31. Maí 2004
Þar sem ég er að drepast úr leiðindum ætla ég að skrifa lista um mig, ég hef gert svoleis áður, og kannski vitiði þetta allt, en mér leiðist bara svooooooo.
1. Ég kann öll lögin með Alanis Morissette
2. Ég er skáparokkari
3. Ég er haldin óstjórnlegum ótta við allt sem er með meira en 4 fætur
4. Ég kemst ekki út úr bókabúð án þess að kaupa mér stílabók, fettiss sem ég ræð ekki við.
5. Ég er stundum voðalega ringluð á lífinu
6. Ég á litla ósýnilega vinkonu sem heitir Pollýanna og boðskapur hennar hjálpar mér í erfiðleikum
7. Ég hef verið kölluð Krummi síðan ég man eftir mér
8. Ég svara ekki fólki ef það kallar mig Hrabba, Habbý eða Hilda
9. Ég elska ástina
10. Ég er með ofnæmi fyrir Sulfa lyfjum og dey ef ég fæ soleis
11. Ég er skotin í manni þessa dagana
12. Ég er klámgagnrýnandi fyrir Bleikt og Blátt
13. Ég er fordómafull
14. Ég hef ekki gaman af því að þurrka af
15. Ég er duglega við að þvo þvott
16. Ég er ekki jafn dugleg við að ganga frá honum
17. Ég elska sexý nærföt
18. Ég er ekkert án vina minna
19. Ég er guðmóðir Rebekku Óskar
20. Ég elska hryllingsmyndir
21. Ég á mikið af fötum
22. Ég á þar af leiðandi ekki mikið af peningum
23. Ég er að fara til Danmerkur með vinkonu minni
24. Ég er bara þokkalega ánægð með lífið
25. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
26. Ég er orðin stór... Úpps
27. Ég þoli ekki fólk sem lætur bíða eftir sér
28. Ég læt fólk samt stundum bíða eftir mér....
30. Ég var víkingur, norn sem var brennd á báli og kynblendingur í þrælastríðinu í bandaríjunum í fyrra lífi
31. Ég hef aldrei verið trúlofuð
32. Ég ætla að gifta mig einhverntímann
33. Ég hef ekki hugmynd um hverjum samt..
34. Ég trúi á yfirnáttúrulega hluti
35. Ég er stundum haldin frestunaráráttu
36. Ég er stundum rosalega lítil inní mér
37. Ég er rosalega óheppin
38. Ég er að meina.... ROSALEGA óheppin!!!
39. Ég er ekki pólitísk
40. Ég fylgist ekki með fréttum
41. Ég á auðvelt með að aðlaga mig að nýjum aðstæðum
42. Ég á alteregó
43. Ég er tölvunörd
44. Ég er með 145 kontakta á MSNinu mínu
45. Ég hef lent í að allir séu offlæn
46. Ég les blogg af ástríðu
47. Ég þoli ekki kulda
48. Ég er haldin þráhyggju að flytja til útlanda
49. Ég er skræfa og þori því ekki
50. Ég er þrátt fyrir allt skemmtileg og góð manneskja
Þarna hafiði það
Hrafnhildur
LISTAmanneskja
Krummi litli....
mánudagur, maí 31, 2004
31. Maí 2004
Í fyrsta sipti á æfinni er mér algjörlega orðavant!!! Korn voru ólýsanlegir!!!! Þetta eru náttlega fyrir það fyrsta nokkurn veginn einu tónleikarnir sem ég hef farið á (fyrir utan skunk anansie ´97 sem mér drulluleiddist á vegna lélegs félagsskaps og fór fljótlega eftir þeir byrjuðu)og ég held að Korn hafi verið fullkomnir til að pop that cherry. Phantomas voru að hita upp fyrir þá og sugu heldur betur konunglegann, "tónlistin" sem þeir voru að spila líktist því helst að þeir væru að stilla hljóðfærin og hita sig upp og þetta var það skrítið að ég er viss um að artí fartí liðið sem hangir á sirkus hefði ekki einusinni fílað þá. Eftir að þeir yfirgáfu sviðið tók svo við næstum klukkutíma bið eftir meisturunum, en biðin var svo sannarlega þess virði. David kom fyrstur á svið og settist bak við trommurnar og húsið ætlaði að springa. Svo komu Munky, Head, Fieldy og loksins hann elsku Jonathan minn og ég missti mig gjörsamlega og sameinaðist minni innri gelgju! Ég argaði og gargaði og fékk hvert gæsahúðakastið á fætur öðru og var við það að bresta í grát inni á milli þess sem ég sat lömuð með hamingjubros á vör. Eitthvað var talað um það að sándið hefði ekki verið nógu gott í höllinni en ég var ekkert að spá í því, ég sá Korn live og ég er sextánhundruðþúsund prósent sátt:) Ég get með sanni sagt að það eina sem toppar þessa lífsreynslu er þegar ég var viðstödd fæðinguna hennar Rebekku, allt annað fellur í skuggann af þessu.
Bött bekk tú ðö ríl vörld. Núna þurfa þeir sem þekkja mig að setjast niður vegna yfirvofandi yfirliðs í kjölfarið af þessari frétt: Krummi litli tók til á svölunum hjá sér!!!! Þetta eru big njús og ég persónulega var sjálf farin að efast um að kassadraslið myndi nokkurn tímann yfirgefa pleisið, en svo greip mig einhver dugnaður og ég lét bara vaða á hrúguna, sem gerir það að verkum að nú eru svalirnar mínar auðar og bíða eftir að ég sitji þar í sólbaði með Hörpudýrinu, Hommakrullunni, Sæunni, Gebbunnni, Rakel eða Giggsternum og njóti mín:)
Svo er DJ Elmó að koma heim á eftir og eftirvæntingin farin að gera verulega vart við sig. Ég fór áðan og þreif drossíuna hans, sem ég hef haft afnot af seinustu viku, skilaði henni og fór svo heim og snurfusaði mig, þannig að nú má kauði barasta fara að láta sjá sig.
Spurning um að setjast bara út á svalir og hafa það gott:)
Hrafnhildur
Orðlaus á Korn tónleikum
sunnudagur, maí 30, 2004
30. Maí 2004
Er ÞETTA trendsetting eða augljós aðferð ungrar stúlku til að reyna að líta vel út þrátt fyrir skaddað auga???
Hrafnhildur
Vantar bara talandi páfagauk
30. Maí 2004
Það er ekki dónalegt að byrja sumarfríið á svona fallegum degi.
