29. Júlí 2004
Þar sem ég er náttúrulega argandi egóisti á powertrippi, ákvað ég að færa þessa bloggsíðu mína skrefi ofar og opna vefverslun samhliða henni þar sem þið getið keypt ýmsar vörur merktar mynd af mér og lógóinu mínu... Þar sem þetta er aðallega til gamans gert og ókeypis að auki, ákvað ég að slá til svo ég gæti nú bætt einhverjum skemmtilegum link hingað inn og mun verslunin öðlast pláss hérna við hliðina. Nú ef ykkur langar að kaupa ykkur eitthvað af vörunum, sem er exsjúllí hægt þar sem þetta er alvöru vefverslun, þá er það alveg sjálfsagt, en ég mun ekkert verða fúl þó þið gerið það ekki en ekki láta ykkur bregða þó að jólagjafirnar í ár verði allar með mynd af mér glápandi á móti ykkur þegar þið opnið pakkann ;-) Þar sem ég er sárlega án fótósjopp eða annara skemmtilegra tækja verður þetta allt með sömu myndunum til að byrja með, en ef ég finn einhvern til að útfæra þetta betur með mér verður þetta kannski fjölbreyttara með tímanum... En ég er nú bara aðallega að þessu vegna þess að mér finnstidda ógisslega gaman tíhí.
En verslunarmannahelgin handan við hornið og ég sé fram á alveg hreint hvínandi útihátíðarstemmningu hjá Krummanum um helgina, dagskráin alveg orðin fullþjöppuð allavega fyrrihluta helgarinnar:
Föstudagur: Sukk helgarinnar undirbúið með góðum lúr fram yfir hádegi. Eftir hann verður land lagt undir fót í hina úthrópuðu smáralind þar sem partýboltarnir Rakel og Sæunn munu verða með allskyns uppákomur og afþreyingar, en þó bara fyrir Krummann. Kvöldið verður svo tekið með trukki þar sem Rakel og Krumminn koma saman og trylla lýðinn í heimahúsi í vesturbæ Reykjavíkur.
Laugardagur: Útihátíðin Síminn-Kringlan 2004 formlega sett klukkan tíu um morguninn þar sem Krumminn verður eldhress á kantinum með allskonar skemmtileg tilboð fyrir gesti og gangandi. Þaðan verður haldið beinustuleið á aðra útihátið sem er ekki úr göngufæri, en það er Late night-Pravda 2004. Mun Krumminn vera staðsett í anddyrinu með vatnsglas í annarri og gemsaposa í hinni og sjá um að hlutirnir gangi vel fyrir sig.
Sunnudagur: Útstáelsi og saurlífi Krummans mun gera það að verkum að það verður seint skriðið á fætur á þessum tímapunkti, en er þó lofað rífandi stemmara án allra timburmanna. Kvöldið er svo óskrifað blað, en heyrst hefur að Rakel ætli að mæta á svæðið og hafa yfirumsjón með skinkuhornabakstri fram eftir kvöldi, aldrei að vita nema homminn kíki við, nettur á kantinum kaaaalllinnn, og sjá um að skinkuhornunum verði gerð góð skil.
Mánudagur: Búist er við að mannskapurinn verði á þessum tímapunkti orðinn heldur rislár eftir sukk og saurlifnað helgarinnar þannig að ætli tjill verði ekki aðaluppistand þessa dags, jafnvel kíkt við á næstu vídjóleigu og leigt "eina heita" áður en mar lendir heima hjá sér slæptur og þreyttur.
Úff, ég held ég hafi bara aldrei séð jafn spenndandi og viðburðarríka verslunarmannahelgi, þannig að ef einhver hefur áhuga á því að sameinast mér í djammi og sukki helgarinnar, þá endilega hendið inn kommenti hérna fyrir neðan.
Annars bið ég að heilsa í bili.
Hrafnhildur
Ætti að láta foreldra hennar vita afissu??
Krummi litli....
föstudagur, júlí 30, 2004
þriðjudagur, júlí 27, 2004
27. Júlí 2004
My tribute to the greatest band in the world.....
Ég á tvo kolruglaða uppáhaldsfrændur. Annar þeirra heitir Hreinn Laufdal og er lítill, sköllóttur með skegg, hinn heitir Rögnvaldur Gáfaði og er risastór, hárugur með meiru og með jafnmikið skegg. Þeir eru í hljómsveit (uppáhaldshljómsveitinni minni að sjálfsögðu) sem heitir Dægurlagapönkhljómsveitin húfa. Ég var að dunda mér í makindum mínum á veraldarvefnum þegar ég fann síðuna þeirra kumpána og þar sem allt sem þessir menn senda frá sér er hreinræktuð snilld, þá er síðan þeirra engin undantekning. Þar getur maður fundið sögur og ljóð eftir þá og ég varð bara að kópí peista eina smásöguna inn, þar sem ég argaði af hlátri þegar ég lasana:
Er Folaldið Dautt
Hvað getur maður sagt, þegar kona með hund og tvö börn í eftirdragi, spyr eins og asni, "er folaldið dautt ?" Ég gat engan vegin vitað um hvað konan var að tala, þar sem ég hafði aldrei séð lifandi folald á minni örstuttu ævi.
Ég fæddist fjórum tímum fyrir spurninguna, í gulum gúmmí skó, á floti í miðri vesturbæjar sundlauginni. Um leið og ég opnaði augun, dró ég upp segl sem ég fann fram í tá, og sigldi hraðbyri upp að mannlausum syðri bakkanum. Mér tókst með herkjum að skríða í land og koma mér í skjól við moggann, þar sem hann lá þarna krypplaður í svart hvítu og laus við öll merkilegheit.
