fimmtudagur, júní 24, 2004

24. Júní 2004

Ég er búin að vera óttalega andlaus eitthvað seinustu daga, hef ekki haft mikinn áhuga á að gera nokkurn skapaðann hlut og búin að hafa miklar áhyggjur af þessari líðan minni.... But then it hit me!!! Þarf maður alltaf að vera á spaninu í gegnum lífið? Það er búinn að vera mikill hraði á mér undanfarna mánuði og margt og mikið búið að gerast á tiltölulega stuttum tíma og ég held bara hreinlega að undirmeðvitundin hafi sest niður með verkalýðsfélaginu og farið í verkfall!!! Og það þarf ekkert að vera eitthvað slæmt mál, síður en svo, manni veitir hreinlega ekki af því að upplifa tíma annað slagið þar sem maður er ekki á það miklum hraða að enginn geti haldið í við mann. Ég meina, ef allt fer eins og ég vil (sem er reyndar alls ekki vís) þá eru miklir og spennandi tímar framundan með miklum og drastískum breytingum (ætla ekkert að segja um þetta mál fyrr en eitthvað hefur komið í ljós) og þá er það ekkert nema góður hlutur að vera búin að eiga svolítið rólega tíma og hlaða batteríin sem eru búin að vera tóm í marga mánuði. Og ef ekkert verður af þessum breytingum, nú þá sit ég bara uppi með fullhlaðin batterý og hæfari til að takast á við hlutina, er það ekki:)

Pabbi og Röggi skelltu sér í bæinn í gær til að sjá Deep purple og Röggi sagði mér að þau ætla nokkur að fara í útilegu á Hólum um helgina, og bauð mér að koma með og ég er mikið að spá í hvort ég eigi ekki bara að skella mér:) Það væri fínt að enda sumarfríið á góðri útilegu. Á samt ennþá eftir að ákveða mig....

Well held ég nennissu bara ekki lengur:)

Hrafnhildur
Andlaus en ánægð meðða

24. Júní 2004

HHelpful
RRare
AAmazing
FFlavorful
NNormal
HHumorous
IIndustrious
LLoud
DDistinguished
UUseful
RRare

Name / Username:


Name Acronym Generator
From Go-Quiz.com

Þar hafiði það!!!

Hrafnhildur
Kona er nefnd..

mánudagur, júní 21, 2004

21. Júní 2004

Úff hvað ég átti notalega helgi. Ég kíkti út á föstudagskvöldið með Hörpudýrinu og við djömmuðum fram á rauða nótt. Þegar ég vaknaði á laugardaginn var ég í ómannblendnasta skapi ársins og nennti ekki að hitta neinn nema hommann minn þannig að ég dreif mig til hans (á nýja bílnum mínum ligga ligga lá) og fékk lánaðann hjá honum DVD spilarann hans og ALLA friends þættina hans. Á leiðinni heim fór ég að hugsa (sem er náttlega stórhættulegt í mínu tilfelli hehe) og fattaði það að seinustu 2 vikur hef ég líklega átt 2 klukkutíma hér um bil alveg út af fyrir mig, þar sem ég er bara ein... Ég er ein af þeim sem kann virkilega að meta svona kvalötí tæm ein með sjálfri mér og var virkilega farin að sakna þess, þannig að ég fór heim, tengdi DVD spilarann og eyddi síðan helginni í það að horfa á friends!!! Ég fór ekki út úr húsi, nennti ekki að svara í símann og bjó mér til lítið greni í sófanum mínum þar sem ég bara mókti og lét mér líða eins og drottningu.

Núna eru sumir örugglega farnir að hugsa: Það hlaut að koma að því, nú er Krummi litli loksins orðin þunglynd!!! En það er alls ekki málið:) Það var yndislegt að vera bara heima, hafa það kósí og liggja eins og road kill fyrir framan sjónvarpið.