Ég kíkti til hennar Sæunnar minnar þegar ég vaknaði. Þar sem ég er að fara á Korn tónleikana í kvöld og það sem mikilvægara er; DJ Elmó er að koma heim frá Danmörku á morgun, þá sá ég mér ekki annað fært en að redda mér lepp fyrir augað sýkta, sem bæ ðö vei er farið að lifa eigin lífi með þessari leiðu sýkingu og skiptir sér ekki af því hvort afgangurinn af manneskjunni sem það er fast við er sátt við þann lifnaðarhátt eður ei, og hún Sæunn var meira en óð og uppvæg að hjálpa mér í þeirri deildinni og töfraði fram þennan skínandi fína lepp á núlleinni. Mér finnst gaman að dressa mig upp, mála mig og vera sæt, en þar sem sýkt auga fellur ekki alveg inn í þá glansmynd, var semsagt skásti kosturinn í stöðunni að hylja það með lepp... Taka bara Daryl Hannah í Kill Bill á þetta og sýna soldið attitúd í leiðinni. Vonandi gengur það svo upp:)
Ég tók gærkvöldið á sorglegheitunum, dreif mig út í sjoppu og leigði Love actually og Notting hill og lá svo ein og glápti, alveg að rifna úr rómantík og gott ef eitt tár hafi ekki kíkt fram fyrir augnkrókana þegar Julia sagði svo fallega "I´m also just a girl, standing in front of a boy, asking him to love her" Úfff það fór nettur rómantíkus í gegnum líkamann á mér og mér fannst heimurinn fallegur á því augnablikinu:)
Jæja, má eiginega ekki vera að þessu lengur þar sem ég þarf að henda mér í snurfusingar fyrir Korn.
Ég hendi hérna einni mynd af fallega auganu mínu svo þið getið nú dáðst af mér öfundað mig af þessum fínlegheitum.
Klikkið HÉR
Hrafnhildur
Aye aye captain
laugardagur, maí 29, 2004
29. Maí 2004
Nú eru sirka 5 og hálfur klukkutími í sumarfrí. Vegna hríðversnandi augnsýkingar er verslunarstjórinn þó eitthvað að gera sig líklega til að henda mér heim, þar sem upplitið á mér er ekki fallegt og ég búin að djörka mig fram og aftur af panódíl og ekkert gerist- sviðinn, kláðinn og girnilegheitin ætla að vera minn fylgifiskur í dag. Ég er bjartsýn, vingjarnleg og brosandi við viðskiptavinina sem brosa skakkt og vandræðalega til mín og reyna að leyna ógeðishrollinum sem hríslast niður bakið á þeim, en ég sé þó í gegnum þetta allt saman.... Mér finnst samt gott að vera til, augnsýkingin verður ekki lengi og lífið er gott:)
Hommakrullan kíkti til mín eftir vinnu í gær til að horfa með mér á Idolið í ruglaðri útsendingu. Vegna þess hve dán ég var í gær út af margumtalaðri sýkingu í bland við annað sem mér fannst vera farið að verða yfirþyrmandi í gær, kom þessi litla hommarúsína færandi hendi með nýjasta Alanis Morissette diskinn innpakkaðann (hann er eini karlmaðurinn sem kann 100% á mig og veit alveg hvað á að gera til að gera mig hamingjusama:) og 1944 svínakjöt og kjúkling sem við gúffuðum í okkur með bestu lyst. Til að þakka fyrir geisladiskinn og matinn gaf ég honum bara glænýjar diesel buxur sem pössuðu ekki á mig, og hann leit út eins og reðurtákn í þeim. Þegar Fantasia var við það að hirða trófíinn í Idolinu fékk ég þessa rosalegu löngun til að horfa á Titanic og þar sem hún Gebba mín er manneskja sem hægt er að stóla á að eigi ræmuna var hringt agút í hana. Hún brást mér ekki frekar en fyrri daginn og rauk ég í offorsi eftir skonsunni. Þegar Rose loksins henti meninu í hafið og sameinaðist honum Jack sínum aftur var klukkan farin að ganga 4 og komin heimferðartími á Gebbuna, sem átti bæ ðö vei að mæta klukkan 8 í morgun í vinnuna og jafn upplitsdjörf og ég.
Svo var fyrsti viðskiptavinur minn í morgun hún Majae ofurskonsa til að ná í nýja símann sem hún var búin að ákveða að kaupa af mér og ég samviskusamlega búin að hlaða fyrir hana:) VIð vorum álíka álkulegar hérna sitthvorumegin við borðið, hún fárveik með litla snúð hoppandi í kringum hana geislandi af orku sem átti ekki upp á pallborðið hjá fárveikri móður svona snemma á laugardagsmorgni, og ég með hið umtalaða auga gapandi á móti heiminum í ógeði sínu, þannig að við vorum góðar hérna í morgunsárið:)
Jæja, nú held ég að ég komi mér heim bara....
Hrafnhildur
Ennþá meira augnayndi
föstudagur, maí 28, 2004
28. Maí 2004
Augað hefur ekkert skánað, bara versnað ef eitthvað er, og hef ég fengið tilboð um að leika í nýjustu mynd Stephens Spielbergs "When the eye infection took over- a horrifying biology". Tilboðið er kannski ekki það hagstæðasta og er ég að hugsa málið.
Eins og ég nefndi í seinustu færslu þá er hann Guð minn eitthvað ósáttur við mig þessa dagana, og nú er málið að ég er búin að týna ökuskírteininu mínu og vegabréfið útrunnið og er á leiðinni til Danmerkur. Það er ekki hægt að redda ökuskírteininu í tíma en ég get fengið flýtimeðferð á vegabréfinu mínu.... fyrir fokkíng níuþúsundandskotanskall. Spurning um að koma aðeins við niðrá hlemm á leiðinni uppeftir og selja sig aðeins í óæðri endann til að eiga fyrir því, því öðrísi veit ég ekki hvernig ég ætla að punga þessu út, djöfuls peningaplokk alltaf, og þetta pakk leyfir sér að notfæra sér fólk í minni neyð!!!! NJÚKA ÞETTA LIÐ!!
Ég er búin að strika nokkur atriði út af listanum ógurega yfir hluti sem ég ætla að gera í dag, en ennþá er eitthvað eftir og mig langar bara mest af öllu að slá þessu bara upp í kæruleysi og fara í ræktina og púla þessa ofurfýlu sem ég er í, úr mér. Kannski ég geri það bara næst og athugi hvort skapið verði eitthvað sumarlegra....
Úffff vill einhver annar vera ég í pínu stund:)
P.S.
Setti inn nýjann link undir liðnum ÉG, myndirnar mínar sem ég hef verið að taka á nýju stafrænu myndavélina mína:) Endilega kíkið á hann.