Hvaðan kem ég, hvert fer ég, og hver á mig? Þetta voru spurningar sem leituðu á hug minn, lafmóðan og rennandi blautan eftir siglingu á öldum sundlaugarinnar. Lífið hlýtur að vera andskoti erfitt úr því að maður er látinn fæðast við svona slæmar aðstæður.
Ég stóð svo á fætur og gekk minn veg. Annars átti ég svo sem ekkert í þessum vegi sem ég gekk eftir og ég veit ekki heldur hver átti hann,en hann lá hvert sem ég fór og jafnvel eitthvað lengra.
Fjórum tímum seinna kemur svo þessi kerling og spyr mig um folald sem ég þekki engin deili á.
ÞESS VEGNA ER ÉG NÚ GENGIN Í FÍB.
Kannski finnst ykkur þetta ekkert fyndin saga, en þar sem ég er nú aðdáandi númer eitt þá get ég ekki annað en orgað af hlátri yfir þessu, það er náttlega bara allt fyndið sem þeir gera, og svo eru þessir menn náttlega bara undrabörn á hljóðfæri. Þeir sem hafa ekki farið á tónleika með Húfunni hafa misst af miklu þar sem tónleikarnir þeirra eru náttlega bara eitt allsherjar standup. Þeir spiluðu í fimmtugsafmælinu hans pabba, Hreinsi klæddur í alltof stórann Pumba búning og Rögnvaldur Gáfaði í alltof litlum Winnie the pooh búningi, og salurinn veltist um af hlátri allann tímann, og á þeim tímapunkti ákvað ég að sama þó að ég væri að giftast hertoganum af New Gloukenshire, þá myndu þeir spila í brúðkaupinu mínu, og náttlega pantaði þá á staðnum... Þeir eru ennþá að bíða eftir dagsetningunni.... Oh well, ég kannski fæ þá bara til að spila í 25 ára afmælinu mínu (sem nálgast óðfluga bæ ðö vei) í staðinn:)
Jæja, lætidda nægja í bili.
Hrafnhildur
Fílar Húfuna
27. Júlí 2004
Dagurinn í dag er einn sá dauðasti frá því mælingar hófust hérna í símabúðinni. Við samstarfsfélagarnir erum búin að starta veðmáli um það hvað númerakerfið fari upp í í dag, og þar sem ég var með lægstu töluna ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að fólk fái afgreiðslu án þess að snerta númerakerfið eða loftið í kringum það.
Annars hef ég fengið kvartanir frá þeim vinum mínum sem eru ekki fjarverandi landafræðilega séð, um að ég láti eins og ég sé bara alveg ein. Hérmeð kem ég á framfæri my humble appology og vil úthrópa það fyrir alla þá sem vilja heyra að ég á yndislega vini sem eru svo sannarlega ekki fjarverandi og fullkomlega tilbúin til að fylla upp í það tóm sem myndast í frítíma mínum á meðan hinir ferðaglöðu vinir mínir taka út sín ferðalög. Ég elska alla vini mína:)
Æji ég nenni þessu ekki....
Hrafnhildur
Ekki að nenna þessu
mánudagur, júlí 26, 2004
26. Júlí 2004
Hárið á mér hefur formlega fengið titilinn "ömurlegasta sköpunarverk guðs"!!! Verð að tala við Nonna minn Quest áður en geðheilsan hverfur út um gluggann. Allt í einu eru farnir að myndast sveipir hér og þar, og það er missítt- nei ó nei- ekki í þeirri merkingu að það sé í styttum og sé svona töff missítt, það er bara ljótt og dautt!!! Ég er í fýlu, Nonni: hear my cry in the dark og bjargaðu mér úr þessum ósköpum!!!
Hrafnhildur
Hárprúð í meira lagi
26. Júlí 2004
Augun í mér hafa verið að bjóða upp á mjög skemmtilega fítusa seinustu mánuði, svona fyrir utan einstaka sýkingar hér og þar... Ég var farin að taka eftir því að það var byrjaður að myndast grænn hringur í kringum augasteininn (í annars það bláum augum að ég var kölluð crazy blueeyes!!), og þegar uppáhaldsaugnsýkingin mín var upp á sitt besta fannst mér augað á mér vera ansi grænt, en hélt samt að þetta væru einhverjar ofsjónir í mér. Í seinustu viku talaði kærastinn svo um það að þau væru blágræn með gulum hring í kringum steininn og í kvöld gargaði Rakel á mig: "Krummi, augun í þér eru bara skærgræn!!!" Kannski finnst ykkur þetta ekkert merkilegt, en mig hefur alltaf langað til að vera með græn augu og finnst ansi smart að vera allt í einu bara að fá eitt sett af þeim:) Þetta sannar það að ef maður þráir eitthvað nógu mikið, þá fær maður það (svona fyrir utan það að það er ættgengt í móðurættinni minni að fæðast með blá augu sem breytast svo í græn um tvítugsaldurinn...). En þar sem ég hef talað nógu andskoti mikið um augun á mér seinustu mánuði, mun þetta vera seinasta færslan sem ég nefni þau í, og ekki orð um það meir!!
