miðvikudagur, mars 31, 2004

31. Mars 2004

Ég var að horfa á american idol á fösdudagskvöldið og þar var einhver að blóta þeim í sand og ösku, og það náttlega heyrðist ekkert nema píííííp og svo var náttlega idol merkið sett fyrir munninn á kauða til að fólk áttaði sig örugglega ekki á því hvað hann var að segja... Þá kom þessi brilljant setning frá vini mínum "já flott blörrið endilega munninn á honum, og áttið ykkur ekki á því að varaforsetinn ykkar heitir Dick!!!" HAHAHAHAHA þetta er náttlega bara satt, ameríkanar taka paranojukast ef einhver segir fuck eða eitthvað þaðan af verra en svo heitir varaforsetinn þeirra Tippi Keðjulegi aka dick Chaney, sem er náttlega bara eins og versta klámmyndanafn. Sá það eimmitt á Batman.is að fullt af fólki heitir Fuck að eftirnafni... Susan Fuck, Terry Fuck.... Það er alveg bókað mál að þetta fólk verður aldrei fréttamenn á CNN nema breyta nafninu sínu.

En talandi um Batman.is... Einhverra hluta vegna var settur linkur frá þeim inn á mbloggið mitt í gær, og meira að segja í +18 kategóríunni!! Ekki það að ég sé neitt fúl, bara gaman að þeim finnist eitthvað varið í mbloggið mitt, en ég er bara að spá í það af hverju þeir settu það í +18 kategóríuna þar sem þetta eru allt bara myndir af mér og vinum mínum við mjög sakleysislegar aðstæður. Ye of dirty minds segi ég nú bara hehe.

En nú er búið að ákveða þema á næsta djamm hjá okkur ofurskonsunum og það er Tvíburakvöld:) Við skonsurnar erum búnar að vera með ákveðin þemu fyrir hvert djamm hjá okkur: Hórukvöld, Galakvöld, Sækóbitskvöld ect... og næst verður ss tekið tvíburakvöld þar sem við ætlum að vera nákvæmlega eins klæddar og málaðar og greiddar með sömu fylgihluti, ekkert nema gaman að því:)

Jæja, hafið það gott snúllurnar mínar

Hrafnhildur
Batgirl

mánudagur, mars 29, 2004

29. Mars 2004

Það er orðinn fastur liður eins og vanalega hjá mér og Hörpudýrinu í þynnkunni að fá okkur Devítós, hlamma okkur upp í rúm og gúffa eins og moðerfokkerar, kúra síðan pínu og sofa svo eins og ungabörn frá ca 14-17. Við vorum svo rosalega krúttlegar og ferskar (mosagrónar er rétta orðið) að ég varð bara að festa það á filmu.....Hrafnhildur
Sæt í þynnkunni

29. Mars 2004

Þá er enn einn grámóskulegur mánudagurinn farinn að taka sín fyrstu skref. Ég og alteregóið mitt, hann Garfield deilum hjartanlegu hatri á því fyrirbæri sem mánudagar eru og ég eiginlega bara get ekki beðið eftir því að þessi dagur sé bara búinn....

En allavega, helgin... Föstudagskvöldið var tekið í rólegheitum og kúri (ójá ég kúrði takk fyrir takk) vegna þess að ég var svo að vinna á laugardaginn. En auðvitað var svo skellt sér aðeins á lífið á laugardaginn, samt bara á rólegu nótunum fyrir utan einstaka slagsmál hér og þar, og símatínnslum, en þar fyrir utan fór allt friðsamlega fram. Sunnudagurinn fór svo í ein allsherjar rólegheit með rjúkandi Devítós sem var borðuð uppi í rúmi og svo bara legið og mókt þangað til ég fór svo í matarboð í gærkvöldi.