Svo dreymdi mig mjög skrítinn draum í nótt... Ég var að koma af Korn tónleikunum og fór í eftirpartý sem var haldið inni í einhverjum skógi. Ég eyddi miklum tíma í að tala við ömmu Jonathan Davies þangað til hann kom og bað mig að rölta með sér inn í skóginn og þar játaði hann mér sína ódauðlegu ást áður en hann kyssti mig!!! Það versta var að maðurinn kunni ekkert að kyssa og ég gat ekki farið að segja það við hann, mar segir ekki við Jonathan Davies að hann kunni ekki að kyssa, þannig að þetta var ömurlegt!!!

Hvað ætli þetta þýði??

En allavega, letitímanum mínum er semsagt formlega lokið og ég aftur komin í skap fyrir umheiminn þannig að endilega kíkið í kaffi til mín mýsnar mínar:)

Hrafhildur
Dreymin og vinaleg

fimmtudagur, júní 17, 2004

16. Júní 2004

Það er náttlega stórhættulegt þegar heilinn í mér fer á flug eins og allir vita. Í þetta skipti var mér að detta í hug nokkrar ofurbrilljant hugmyndir að ævisögutitlum:

"Ég var kölluð kameltá"
-Ævisaga ungrar stúlku sem gekk alltaf í of þröngum gallabuxum

"Ég átti aldrei séns"
-Ævisaga Geirs Ólafs

"Ég var kallaður drekinn"
-Ævisaga gamals manns sem hélst aldrei í vinnu

"Mér var aldrei til setunnar boðið"
-Harmasaga drengs sem þjáðist af hægðatregðu

"Hver hefur sinn djöful að draga"
-Ævisaga eiginmanns Leoncie

"Ég var allavega vel lærð!!!"
-Raunasaga akfeitrar konu

"Ég sá það loks með berum augum"
-Lífsreynslusaga manns sem fór í leiser augnaðgerð

"Konur eru líka menn"
Ævisaga Önnu Kristjáns vélstýru

Hrafnhildur
Heilasteikt

mánudagur, júní 14, 2004

14. Júní 2004

Íbúðin mín er í rúst, ég er ekki búin að ganga frá dótinu síðan ég kom að utan, ég er löt og ég er ekki búin að fá að vita hvernig fer með drossíuna hennar Gígju og veit þar af leiðandi ekki hvort ég fari norður.

En hvernig er það, þegar mar býr nú einn eins og ég, á mar eitthvað að vera að stressa sig á því þó að það sé allt í drasli?? Auðvitað finnst mér miklu þægilegra þegar allt er spikk end spen og ég get boðið fólki inn í snyrtilegu litlu íbúðina mína, en stundum fæ ég svona Rimputendensa og vil bara hafa hlutina svona.... Þó að það ástand vari nú ekki lengi í einu.... Eða er ég bara að reyna að réttlæta það að ég sé ekki búin að taka upp úr töskunum mínum....

Ég fékk eitthvað Avril Lavigne syndrömm á meðan ég var úti og keypti mér soleis föt. Var það ofurtöffaraleg í gær að það jaðraði við að vera trukkalessulegt, í stuttum gallabuxum með gaddabelti og keðju, í spæderman hlýrabol og háum Avril Lavigne strigaskóm með hermannamunstri. Soldið stórt stökk frá diesel gallabuxunum og háhæluðu leðurstígvélunum, en það er bara gaman að breyta til og vera öðrísi en mar er vanur.

Og svo var sætur strákur að segja að ég væri Znillingur með z, og gammér koss. Ég var montin og fór hjá mér..

MÉR LEIÐIST OG MIG LANGAR NORÐUR AÐ HITTA REBEKKUNA MÍNA!!!!! (dettur samt ekki í hug að taka til, enda myndi það trufla letizonið sem ég er í)

Hrafnhildur
Letidýrið sem allir eru að tala um

14. Júní 2004

Ég er bara alls ekkert búin að nenna að blogga síðan ég kom heim frá Danmörku. Ég kom heim rétt eftir miðnætti á föstudagskvöldið og þar af leiðandi var ekki mikið gert annað en að drífa sig í rúmið, vegna þess að á laugardaginn var ég hármódel fyrir stelpu sem var að taka sveinsprófið sitt og er með rosasæta klippingu núna. Á laugardagskvöldið fór ég með Hörpudýrinu á Nasa þar sem Skítamórall var að spila og ég hef sjaldan skemmt mér svona vel. Við dönsuðum eins og brjálæðingar allt kvöldið og tollurinn var drukkinn af miklum metnaði. Við enduðum svo kvöldið á að hvolfa yfir okkur vöfflu þannig að við vorum allar út í rjóma og karamellu og ekkert smá sætar og fínar.

