fimmtudagur, apríl 29, 2004

29. Apríl 2004


Svona leið mér í morgun!!!

Ég svaf yfir mig í morgun, er vön að vakna kl 8 en ég vaknaði kl 8.43 að staðartíma.... Fór inn á klóst og leit í spegil og grét... Hárið á mér var eins og ég hefði fiktað í 370 volta innstungu með skaftlausum gaffli og ég var krumpuð í framan. Ég hugsaði samt: Þetta er nú ekkert sem púður og sléttujárn geta ekki reddað, littúl did æ nó!!!

Ég fékk mér sígó á meðan ég estimeitaði tímann sem myndi fara í þessar fifferingar og ætlaði svo að stinga sléttujárninu í samband.... ÁFALL NÚMER EITT: Sléttujárnið vant við látið, staðsett í þingholtunum, gamla sléttujárnið í fyrsta lagi algjört prump og í öðru lagi 7 klukkutíma að hitna. Hárið sett í spennur til að bæta fyrir mesta skaðann.... Jæja, andlitið var næst á dagskrá... Þar sem ég leit út eins og Nick Nolte on a bad day ætlaði ég að taka fram púðrið mitt, sem ég nota aðeins í neyðartilfellum.. ÁFALL NÚMER TVÖ: Um leið og ég opnaði dósina endurlifði ég atvikið þegar þvottavélin var á þúsund snúningum og púðrið, sem var svo klaufalega staðsett ofan á henni small með látum í gólfið og brotnaði í öreindir. Aldrei hefur vitið nú þvælst fyrir mér þannig að þegar púðrið brotnaði tók ég þá afdrifaríku ákvörðun að hvolfa því í ruslið þar sem ég nota það aldrei (sagt með pirraðri rödd). Mér féllust hendur!!! Hvað gerir maður á svona morgnum þegar allt sem unnið getur á móti manni, gerir það??

Mig langaði mest til að skríða aftur upp í rúm, draga sængina yfir höfuð, stinga þumlinum upp í mig og vona að þessi dagur væri bara djók. En svoleis aumingjaskapur líðst ekki hjá Krumma litla og ég huggaði mig við að ég on a bad day er betri en Alice Cooper on a good day, þannig að ég reyndi bara að bjarga því sem bjargað varð, klæddi mig og fór bara ljót í vinnuna:)

Það er náttlega bara ólöglegt hvað sumir dagar geta byrjað ílla!!!

Hrafnhildur
Having a bad morning

29. Apríl 2004

Úúúúfffffff!!!! Ég fór á Kill Bill í gær.... Fyrir ykkur sem hafið ekki séð hana: Ekki gera ykkur miklar vonir, hún sýgur feitann besefa... Fyrir ykkur sem hafið séð hana: Vá mar, eigum við að ræða það að þessi ræma er bara rosaleg, ROSALEG SEGI ÉG!!! Ég var bara í losti þegar ég kom út, hún var svo géðveik. Úma mín fer náttlega bara á kostum og gvuð hvað hún er flott. Ég er komin með takmark... Ég ætla í ræktina og verða eins og Úma í vextinum og svo ætla ég að fara í það að læra kínveskar bardagalistir, fá mér Hittori Hanza sverð og verða algjör Bad ass sem tekur í lurginn á óþokkum. Mig langar eillega bara að fara á þessa mynd aftur í kvöld, hún var svo góð.

Annars er það að frétta að mamma ætlar að kíkja í borgina um helgina og ætlar að gista hjá örverpinu sínu. Það verður voða gaman að fá téllinguna í heimsókn, en hvernig er það pabbi, ætlar þú ekkert að fara að kíkja á mölina??
Svo er mér boðið í matarboð á laugardagskvöldið hjá Sigrúnu ofurskonsu, og það var lítill fugl sem hvíslaði því að mér að mögulega yrði humar á boðstólnum, sem mér finnst nú ekki svo leiðinlegt... Þannig að skonsurnar smella bara smekk framan á sig og drífa sig svo í gúffgírinn:)

Jæja, verð að fara að vinna eitthvað

Hrafnhildur
Vonts tú kill bill...

þriðjudagur, apríl 27, 2004

27. Apríl 2004

Ég held að ég hafi fengið nett keis af bloggstíflu eða eitthvað.... Engin þörf til að henda viðburðum hversdagsleikans inn á veraldarvefinn í fjóra heila daga, en nú hef ég losað um stífluna og til í slaginn.

Dagurinn í gær var dagurinn sem Krummi litli grét... Ég fór og hitti Hörpudýrið niðrí þjónustuveri og svo brunuðum við af stað út á kjalarrokrassgatsnes. Á leiðinni leit ég til hliðar út um gluggann og sá þar smettið á gömlum kunningja mínum og auðvitað vinkaði ég honum bara svona eins og gengur og gerist... Jæja, kauði vinkar á móti og var svona líka ánægður með að sjá mig að hann gleymdi sér alveg í gleðinni, gerði sér lítið fyrir og klessti á bílinn fyrir framan sig. Hörpudýrið varð bráðkvödd úr hlátri fram á stýrið á bílnum og ég grét, fyrst grét ég af blygðun fyrir hönd kauða (talandi um að vera meðvirk) en svo einfaldlega grét ég úr hlátri....