Ég fékk ansi skemmtilegar heimsóknir í kvöld, fyrst kíkti Rakel á mig en varð svo að þjóta heim um átta til að horfa á O.C (hvað fær fólk til að ánetjast þessum þætti, ég bara spyr??) og eftir það kom hún Lovísa mín í heimsókn til mín. Fyrir þá sem ekki vita, þá var hún vaktapartnerinn minn í þjónustuverinu áður en hún flúði til svíaveldis og minn ástkæri Davíð tók við mér, og við urðum mjög góðar vinkonur, og höfum náð að hittast alveg held ég tvisvar á þessu ári síðan hún flutti aftur til Íslands, frábær frammistaða þar ekki satt?? Allavega, við náðum að slúðra og spjalla og hún sagði mér frá frábærustu dömplínu sem ég hef nokkurn tímann heyrt, sumir karlmenn geta verið svo mikil fífl þegar þeir ætla sér það!!!!
En jæja, þar sem ég sé fram á mjöööög langann dag framundan á morgun, þá býð ég ykkur bara góða nótt í bili.
Hrafnhildur
Bláeygð... eða hvað???
sunnudagur, júlí 25, 2004
25. Júlí 2004
Ok nú er ég offissjallí orðin yfirgefin!!! Kærastinn kominn til Portúgal, liggur þar á ströndinni í 47 stiga hita og passar sig á að hreyfa sig ekki of mikið þar sem það leiðir víst til yfirliðs af hita (og bæ ðö vei, til hamingju með ammælið í gær ástin mín:), Guðný komi til Mæjorka þar sem hún flatmagar örugglega líka á ströndinni með sangría í annari og nýjasta heftið af Hello í hinni, Rakel fyrir norðan á einhverju ættarmóti og ég skilin eftir hérna í bænum til að vinna þar sem þessir letingjar eru greinilega ekki að nenna því:)
Ég er semsagt búin að grafa mig niður í vinnu, búin að koma því þannig fyrir að þangað til kærastinn kemur heim 4 ágúst hef ég alveg heilann einn dag í frí, þannig að tíminn ætti vonandi að líða hratt. Ég er eimmitt að vinna núna frá 13-17, var að vinna í nótt og gærnótt á Pravda og er að vinna alla verslunarmannahelgina á Pravda as well, þannig að eins og þið sjáið, ljómandi spenndandi líf framundan skal ég segja ykkur:)
Annars er ég að lesa alveg hreint svakalega spennandi bók þessa dagana sem heitir holy blood, holy grail. Endilega grafið nefið á ykkur ofan í hana ef þið hafið áhuga á sjokkerandi samsæriskenningum sem hrista upp í öllu því sem við trúum á....
Jæja, eins og þið sjáið, þá er EKKERT að gerast hjá mér þannig að ég bið að heilsa ykkur.
Hrafnhildur
Aðgerðarlaus í einverunni
fimmtudagur, júlí 22, 2004
22. Júlí 2004
Ég var að lesa grein inni á batman sem mér fannst einstaklega smellin, og ákvað að stela henni og gera smá breytingar á henni, eins óforskömmuð og ég nú get verið. Þetta eru skýringar á orðum sem kvenmenn eiga til að nota og gott fyrir karlmenn að vita hvernig þeir eiga að höndla:
"Fínt":
Þetta orð nota konur til að binda endi á rifrildi þegar þeim finnst þær hafa rétt fyrir sér og nenna ekki að hlusta á bullið í þér lengur. Notaðu aldrei orðið "fínt" til að lýsa útliti konu þar sem það mun leiða af sér eitt af þessum rifrildum.
"5 mínútur":
þetta þýðir 30 mínútur minimum!! Þetta er svona svipað og þær "5 mínútur" sem eru eftir af leiknum þegar þið eruð beðnir um að fara út með ruslið þannig að það kemur niðrá það sama:)
"Ekkert":
Þetta þýðir í raun og veru "eitthvað" og þú ættir að hugsa vandlega um það hvað þú hefðir mögulega getað gert af þér án þess að vita að þú værir að gera eitthvað rangt. "Ekkert" táknar yfirleitt að rifrildi sé í vændum sem muni endast í "5 mínútur" og enda á "fínt".
Hátt andvarp:
Þetta er ekki orð, heldur yfirlýsing, sem karlmenn misskilja mjög oft. Hátt andvarp þýðir að á þessu augnabliki finnst henni þú algjör asni, og er að spá í það af hverju hún sé að eyða tíma sínum í að rífast yfir "engu".
"Gerðu það bara":
Á einhverjum tímapunkti í náinni framtíð ertu í verulega vondum málum, þeas ef þú heldur að þetta sé exjúllí grænt ljós á eitthvað sem þig langar að gera. "Gerðu það bara" (og lyftir augabrúnum). Þetta er ögrun og ekkert annað. Sú ögrun mun leiða það af sér að hún mun æsa sig yfir "engu", arga á þig í "5 mínútur" og enda á "fínt".
"Gerðu það bara" (Augabrúnir í hvíldarstöðu)
Þetta þýðir "ég gefst upp" eða "gerðu bara það sem þú vilt, það skiptir hvort eð er engu máli hvað ég segi við þig" og yfirleitt fylgir þessari setningu "hátt andvarp". Ef þú svo ákveður að taka þessu sem samþykki á því sem þú ætlaðir að gera, máttu búast við því að fá "gerðu það bara með hækkuðum augabrúnum" eftir örfáar mínútur og í kjölfarið fylgja orðin "ekkert" og "fínt" og svo færðu sælent trítment í "5 mínútur" á meðan hún er að jafna sig.
Lágt andvarp:
Ekki orð, yfirlýsing. Í þetta skipti er eins gott fyrir þig að þú haldir kjafti þar sem á einhvern hátt hefur þér óvart tekist að gera hana góða og um að gera að halda þeirri aðstöðu. Ekki hreyfa þig, anda eða gera neitt sem gæti gert hana fúla, og umfram allt; EKKI MINNAST Á FÓTBOLTA!!!