Svo vil ég óska afmælisbörnunum í kringum mig til hamingju með daginn, Sæunn til hamingju með daginn í gær og Rakel til hamingju með daginn í dag Mússí múss, knús og kossar til ykkar beggja:)

Hrafnhildur
Eins og alltaf

laugardagur, mars 27, 2004

27. Mars 2004

Æji við erum svo sæt, þetta er semsagt elsku elsku Maggi minn vaktapartner.....

26. Mars 2004

Ég fann þennan skemmtilega samanburð um þá athöfn kvenmanna og karmanna við að fara í sturtu, hjá honum Stuðmundi vini mínum, og ákvað að deila honum með ykkur:

FARA Í STURTU EINS OG KONA?
Farðu úr fötunum og raðaðu þeim í flokkaðar "óhreina-taus-körfur" Ein fyrir ljósan þvott, ein fyrir dökkan, ein fyrir hvítan, og ein fyrir sérstaklega viðkvæm efni.

Gakktu í átt að baðherberginu í síðum slopp. Ef að húsbóndinn sér til þín á leiðinni, mundu þá að hylja allt nakið hold og flýta þér inná baðherbergið.

Horfðu á sjálfan þig í speglinum, ýttu maganum fram og kvartaðu í smástund við sjálfa þig yfir því hvað þú ert að verða feit. Stígðu inn í sturtuna.

Athugaðu hvort að eftirfarandi sé ekki örugglega við hendina:
Andlits-þvottapokinn, handarkrika-þvottapokinn, fyrir-neðan-mitti-þvottapokinn, grófi nudd-þvottapokinn og siðast en ekki síst .. appelsínu-húðar-nudd-steinninn.

Þvoðu hárið einu sinni með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.

Þvoðu hárið aftur með Agúrku og Ginseng sjampóinu .. þessu sem inniheldur 83 nauðsynleg vítamín fyrir hárið.

Notaðu Agúrgku/Ginseng næringuna .. þessari með viðbættu Burkna-olíunni og láttu standa í hárinu í 15 mínútur.
Þvoðu þér í framan með Aprikósu-skröbbinu í tíu mínútur .. eða sirka þangað til þig fer að svíða verulega.

Þvoðu restina af líkamanum með Ginger/Jaffa-Cake líkams-sápunni. Skolaðu næringuna úr hárinu í sirka 15 mínútur .. svo að örugglega öll afgangs næring hreinsist í burtu.

Ef að húsbóndinn sturtar niður, sem leiðir til þess að vatnið hjá þér hitnar í smástund, skaltu öskra brjálæðislega og kalla hann öllum illum nöfnum.

Skúfaðu fyrir sturtuna. Þurrkaðu upp alla bleytu í sturtunni. Notaðu Ajax sturtu sprey til að ná upp háglans á flísarnar. Ekki gleyma að athuga gólfið fyrir framan sturtuna og þurrka upp hvern einasta dropa.

Farðu úr sturtunni. Þurrkaðu þig með handklæði sem er á stærð við lítið Afríku ríki.

Pakkaðu hárinu inn í annað, extra rakadrægt, handklæði. Skoðaðu allan líkamann í leit að minnsta blett eða hári. Notaðu neglur eða flísatöng til að gera út af við það sem þú finnur.

Gakktu í átt að svefnherberginu í síðum slopp með handklæðið ennþá á höfðinu. Myndu að hylja allt nakið hold .. ef að húsbóndinn er nálægt.. og flýttu þér í átt að svefnherberginu. Ekki eyða undir hálftíma í að klæða þig!!!!AÐ FARA Í STURTU EINS OG KARLMAÐUR!!!

Farðu úr fötunum, sitjandi á rúminu, og skildu þau eftir í hrúgu fyrir framan rúmið. Gakktu nakinn í átt að baðherberginu. Ef að konan sér þig á leiðinni, hristu þá "vininn" í áttina að henni og segðu "Vúúííí".

Skoðaðu karlmannlegt vaxtarlag þitt í speglinum og dragðu djúpt inn andann til að athuga hvort þú sért með "sixpakk" (sem þú ert ekki með.)