Eftir þessa lífsreynslu okkar náðum við í púkann hennar Hörpu, komum við í Bónus og græjuðum okkur upp af viðbjóði í formi guðdómlega bragðgóðrar óhollustu og svo beint upp á kjalarnes þar sem Hörpudýrið negldi mig:)

Já vá, ég var næstum búin að gleyma.... Undur og stórmerki gerðust um helgina!!! Krumminn var bara alveg blessunarlega djammlaus heila helgi!! Það hefur bara ekki gerst held ég síðan árið sem olían fraus, jafnvel fyrr.... Að vísu voru það veikindi sem settu stórt og feitletrað strik í reikninginn, en það hefur nú ekki stoppað litla spörfuglinn áður, hingað til hefur viðkvæðið verið að áfengi drepi óæskilegar bakteríur... ætli mar sé farinn að slaka á? Í staðinn fyrir djamm buðu Ó svo fallegur og vinir hans mér í grill upp í mosó (já enn og aftur hugsa ég: hvað fær fólk til að búa í póstnúmeri sem byrjar ekki á 1...) og það var bara ofurnæs, þó svo að ég hafi saknað Hörpudýrsins meira en þurr alki saknar flöskunnar sinnar. Nú veit ég að þið hugsið: hver er svo þessi Ó svo fallegur sem kippir Krummanum okkar svona brútallý af öldum ljósvakans til þess eins að hanga í grillpartýi uppí í Mosó á laugardagskvöldi?? Svarið er...... hehehe þarna hélduð þið að ég ætlaði að fara að segja ykkur það múhahahaha. Ég kannski upplýsi ykkur um það einhverntímann, vil eigann út af fyrir mig aðeins lengur.....

Svo er það að frétta að Krumminn og Hörpudýrið eru á leiðinni í átak! Ójá bjórvömbin skal víkja með hjálp sprenglærðra einkaþjálfara sem ætla að píska okkur áfram eins og gyðinga í ásvits. Það verður sko engin miskunn sýnd á þeim bænum, nei ó nei, spikið skal víkja fyrir vöðvum og devítós skal víkja fyrir próteindrykkjum og míóplexógeði þannig að eftir nokkrar vikur verða skonsurnar skornar og slimm:)

Jæja, loppufarið mitt komið inn á veraldarvefinn eina ferðina enn, þannig að ég segi bara LOVVYALL!!

Hrafnhildur
Veldur umferðaróhappi

laugardagur, apríl 24, 2004

23. Apríl 2004

Ungfrú Reykjavík hefur verið krýnd og ef mér skjátlast ekki þá er það kærastan hans Ómars vinar míns Smith sem hreppti titilinn þetta árið, Ómar til lukku með kvensuna:) Hún Vivian okkar stóð sig líka ótrúlega vel þó að hún hafi nú ekki hreppt neina titla, en mér persónulega fannst hún langfallegust af þeim öllum.... gæti verið að ég sé dolltið hlutdræg, en skonsan er sláandi falleg:)

En út í aaaallllllttt aðra sálma.... Hafiði pælt í sumum auglýsingum? Eins og þær geta stundum verið brilljant þá er fátt sem mér finnst jafn hallærislegt eins og dömubinda/mýkingarefnis/hreingerningarefnis/airwick auglýsingar. Ég er að hugsa um að gera lista yfir bestu og verstu auglýsingarnar að mínu mati:

Bestu:

Íslandsbankaauglýsingin:
"svo kemur júlí... Hva Árni Jón, hvað ert þú að gera þarna hahaha....nú mar verður nú að taka sér sumarfrí, en svo kem ég aftur sterk inn í ágúst hahaha"
Að mínu mati besta auglýsingin í dag... Halldóra Geirharðs er náttlega bara ofurbrilljant sem óverinþúsíestikk þjónustufulltrúinn, ég verð bráðkvödd af hlátri í hvert skipti sem ég sé þessar auglýsingar:)

Gömlu tal auglýsingarnar með rauðhærðu fjölskyldunni:
"Jakúsí mar......"
Jón Gnarr fór á kostum með rauðhærðu treilertress fjölskyldunni sinni, SCHNILLD!!

Thule auglýsingarnar:
"ðö vækíngs vent tú ínglend end túkk oll ðö prittí vimen bekk tú æslend, ðets væ oll ðö prittí vimen ar in æslend end oll ðö öglí vimen ar in ínglend"
Jor gonna lovv itt mar, elska þessa menn!!

Man nú reyndar ekki eftir fleiri sem standa uppúr sem bestu, þannig að þá er um að gera að vinda sér í skítinn...

Verstu:

Air wick:
"Áður fyrr eyddi ég eins litlum tíma á baðherberginu og ég gat..."
"Nýja ilmvatnið mitt... nei nýja ilmspreyið frá ari wick cristal air"

Vá mar, ef ég væri höfundur þessa auglýsinga, þá myndi ég stinga höfðinu ofan í klóstið og sturta (á meðan baðherbergið ilmar af ferskri angan....) Rétt upp hend sem eyðir öllum sínum tíma inni á baðherberginu bara af því það er svo góð lykt þar inni.... Jáhá hélt ekki.

Allar dömubindaauglýsingar eins og þær leggja sig:
Þarf ekki að kvóta í neina auglýsingu, það vita allir hvað ég er að meina... News flash: MANNI LÍÐUR ALDREI SVONA OFURVEL ÞEGAR MAÐUR ER Á TÚR, SAMA HVAÐA BINDI MAÐUR ER AÐ NOTA!!! Mín hugmynd að dömubindaauglýsingu: Ég veit þér líður krappí aþþí þú ert á túr og með ljótuna í þokkabót... Akkuru ekki bara að kikk bekk, fá sér súkkulaði og nota always, það er þó allavega betra en að láta það gossa í brókina:)

Nýja auglýsingaherferðin á skjá einum
Æji mér finnst þær bara hallærislegar, Vala Matt máluð eins og 3 dollara hóra eftir 12 tíma vakt, hann þarna Kormákur klæddur eins og pimp, Dr Gunni í níðþröngum Elvis búningi (hjálp hvar er kræjíng geim lagið þegar mar þarf það) og sénsinn að Hálfdán sé svoooooona rosalega hömperalega vaxinn!!!!