"Allt í lagi":
Þú veist að þú ert í vandræðum ef þessari setningu er smellt í smettið á þér!!! "Allt í lagi" Þýðir að nú mun hún þaga í "5 mínútur" á meðan hún upphugsar góðar aðferðir til að hefna sín á þér, fyrir hvað það nú var sem þú gerðir til að fá þessa hættulegu setningu á móti þér. "Allt í lagi" er oft notað með orðinu "fínt" og í samhengi með "hækkuðum augabrúnum"
"Gerðu það":
Þetta er ekki yfirlýsing heldur tilboð. Konan er að gefa þér tækifæri til að finna upp hvaða afsökun eða ástæðu þú hefur fyrir því sem þú gerðir. Þú átt góðann séns á því að sleppa við "ekkert" og "fínt" ef þú segir sannleikann, þannig að farðu varlega annars endar samtalið á "allt í lagi" og sælent trítment í "5 mínútur".
"Takk":
Konan er að þakka þér fyrir eitthvað, ekki panikka, þetta er eitt af þessum one meaning orðum og þýðir bara takk. Það besta í stöðunni er að segja: "Verði þér að góðu elskan".
"Þakka þér kærlega fyrir":
Þetta er allt öðruvísi en "takk". Kona segir "þakka þér kærlega fyrir" þegar hún er virkilega pisst og pirruð út í þig. Það bendir til þess að þú hafir gert henni eitthvað alvarlegt, og í kjölfarið kemur "hátt andvarp". Varast ber að spyrja hvað sé að eftir "háa andvarpið" þar sem hún mun hvort sem er segja "ekkert" og þaga í "5 mínútur".
Hrafnhildur
"Þakka ykkur kærlega fyrir"
miðvikudagur, júlí 21, 2004
21. Júlí 2004
Á leiðinni í vinnuna í morgun heyrði ég lag sem ég kýs að kalla tónlistarlegt meistaraverk, en í daglegu tali er það kallað Poison með vini okkar Alice Cooper. Bensínfóturinn þyngdist um nokkur kíló og ég söng hástöfum með og breyttist á nótæm í alræmdan rokkara í þröngum leðurbuxum með lekandi maskara. Alice Cooper er KÚL!!!!
Annars hef ég verið að spá svolítið í gömlum orðatiltækjum og frösum sem eru mjög svo skemmtileg og tilfallin til daglegs brúks en svona vita týnd og tröllum gefin í nútímaþjóðfélaginu sem við lifum í, hérna eru nokkur sem ég legg til að fólk fari að tileinka sér:
Húllumhæ, kátt á hjalla og hamagangur á Hóli:
þetta eru allt skemmtilegir frasar sem gefa það til kynna að einhversstaðar hafi verið fjör, er ekki alveg tilvalið þegar einhver spyr mann hvernig gærkvöldið hafi verið, að svara: Ja það var nú reyndar ekkert rosalegt húllumhæ þó að kátt hafi verið á hjalla, en samt svolítill hamagangur á Hóli:)
Nú dámar mér ekki:
Þetta er reyndar frasi sem ég nota mikið, ef ég heyri eitthvað sem mér finnst einstaklega smellið og skemmtilegt, eða ef ég verð rosalega hissa, og ef það er eitthvað sem sprengir skalann þá segi ég oft: Ja, nú dámar ekki Gvend, það gefur því svona auka áherslu:)
Taka í lurginn á einhverjum, að lumbra á einhverjum:
Gæti verið hentugt að grípa til þessara frasa ef einhver lendir í böggi: bíddu fyrirgefðu, viltu að ég taki í lurginn á þér og lumbri svo ærlega á þér??? Þetta gæti þessvegna komið í veg fyrir bögg þar sem manneskjan sem væri að bögga þig myndi örugglega ekki getað annað en dáið úr hlátri.
Endilega komið með tillögur að fleiri skemmtilegum gömlum frösum, og PÍPÚL, hvernig væri að við tækjum okkur saman og smelltum gömlu góðu máltækjunum inn í okkar daglega talsmáta til að varðveita þessar gersemar?????
Svo vil ég enda færsluna á því að syngja ammlissönginn fyrir uppáhalds tökubróður minn. Þessi maður þekkir mig betur en flestir aðrir og hefur alltaf elskað mig skilyrðislaust og ég elska hann skilyrðislaust á móti (auðvitað platónískt þar sem við ákváðum það fyrir mörgum árum að við værum systkini og höfum passað upp á hvort annað eins og við værum það), allavega:
Hann á ammælí dag, hann á ammælí dag, hann á aaaammælann Enok minn, hann á ammælí dag. Hann er tuttugogsexárídag, hann er tuttugogsexárídag, hann er tuttugogsexárann Enok minn, hann er tuttugogsexárídag!!!!!
Hrafnhildur
Málefnaleg.
mánudagur, júlí 19, 2004
sunnudagur, júlí 18, 2004
18. Júlí 2004
Það að vera seinheppin gengur víst í ættir og ég held hreinlega að hún systir mín hafi sprengt skalann í gærkvöldi. Vinur hennar átti afmæli í gær, og hún lagði mikið á sig til að redda sér símanúmerinu hans, hringdi í hann og um leið og gaurinn svaraði söng hún afmælissönginn fögrum róm í allri heild sinni. Þegar hinn hljómþýði söngur stoppaði og hún var að gera sig tilbúna til að taka við þökkum fyrir framlag sitt heyrðist á hinni línunni "Fyrirgefðu fröken, en ertu ekki örugglega að hringja í vitlaust númer???". Þá hafði gellan slegið númerið vitlaust inn og söng semsagt inn í eyrað á einhverjum manni sem hún þekkti ekki rass, og það sem betra er, gaurinn var á ættarmóti og allir brjálaðir úr hlátri í kringum hann. Hún afsakaði sig, þakkaði pent fyrir sig og skellti á um leið og hún óskaði þess heitt og innilega að alsæmer væri ættgengur hjá þessum manni og öllum hans skyldmennum....
