þangað til Hreinsi var farin að horfa á mig skrítnum augum og spurja hvernig í ósköpunum ég gæti étið eins og risaeðla, ekki stærri manneskja en ég er..... Hreinsi og Cris: takk fyrir æðislegann mat:)
En dagurinn á morgun verður góður dagur, ójessörríbob!!!!
Hrafnhildur
Áhugamanneskja um kraftaverkalækningar mæðra