Þetta er svona það sem mér finnst standa uppúr sem besta og versta, en hey þetta er náttlega bara mitt álit, það er örugglega einhver þarna úti sem blastar sjónvarpið á hæsta þegar uppáhalds dömubindaauglýsingin kemur í sjónvarpinu:)

Endilega notið svo kommentakerfið, nú svo ég tali ekki um gestabókina, mér finnst alltaf svo gaman aððí:)

Hrafnhildur
Auglýsingagagnrýnandi

fimmtudagur, apríl 22, 2004

22. Apríl 2004 Sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumar yall:)

Mikið rosalega var gaman í vinnunni í gær, allir klæddir í fótboltaátfitt og höfðu gaman að. Kúnnarnir tóku bara vel í sprellið og einu kommentin sem ég fékk á þetta allt var að ég ætti frekar að vera í Arsenal búningi heldur en Liverpool, en ég svík ekki lit, nei ó nei, ég sór þess dýrann eið við vin minn fyrir mörgum árum að þó svo að ég horfi ekki á fótbolta skyldi ég halda með Liverpool og hef ég hugsað mér að standa við það loforð mitt til dauðadags..... Allavega, ég og verslunarstjórinn tókum okkur vel út í Púlaragallanum, við sjáum sönnunargagn A:


Kannski ekki fallegasta mynd sem sést hefur af mér um dagana en við erum kúl fyrir Liverpool:)

Jæja, sprellið átti að halda áfram í gærkvöldi með partýi fyrir starfsmenn fyrirtækisins í Glæsibæ og við skonsurnar þrumuðum okkur hingað heim og var planið að fá sér í aðra tána og kíkja svo í fjörið en nei nei....flensuandskotinn sem hefur verið undirliggjandi hjá mér síðan fyrir páska ákvað að koma með kommbakk og ég var svo slenuð, slöpp og tussuleg að ég var í einn og hálfann tíma að klára eitt hvítvínsglas áður en ég baðst bara pent lausnar fyrir mig og ráðuneyti mitt og sendi skosurnar Krummalausar í partýið. Um tvöleytið var ég svo vakin með bestu hjúkrun sem fyrirfinnst í kladdanum, en Ó svo fallegur kom færandi hendi með rjúkandi Devítós handa mér, bara af því ég var veik..... Svona á þetta að vera mar:)

Og nú er komin nýr dagur með brakandi nýtt sumar í eftirdragi og ég er ennþá jafn ofurslenuð, slöpp og gott ef ekki tussulegri, þannig að ég er að hugsa um að fá hommann til að skutla mér upp á bráðavakt á eftir, hlekkja mig við dyrnar þar og harðneita að hreyfa mig fyrr en þeir koma með einhverja töfralækningu við þessu ógeði sem er að herja á mig. Mér er sama þó þeir þurfi að sérpanta töfralækni frá Burkina Fasó og láta hann dansa nakinn rangsælis í kringum mig, ég ætla að fá lækningu og það eisepp, nennisiggi lengur!!

Hey já... Hann Lappi minn er svo sannarlega komin heim aftur, sprækur sem aldrei fyrr og búinn að planta sér á sinn gamla stað á eldhúsborðinu mínu:) Nú get ég feisað lífið aftur alveg ótrauð vopnuð interneti og MSN, er þetta ekki yndislegt???

Hrafnhildur
You'll never walk alone

miðvikudagur, apríl 21, 2004

20. Apríl 2004

Hellllllúúúúúú......

Aldrei á ævinni hef ég verið jafn ofursorgleg og í gærkvöldi. Ég er nebblega búin að vera reður okkjúpæd seinustu viku, og búin að upplifa rosalega mikla nálægð við eina sérstaka manneskju. Jæja, í gærkvöldi ákváðum við nú að reyna aðeins að fara eftir "reglunum" og eyða kvöldinu í sitthvoru lagi. Well.... svona til að taka það fram strax, þá er lappinn minn ennþá uppi í ACOprumputæknival, þannig að strax um sjöleitið var ég orðin sorglega einmana.... Ég ákvað þá að fara í ljós.... Nei, auðvitað var þá verið að skipta um eigendur og salúnið bara lokað.... Ég fór heim og ætlaði að horfa á sörvævor, en það náttlega byrjaði ekki fyrr en níu þannig að ég tók mér stuttann fegurðarblund, sem náttlega virkar á sama hátt og ef ég hefði étið með skeið upp úr kaffibauknum mínum..... ekki alveg á leiðinni að fara að sofa snemma þetta kvöldið..... Eftir sturtu, plokkun, litun og snurfusingar hægri vinstri var þetta komið gott og kvöldið endaði með því að við gáfum bara skít í allar reglur..... það er gott að hafa einhvern að kúra með:)

Þetta er allt sem þið fáið að vita um mitt einkalíf í bili!!