Veðrið úti er náttlega djók og það að ég sé að vinna fær mig til að spá í það hvað ég hafi gert af mér, þar sem ég get ekki ímyndað mér að aðrir en refsifangar séu að vinna í svona veðri. Reyndar ef það er svona gott veður þegar ég er í fríi, þá næ ég alltaf einhvernveginn að klúðra deginum í ekki neitt og missi af góða veðrinu, þannig að það er kannski bara betra að hafa afsökun fyrir að missa af góða veðrinu.
Ég er búin að vera með géðbilaða kreivíng í soðnar kjötfarsbollur núna í næstum því viku, gleymi samt alltaf að kaupa mér kjötfars fyrr en ég er komin heim og nenni þá ekki út aftur. Ég tók mig til og tilkynnti mistery man það í dag að ég ætlaði að elda fyrir hann kjötfarsbollur í kvöld, þannig að núna verður látið verða af því. Ég er byrjuð að undirbúa mig fyrir herlegheitin, sleppti því að fá mér að borða í dag og ætla heim eftir vinnu og fara í víðustu buxurnar sem ég á og svo verður sko bara aldeilis gúffað af innlifun, það er ekkert smá langt síðan ég hef fengið kjötfarsbollur með kartöflum og bráðnu smjöri og er farin að gefa frá mér hljóð sem Hómer Simpson yrði stoltur af við tilhugsunina.....
Jæja, gotta gó
Hrafnhildur
Ekki sú eina sem er seinheppin
17. Júlí 2004
Það fauk í mig áðan!!! Ég var að keyra í gegnum miðbæinn í mínum þægilegu makindum (sem er náttlega vita vonlaust þar sem fullt fólk heldur að akreinar séu búnar til fyrir þau) og var að beygja inn á laugarveginn. Þar sem laugarvegurinn er náttlega smekkfullur af letilegum rúnturum á þessum tíma nætur er varla hægt að komast inn á hann, en allt í einu sá ég glufu, setti í gír og gerði mig líklega til að smokra mér inn á milli gaursins á selikunni með scooter blastandi í bassaboxinu og pabbastelpunnar á pólónum, þegar blindfull birkihrísla í mínípilsi hleypur fyrir bílinn minn. Ég náði nú að koma í veg fyrir stórslys þar sem ég var á max fimm kílómetra hraða, en haldiði að þessi spariklædda, ofurölvaða trjágrein hafi ekki bara ráðist á drossíuna mína og lamið í gluggann farþegamegin!!! Ég átti tvo kosti; annað hvort að halda mína leið á milli scootergaursins og pabbastelpunnar eða rjúka út úr bílnum og lumbra á gelgjunni... Það munaði minnstu að ég veldi seinni kostinn, það lemur enginn hann Gerpil minn (bílinn sko) og kemst upp með það, en ég ákvað að drífa mig frekar heim og vona að druslan hafi handarbrotið sig við að berja í rúðuna.
Annars er það að frétta að símabúðin mín í kringlunni opnaði í gær í nýjum búningi. Ég verð nú bara að viðurkenna að nýja lúkkið er ofurtöff og gott ef það er ekki bara helmingi skemmtilegra að vinna þarna núna. Endilega kíkið upp í kringlu og berjið dýrðina augum, og ef þið horfið vel, sjáiði kannski Krummanum bregða fyrir *skírskotun í upphafsþemað úr strumpunum*
En hvernig er það, er bara almennur landflótti í gangi þessa dagana?? Mér finnst allir vera að fara eitthvað og skilja mig eftir í sárum:( Mistery man er að fara til Portúgal á miðvikudaginn, Guðný mín er að fara til Mæjorka á fimmtudaginn, Gígja er aftur að fara út í byrjun ágúst og svo er bara fjöldinn allur af öllum sem ég þekki að drífa sig eitthvað í burtu!!!! Mér finnstidda bara helber dónaskapur og krefst þess að fólk haldi sig bara heima, svona á þessum síðustu og verstu. Fyrst það þurfti að nota þetta sumar í að fara eitthvað, þá gat það bara gert það á meðan ég var úti í Köben (finnur einhver vott af eigingirni hérna??). Það er eins gott að hommakrullan fari ekki að rífa sig upp og fara eitthvað, þá myndi ég bara hreinlega henda mér í gólfið og grenja úr frekju, svo ekki sé meira sagt!!!
En þrátt fyrir hlandölvaðar birkihríslur sem berja bílinn manns og almennan landflótta, er lífið samt eins gott og nokkur manneskja getur hugsað sér, þannig að ég held ég bara hætti þessu væli og drífi mig í svefn, Góða nótt elskurnar mínar.