Hrafnhildur
Alls ekkert augnayndi
fimmtudagur, maí 27, 2004
27. Maí 2004
Ég og hann Guð minn erum á góðu nótunum núna (með kaldhæðni lekandi af hverjum bókstaf). Þegar ég vaknaði í morgun fannst mér ég sjá eitthvað skringilega og fannst tilfinningin eitthvað skrítin.... þangað til ég leit í spegil og uppgötvaði að hægra augað á mér var bara hreinlega límt saman af allskonar viðurstyggð sem ég ætla ekki að fara að tíunda hérna. Ég náði smám saman að opna á mér augað með dyggri aðstoð Orkuveitu reykjavíkur, en augað var nú ekkert að flattera lúkkið samt sem áður. Ég lít út eins og klippt út úr X-men, The girl with the infected laser eye... ofurkraftar mínir liggja í því að lama andstæðinginn úr viðbjóð með því að sýna sýkinguna og drepa hann svo með því að galopna augað þannig að rauði bjarminn sem umlykur augasteininn skerist í gegnum hann....
En hefur einhver áttað sig á ónauðsyn þess að hafa kringluna opna til 21:00 á fimmtudögum?? Nei ég bara spyr. Ég er miskunnarlaust barin áfram og pyntuð (með hótunum um að fá launaseðil um hver mánaðarmót, grimmd mannshugans á sér engin takmörk) til að hanga í mannlausri búðinni og telja hárin á hægri framhandleggnum á mér, og trúið mér, það er vandaverk þar sem þau eru nánast litlaus!!! En mínúturnar silast áfram og bráðum mun ég bruna yfir á roknes til þess að láta Hörpudýrið mitt heittelskaða negla mig, enda löngu kominn tími til, neglurnar orðnar eins og á Courtney Love eftir bitchfight og þannig fer mar ekki til Danaríkis skal ég segja ykkur!!!
Svo er morgundagurinn fúllí skeddjúld og það er svo margt sem ég þarf að gera og hef ekki minnsta nenning til að gera, að ég er að hugsa um að sleppa því að fara að sofa í kvöld og athuga hvort orð móður minnar síðan ég var lítil, um að ef mar færi ekki að sofa þá kæmi morgundagurinn ekki, myndu standast.... Annars hef ég ekki minnstu trú á því þar sem ég hef oft farið seint að sofa og löggan aldrei komið að ná í mig og farin að sjá það að ástkær móðir mín hafi átt það til að vera lygalaupur mesti til að koma okkur englunum (overstatement of the year) í rúmið.
Jæja, er þetta ekki orðið gott af ruglinu???
Hrafnhildur
Augnayndi
27. Maí 2004
Sumarið virðist hafa þau áhrif á mig að ég bara nenni varla að blogga... Reyndar virðist sumarið hafa þau áhrif á mig að ég nenni varla neinu... Ég náði þó samt að afreka að fara með Giggsternum á Grillhúsið Tryggvagötu í gær að hitta múttu, en hún var stödd þar ásamt Reykjalundskrúinu sínu að fá sér að borða. Ég og Giggsterinn stöndum þessa stundina í hörðum planleggingum fyrir ferð okkar í Danaríki eftir viku, þannig að við rétt köstuðum kveðju á liðið (og ég náði að nappa bananasplitti af kellingunni) áður en við drifum okkur í íbúðarholuna mína og mútta og co fóru aftur á Reykjalund að spila Boccia eða hvað þau gera þarna.
Þegar við komum heim heltókum við veraldarvefinn í leit af hótelum og afþreyingu í Köben og fundum við þetta skínandi góða hótel á fínu verði, og pöntuðum herbergi hið allra snarasta og krossuðum putta að það væri laust(kemur í ljós í dag). Við skeggræddum ferðina fram og aftur og ákváðum að allavega yrði kíkt í tívolí, á markaði, í búðir(bött off kors) og hjóla svo Köben þvera og endilanga. Svo er bara spurning hvort eitthvað annað en að kíkja í búðir stenst af þessum lista okkar.....
En agglavega, klukkan 18 á laugardaginn verð ég offissjallí komin í lllaaaaaaaaaannngþráð mánaðar sumarfrí. Reyndar er ég að vinna á Pravda á sunnudaginn, strax eftir Korn tónleikana bæ ðö vei, en ég verð samt í fríi frá venjulegu vinnunni minni sem er náttlega bara jákvætt þar sem vinnuleiði er farinn að kikka inn af fullum krafti. DJ Elmó kemur svo heim á mánudaginn, en kauði er jú eimmitt búinn að vera úti í Köben síðan á mánudag. Ég fékk símhringingar af og til í allt gærkvöld frá honum, þar sem hann í hugulsemi sinni vildi leyfa mér að hlusta á flottustu partana af Metallica tónleikunum sem bölvaður mörðurinn var á. Ég heyrði reyndar voðalega lítið af tónlistinni fyrir öskrum í gaurunum en hann fær þó prik í kladdann fyrir að hugsa til mín:)
Jæja, verð að fara að vinna.
Hrafnhildur
De er dansk og dejligt
sunnudagur, maí 23, 2004
23. Maí 2004
Var að enda við að horfa á fyndnustu mynd veraldar, Shrek 2, það er náttlega bara ólöglegt hvað þessi mynd er óforskammanlega fyndin, mér finnst hún slá fyrri myndina alveg út. Þið verðið að kíkja á hana þegar hún kemur í bíó, þið getið bölvað ykkur upp á það að ég ætla að gera það.
Jæja, nú eru ekki nema nokkrir klukkutímar þangað til að Dj Elmó yfirgefur klakann í vikuferð til danaríkis, þar sem hann ætlar að kíkja á Metallicu, drekka bjór og hylla drottninguna. Á meðan mun ég hafa yfirumsjón með drossíunni hans, þar sem bíllinn minn er ennþá norður í landi og mjög svo vatnskassavantandi (er einhver sem þarf að losa sig við vatnskassa úr 92 árgerð af corollu? Ekki vera feimin pípúl, ég tek fúslega við honum:). Ég er að hugsa um að nota tímann vel og mæta galvösk í ræktina á hverjum morgni þannig að rassinn verði orðinn aðeins stinnari og klípulegri þegar gæinn mætir á frostbitna Íslandsströnd aftur. En áður en hann lendir mun ég ná þeim rosalega áfanga að fara á tónleika með hinni ofurfrábæru hljómsveit Korn, en eimmitt eftir akkúrat viku verð ég sitjandi í stúku að hlusta á meistarana:) úff það er bara að koma að þessu góðir hálsar.... ég er bara að gliðna á límingunum við tilhugsunina, ég hlakka svo til.