Morgundagurinn byrjaði svo á tradissjónal devítós stoppi og mörgum rúntum áður en okkur var svo boðið í þessa fínu grillveislu. Eftir að við vorum búin að gúffa í okkur grilluðum kjúkling ætluðum við að skella okkur í bío, en það var náttlega uppselt á myndina þannig að við tókum bara vídjókvöldið á þetta og horfðum á Cabin fever, sem er náttlega bara hreinræktaður viðbjóður!!!

Ég var ekki komin heim fyrr en rúmlega 7 í morgun þannig að maður er frekar druslulegur núna, og var ætlunin að skella sér norður með Gígju, en var að heyra frá henni að bíllinn hennar er með einhvera bölvaða stæla og neitar að fara í gang og veit þessvegna ekkert hvað verður af norðurferðaáætlunum:(

En allavega, vildi bara láta vita að ég væri ennþá á lífi og komin á klakann aftur, hafiði það bara gott:)

Hrafnhildur
Drusluleg

fimmtudagur, júní 10, 2004

10. Júní 2004

Hann á ammælí dag, hann á ammælí dag, hann á ammælann Dávíður Purkhús litli hommalíus, hann á ammælí dag. Hann er eldgamall í dag, hann er ofurgamall í dag, hann er orðinn hrumur hann Dávíður Purkhús litli hommalíus, hann er eldgamall í dag.

Nú er seinasta kvöldið í Kaupmannahöfn runnið upp. Veðrið er búið að vera einskær lygi hér í dag, þar sem hitinn er búinn að vera sirka 30 stig og sólin svoleiðis skælbrosandi á móti okkur, og ég segi nú bara KOMINN TÍMI TIL!!! Við skelltum okkur nú líklegast í dýragarðinn í dag eins og sönnum túristum sæmir og röltum um á milli fíla og ljóna og tígrisdýra og kúkandi apa en þar sem við virðumst hafa frekar misheppnað karma fórum við á mis við sebrahestana og gíraffana og umfram allt; krókudílana og slöngurnar en það var svona aðal atrakksjónið við það að fara þangað. Eftir dýragarðinn drifum við okkur með bussen niður í miðbæ og settumst í sólbað fyrir utan Hard Rock, en það er búið að vera okkar annað heimili hérna í köben (og við verðum heiðursgestir þar á djamminu í kvöld, án alls gríns), fengum okkur Strawberry Daiquiri sem er besti drykkur allra tíma og sleiktum sólina á meðan við hlógum að gestum og gangandi.

Við erum heima á hóteli núna að sötra bjór í góða veðrinu áður en við snurfusum okkur fyrir Hard rock kvöldið mikla sem er framundan þannig að ég bið ykkur vel að lifa.

Hrafnhildur
Daiquiri loving Hard rock chic

miðvikudagur, júní 09, 2004

9. Júní 2004

Hellú englarnir mínir. Mar er bara að láta vita af því að ég sé ennþá á lífi og ligeglad hérna í København. Ég er reyndar svolítið slompuð núna eftir best heppnaðasta karókíkvöld síðan mælingar hófust, þar sem Krumminn tók svingið á míkrafóninn og rúllaði upp pleisinu. Það er búið að vera ofurgaman hérna og við erum búnar að gera svoooo mikið. Við kíktum í tívolí þar sem ljónshjörtu okkar skinu skært og við þorðum ekki að fara í eitt einasta tæki, röltum bara um og átum kandífloss á meðan rússíbaninn gnæfði yfir okkur og ógnaði okkur með tilveru sinni.