Hrafnhildur
Lurkum lamin
laugardagur, júlí 17, 2004
miðvikudagur, júlí 14, 2004
13. júlí 2004 (Samt tæknilega 14 þar sem það er eftir miðnætti)
Ég hef enn eina ferðina sökkt mér ofan í hinn heillandi og skemmtilega heim Bridget Jones, my alterego if you will!! Ég hef nú ekkert alltof sjaldan lesið dagbókina hennar og í hvert skipti sé ég það betur og betur hvað við erum líkar og mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt, þar sem, lets feis itt það er alltaf eitthvað fyndið og skemmtilegt að gerast fyrir hana. Ég á alveg mína Daniel Cleaver og Mark Darcy... jú bíddu og svo á ég kjaftfora kvenrembuvinkonu sem er gjaldgeng sem Shazzer og aðra onn ðö softer sæd sem tæklar hlutverk Jude, að ógleymdum hommanum mínum ástkæra sem er náttlega Tom í lífi Bridgetar.... Það er reyndar tvennt sem við eigum ekki sameiginlegt: 1) Ég á yndislega mömmu sem stingur ekki af með fjólubleikum kalli sem heitir Julian og hugsar ekki um annað en súrar gúrkur og kekkjóttar sósur og 2) Ég er ekki þessi rosalegi krísufíkill sem Bridget greyið er:) Annað sem ég á virkilega sameiginlegt með Bridget er hvað ég get verið rosalega seinheppin, sem er þó bara hið bestasta mál þar sem ég virðist alltaf ná að skemmta fólkinu í kringum mig, og hef nógu mikinn húmor fyrir sjálfri mér til að hlægja hæst yfir eigin óförum. Ég er að spá í það hvort að það sé ekki bara kominn tími til að líta á þetta sem gróðatækifæri, loka blogginu og selja það til einhverrar bókaútgáfu... Sitja svo fyrir framan skífuna alla sunnudaga í aðventu og árita bókina, sem drukknaði þó í jólabókaflóðinu, og lesa uppúr henni valda kafla á elliheimilum borgarinnar í góðgerðarskyni.... Nei bara svona smá hugdetta:)
En bekk tú ðö ríl vörld. Ég get ekki séð betur en að sumarfríið hafi hrifsað frá mér þann einstaka hæfileika að vakna við klukkur á morgnana. Frá því að ég byrjaði í símabúðinni í Kringlunni hafði ég aldrei sofið yfir mig þannig að ég gæti ekki mætt á réttum tíma í vinnuna, en þessar 2 vikur síðan ég byrjaði aftur að vinna hef ég sofið tvisvar yfir mig!!! Ég er náttlega líka að eðlisfari metnaðarfyllsta B manneskja sem þið finnið og þar af leiðandi sé ég ekki tilganginn í því að sofna fyrir eitt á kvöldin, en hef hingað til þó alltaf náð að vakna á réttum tíma. Ég sé mér þann ókost vænstan að fara að skríða í rúmið fyrir ellefu á kvöldin ef þetta á að halda svona áfram, því ef það er eitthvað sem ég þoli ekki, þá er það fólk sem mætir ekki á réttum tíma og vil þar af leiðandi alls ekki breytast í það.
Svo er annað mál.. Verslunarmannahelgin nálgast hraðar en ég veit ekki hvað!!! Hverjir ætla í Eyjar? Hverjir ætla í Alkalæk? Hverjir ætla að vera í bænum? Hvað ætla hinir að gera? Ég persónulega er að hugsa um að flýja land og bruna í Skagafjörðinn, og þar sem ég er búin að tilkynna mömmu það er mjög erfiðlega aftur snúið með þá ákvörðun mína enda er langt síðan ég var síðast á Viddahátíð yfir verslunarmannahelgi og er farin að sakna þess og sé ekki ástæðu til að hætta við. Þannig að þið sem hafið verið fastagestir á Viddahátíðum hingað til, ekki láta ykkur detta það í hug að beila þetta árið, því að þá verð ég fúl í sjö ár!!
Æji ég nennisiggi lengur, er farin að sofa.
Hrafnhildur
Með breskan búlimíusjúkling og krísufíkil sem alteregó
þriðjudagur, júlí 13, 2004
13. Júlí 2004
You are the mystery woman
Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla
Hrafnhildur
Mystery woman!!!
sunnudagur, júlí 11, 2004
11. Júlí 2004 (Mjöööög snemma)
Var að koma heim úr vinnunni á Pravda, er búin að komast að því að það er mjög gott niðurtrapp að blogga solltið þegar mar kemur heim úrvinda eftir hlandölvaða Reykvíkinga og nærsveitarmenn. Mig langar að skjóta því að, að staffið á Pravda samanstendur af frábæru fólki sem er ofurskemmtilegt að vinna með og dyraverðirnir þar eru gullmolar og mig langar að bíta þá í kinnarnar af því þeir eru svo miklar dúllur. En það er alveg ótrúlegt hvað ég verð alltaf allt í einu vinsæl þegar ég er sest á bak við miðasöluborðið þarna niðurfrá... fólk sem að heilsar manni varla á virkum degi verður allt í einu bestu vinir manns og heimtar að fá frítt inn. Ég vil bara nota tækifærið og biðja ykkur, elsku dúllurnar mínar að gera nú minna af þessu, þar sem ég er bara að vinna fyrir minn yfirmann eins og þið í ykkar vinnum, og get ekki verið að hleypa hverjum sem er frítt inn:)
En út í aðra og slúðurlegri sálma. Hvað haldiði að ég hafi keyrt frammá þegar ég keyrði inn í portið hérna heima hjá mér áðan?? Ég beygði í mesta sakleysi mínu inn í göngin sem liggja inn í portið, og þá var einhver fönguleg gella að gefa frekar ölvuðum manni (sem bæ ðö vei átti erfitt með að halda sér standandi við verknaðinn) þetta fína blódjobb!!! Þeim brá nú heldur betur við að sjá mig beygja inn og gellan varð í framan eins og hún hafi gleypt þessa stærðarinnar könguló á meðan manngarmurinn reyndi að bjarga manndómnum frá ásjónu minni með því að halla sér upp að veggnum eins og hann væri að væla eða eitthvað álíka karlmannlegt. Þetta var allt hálf klúðurslegt hjá þeim greyjunum og þessvegna argaði tíkin á hægri öxlinni á mér það inn í eyrað á mér að segja eitthvað í líkingu við "æji elskurnar mínar látið mig ekki trufla ykkur, ég er bara að fara heim að sofa" eða eitthvað soleis, en ég ákvað að mómentið hefði hvort sem er sprengt vandræðalegheitaskalann og leyfði þeim bara að rölta óáreitt sína leið. Sem betur fer kannaðist ég ekki við hvorugt þeirra (reyndar sá ég nú varla manninn þar sem hann náði að hylja andlitið betur en manndóminn, tótal crying game móment fyrir mig) þar sem það hefði heldur betur aukið á klúður augnabliksins....