Ég var að vinna á Pravda til rúmlega 7 í morgun. Það er aldeilis skrautlega liðið sem mar sér þegar mar er edrú á djamminu úffffff. Að hugsa sér, er ég svona sjúskuð líka þegar ég er að djamma?? Ef það er þannig, þá fer mar nú að upphugsa nýjar aðferðir við þetta allt saman, því ekki var það falleg sjón sem blasti við manni í nótt.
Æji, nennisiggi lengur...
Hrafnhildur
Korn eftir viku, ójá!!!!
laugardagur, maí 22, 2004
22. Maí 2004
Ég lagði mig áðan, svona áður en ég fer að vinna, og mig dreymdi frekar sýrðann draum. Mamma var nýbúin að keppa í júróvisjón og rúllaði keppninni upp, en stakk svo af með stílista Ruslönu og var í felum í einhverjum af þriðja heims ríkjunum. Ég ákvað að ræða þetta aðeins við Birgittu Haukdal og hún var algjör tík við mig og spurði mig hversvegna henni ætti ekki að vera sama um einhverja gellu sem tók þátt í júróvisjón. Ég var rosa sár við hana en ákvað að sleikja mér upp við einhvern annann í Írafár með því að semja frekar klámfenginn texta við nýjasta lagið þeirra og athuga hvort hann vildiggi notann á næstu plötu. Þegar ég vaknaði var ég svo með lagið Roy Rogers með Halla og Ladda á heilanum....
Er ekki bara spurning um að panta sér pláss í náttfatapartýi á Kleppi???
Hrafnhildur
Skýr í kollinum
22. Maí 2004
Ég vil byrja á því að óska henni Gígju minni til hamingju með ammlið, gellan bara orðin 24ra ára:)
Fyrsta kvöldið mitt á Pravda í gær. Þar sem miðasölugellan var forfölluð var mér falið það verkefni að selja inn. Þar sem oft getur orðið mjög kalt þarna frammi var mér smellt í alltof stóra flíspeysu merkt "Pravda-dyravörður" og ég fílaði mig eins og argasta trukkalessa. Dyraverðirnir eru fínustu grey og ég var ekki lengi að kynnast þeim og eftir smá stund var ég farin að deila með þeim sögum af sameiginlegum vinum okkar sem eiga örugglega eftir að reynast þeim gagnlegar hehe. Bærinn var dauðari en Sauðárkrókur on a good day, sem kom sér ágætlega fyrir mig af því ég kunni náttlega ekki neitt og gat komið mér inn í hlutina í rólegheitunum, og var komin heim mikið fyr en ég bjóst við. Ég verð aftur í miðasölunni í kvöld, og hef sterkann grun um að það verði ekki jafn rólegt þar sem allir eru að útskrifast í dag og örugglega á leiðinni á öldurhús borgarinnar.
Núna er ég á leiðinni í útskriftarveislu hjá Sillu frænku, og verð að sjæna mig til þannig að ég bið ykkur bara að vera stillt:)
Hrafnhildur
Dyravörðurinn mikli
föstudagur, maí 21, 2004
21. Maí 2004
Hommakrullan kíkti til mín rétt eftir að ég vaknaði í gær. Eftir dansmaraþonið kvöldið áður leið okkur í líkamanum eins og við værum 63ja ára gamlar kellingar með króníska liðagigt. Hann og Drottningin sátu hjá mér til fimm en þá kom DJ Elmó (aka Ó svo fallegur) og sótti mig.
Hann byrjaði á því að taka mig með sér í bláa lónið þar sem við létum þreytuna leka úr okkur, og þaðan fórum við beint í bíó á Troy. Aldrei datt mér í huga að þessi setning ætti eftir að myndast í kollinum á mér, en Brad Pitt í leðurmínípilsi er það mest sexý sem ég hef augum litið, enda mínípilsin sjaldan að klikka hehe. Þessi mynd er náttlega bara ofurgóð og ég mæli með að allir þrumi sér á hana í bíó.
Annars er allt útlit fyrir frekar erfiða helgi þar sem ég er að byrja að vinna á pravda í kvöld. Er að vinna í kringlunni til 19, fer svo aftur að vinnna á Pravda kl 22 til eitthvað í fyrramálið, og svo aftur á miðnætti annað kvöld.... Mig kvíður bara hálfpartinn fyrir, get ekki sagt annað....
Jæja, þarf að fara að opna búðina
Hrafnhildur
Mínípils Já!!!!
fimmtudagur, maí 20, 2004
20. Maí 2004
Gærdagurinn var dagur stórviðburða. Fékk þær fréttir frá yndislegustu manneskju heims að hún ætlar að gefa mér bílinn sinn og ég get náð í hann á föstudaginn eftir viku:) Þannig að a week from now verð ég stoltur eigandi algjörrar bíldruslu en bíldrusla er það þó, og mun bíllinn sá koma mér þangað sem ég vil fara þangað til hann mun gefa upp öndina. Ég hef átt tvo bíla og í bæði skiptin hef ég skírt þá, dæhatsu sjareid að nafni Gerpill og volsvagen póló að nafni Prins Póló, þannig að þessi verður skírður líka. Að því tilefni vil ég efna til keppni hérna í kommentakerfinu: hver kemur með bestu hugmyndina að nafni á corolluna mína. Í boði eru verðlaun ekki af lakari endanum; rúntur með krumma litla á nýju drossíunni.
Svo tókum við Gígja vinkona þá ákvörðun í gær að við ætlum að skella okkur til Köben í sumarfríinu okkar og ég er ekki frá því að smá spenningur sé að byggjast upp innra með Krumma litla.