Horfðu með aðdáun á stærðina á "félaganum", gríptu um hann og segðu "Jú vonna pís of ðis beibí".

Farðu í sturtuna. Ekki hafa fyrir því að leita að þvottapoka ? ekki nota hann ef þú rekst á hann.

Þvoðu þér í framan, undir höndum og "vöðvann". Hlæðu kjánalega yfir því hvað það heyrist hátt þegar þú rekur við í sturtu. Notaðu sjampó í hárið en ekki nota næringu. Búði til móíkana-kamp með sjampóið í hárinu. Dragðu aðeins frá sturtuhengið til að sjá sjálfan þig í speglinum (tíhíhíhíhí).


Pissaðu (í sturtunni að sjálfsögðu). Skolaðu þig og farðu úr sturtunni. Ekki taka eftir vatninu á gólfinu (sem kom til af því að þú hafðir hengið fyrir utan sturtubotninn.)

Þurrkaðu þér lauslega. Horfðu á sjálfan þig í speglinum. Taktu nokkrar "pósur" og horfðu með aðdáun á stærðina á "jókernum" (aftur).

Ekki draga fyrir sturtuna, og skildu eftir blautt gólf. Ekki slökkva inná baði. Gakktu í átt að svefnherberginu með handklæðið um mittið. Ef að þú rekst á konuna, dragðu þá handklæðið frá, gríptu um "gosann", taktu eina Elvis-sveiflu og segðu "Sssjabúmm".

Athugaðu hvort að nærbuxurnar séu blettóttar, ef ekki, farðu þá í þær. Taktu sundur sokkaparið á gólfinu. Brjóttu aðeins úr þeim, og farðu í þá. Farðu í nýjan bol, en vertu annars í sömu fötum og þú notaðir í gær

Eridda í alvörunni svona???

Hrafnhildur
Sturtast

föstudagur, mars 26, 2004

26. Mars 2004

Úfff þetta er búið að vera vika hins mikla blogspot lazyness.... en eins og alltaf þá sný ég aftur, get ekki án bloggsins míns verið:)

Gærkvöldið var bara brill. Var að vísu að vinna til 21, en eftir það fór ég á vegamót að hitta gellurnar í saumó og við náttlega slúðruðum af okkur eyrun eins og okkar er von og vísa á meðan við gúffuðum í okkur viðurstyggilega góða matnum sem er borinn fram á þessum fáránlega góða veitingastað:) Þegar fór að styttast í annan endann á þessu slúðurmaraþoni fór ég að fá skemmtileg sms frá ofursætustum og við ákváðum að hittast í late night spjall (og já dónabrækurnar ykkar allar saman, það var bara spjall!!!) og það var skvo talað úr sér allt vit til 4 í nótt, ekkert smá notalegt og gaman, Ofursætur: við verðum að gera þetta aftur sem fyrst *knús til þín*

Í dag gerðist svo nokkuð sem hefur ekki gerst held ég bara síðan árið sem olían fraus.... Krumminn lét sjá sig úti á meðal almennings útlítandi eins og viðurstyggðin sem var dregin upp úr ógeðispollinum hérna um árið!!! Ég ætlaði nú bara rétt að skreppa óséð niður á ljósastofu og svo aftur heim, en endaði í kaffi inni í kópavogi hjá Óskinni. Það ætti nú samt að segja mér eitthvað, að hún byrjaði strax að reyna að fixa mig við einhvern vin sinn, þannig að kannski var þetta ekki alhræðilegt. En fólk verður bara að þola það annað slagið að ég hristi mig útúr FM Guggunni og veri bara litla sveitastelpan, jú djösst heff tú lov mí ðö vei æ em pípúl:)

Svo var planið að vera bara róleg um helgina og djamma ekki rass, en Kokkurinn er víst með eitthvað getttúgeðer og Harpan búin að panta mig sem moral support, og maður bregst nú ekki vinkonunum á örlagastundu- nei ónei- (ekki verra að partýið verður stútfullt af þrautþjálfuðum FM hnökkum) þannig að ég verð bara að taka mig saman í andlitinu og mæta á staðinn. Ætla samt ekkert að fá mér í glas, held að mar hafi bara gott af því að fara edrú á djammið annað slagið, og ég er kannski búin að vera að taka fullvel á því undanfarið.....