Jæja, vona að þið verðið nú ekki mikið þunn á morgun rúsínurnar mínar, ég er farin að sofa:)
Hrafnhildur
"I know all there is to know about the crying game"
laugardagur, júlí 10, 2004
9. Júlí 2004
Æji hvað þetta er búið að vera lovvlí kvöld (reyndar er ég búin að eiga mörg lovvlí kvöld undanfarið...). Hommakrullan bauð mér í mat, en hann er að passa íbúðina systur sinnar og ég hef sjaldan séð jafn flotta íbúð á ævinni!! Hann galdraði fram konunglega máltíð þar sem aðaluppistaðan var grísakódilettur og ávaxtasalat og við slöfruðum í okkur kræsingunum á núll einni. Ég sver það, ég þarf eiginlega að ráða til mín manneskju sem passar upp á að ég borði ekki of mikið vegna þess að ég var svo afvelta af ofáti að ég var komin með illt í bakið. Þegar við vorum að ganga frá fer krúttið svo að tala um sýninguna hárið, en hann fór á generalprufuna og sagði að það hefði verið algjörlega ossomm, og ég fór að spurja hann hvort það væri eitthvað svipað og myndin og þá lét hann bombuna falla; DRENGURINN HAFÐI ALDREI SÉÐ MYNDINA!!!! Ég bara trúði því ekki að þetta guðlast væri að síast inn í mín viðkvæmu eyru og brunaði eftir myndinni med de samme. Við komum okkur vel fyrir og horfðum á meistaraverkið. Ég er viss um að hann hafi nú verið farinn að hugsa um að offa mig með næsta oddhvassa hlut vegna þess að ég söng hástöfum með hverju einasta lagi og argaði upp yfir mig annað slagið "ohhh þetta er svo flott atriði, þessi syngur svo vel, hlustaðu vel á þetta lag!!!" en hann lét sig þó hafa það í gegnum myndina, þessi elska:) Eftir myndina fórum við svo að spjalla og þá kom upp úr kafinu að hann hefur heldur ekki séð Djísús kræst súperstar!! Mér féllust hendur og ég ákallaði drottinn í sömu andránni.... Jæja, það er þá bara góð afsökun fyrir því að horfa á hana á næstunni líka hehe, þeas ef hann þolir að fara í gegnum annað sessjón með mig syngjandi við hliðina á sér hahaha. Best að mar taki bara allann pakkann á hann og láti hann horfa á Fame myndina líka þar sem hann man ekki einusinni eftir þáttunum! Hver man ekki eftir Leroy ég bara spyr??
Seinustu dagar hafa verið ansi spennandi og skemmtilegir hjá mér, góðir hlutir að gerast og lífið er yndislegt, þið fáið kannski einhverntímann að vita hvað er í gangi en éttla hafaða útaf fyrir mig eins og stendur...
Jæja, ætli mar þurfi ekki að fara að hlamma sér í rúmið, ég er að fara að vinna hjá símanum í fyrramálið og svo fer ég að vinna á Pravda annað kvöld þannig að það verður frekar lítið um hvíld hjá mér.... Þangað til bið ég ykkur bara vel að lifa:)
Hrafnhildur
Mússíkölsk og dularfull
þriðjudagur, júlí 06, 2004
6. Júlí 2004
Þið munið öll eftir augnsýkingunni góðu sem ég fékk um daginn, er það ekki? Hún hefur örugglega heyrt neyðaróp mitt út í nóttina kvöldið sem hún yfirgaf mig og ákveðið að aðra eins sorg væri ekki hægt að leggja á eina manneskju og þessvegna sneri hún náðasamlegast til baka í öllu sínu veldi, þannig að nú er ég aftur orðin ofurfalleg með argandi rautt auga. Ég er búin að sjá það út að ef ég væri í Afrískum ættbálki væri búið að fórna mér á altari hins heilaga friðar fyrir að vera andsetin af djöflinum sjálfum og það komi út sem illt auga. Ég er búin að ákveða að í þetta skipti ætla ég að embreisa þessa lífsreynslu og athuga hvort ég geti ekki flæmt þetta í burtu með jákvæðni í staðinn fyrir seinasta skipti þar sem ég gerði ekki annað en að pirra mig yfir þessu....
Annars er allt gott af mér að frétta. Ég og Gaxel vinnufélagi erum að taka hvort annað í meðferð, við gerum ekki annað en að minna hvort annað á það hvað dagurinn í dag sé góður dagur og tölum um það af hverju hann er góður og það er náttlega bara alveg að virka, við sitjum hérna 2 í móttökunni og brosum framan heiminn eins og við höfum drukkið heilt glas af óblönduðu sólskini.