En agglavega, fór í gær á rosaflotta Sonyericsson kynningu með litlu hommakrullunni minni. Þar flutu áfengar veigar sem vatn væru og matur sem var samboðinn konungum í boði, þannig að auðvitað fékk mar sér í aðra tána. Kauðarnir úr 70 mínútum voru með skemmtiatriði og svo átti að vera ball með Landi og sonum á eftir. Um níuleytið fannst okkur þó komið nóg og drifum okkur á kaffi kósí (þar sem mest slísí barþjónn norðan miðbaugs er að vinna) og kjöftuðum eins og hjúkkur í kaffipásu. Um tólfleytið vorum við orðin frekar þreytt en ákváðum að kíkja aðeins við á Jóni forseta áður en við færum heim. Þar sá súperdídjeiinn Skjöldur um tónlistina og við sáum okkur ekki annað fært en að dansa úr okkur allt vit til fjögur í nótt. Skjöldur er held ég bara besti dj sem ég hef heyrt í og gvuð minn almáttugur hvað var gaman að dansa við tónlistina hans. Fljótlega eftir að við byrjuðum að dansa, var mér orðið svo heitt að ég var við það að falla í yfirlið, þegar Davíð minn kom með þessa brilljant hugmynd: "Krummi, þú ert á hommabar, vertu bara á brjóstahaldaranum, hú kers??" Þar sem smá áfengismagn var komið inn fyrir mínar varir, ákvað ég að láta bara vaða, en áttaði mig fljótlega á því að það var ekki besta career move sem ég hef tekið, því að auðvitað eru lessur á gay bar (sem ég hafði ekki hugsað út í, stúbid) þannig að eftir nokkrar rassaklípingar dreif ég mig aftur í bolinn. Þetta var alveg ofur skemmtilegt kvöld og belíf jú mí, gay bar eður ei, ég mun fara aftur og dansa mig vitlausa á Jóni forseta!!!!
Hrafnhildur
Hommahækja
sunnudagur, maí 16, 2004
16. Maí 2004
Hvar á maður að byrja eiginlega???
OK Júróvisjón saug konunglegasta besefa sem ég hef á ævinni séð!!! Eftir að þessu austurevrópupakki var hleypt inn í keppnina hefur þetta hægt og rólega farið niður í skítinn allt saman. Þó svo að júróvisjónlög hafi nú aldrei verið nein tónlistarleg meistaraverk, þá var tindinum náð í gærkvöldi. Mér fannst Jónsi meira að segja ekki standa sig neitt rosalega vel, þar sem hann stóð frosinn á sviðinu fyrir utan nokkrar vel valdar hreyfingar (Selma: þú stóðst þig vel sem danshöfundur). Hvað er málið að senda mann sem hefur margoft verið verðlaunaður fyrir hressleika á sviði með ballöðu í svona keppni?? Það er eins og að senda fegurðardrottningu í miss world án þess að vera með sléttujárn og meiköpp!!!
Jæja, agglavega, við vorum nú samankomin nokkur til að horfa á keppnina og ákváðum að reyna að vera með drykkjuleik yfir stigagjöfinni, allir að taka sopa þegar ísland fengi stig... Ég þarf kannski ekki að taka það fram að þetta var eiginlega orðin keppni í að halda sér edrú undir það seinasta og við sáum ekki fram á annað en bara að drekkja sorgum okkar í staðinn og það tókst nú bara ágætlega held ég:) Við Hörpudýrið vorum náttlega í okkar besta gír og ef Maggi minn hefði ekki komið og bjargað okkur, hefði ekki verið gaman að vakna í morgun. Við nebblega fengum þá brilljant hugmynd (á þeim tímapunkti sjáið til) að koma við á Ölveri á leiðinni í bæinn og taka nokkra vel valda slagara fyrir mannskapinn (við erum að tala um að okkur er ekki einusinni treyst til að syngja í sturtu, hvað þá meira), en til allrar hamingju fannst Magga það betri hugmynd að fara bara á Pravda og náði að tala okkur til. Frá Pravda lá leiðin á Sólon þar sem Hörpudýrið tók nett mikilmennskubrjálæði.... Þetta verður ekki rætt, felið bara stólana, ég segi ekki meira en það ha ha ha.
Svo tókst okkur náttlega að daðra út 2 frímiða á Pablo Francisco í kvöld en Dýrið er ekki að nenna og mig langar geegt að fara, þannig að ef þér, lesandi góður, langar að kíkja með mér á Pablo í kvöld, endilega sláðu á þráðinn til mín 8981111, þetta byrjar klukkan hálf ellefu:)
Jú heyrðu, var ekki líka einhverntímann bæði kommentakerfi og gestabók hérna á síðunni?? Nenniði að athuga það fyrir mig, og ef þið finnið þetta, endilega smellið inn kveðju í leiðinni:)
Elska ykkur öllsömul
Hrafnhildur
Júró Sýgur!!
laugardagur, maí 15, 2004
15. Maí 2004
Nú hefur sorgarský dregið fyrir sólu í lífi mínu. Í gær horfði ég í seinasta skipti á Friendsþátt sem ég átti eftir að sjá, og vildi það svo til að téður þáttur var sá allraseinasti í þessari snilldar þáttaseríu sem hefur umvafið líf mitt hlýju, ástúð og umhyggju seinustu 10 árin. Mér fannst hann enda mjög vel, en ég á eftir að taka mér langann tíma í að sætta mig við það að þeir verða ekki fleiri- HVÍ, Ó HVÍ GUÐ MINN, ERTU AÐ LEGGJA ÞESSA ÞRAUT FYRIR MÍNAR ÓVERÐUGU FÆTUR??? Sársaukinn stingur í innantómt brjóstið og grámóska hversdagsins virðist óyfirstíganleg.... Vá er þetta ekki orðið svolítið obsessd hjá mér hehe.
Annars stefnir allt í ofurjúródjamm af bestu gerð uppi í árbæ í kvöld. Krumminn er svo langt frá því að vera komin í gírinn að það er óhugnalegt. Ég hef svo enga löngun í að fá mér í glas í kvöld að það er ekki lagi líkt, og hvað þá að það sé líkt mér!!! En eins og ég er vön að segja: "eriddiggi spurningin að sökk itt öpp og fórna sér fyrir liðsheildina??". Er ekki líka alltaf langskemmtilegast á djamminu þegar mar er búinn að eyða heilum degi í að hugsa um hvað mar nennir ekki að fara út? Planið var að mæta í mínípilsi í kvöld, en ég er að hugsa um að reyna að redda mér Siggukjól eða silfurjakka a la Helga Möller og taka þetta bara á hörkunni, búa mér svo til spjald sem stendur á "Gó Jónsi" og gráta svo þegar kauði stígur á stokk. En ég vil bara óska landsmönnum gleðilegar Júróvisjón and drink like there´s no tomorrow!!
Hrafnhildur
Vinalaus og allslaus
föstudagur, maí 14, 2004
14. Maí 2004
Úfffffffff
Aldrei hélt ég að þessi setning kæmist út fyrir mínar varir... en fokk hvað ég er komin með upp fyrir haus af klámi!!!! If I never see another pussy it would be too soon!!! Ég lokaði mig af í gær og horfði á klám, og bleíf jú mí, þetta er í seinasta skipti sem ég geri þetta. Að horfa á klám er greinilega eins og allt annað, um leið og það er orðin skylda er það orðið leiðinleg kvöð.