En jæja, hef allavega komið því á framfæri að ég er alæf end vell, þannig að ég bið bara að heilsa.

Hrafnhildur
FM Gugga on a bad day

mánudagur, mars 22, 2004

22. mars 2004

Ég hef mikið verið að spá í það hvað þarf til að vera löggiltur FM hnakki. Heimasíðan kallarnir.is hefur nú gefið manni ágætis innsýn í það hvað FM hnakkismi gengur út á og skilningur minn á þessari þjóðfélagsstétt hefur vaxið við lestur á þessari ágætu síðu. Hér á eftir ætla ég að skrifa nokkur atriði sem virðast vera krúsjal þegar kemur að því hversu hátt magn af FM hnakkisma er í blóðinu á strákum.

FM hnakkismi í hnotskurn:

Til að vera löggiltur FM hnakki þarf eftirfarandi að vera á hreinu:

LÚKKIÐ

Lúkkið er allt í augum FM hnakka. Alvöru FM hnakki fer ekki út fyrr en eftir 40 mínútna grandskoðun fyrir framan spegilinn. Dúið verður að vera rétt, hver einasta strípa á sína stöðu á kollinum og tanið verður að vera pörfekt. Ef minnsti grunur er á því að tanið sé blettótt, þá skal umtalaður FM hnakki kaghýddur með belti sem er farið úr tísku eða snjóþvegnum gallabuxum í refsingarskyni. Fötin verða líka að vera spottless. Alltaf samkvæmt nýjustu tísku, og ef þú ert alvöru FM hnakki, þá ertu klæddur þannig að það líti út fyrir að hafa verið valið kæruleysislega og það hafi bara heppnast svona asskoti vel, en eyddir í rauninni einum og hálfum tíma í að máta og skipta áður en ákvörðun var tekin. FM hnakki er líka með plokkaðar augnabrúnir, unibrow er ekki hluti af hnakkismanum.

SÓSJALLÍFIÐ

FM hnakkar fyrirfinnast alltaf í hópum. Ef þú átt ekki þitt krú þá ertu að sjálfsögðu ekki FM hnakki. Á virkum dögum finnuru FM hnakkana aðallega á líkamsræktarstöðvunum að pumpa bæseptinn og ef þú vilt vera vera hnakki með hnökkum þá ferðu í Laugar, þar finnuru Hardcore hnakkana í kippum. FM hnakkar fara ekki á "djammið", þeir fara á "kæjann", og flykkjast þá í stórum stíl á Felix, sem er Mekka hnakkismans. Þar sitja þeir svo í hópum og metast um það hver er með flottari strípur og massaðra megatan. Til að komast í FM hnakkaelítuna, verðuru að hafa verið með að minnsta kosti einni ungfrú Ísland, sleppur reyndar þó að hún hafi ekki unnið, bara að hún hafi tekið þátt. Takmark hvers metnaðarfulls FM hnakka er að komast inn í félagsskapinn Kallarnir.is, en það virðist vera elíta hnakkanna.

LEIKFÖNGIN

Stöðutákn FM hnakkans er bíllinn hans. Þeim mun flottari sem bíllinn er, þeim mun sterkari er hnakkisminn, þú sérð FM hnakka ekki undir neinum kringumstæðum sitja í trabant eða álíka flaki, enda myndi það grafa undan stöðu hans innan hnakkakrúsins. Ef hnakkinn keyrir um á Lexus er hann að öllum líkindum forsætisráðherra í sínu hnakkakrúi, og er mikils virtur af meðhnökkum sínum. Bíllinn verður helst að vera leðurklæddur að innan, og með bestu hugsanlegu hljómflutningsgræjum, sem blasta FM 957 á hæsta niður laugarveginn. Hardcore FM hnakki myndi ekki hlusta á skonrokk þó hann þyrfti að bjarga lífi sínu með því.