Jæja, ég verð að halda áfram að brosa framan í lýðinn þannig að ég bið ykkur bara vel að lifa:)
Hrafnhildur
Miss Jack Sparrow
laugardagur, júlí 03, 2004
3. Júlí 2004 (alltof snemma að mínu mati)
Jú mikið rétt.... Orðið á götunni er það að hinn frækni fornleifafræðingur (orðinn hálfgerðar fornleifar sjálfur) Harrison Ford hafi tekið skrensið í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 3 júlí og hérmeð staðfesti ég þær sögusagnir þar sem ég sá kauða í eigin persónu. Ég var að vinna á Pravda og stóð fyrir utan með dyravörðunum íklædd trukkalessudyravarðaflíspeysunni minni þegar vinurinn skrölti fram hjá okkur rallhálfur í þessari líka fínu hillbilly gallaskyrtu. Ég get nú ekki sagt að hann sé nein ofurstjarna í útliti lengur greyið, orðinn vel krumpaður í andlitinu og ekkert eftir af þeim rómuðu kyntöfrum sem áttu að einkenna greyið, ég sá bara blindfullann gamlann kall sem líktis Indiana Jones...
Jæja, allavega... Ég var að koma heim af Pravda, klukkan er tíu mínútur í sex og ég er algjörlega upptjúnnuð og get einhvernveginn ekki brunað beint í rúmið. Fékk mér hálfann bjór í von um að hann myndi trappa mig niður en er ennþá gjörsamlega hæper og er virkilega að spá í að fara að ryksuga eða eitthvað þaðan af verra.... Það er samt alveg ágætt að vera að vinna þarna, maður er nokkurn veginn á djamminu (og fær borgað fyrir það í þokkabót) en sér fullt fólk getur verið sjúskað og asnalegt, og það ýtir enn betur undir þá ákvörðun mína að hætta að djamma í bili.
Ég held nú bara hreinlega að það að blogga hafi náð að tjúnna mig niður þannig að nú ætla ég að bjóða góða nótt og skríða upp í æðislega rúmið mitt:)
Hrafnhildur
Not a Ford fan
föstudagur, júlí 02, 2004
2. Júlí 2004
Lífið
Lífið er stundum
ósanngjarnt,
en horfðu áfram
það er líka bjart.
Það er margt sem á þig
eftir að særa,
en á því öllu
munt þú læra
að lífið er dásamlegt,
trúðu mér,
þó að blási á móti
í lífinu hjá þér
því það er dagur
eftir þennan dag,
og þá verður aftur
allt komið í lag
Ég samdi þetta ljóð þegar ég var 17 ára gömul og hefur alltaf þótt frekar vænt um það. Ég hef aldrei áður birt ljóð eftir mig hérna á blogginu mínu (þó að ég eigi nú alveg yfirdrifið nóg af þeim...). Ég er alveg súper feimin þegar kemur að ljóðunum mínum vegna þess að ég hef alltaf litið á þau sem börnin mín og hef hingað til ekki verið tilbúin til að hleypa þeim út í hinn harða heim sem veraldarvefurinn er, en mig langaði allt í einu bara til að deila þessu með ykkur. Kannski er það af því ég er á einhverjum vendipunkti í lífi mínu og farin að horfa á hlutina öðrum augum og farin að meta allt það góða sem ég hef miklu betur. Ég á samt örugglega ekki eftir að birta fleiri ljóð eftir mig þannig bara njótið vel:)
Hrafnhildur
Menningarviti
fimmtudagur, júlí 01, 2004
1. Júlí 2004
Stundum hef ég það á tilfinningunni að ég hljóti hreinlega að vera með geðhvarfasýki!!! Það koma ööööörsjaldan fyrir að ég dett niður í einhverja deyfð... svona svipaða og ég er búin að vera að ganga í gegnum undanfarið, en svo þarf svo rosalega lítið til að ég fari að líta á lífið öðrum augum og vera bjartsýn aftur:)
Ég tók þetta líka fallega brill í vinnunni í dag. Ég var að afgreiða sænska stelpu um gsm síma og náttúrlega þurfti ég að smella því upp á hið engilsaxneska þar sem sænska var svo sannarlega ekki mitt sterkasta fag í skóla (þeas ef ég hefði lært sænsku í skóla). Á hinn bóginn hef ég alltaf verið frekar sterk þegar kemur að frændum vorum Englendingum og tungumáli þeirra, hvort sem það er hið ritaða eða talaða mál.... Jæja, allavega, ég var að útskýra hina og þessa "fítusa" í símanum og fannst ég ofurkúl. Auðvitað sel ég stúlkunni náttlega símann og sný mér svo við og ætla að halda áfram að vera montin þegar Gaxel, vinur minn og samstarfsfélagi kemur til mín grenjandi úr hlátri og segir "Krummi, geriru þér grein fyrir því hvað þú varst að segja" Ég náttlega var alveg bara "ha hvað meinaru??" Þá kom það í ljós að þegar ég var að sýna henni hina ofurflottu "fítusa" sem síminn hefur upp á að bjóða, þá orðaði ég það svo skemmtilega "this phone has some very interesting fetuses" sem náttlega þýðir upp á hið ylhýra að síminn bjóði upp á mjög forvitnileg fóstur vægast sagt!!!! Já ég get ekki annað en viðurkennt að ég verð seint kölluð konan sem kann að koma orði fyrir sig.......
Jæja er farin heim að slæpast.
Hrafnhildur
Fóstrar síma..