Annars er þrifadagur hjá mínu ástkæra og ylhýra fyrirtæki á morgun og þá er alltaf eitthvað sprell milli deilda. Þið sem vinnið hjá stórfyrirtækjum Íslands vitið hvað ég er að tala um, deildirnar taka sig saman og keppa um búninga og snyrtimennsku og markmiðið er einfaldlega að hafa gaman að þessu og húmor fyrir sjálfum sér og lífinu yfir höfuð. Jæja, Krummi litli, sjálfskipaður formaður skemmtinefndar þarna niðri í kringlu hristi samstarfsfólkið saman og í fyrsta sinn í langann tíma verður þessi deild með í búningasenaríóinu. Ég einfaldlega steytti hnefann í áttina að þeim, sagði pffffff, spýtti í lófann og argaði "Mar á að fórna sér fyrir liðsheildina... KOMAHHHHH SOHHHHH" (sándar kannski einum of mikið eins og þjónustufulltrúinn í íslandsbankaauglýsingunum) og útkoman er sú að allir ætla að mæta í fótboltamúnderingu á morgun. Það verður skemmtilegt að sjá hvernig þetta kemur út og ég hlakka mikið til að fara í vinnuna:)

Jæja, ækkla að fara að horfa á friends, lovvjall

Hrafnhildur
Ofuránægð í fótboltadressi

mánudagur, apríl 19, 2004

19. Apríl 2004

Ég horfði á Passion of christ (ja eða ástríðu frelsarans svona upp á hið ylhýra) í gær og ég er orðlaus... Orðlaus segi ég!!! Þvílíkan viðbjóð hef ég aldrei áður augum barið!!!! Þessi mynd er náttlega rosalega góð, það er ekki málið, en þetta eru náttlega bara pyntingar út í gegn og það er ekkert verið að hlífa augunum á manni, nei ónei, við bara fáum að sjá það í beinni hvernig þessi pyntingartæki öll virka á mannslíkamann. Ég er nú frekar mikill hryllingsmyndafan og hef séð ýmislegt. en þessi mynd snerti mig svo djúpt og ég var svo reið yfir henni að seinasta hálftímann af myndinni hágrét ég, og ég held ég hafi bara aldrei grátið yfir bíómynd áður. Ég meira að segja tók mér langt hlé inni í miðri mynd til að ákveða það hreinlega hvort ég vildi horfa á meira, og tók mér góðann tíma í það í leiðinni að skammast mín fyrir að vera af sama kynstofni og þeir sem sáu um pyntingarnar í myndinni..... En jafnvel þó svo að þetta sé viðurstyggð og allt það, þá finnst mér að allir þurfi að sjá þessa mynd. Þó svo að ég hafi dúxað út úr kristinfræði á sínum tíma hafði ég ekki hugmynd um hvernig var farið með greyið litla Jesú......

Jæja, núna er ég búin að koma þessu frá mér og þá verður minningunni um þetta delítað út úr hausnum á mér.... Og þið sem ætluðuð með guðhræddu ömmu ykkar á passion of christ... annaðhvort takið hjartapillurnar hennar með, eða hreinlega gleymið kellingunni heima af því hún á ekki eftir að höndla þetta.

Hrafnhildur
Guðhrædd

sunnudagur, apríl 18, 2004

18. Apríl 2004

Lappi litli er ennþá fjarri góðu gamni í (örugglega) stórri og yfirgefinni skemmu einhversstaðar í ACOtæknival veldinu. En ég sit hérna uppi í fínu rúmi með þráðlaust lyklaborð og þráðlausa mús að blogga á skjávarpa.... og einhvernveginn er ég ekkert að sakna Lappa litla (blessuð sé minning hans), en vona samt að litla greyið fari að ná sér.

Jæja, helgin..... Ég segi það enn og aftur: Þetta er svo löngu komið út úr mínum höndum!!!! Við þjáningarsystur sórum þess dýran eið, seldum satani sálu okkar fyrir það og þinglýstum því fyrir fokkíng tólfhundruðkall um seinustu helgi að nú yrði ekki djammað aftur fyrr en um mánaðarmótin... Ó well... nú sit ég hér, búin að brjóta eiðinn, tapa sálinni og með gjörsamlega handónýtan þinglýsingarsamning í höndunum (farið hefur fé betra)..... En djammið var samt ó svo skemmtilegt:) Það byrjaði þannig að 3 ungir og hressir menn kíktu í heimsókn. Við ofurkonurnar vorum komnar með gestapassa inn á gaukinn og lá leiðin þangað með smá viðkomu á sólon (bött off kors). Eitthvað urðum við viðskila þar (vonder væ hhmmmm) sem var náttlega allt í læ þar sem Ó svo fallegur og bróðir hans voru mættir með sína útgeislun og fegurð og það var náttlega bara of mikið fyrir auma og veika, svo ég tala nú ekki um selda sál mína. Ég hengdi mig utan á þá eins og þeir væru mín eina lífsvon og þeir drógu mig með sér yfir á kapital, sem ég get ekki trúað að hafi verið gert í neinu öðru en hefndarskyni fyrir eitthvað sem hlýt að hafa gert vegna þess að þessi staður sýgur svo feitann besefa að það verður ekki rætt.

Eftir tragedíuna á Kapital kíktum við á glaumbar þar sem ég hitti skipsfarmana af siglfirðingum með Bjarna Kristjáns fremstan í flokki (Bjarni: það var ó svo gaman að hitta þig;). Ekki var djammmetnaðurin orðinn mikill á þessu stigi málsins og sú staðreynd að klukkutímarnir í það að ég ætti að fara að vinna fækkuðu óðum gerði það að verkum að ég kúplaði mig niður í fyrsta, fór á hlölla og svo var bara snautað heim á leið.

Úff... akkúrat núna bíður mín rjúkandi hvítlaukspasta þannig að ég bið ykkur bara vel að lifa:)

Hrafnhildur
Verðlaus sál

fimmtudagur, apríl 15, 2004

15. Apríl 2004

Fyrirsögn í morgunblaðinu

Unga stúlkan sem í daglegu tali gekk undir nafninu Krummi litli fannst látin í morgun á heimili sínu í vesturbæ Reykjavíkur (nánar tiltekið, argasta gettóinu). Dánarorsök er er enn ókunn en grunur leikur á því að Krummi hafi fallið fyrir eigin hendi eftir þá sársaukafullu uppgötvun sína að Laptop talva hennar, sem í daglegu tali gekk undir nafninu Lappi litli laptop, hætti að hlaða inn á sig með hleðslutækinu og var í dauðaslitrunum. Ótýndur og frekar hommalegur gluggagæjir gaf sig fram við lögreglu seinnipartinn og sagðist hafa verið önnum kafinn við sína iðju þegar hann rak augun í sorgmædda stúlkuna er hún grét söltum tárum ofan í lykloborðið, syngjandi gamla sssól slagarann "Ó hve ég hef saknað þín" inn á milli ekkasoganna.