Þetta eru svona þau atriði sem mér skilst að séu mjög mikilvæg FM hnakkismanum, og vona að þau hafi hjálpað þér til að áætla hvort þú sért í raun FM hnakki eða ekki, eða þá kennt þér hvað þú þarft að gera til að verða hnakki.

Hrafnhildur
Sérhæfir sig í hnakkismaspekúleringum

22. Mars 2004

Jæja, ég og hann Guð minn höfum verið í stormasömu sambandi alla helgina og ég er eiginlega bara komin með nóg af veseni og drama.... Biðst bara lausnar fyrir mig og ráðuneyti mitt. Seinast í nótt fékk ég þessa fínu sendingu frá manninum í efra í formi þessarar þrumuógeðis gubbupestar, sem er náttlega ekki það sem ég þurfti á að halda en tók henni þó með jafnaðargeði, hvað annað getur maður gert í stöðunni:)

Annars er ég þokkalega farin að hlakka til páskanna, sem bæ ðö vei nálgast óðfluga, en stefnan verður tekin á Sjíppriverhúkk í endalausa afslöppun og kannski svona eins og eina fjölskyldumyndatöku eða svo. Ég get ekki líst því hvað ég hlakka til að hitta allt liðið og þá sérstaklega litla frekjuvarginn minn, hana Rebekku. Og elsku foreldrar mínir: hvernig væri að þið mynduð fjárfesta í eins og einu páskaeggi eða svo handa örverpinu??? Mig nebblega langar svakalega í eitt stykki (og þá ekki númer 1 takk fyrir:). Kannski mar kíki svo á lífið fyrir norðan á meðan maður er þar en ég er nú samt eiginlega farin að óverdósa á djammi, þannig að það verður bara látið ráðast, nenniggi að vera að gera einhver plön langt fram í tímann...

Er að hlusta á nýja júróvisjónlagið es ví spík.... Mér finnst það nú alveg í flatara lagi.... Það er ekki alveg málið að senda einhverjar ballöður í svona keppni. Einu skiptin sem við höfum náð eitthvað langt er þegar við höfum sent eitthvað hresst og krassandi þannig að ég efast um að við eigum eftir að hirða trófíinn þetta árið. Ég reyndar heyrði lagið á íslensku og vona svo sannarlega að það sé hressara á ensku.

Síðan langaði mig til að koma því á framfæri að mér finnst rosagaman þegar fólk skrifar eitthvað í kommentin og gestabókina, þannig að endilega smellið einhverju þangað inn:)

Jæja, nennissiggi

Hrafnhildur
Hlakkar til páskanna

föstudagur, mars 19, 2004

19. Mars 2004

GUÐI VAR VIRKILEGA VIRKILEGA ÍLLA VIÐ MIG Í DAG!!!!! Vona svo sannarlega að hann verði mildari við mig í kvöld og á morgun....

Hrafnhildur
Föstudagur til fjandans

miðvikudagur, mars 17, 2004

17. Mars 2004

Who is in your celebrity family? by cerulean_dreams
User Name
MomMeryl Streep
DadSteve Irwin
BrotherCarrot top
SisterEnya
DogCujo
BoyfriendJohnny Depp
Best friendHillary Duff
Created with quill18's MemeGen 3.0!


Læt mér nægja Johnny Depp bara afþví hann þekkir Orlando minn....

Hrafnhildur
My celeb family

17. Mars 2004

Ég ætla að herma eftir henni Guðnýju minni og skrifa niður stafrófið mitt, mér fannst það sniðugt hjá henni....

A stendur fyrir Alanis Morissette
Konan kann að semja tónlist!!! Byrjaði að hlusta á hana þegar ég var 16 og hún hefur mótað mig gjörsamlega síðan með snilldinni sem hún hripar niður úr hausnum á sér.