Jæja, júróvisjón á næsta leyti. Það sem ég hef séð af þessum lögum er algjört krapp, bara mismundandi mikið magn af ógeði í hverju lagi fyrir sig. Það skársta kannski sem ég hef heyrt er þarna lagið með Ruslönu (aumingja konan að heita þetta). En agglavega, mar lætur sig nú samt ekki vanta í júrópartí sem verður haldið hjá henni Kötu minni. Þar verður símabúðin í kringlunni stödd bara eins og hún leggur sig og ég og Hörpudýrið ætlum að mæta galvaskar til að sýna þessu fólki hvernig á að djamma þannig að munað sé eftir því, ekki frá því að við þurrkum rykið af mínípilsunum okkar fyrir þetta tækifæri..
Það er ekkert að gera í vinnunni þannig að við sitjum hérna og horfum á danska brúðkaupið sem allir eru að missa vatnið yfir. Verðandi prinsessan á svipinn eins og hún hefði sogið sítrónu og ekki líkað bragðið af henni. Svipirnir á henni sveiflast frá því að vera eins og hún sé að drepast úr verkjum upp í það að henni drulluleiðist. Það náttlega reyndar hlýtur að vera mikið álag fyrir axlirnar að bera alla þessa demanta þannig að ég skilana sossum. En guð minn almáttugur hvað þetta er samt draumabrúðkaup hverrar konu... ekki nóg með að engu er tilsparað við það, heldur fær hún nafnbótina prinsessa í þokkabót, it vúdd nott bí tú sjabbí for Krummi, það get ég sagt ykkur!
Annars skal ég trúa ykkur fyrir því að ég er að fá nettann bloggleiða, þannig að kannski bara blogga ég ekkert á næstunni, en kannski næ ég mér yfir þetta um helgina og mæti galvösk, vopnuð lyklaborði hingað á mánudaginn, en þangað til þá.... GLEÐILEGT JÚRÓVISJÓN!!!
Hrafnhildur
Í blogglægð
miðvikudagur, maí 12, 2004
12. Maí 2004
Þetta er held ég það fyndnasta sem ég hef augum litið í langann tíma. Kannski er ég bara svona súr inn ðö breinhás.
Hrafnhildur
Dance... I´m a kittycat
12. Maí 2004
Útþrá.is
Ég er að tapa mér, mig langar svo að flytja til úgglanda... Aðal atrakksjónið þessa stundina er Köben eða Spánn, og þá helst Madríd eða Barcelona, en undanfarið hefur læðst að mér smá löngun til að flytja til Parísar líka. Væri alveg til í að geta bara tekið morgunskokkið meðfram Signu og læra kannski að segja eitthvað fleira á Frönsku heldur en "sjúmapell Krummi". Ég er ekki mjög spennt fyrir því að verða fertug þriggja barna móðir sem getur státað af því að mest spennandi tími lífsins hafi verið þegar hún skrásetti hvað það tekur langann tíma áður en sveppamyndun kemur fram á mjólk í lokuðum umbúðum... Mig langar ekki til að setningin "same shit, different day" verði mottó lífs míns. Núna hugsið þið "vá er ekki tími til að Krummi fari að djörka sig á Prósak???", en það er alls ekki þannig, ég elska lífið en það hefur bara upp á svo mikið meira að bjóða en ég er að fá út úr því í dag. Eins og fastagestir Krumma vita, þá er einn af aðaldraumunum að gerast flugfreyja, og til þess þarf ég þriðja tungumálið og ég læri það ekki af því að vinna við að selja GSM síma í kringlunni... Hvernig væri að hætta að hugsa um hlutina og fara út í framkvæmdir???
En úr nöldrinu yfir í aðra hluti. Krummi litli, ásamt Smiþþaranum voru fengin í smá tískuráðgjöf í morgun. Við vorum boðuð á fund með yfirboðurum okkar til að leggja blessun okkar hugmyndir þeirra, þar sem þau greinilega vita að tíska er okkur hjartans mál, og ég er ekki frá því að þau séu bara á svipaðri bylgjulengd og við. Tískulöggurnar röltu allavega sáttar út af þessum fundi:)
En agglavegana, verð að þjóta, Annýin mín var að mæta á svæðið:)
Hrafnhildur
Fashion police INC
þriðjudagur, maí 11, 2004
11. Maí 2004
Mér finnst viðurstyggilegt þegar gamlir kallar taka sig til og kalla mig elskan, hvort sem það er í vinnunni eða utan hennar, Æ OLVEIS FÍL VÆJALEITED!!!
Hrafnhildur
Misnotuð andlega
11. Maí 2004
Úfffff.... Ég ætlað að blogga svo fallega í gærkvöldi þegar ég kom heim úr vinnunni, en það fór nú heldur betur fyrir ofan garð og neðan. Ég var svo stjarnfræðilega þreytt að ég held að líkaminn á mér hafi ekki fattað að ég væri vakandi, þannig að ég horfði sofandi á sörvævör og líkaði bara vel:)
Ég fór út að reykja áðan í vinnunni og stóð þar í mesta sakleysi mínu þegar stórgerður (jú þið lásuð rétt: feitur) unglingsdrengur allt í einu ryðst út, vopnaður kústskafti og ryksugubakpoka (jámm ryksugubarkinn kom út úr bakpokanum og hann hélt verndandi um hann). Ég fékk allt í einu þessa brjálæðislegu hugmynd að það gæti verið fyndið að hrifsa af honum kústskaftið, munda það eins og sverð og segja "Luke I am your father" og arga svo að honum "verðu okkur með ryksugunni drengur!!!" En þessir dagdraumar mínir voru samviskulaust þaggaðir niður um leið og ég leit framan í hann. Fýlusvipurinn á honum var svo sterkur að það var eins og móðir allra fýlupúka hefði hnerraði yfir hann og ég sá að hann myndi örugglega ekki hafa húmor fyrir þessu uppátæki mínu, þannig að ég bara hélt áfram að reykja og fannst ég vera töff.....
En vitiði hvað???? Ég hef loksins eignast stafræna myndavél:) Ég er búin að vera að safna fyrir henni í 5 mánuði og er óþolandi montin meðana. Nú þarf ég bara að koma mér upp svona gallerýissíðu og fara að hrauna myndum inn á alnetið af miklum metnaði, það er ólíkt ódýrara en Mbloggið.