Ja eða með öðrum orðum "Eigum við að ræða það að Lappinn minn er bilaður?????" En örvæntum eigi, því Ó svo fallegur fór með Lappa litla til læknis í dag og ég býst við skjótum bata. Veit samt ekki hvernig ég ætla að eyða morgundeginum, sem kaldhæðnislega þurfti að vera frídagur, og er samviskusamlega búin að redda mér aukavakt á sunnudaginn til að þurfa örugglega ekki að feisa hversdagslega grámóskuna án barnsins míns, sem hefur staðið með mér í gegnum súrt og sætt.

Annars er það af mér að frétta að lífið brosir á móti mér með sínum skemmtilegu óvæntu uppákomum, og þetta er allt komið úr mínum höndum, ég ætla bara að kikk bekk, brosa og njóta þess að vera til (og það er nákvæmlega það sem ég er að gera þessa dagana:).

En ég vona að þið hafið það jafn gott og ég. Lovvjall!!!!

Hrafnhildur
Brosandi þó lappi sé veikur

þriðjudagur, apríl 13, 2004

13. Apríl 2004

Nú veit ég bara hreinlega ekki hvar ég á að byrja..... Held bara að besta ákvörðun sem ég hef tekið um æfina hafi verið sú að fara í Akureyris á sunnudaginn. Það var svo gaman að orð eru ekki nógu sterk til að lýsa því (þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir kapteins horbjóðs til að eyðileggja þetta allt fyrir mér, þá djörkar mar sig bara á norskum). Hörpudýrið sótti mig í Varmahlíð og við brunuðum á öðru hundraðinu til Akureyrar og vorum komnar í bústaðinn um sexleytið. Fyrsta hátíðlega athöfn okkar þegar við stigum inn fyrir þröskuldinn á bústaðnum var að láta renna í pottinn og hálftíma seinna sátum við toppless oní með bjór í annarri og sígó í hinni á meðan karlmennirnir í næstu bústöðum leituðu í panikki að kíki eða einhverju sem gæti virkað sem slíkur... Aggggglavega, við suðum okkur í pottinum við vægann hita í 3 tíma, og belíf jú mí, ég er fegin að enginn tók okkur og hristi duglega þegar við komum uppúr, við hefðum úrbeinast á staðnum.

Kvöldið var svo bara hin hreinræktaðasta schnilld. Stútuðum vodkaflösku á meðan við biðum eftir Ó svo fallegu bræðrunum *stynj*, Bergrúnu og Eika. Bræðurnir verða ekki ræddir.... Það er bara ósanngjarnt að henda svona mikilli fegurð yfir á einn ættlið..... það ætti að selja þá til undaneldis.... Eníhúúúú við fórum úr bústaðnum um hálftvö og stefnan var tekin á Kaffi Amor (kaffi skít iff jú esk mí) í einn bríser á tilboði áður en við trilluðum okkur yfir á Kaffi Akureyri til að skekja skankana yfir lélegustu tónlist sem spiluð hefur verið síðan Stjáni Stuð komst í græjurnar hérna um árið, en bara gamanaððí samt. Svo var bara þrumað útí bústað aftur (eftir stutt stopp á nætursölunni í einn huuuuunnnndsveittann) í notalegheit og fínerí:)

Ég komst svo að því í gær að Brynjuís er svo sannarlega Devítós Akureyrar, og var þynnkan tækluð með tveimur stoppum í þeirri ágætu verslun áður en við lögðum af stað í borg óttans. Á heimleiðinni fann ég svo hvernig líkaminn á mér tók ákvörðun um það að lúta lægra haldi fyrir ofurflensunni ógurlegu og sit hérna núna með hita og ógeð, en bros á vör því það er gaman að lifa:)

Lovvjall.

Hrafnhildur
Halló Akureyri!!

sunnudagur, apríl 11, 2004

11. Apríl 2004 Páskadagur

Úff, páskarnir hafa svo sannarlega einkennst af ofáti, ofáti og aftur ofáti... Ég held að mamma og systir mín hafi tekið þá ákvörðun í sameiningu áður en ég kom að taka til óspilltra málanna og fita konuna um svona sirka 30 kíló og þær hafa leyst það verkefni sómasamlega af hendi. Annars er yndislegt að koma norður og fá alvörumat og liggja uppi í sófa heima hjá mömmu og berjast um pláss við köttinn (sem minnir mig óeðlilega á hann Garfield, góðvin minn), slappa af og fá svona smá "hótel mamma" fílíng.....

Seinsustu nóttinni hérna norðan heiða verður eytt í Akureyris, en Hörpudýrið er að koma og ná í mig á eftir og við ætlum að taka nett djamm í kvöld. Heilsan hjá mér er kannski ekki upp á marga fiska þar sem ég hósta eins og sjómaður sem hefur ekki gert annað en að reykja og drekka viskí seinustu 30 árin og er með nettan hausverk, en ég fórna mér fyrir liðsheildina og drekk þetta bara úr mér, enda ekkert sem drepur kvefbakteríur jafn fljótt og áfengi... er það ekki annars???

Æji, nennisiggi....