Strax og við komum á föstudagskvöldið kíktum við í bæinn og inn á Hard Rock (off all places) þar sem við hittum þessa yfirþyrmilega skemmtilegu og yndislegu bresku kauða. Helginni var eytt í félgasskap þeirra og þeir komu fram við okkur eins og prinsessur, pamperuðu okkur á alla kanta, buðu okkur út að borða og buðu okkur upp á drykki hægri vinstri. Við dýrkum og dáum bresku drengina okkar:) Þeir fóru svo til Britain aftur á sunnudaginn þannig að þá vorum við aftur on our own.

Við erum svo bara búnar að vera að rölta um Kaupmannahöfn og njóta lífsins. Við gistum á Gistiheimili Halldóru, og hún Halldóra á þennan yndæla son, hann Jóhann okkar sem við ákváðum að spilla svolítið í gærkvöldi, þar sem kumpáninn er búinn að vera grafinn ofan í próflestur og fórum með hann út að borða og svo var áðurnefnt karókí tekið. Jóhann átti staðinn þegar hann söng Bon Jovi slagarann "It´s my life" og gaf William Hung ekkert eftir í sönggæðum... huhummm....

Jæja, allavega vitiði að ég er á lífi. Ég mun svo smella ferðasögunni inn þegar ég kem aftur á klakann. Sakna ykkar allra ofurmikið. Sjáumst á laugardaginn. Knus og kram

Hrafnhildur
De er dansk og dejlig

föstudagur, júní 04, 2004

4. Júní 2004

Jæja, þá er maður kominn í dressið, búin að mála sig, LOKSINS búin að pakka, komin með kort af Köben og búin að fá allskonar tips um það hvað er gaman að gera þar, þannig að manni er ekki margt annað að vanbúnaði en að drífa sig af stað út á völl and get slashed:) En þar sem hún Gígja mín er ekki þekkt fyrir það að vera á réttum tíma sit ég hér bloggandi og bíð eftir því að hún dúkki upp hérna á tröppunum hjá mér. Ég vil benda þeim sem vilja vera með puttann á köbenpúlsinum á Mbloggið mitt (það er líka hérna við hliðina undir liðnum ÉG) þar sem síminn verður mundaður í bak og fyrir allavega í Leifsstöð. Ég er með innanbúðarmanneskju í því es ví spík að tékka á því hvort ég geti nú örugglega ekki mbloggað úti í köben án þess að fá klósettrúllulangann símareikning.

Ég var að tala við Margréti systur sem hafði ekki hugmynd um að ég væri að fara út, upplýsingaflæðið alveg að drepa mig greinilega, og náði náttlega að fylla hana af öfund og varð að lofa því að kaupa eitthvað handa henni í staðinn.....

En hvað er ég eiginlega að hugsa!!!! Ég er farin til Köben:) Hafið það gott á klakanum á meðan hehe

Hrafnhildur
KÖBEN BEIBÍ!!!!

fimmtudagur, júní 03, 2004

3. Júní 2004

Nú er sólarhringur í það að ég og Gígja leggjum land undir fót og áfangastaður nr. 1 er Leifsstöð. Við ætlum að hafa góðann tíma til að strunsa um fríhöfnina og fá okkur einn kaldann... jafnvel tvo áður en haldið verður á áfangastað nr. 2 KÖBEN BEIBÍ!!!!!

Þar sem ég hef hingað til verið þekkt fyrir margt annað en stress þegar kemur að svona löguðu, þá er ég að sjálfsögðu ekki byrjuð að pakka og geri það ábyggilega ekki fyrr en seint í kvöld eða fyrramálið ef ég þekki mig rétt, enda er ég varla farin að kompríhenda það að ég sé að fara út. Ég skakklappaðist reyndar áðan í banka og náði mér í gjaldeyri þannig að ég slepp við að gera það í leifsstöð, og ég er búin að redda visakortinu þannig að ég ætti að vera orðin auruð upp fyrir herlegheitin og þetta er farið að vera helvíti raunverulegt allt saman.

Núna þarf ég að drífa mig í ennþá meiri útréttingar þannig að ég bið bara að heilsa ykkur í bili, kannski ég hendi inn svona eins og einni færslu í viðbót í kvöld bara til að monta mig ennþá meira af því að ég sé að fara út ligga ligga lá.

Hrafnhildur
Útstá-elsuð