B stendur fyrir blogger
Butt off kors!!! Ég elska það að geta ruglað eins og mér sýnist inn á einhverja síðu og einhver hafi exjúlí gaman að því að lesa það, nærir líka litla feita tölvunördinn innra með mér.

C stendur fyrir Ceramik sléttujárn
Bjargar alveg lúkkinu hjá ofurgellum þjóðarinnar. Veit ekki hvar hártíska var stödd áður en við vorum kynntar fyrir þessari kristaltæru schnilld.

D stendur fyrir diet kók
Hvað annað??? Bestasti besti drykkur sem guð hefur skapað og ég gæti ekki komist í gegnum svo mikið sem klukkutíma án þess að fá mér sopa, jor gonna lovv itt maður!!

E stendur fyrir EIGUM VIÐ AÐ RÆÐA ÞETTA!!
Frasi sem límdist með kreisí glú við heilann á mér og virðist ekki vera að fara neitt!!! Er búin að smita nett út frá mér sem gerir það að verkum að við vinkonurnar ræðum um að ræða marga hluti..... Eigum við að ræða þetta???

F stendur fyrir Föt
Mín mesta fíkn og bölvun. Ég færi létt með að eyða öllum peningum heimsins í föt á einum degi, ætti ekki einusinni afgang til að kaupa mér kvöldmat.

G stendur fyrir Garfield
Feitur og kaldhæðinn lítill köttur sem kemur mér ALLTAF í gott skap af því að við erum með nákvæmlega sama húmorinn. Gæti sko alveg hugsað mér að eiga hann sem gæludýr, það væri áhugaverð sambúð vægast sagt.

H stendur fyrir hnetuvínarbrauð
Metið mitt er 9 í einu, hefði getað borðað miklu fleiri en átti ekki pening.... Get borðað endalaust af þessu og passa mig bara á því að ímynda mér það að þetta sé það hollasta og minnst fitandi sem þú finnur í öllum heiminum, þá er ég líka alveg sátt:)

I stendur fyrir internetið
Alveg hreinasta schnilld, þessi uppfinning. Á erfitt með að átta mig á því hvernig fólk fór af án þess (mamma og pabbi, hvernig í ósköponum kynntust þið eiginlega internetlaust???), versti tímaþjófur sem þú finnur.

J stendur fyrir Jólabarn
Innra með mér blundar lítið, feitt og ofalið jólabarn sem brýst fram með látum um miðjann september og gerir alla vitlausa í kringum sig með jólakortaútsaum og jólalaganauðgunum fram í janúar.

K stendur fyrir Krummi
Gælunafn sem ég fékk þegar ég var pínkupons og hefur haldist við mig síðan, er samt notað í ríkara mæli í dag en þegar ég var lítil. Mér þykir mjög vænt um þetta nafn og vil frekar láta kalla mig Krummi en Hrabba....

L stendur fyrir Lord of the rings
Einfaldlega besta trílógía sem fest hefur verið á ræmu. Ég er ennþá að reyna að hughreysta sjálfa mig og telja mér trú um að jólin verði alveg söm við sig þó mar fari ekki á LOTR forsýningu... Frodo, gastu ekki bara haldið hringnum í þetta skipti til að við hefðum síkvúl um næstu jól, andskotinn hafi það!!!

M stendur fyrir MSN
Magnað samskiptatæki sem ég kæmist ekki í gegnum daginn án, ef þú ert ekki með MSN, þá ertu bara ekki þess virði-sorrý.