Hrafnhildur
Með páskahret

föstudagur, apríl 09, 2004

9. Apríl 2004 Föstudagurinn langi

Ég á litla fallega frænku sem heitir Rebekka Ósk. Ég vaknaði við það í morgun að lítil snúlla skreið upp í rúmið til mín og sagði "Hðaggníldú (svona segir þessi elska Hrafnhildur), ækklaðu baða að þofa í allan dag?" Ég náttlega bráðnaði alveg og leyfði henni að koma aðeins undir sængina hjá mér að kúra. Hún er rosalega hrifin af símanum mínum, af því það er myndavél á honum og vill að ég sé endalaust að taka af henni myndir sem er náttlega bara sjálfsagt. Hún fékk þessa líka brilljant hugmynd í morgun þegar hún var komin með snuddusafnið sitt upp í rúm til mín og búin að stinga einni upp í mig... "Hðaggníldú, kaka mynd af okkuð"

Við sjáum mynd:Það sem þetta barn fær mig til að gera er alveg ótrúlegt:)

Ég er farin að sánda eins og stolt móðir hérna, enda er ég hálfpartinn mamma hennar, tók á móti henni þegar hún kom í heiminn og mamma hennar þurfti að rota mig til að fá að halda á barninu sínu í fyrsta skipti.... Allavega, þó að það séu kannski ekki allir sem hafa gaman að þessu þá ætla ég samt að sýna ykkur nokkrar myndir í viðbót:Rebekkan mín nývöknuð og sæt.Nýskriðin upp í rúm til frænku ofurfersku.

Jæja, ætla að fara að horfa á Línu Langsokk í fimmhundruðasta skipti síðan ég kom á krókinn.

Hrafnhildur
Elskar Rebekkuna sína.....

miðvikudagur, apríl 07, 2004

7. Apríl 2004

"Það er kapteinn *hóst-snörl-sjúguppínef* horbjóður sem talar"

Þar sem allt útlit var fyrir *sjúguppínef* yndælis páskafrí, með svona eins og kannski einu nettu djammi á kantinum *ræskj* og hafa það kósí og skemmtilegt með fjölskyldunni, var kapteini horbjóð ekki úr vegi að senda mér eins og eitt stykki *hnerr* kvefpest með öllum þeim viðbjóði sem því fylgir.... Ég er ein af þeim sem verð yfirleitt ekki veik, heldur verð ég bara slöpp, fæ í magann *snörl* og kvef, en yfirleitt ekki hita eða hardcore flensu. Nú finnst mér allt útlit fyrir að ég fái að kenna á því bara í eitt skipti fyrir öll *hóst*, vegna þess að ég sit hérna hríðskjálfandi með beinverki og hausverk *sjúguppínef* og ekki frá því að hitinn sé bara að kikka inn.

En vér skulum ekki örvænta þó útlitið sé svart, nei ó nei, ég ætla bara að taka mig til og bryðja stafrófið af vítamínum og dæla í mig sólhatti og ef það virkar ekki þá bara stend ég upp og harðneita því að taka við þessum ósóma og viðbjóði sem á að láta yfir mig ganga, og ef það virkar ekki þá hreinlega sé ég mig bara tilneydda til að drekka viskíið *sótthitakast*sem ég keypti í tollinum þegar ég kom frá spáni haustið 2002 (Hmmm, kannski kominn tími til....)

Allavega *hóst-sjúguppínef-snörl-baraallurpakkinn* Ég vona að þið eigið eftir að eiga frábært ísterbreik, lovjall tú bits end píses..

Hrafnhildur
Blæs á alla flensutendensa *hóst-hnerr*

7. Apríl 2004

Þá nálgast páskarnir með ógnarhraða og allir á leiðinni eitthvað út úr bænum og virðist aðaltörnin vera til Akureyrar. Mig langar ó svo mikið að fara þangað..... Á eftir að pródúsera þetta aðeins betur við mannskapinn á króknum, og ef samningaviðræður ganga vel, þá verður Krumminn litli með í æsingnum í Akureyris. Annars verður líka rífandi stemmning á Króknum þannig að ef Akureyraferð er ekki inni í myndinni verður bara haft gaman á heimaslóðum..... Ég fer norður í kvöld eða á morgun og ég get ekki beðið eftir að sjá framan í Rebekkuna mína og alla hina... Annars ekkert að frétta þannig að ég óska ykkur bara gleðilegra páska:)

Hrafnhildur
Á norðurleið

þriðjudagur, apríl 06, 2004

6. Apríl 2004

Reglur reglur reglur!!!!

Ég hef komist að því eftir að ég varð offísjallí a singlúlton, að það gilda ákveðnar reglur í samskiptum kynjanna, og ég er ekki alveg að fíla þessar reglur.... Þeir sem þekkja mig vita að ég kem alltaf til dyranna eins og ég er klædd, stend ekki í einhverju bulli. En það er nú kannski ekki alveg málið ef þú ert í deit bransanum, ó nei kona góð... Hlutirnir virka þannig að þú hittir einhvern sem þér líst vel á, þið skiptist á númerum. Þarna hefði maður nú haldið að maður mætti nú fara að hafa samband og kynnast kauða.... Neibbs, það er ekki að virka. Það sem þú gerir er að bíða eftir að kauði hafi samband við þig, ef hann er ekki búinn að hafa samband eftir 2 daga, þá máttu senda honum eitt sms. Ef hann svarar ekki, þá skaltu bara sleppa þessu, en ef hann svarar einhverju þá segi ég nú bara "let the games begin". Það sem gerist núna er að bíða í smá tíma með að senda sms, gaurinn má ekki vita að þú sitjir bara og bíðir eftir sms frá honum (ein asnalegasta reglan, iff jú esk mí, ég svara yfirleitt alltaf smsum sem ég fæ strax, bara til að sýna viðkomandi manneskju almenna kurteisi), þegar þú loksins sendir til baka, láttu það sem þú sendir sánda soldið kúl og gefa til kynna að þú sért frekar áhugalaus frekar en hitt, enda engin ástæða til að láta hann halda að þú hafir áhuga þó að þú sért að svara. Ef hann stingur upp á að þið hittist, segðu nei við fyrsta deitinu, hann má nú ekki halda að þú hafir bara endalausann tíma til að hitta hann. Ef hann á annað borð býður þér út aftur, þá máttu náðasamlegast segja já. Eftir fyrsta deitið, ef það gengur vel, þá máttu fara að sýna smá meiri áhuga, en samt ekki of mikinn, frekar svona í formi þess að svara smsunum eftir 10 mínútur, ekki klukkutíma og svo frv.....