En gvuð minn ofurmáttugur hvað ég er að taka á þessa dagana... Eins og alþjóð (innan netheima þá..) veit, þá er ég í átaki og er sko aldeilis að taka á skal ég segja ykkur!!! Ég vakna eldsnemma á morgnana til að fara í brennslu, geispa mig síðan úthverfa allann daginn eins og versti flóðhestur, og svo lyftingar á kvöldin. Það hefur reyndar dottið soldið uppfyrir að lyfta á kvöldin en þetta kemur allt, enda kalla ég það nú bara kraftaverk að ég skuli fást upp úr rúminu svona löngu áður en ég þarf, til að fara að brenna. Ég reyndar lenti í lífsháska í morgun þegar ég var á hlaupabrettinu og var að horfa á 70 Mínútur. Ég var svo oft næstum dottin aftan af brettinu af hlátri, þegar ég þurfti að taka ákvörðun um það að stoppa eða hreinlega míga á mig. Ástæðan var að áskorun dagsins lýsti sér þannig að Auddi átti að skeina Pétur, eftir að kauði var búinn að leggja einn feitann af mörkum til holræasakerfa borgarinnar. Ekki neitt rosalega leiðinlegt að horfa á viðbrögð Audda.
Jæja, heldidda sé komið gott.
Hrafnhildur
Grenjandi á brettinu
laugardagur, maí 08, 2004
8. Maí 2004
Hann á ammælí dag, hann á ammælí dag, hann á ammmæææææælann Erling, hann á ammælí dag. Til hamingju með ammælið yndismúsin mín:) Kossar og Krummaknús.
8. Maí 2004
Hún á ammælí dag, hún á ammælí dag, hún á ammmæææææælún Guðný, hún á ammælí dag. Til hamingju með daginn krúttíbollan þín, kíki kannski bara í kökur og kaffi til þín á morgun.....
En agglavega, ég held ég sé með króníska kuldafóbíu. Mér er alltaf kalt. Mér finnst það sjúga ansi feitann að þurfa að sitja skjálfandi úr kulda í vinnunni og sofa í þykkum náttslopp undir sænginni á nóttunni. Mig langar ekki á búa á Íslandi þegar ég er í þessum gír. Mig langar til að taka alla þessa íslensku bloggara sem eru búsettir á norðurlöndunum og heddbanka þá þegar þeir eru að monta sig yfir því hvað er hlýtt og notalegt hjá þeim. Mig langar að flytja til Spánar eða Frakklands (þó að það sé nú ekki heitt þar allann ársins hring kannski...), þá get ég slegið 2 flugur í sama höfuðið... Verið í heitu loftslagi, og lært þriðja tungumálið sem mig vantar svo sárlega til þess að ná mér í draumastarfið- Fluffuna. Mér líður bara betur í hita, það er málið. Þegar ég var úti á Florida '98 með Margréti systir lentum við í hitabylgju. Á meðan Margrét systir svitnaði eins og garðúðari á góðum degi, var ég upp á mitt besta og leið eins og ég væri loksins komin heim... Held að ég sé best í 40 gráðum og uppúr.
En nú er ég búin að væla nóg!!!
Tilkynning dagsins er að Krummi litli er komin með aukavinnu:) Ég byrja ss að vinna sem barstúlka og glasabarn á Pravda eftir hálfann mánuð og hlakka bara til, það verður ágætis tilbreyting að vera hinum megin við borðið og fá borgað fyrir það að vera á djamminu.... Og nei nískupúkarnir ykkar, ég er ekki að fara að gefa ykkur frítt að drekka..... En ég hlakka fáránlega mikið til að byrja að vinna þarna, held að það eigi vel við mig að vinna á bar. Þetta dekkar líka sumarfríið, mar hefur þá eitthvað að gera um helgar og getur þá bara fengið sér í aðra tána inni í miðri viku með hommanum, Hörpudýrinu og Lady Giggster sem verða líklega öll í sumarfríi á sama tíma og ég, ekki leiðinlegt.....
Jæja, held að þetta sé um það bil leiðinlegasta bloggfærsla sem ég hef póstað inn á veraldarvefinn bött its a blogg nonn ðe less.....
Ble ble
Hrafnhildur
Köld lítil sveitastúlka
föstudagur, maí 07, 2004
7. Maí 2004
Ég varð fyrir stóru áfalli í gær. Þannig er mál með vexti að síðan ég var 12 ára hef ég verið húkkt á bókaseríu sem heitir Ísfólkið. Þetta er sería sem inniheldur 47 bækur sem innihalda allt sem góðar bækur eiga að innihalda: spennu, dramatík, yfirnáttúrulegheit, MIKLA ERÓTÍK og ást. Jæja, allavega, í geðveiki minni er ég búin að lesa alla seríuna 6 sinnum og búin að taka best off rúnt alveg hundrað sinnum. Ég fann Ísfólksandann koma yfir mig um daginn, og þar sem ég á fyrstu bókina settist ég niður og tætti hana í mig á fjórum tímum og ætlaði svo bara að tækla restina á bókasafninu. Og þá komum við að áfallinu umrædda... Ég rölti mér í mestu makindum og sólskinsskapi niður á bókasafn í kringlunni, tilhlökkunin yfir því að vera að fara að grafa andlitið niður í bækurnar gerði það að verkum að lífið virtist bara einhvernveginn bjartara og betra... littúl did æ nó!!! Ég kem inn á safnið og spyr indælu konuna sem var að afgreiða (að því er mér fannst mjög heimskuleg spurning á bókasafni):
Krummi: Eruð þið ekki örugglega með ísfólkið?
Indæla konan: Nei (breyttist á svipstundu úr indælli konu í hreinræktaða breddu)
Krummi: Ertiggjað djóka
Hreinræktaða breddan: Neibb
Krummi: (fantaserar um að bróka bredduna) Hvað ertu að meina með því??
Hreinræktaða breddan: Ja... við eigum aðra seríu sem inniheldur 20 bækur, sem er mjög vinsæl
Krummi: Það er eins og að panta humar og fá siginn fisk í staðinn!!!! Þið eruð bara prump!!! (strunsar út með löngutöng á lofti og sækóbitsblik í augunum) þið hafið ekki heyrt það síðasta frá mér skal ég segja ykkur!!!
Á leiðinni af bókasafninu hugleiddi ég það hvort ég ætti að hafa samband við neytendasamtökin eða mannréttindaráð og láta vita af þessari svívirðu, en ákvað að það væri kannski soldið róttækt hjá mér.... En nú þarf ég að ss að leita til ykkar, kæru lesendur, ef einhver af ykkur þarna úti á, eða veit um einhvern sem á allar bækurnar, þá mun ég að eilífu tannbursta aldraða og andfúla langömmu og skúra baðherbergisgólfið hjá viðkomandi, því eitt er víst: MIG VANTAR FIX OG ÞAÐ EISEPP!!!