O stendur fyrir Orlando Bloom
Einfaldlega fallegasti maður sem gengið hefur um jarðkringluna og hef ég fullan hug á því að reyna að næla mér í kauða.... Verður maður ekki að hafa einhver markmið:)

P stendur fyrir Pizza hut
Guð ó guð hvað pizza hut seldi sál sína satani sjálfum fyrir uppskriftina af ostafylltu brauðstöngunum, mæ god hvað ég get gúffað endalaust í mig af þeim..... Svo er líka svo ódýrt að borða þar (smá einkahúmor tíhí)

R stendur fyrir Rebekka Ósk
Hún er litla guðdóttir mín, sem ég myndi fórna lífi mínu fyrir og ég elska hana til tunglsins og aftur til baka. Mér finnst allt fyndið sem þetta barn gerir og ég ætla skvo að fordekra hana þannig að mamma hennar verði bara að gefa mér hana:)

S stendur fyrir Sonyericsson Z600
Samband mitt við umheiminn. Verð vitstola ef ég hef hinn minnsta grun um að síminn minn sé ekki í 2ja metra radíus við mig, nota hann meira að segja sem vekjaraklukku til að hafa afsökun að sofa með hann á koddanum við hliðina á mér. Náttlega bara geðbilun!!!

T stendur fyrir Tónleikana með Korn
Hef sjaldan hlakkað jafn mikið til neins eins og að fara á þessa tónleika. Ætla að leyfa mínum innri þungarokkara að yfirtaka mig og heddbanka eins og vitlaus manneskja. Ætla líka að hitta goðin og láta eins og gelgja.....

U stendur fyrir undarlegt
Alveg undarlegt að ég skuli bara ekki finna neitt uppáhalds sem byrjar á U....

V stendur fyrir vini mína
Haldreipi mitt í lífinu. Takk fyrir að vera til og umbera mig þegar ég er í fýlu og fyrir að elska mig eins og ég er ("just as she is" quote Bridget Jones). Ég væri ekkert án ykkar.

Þ stendur fyrir Þrettánda mars 2004
Skemmtilegasta djamm sem ég hef farið á í langann tíma, leið geðveikt vel og kynntist skemmtilegu fólki... Skál!!!

Jæja, þarna hef ég endanlega sannað það að ég hef andskotann ekkert að gera annað en að blogga stafrófið, vona að ykkur leiðist ekki jafn mikið og mér..... hehe

Hrafnhildur
ABCDEFG... og allir með!!!

17. Mars 2004

Ég er varla vöknuð upp á sunnudegi og þá er kominn miðvikudagur, ég mótmæli þessum hraðakstri!!! Allavega, gellan skellti sér nú líklega á sunddeit (SUNDDEIT!!!) með myndarlegasta gítarleikara sem sést hefur um árabil og ég verð nú að viðurkenna að ég væri skvo alveg til í að narta í annann eyrnasnepilinn á honum, ja ef ekki bara báða, hans bíður meidjör refsing fyrir að vera svona sætur.

Eftir sundferðina miklu skrollaði ég heim og blés, slétti og sparslaði, og svo drifum við Harpan okkur á Höttinn (I´m not too good for the hut) og borðuðum ódýrustu máltíð sem ég hef nokkurn tímann borðað innan veggja þessa fyrirtækis, hehe borgar sig að vera sæt- ekki satt. Ég er alveg búin að komast að því að við stallsystur eigum ekki að fara saman út á skrallið á virkum dögum vegna þess að það kemur alltaf eitthvað vandræðalegt fyrir. Hingað til hefur Harpan alveg tæklað þessa deild, en ég tók það á mig í gær og tókst bara vel upp, held ég hafi bara aldrei lent í vandræðalegra mómenti en í gærkvöldi... ÞETTA VERÐUR EKKI RÆTT!!!!! Við tókum svo nokkra rúnta um mitt ástkæra hverfi 101 og bræddum hjörtun á nokkrum derhúfuklæddum fm hnökkum áður en ég dreif mig heim til að taka á móti hommalingnum sem hafði heldur betur látið bíða eftir sér.....

Jæja, back to the madness. Lovv jú sykurpúðarnir mínir.