Jæja, hvað finnst ykkur um þessar óskrifuðu umgengnisreglur sem allir virðast vera að fara eftir? Mér persónulega finnst þær böns of krapp. Ég svara þeim smsum sem ég fæ, jafnóðum og ég fæ þau, og tek sénsinn á þvi að virðast vera eitthvað needy þó ég sé það ekki, og ég tek upp símann og hringi í kauða ef ég hef áhuga á því að kynnast honum þó að það sé a big nó nó, því hvernig öðruvísi kynnist maður fókli???

Ég segi hérmeð þessum deitíngreglum stríð á hendur og ætla að gera þetta eftir mínu höfði hér eftir, enga leiki, bara vera heiðarleg og sjá hverju það skilar, hvort að ég eigi eftir að enda sem sextug piparjúnka sem flettir daglega í gegnum sent items í símanum sínum og bölvar sjálfri sér fyrir að hafa ekki farið eftir "reglunum" eða hvort að my way eigi eftir að skila mér prinsinum á glansbónuðu drossíunni, það kemur bara í ljós er það ekki:)

Hrafnhildur
Fer EKKI eftir reglunum

mánudagur, apríl 05, 2004

5. Apríl 2004

Ég heiti Krummi og ég er tölvunörd!!!!

Já ég komst að því í dag að ég er argasta tölvunörd.... Venjulega fara frídagarnir mínir ekki í annað en það að sitja fyrir framan heittelskaða barnið mitt, hann Lappa litla laptop og hanga á MSN-inu eða sörfa á veraldarvefnum. Í dag aftur á móti þá var ég komin út rúmlega klukkutíma eftir að ég vaknaði og var ekki komin heim fyrr en um tíu í kvöld. Um fimmleytið í dag var ég orðin eitthvað pirruð, og var ekkert að skilja af hverju, það bara fór allt í taugarnar á mér.... Og ég fór að reyna að kryfja vandamálið..... og þá fattaði ég að þessi pirringur stafaði af því að ég var eiginlega (og takið eftir -eiginlega-) ekkert búin að vera á netinu í dag, nánast ekkert búin að tala á msn, ekki búin að kíkja daglega bloggrúntinn og ekki einusinni búin að kíkja inn á batman.is hvað þá meira og þessvegna var ég bara orðin úbertens og pirruð og vantaði fix!!!! Er ekki til eitthvað sem heitir kommpjúternörds anonomuss, eitthvað svona þar sem mar fer í 10 daga á einhvern einangraðann stað sem er bara með 56 kb tengingu og svo bara á fundi einusinni í viku, nema yfir skjálftahelgar, þá eru fundir á klukkutíma fresti....

Allavega, fór í heimsókn til Möggunnar minnar í dag til að slúðra og fá fréttir.... Alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast hjá henni, nýflutt í ofurflotta íbúð og allt að gerast.... Eftir það fór ég með Hörpudýrinu heim til hennar yfir á kjalarnes (hvað í ósköpunum fær fólk til að flytja þangað??? ekki veðurblíðan, það er á hreinu). Hún byrjaði á því að elda handa mér ofurdraumahvítlauksostarjómasósupasta sem var náttlega bara það besta sem ég hef látið inn fyrir mínar varir síðan brúntertan góða sem mamma bakaði á fimmára afmælinu mínu var og hét, og við gúffuðum á okkur gat. Eftir að púkinn hennar var kominn í rúmið negldi hún mig síðan (akrílneglur sko, vá hvað þið dónaheilarnir voruð komnir á flug hehe) á meðan við slúðruðum....

En ég var að sjá það hjá uppáhaldshnökkunum mínum á kallarnir.is, að þeir séu á leiðinni á Akureyri á föstudaginn langa.... sem er náttlega bara ekkert nema hreinræktaðasta schnilldin vegna þess að ég, Hörpudýrið, Rakel og Bergrún verðum eimmitt þar í skonsugír dauðans.... Þetta verður Ó svo gaman.....

Hrafnhildur
Annálað tölvunörd

5. Apríl 2004

Planið fyrir helgina var rólegheit. Ég var að vinna báða dagana og ætlaði bara að vera ofurróleg og fara ekkert út að djamma. Það gekk nú reyndar eftir á föstudaginn, en þá kom Rakel til mín og við plokkuðum og lituðum og höfðum það bara kósí.