En allavega, látið ljós ykkar skína í kommentakerfinu, hvort sem það séu mikilvægar upplýsingar um það hvar ég get komist yfir ísfólksbækurnar, eða bara til að kasta kveðju á lítinn niðurbrotinn spörfugl, ég er nebblega miður mín yfir þessu atriði og vantar knús.....
Í eymd minni fann ég eitt próf á netinu um það hver af ísfólkskonunum ég er og útkoman varð til að lyfta mér aðeins upp:
Sol - You are forever restless, never staying put
for long. Things often take an unhappy turn for
you. Eventually you might find happiness
(though it might be in a very distant future).
Which Isfolket Female Character are you?
brought to you by Quizilla
Þeir sem lesa ísfólkið vita að þetta er allra sterkasta og flottasta persónan, þannig að ég er sátt:)
Hrafnhildur
Gæti hent sér í gólfið og grenjað
miðvikudagur, maí 05, 2004
5. Maí 2004
FÍTONSKRAFTUR!!!
Byrjunin á deginum var tekin með trompi. Afleiðingarnar af því að vera að deita ofurstinnan einkaþjálfara eru þær að manni langar til að vera ofurstinn sjálf, og ðö benefits eru að hann er tilbúinn að treina mann for frí:) Þannig að ég var rifin á lappir klukkan hálf átta í morgun og pískuð í brennslu. Ég hef nú ekki oft um lífsleiðina rifið mig upp á rassgatinu á þetta óguðlegum tíma til að fara að djöflast á hlaupabretti en mikið rosalega kom það mér á óvart hvað ég fékk mikla orku úr þessu. Ég er bara hæper hérna í vinnunni. Það er eins og ég hafi sturtað úr heilum kaffipoka upp í mig og það koma annað slagið kippir í aðra kinnina á mér á milli þess sem ég tek svona íslandsbankaþjónustufulltrúaauglýsingatakta.....
En agglavega. Kíkti í heimsókn til hennar Rakelar minnar ofurdrottningu í gær. Hún var að flytja inn til hans Davíðs síns og bauð mér í heimsókn til að kíkja á herlegheitin. Það er gjörsamlega eins og heilagur andi hins kvenlega innsæis hafi flogið yfir íbúðina, sem annars leit út eins og batsélör pad bíond bíing seivd. Hún á heiður skilið, skonsan sú, fyrir kraftaverkið sem henni tókst að framkvæma á ekki lengri tíma og þetta er bara orðið ofurkósí þarna hjá þeim. Hörpudýrið ætlaði nú reyndar að kíkja með mér á drottninguna en skortur á barnapíum og búseta á Kjalarnesi kom í veg fyrir þann hitting. Það gerði það að verkum að við dýrið hittumst ekkert í gær og hef ég sjaldan upplifað önnur eins fráhvörf, þetta bara má ekki gerast aftur!!!
Úff, ég er svo rosalega hæper að ég er að hugsa um að fara og taka Halldóru Geirharðs á næsta grunlausa kúnna... Taka utan um hann, laga úlpukragann, segja að það sé alveg roooosalega gaman að sjá hann aftur og segja að ég sé akkúrat með ADSL tilboðið handa honum og hans fjölskyldu....
Leiter ðenn.
Hrafnhildur
Tekuridda á páverinu
mánudagur, maí 03, 2004
Ofurflugan
(Superfly)
Frá kl. 20:55 til kl. 22:00 Lengd 65 mínútur
Áströlsk heimildarmynd um bananafluguna sem mikið hefur verið notuð við erfðarannsóknir enda eru 60% af arfberum manna þeir sömu og flugunnar. Með nýjustu kvikmyndatækni er farið í ferðalag um veröld flugunnar og þar getur að líta hýrar, drukknar og ofbeldishneigðar flugur og eins stökkbreyttar flugur í krakkvímu.
Var að skoða sjónvarpsdagskrána og sá þessa líka áhugaverðu umfjöllun um heimildarþátt á Rúv. Gerir það að verkum að manni hálflangar að horfa frekar á þennan þátt heldur en sörvævör, enda ekki á hverjum degi sem mar sér hýrar, svo ég tali nú ekki um stökkbreyttar flugur í krakkvímu.... Ætli ástralar séu kannski bara að verða uppiskroppa með viðfangsefni....
Hrafnhildur
Superfly
3. Maí 2004
Það er eins og Guð hafi lesið huga minn... það eina sem ég óskaði mér í veröldinni var að sírópsdósin sem var í matarskúffunni minni (þið vitið, þessari sem er full af niðursuðudósum og hrísgrjónum og svo framvegis) færi á hvolf og læki yfir alla skúffuna og jú bíddu... ég var bænheyrð!!! Ekki nóg með það, heldur bætti hann Guð minn um betur og leyfði sírópinu að leka niður í næstu skúffu fyrir neðan, mér til ómældrar ánægju svo við tölum nú ekki um yndisauka. Það vita náttlega allir hvað er gaman að þrífa svona klístur upp og þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég skemmti mér viðidda.
Mamma rak nefið inn hjá mér um helgina og eyddum við föstudagskvöldinu í spjall og fínerí, hún mamma getur nebblega verið alveg hreint viðurstyggilega skemmtileg og ég elska hana hrikalega mikið. Við fórum í bröns inn í hafnarfjörð til ömmu á laugardaginn og kíktum svo í kringluna. Eina ástæðan fyrir því að ég vildi fara í kringluna var til að fara í ríkið fyrir kvöldið, en viti menn... í tilefni fyrsta maí og kjarabaráttunnar var ríkið lokað. Ég á leiðinni í grillpartý og átti ekki dropa af áfengi. Um sexleytið var ég búin að hringja í flesta sem mér datt í hug og andlitið á mér farið að líta út eins og fallegasta rigningarský þegar ég mundi allt í einu eftir því að hún Sæunn mín hafi unnið vínpottinn og haldiði að snúllan hafi ekki bara reddað mér:) Grillpartýið var ofurnæs, enda fengum við kokka í glæsilegri kantinum til að matreiða fyrir okkur og svo var brunað á djammið.... Við ræðum þetta ekkert nánar....
Svo kíktu Beta og Maja til mín í dag og Beta keypti af mér síma. Maja hefur stundum rekið nefið inn í búðina og ég verð alltaf hálffeimin bara og veitiggi alveg hvernig ég á að vera.... Kommenta oft kumpánalega á bloggið hennar og hún á mitt og svo verð ég bara hálfskrítin þegar ég hitti hana inn pörsin.. Eriddiggi skrítið??
Hrafnhildur
Eins og skítur bara...