En svo rann laugardagurinn mikli upp... Staðfesta mín til að vera róleg var ennþá jafnmikil þegar ég fór af stað í vinnuna, en það virðist bara vera að það sé komið úr mínum höndum hvort ég djammi eða ekki, vegna þess að um fjögurleytið var búið að reima á mig partýskóna og ekki aftur snúið. Hörpudýrið sótti mig í vinnuna og við skelltum okkur út á kjalarnes þar sem við byrjuðum að sparsla og bleyta upp í okkur. Farið okkar í bæinn byrjaði svo á að beila á okkur og við byrjuðum að hringja út þangað til við náðum að redda okkur fari upp í skeifu. Við tókum leigubíl þaðan og það er ævintýralegasta leigubílaferð sem ég hef farið. Dræverinn var greinilega ofurhress yfir því að vera með fjórar hressar skonsur í bílnum og gaf allt í botn á meðan útvarpið var blastað á hæsta. Hann keyrði miklubrautina á 140 og var farinn að fíla sig sem ofurtöffara þegar hann keyrði á ógnarhraða ofan í holu í veginum og sprengdi dekkið á bílnum..... Ég þarf væntanlega ekki að taka það fram að við urðum næstum því bráðkvaddar af hlátri og greyið dræverinn eins og asni.....

Við byrjuðum á að kíkja á sólon, en drifum okkur svo á hverfis og biðum í fokkíng röðinni í hundrað og tuttugu ár á meðan dyraverðirnir hleyptu endalaust inn af VIP drasli. Komumst samt nokkurnveginn heilar á höldnu inn þar sem Kallarnir.is tóku brosandi á móti okkur... úff hvað þeir eru sætir:)

Þynnkan sem ég var svo lafandi hrædd um að myndi láta kræla á sér í gær ákvað að taka reintékk, mér til mikillar ánægju og ég komst klakklaust í gegnum vinnudaginn þó svo að fantaseringar um devítós og letidýralíf væru endalaust að poppa upp. Gærkvöldið fór svo bara í slúður og dramatæklingar með Guðnýju og Gígju, ógurlega kósí alveg...

En þetta ætti að kenna mér að vera ekki að gera plön um rólega helgar, vegna þess að það er dæmt til að floppa.

Hrafnhildur
Djammdýr

fimmtudagur, apríl 01, 2004

1. Apríl 2004

It's payday baby!!!!!

Ójá það er skvo úborgunardagur og þá er ég að tala um KAUPAUKAútborgunardagur. Fyrirtækið mitt tók sig til og gaf öllum starfsmönnum sínum kaupauka upp á 120 þúsund krónur..... ERÐAIGGI LJÚFT???

Þar sem rúnturinn verður tekinn í smáralindina í dag, fékk ég lánaðann bílinn hjá Rakelinni minni en það útheimti upprisu fyrir bókstaflega allar aldir, nánar tiltekið korter í níu (on mæ dei off, æ tell jú) til að skutla skonsunni inn í smáralind og fara svo á drossíunni til baka. Ég held að þessi bílferð hafi verið sú allra myglaðasta sem ég hef setið, þar sem ég var svo þreytt að ég hafði ekki einusinni rænu á því að fara í mannsæmandi föt, dreif mig bara út á náttbuxunum og bol. Var að hugsa um að taka desperatly seeking Susan á þetta og fara svona klædd inn í næsta banka eins og Madonna gerði í þeirri mynd, en ákvað að geyma þann gjörning til betri tíma, held að fólk sé ekki tilbúið fyrir mig á náttfötunum svona í morgunsárið.

Hörpudýrið gaf greinagóðar leiðbeiningar í sambandi við ladyshave í gær og ég verð að taka undir þetta hjá henni. Ef það er eitthvað sem mér finnst ógeðfellt, þá eru það loðnar konur... Nú er ég ekki að elta einhverja tilbúna pródótæp sem karlmenn hafa skapað, heldur hefur mér alltaf fundist þetta ógeðslegt. Ég man þegar ég var lítil og fór í sund... Í sturtunum stóðu kafloðnar konurnar og báru stoltar sjampó í krikana og á lufsuna (og belíf jú mí, það freyddi betur en í hárinu á þeim), með dreddana lafandi á leggjunum..... Þessi sjón hefur ofsótt mig í martröðum alveg síðan. Mér finnst ladyshave vera partur af hreinlæti (ég heiti Krummi og ég er ladyshaveari), og ég skef þá líkamsparta sem mér finnst þurfa að skafa til þess að mér líði betur og finnist ég vera hreinni, ekki til að ganga í augun á einhverjum karlmanni. Það er svo bara plús að þetta gangi í augun á litlu greyjunum í leiðinni. Síðan er hægt að leika sér svolítið með þetta, þó að þú skafir á þér t.d skonsuna, þá þarftu ekkert að hafa það gjörsamlega klín kött eins og á 7 ára stelpu, heldur geturu skilið eftir annað hvort línu í miðjunni eða farið út í listræna tjáningu og haft þetta skemmtilegt. Aðalatriðið er að það séu ekki krullur og vafningsjurtir sem poppi upp þegar þú ferð úr næríunum, það er náttlega bara off. Það er reyndar eitt stórt vandamál sem sumar konur glíma við í sambandi við rakstur á þessu svæði og það eru inngróin hár. Ég er með svar við því vandamáli:) Lósjon og nóg af því!!! Þegar þú kemur út úr sturtunni, fresh eftir rakstur, þá bara að bera lósjon á vinkonuna, og ekki bara eftir rakstur heldur alltaf. Það mýkir húðina og vandamálið með inngrónu hárin úr sögunni. En mér finnst þetta ekki bara bundið við kvenmenn, karlmenn eru alveg jafn subbulegir með runnann í sjálfstæðisbaráttu, en mér finnst ekki nógu mikið um það að þeir séu meðvitaðir um það. Strákar mínir, þið getið ekki ætlast til þess að skonsan á gellunni sé vel snyrt ef hún á svo í vandræðum með að finna stoltið á ykkur sökum ofvaxtar!!

Ówell, held að ég sé búin að röfla nóg í bili....

Hrafnhildur
Raksturssérfræðingur