Hrafnhildur
Slapp naumlega

16. Mars 2004

Hahahahaha þetta er ÓGEÐHrafnhildur
Villiggi vita

þriðjudagur, mars 16, 2004

16. Mars 2004

Í seinustu færslu urðu mér á þau mistök að kalla hann Stebba minn "Stebba litla pulsustrák".... Ég virti að vettugi tilfinningar þessa unga manns og ætla því að koma því að hérna að hann Stebbi er hvorki lítill, og þaðan af síður mús (þó að það hafi nú ekki komið fram, en bara svona til að hafa það á hreinu:) heldur er hann stór og stæðilegur, dark and handsome og ef við lítum fram hjá því smáatriði að hann sé Og voddafokk tík og í sambandi, þá myndi ég skvo hnakka manninn:) En þá er það allavega lýðnum ljóst og mun ég fara varlegar í það að ræða líkamsbyggingu karlmanna í komandi færslum.....

Hrafnhildur
Mismælir sig

mánudagur, mars 15, 2004

15. Mars 2004

Gellurnar aðeins í glasi á árshátíðHrafnhildur
Myndast

sunnudagur, mars 14, 2004

14. Mars 2004

Þá er enn ein árshátíðin liðin og smá þynnka í gangi. Ég þarf náttlega ekki að taka það fram að við vinkonurnar vorum þær allra glæsilegustu á svæðinu og trylltum líðinn gjörsamlega hehe... Við byrjuðum á því að kíkja í partý til verslunarstjórans og bleyttum aðeins upp í okkur, og brunuðum síðan niður í íþróttahúsið í smáranum þar sem herlegheitin fóru fram. Staðsetnigin okkar í salnum var þannig að við heyrðum minnst af skemmtiatriðunum þannig að á milli rétta var ég aðallega á iði um allt og þá séstaklega frammi á gangi þar sem mátti reykja. Rétt eftir að ballið byrjaði drifum við okkur í bæinn, komum aðeins við í partýi þar sem karlmennirnir voru á okkar aldri en stelpurnar varla meira en fermingartilboð. Stoppuðum þar í pínustund og drifum okkur svo á Pravda þar sem við vorum pottþétt langfínastar í galakjólunum. Um fjögurleytið var eillega alveg runnið af mér og sársaukinn í fótunum á mér orðinn svo mikill að ég var hætt að geta andað þannig að ég skakklappaðist bara heim að sofa.

Vaknaði um hádegið í dag (þakka ástkærri systur minni það, hún hefur áhyggjur af því að ég sofi of mikið eftir djamm) og smellti mér í sjónvarpsmaraþon. Horfði á Maður á mann, þar sem Gunnar í krossinum var gestur og SWEET LORD IN HEAVEN hvað þessi maður er veruleikafyrrtur, fordómafullur og bara geðbilaður. Talaði meira að segja um að biblían væri fölsuð þar sem hún væri útötuð í fingraförum lúterstrúarinnar..... Vell Gunni minn.. a news flash: Þó að boðskapurinn í biblíunni sé ekki alveg sá heilaþvottaboðskapur sem þú predikar, þá er biblían ekki fölsuð!!! Það verður því miður alltaf að vera einn geðbilaður í hverju þjóðfélagi......

Jæja, ég ætla að drífa mig í það að bíða eftir að þynnkan kikki inn..

Hrafnhildur
Eða eitthvað....

fimmtudagur, mars 11, 2004

11. Mars 2004

Fyrr má nú vera stinn og skorin þó að maður rembist ekki bara þangað til leggöngin eru orðin úthverf og farin að mynda tippi!!!!!Hrafnhildur
Samt í góðu formi sko......

11. Mars 2004

Það er allt að verða vitlaust vegna fyrirhugaðrar Hróarskelduferðar. Allir að segja mér að skella mér bara, mamma meira að segja tilbúin að redda mér gistingu og allt, og núna áðan var náðarhöggið slegið, ég ætla að fara. Binnsterinn sannfærði mig alla leið frá Stokkhólm, svíþjóð. Hann ætlar örugglega bara að hitta mig í Köben einhverntímann á þessum fjórum millidögum, og svo verður bara tætt á flugvöllinn 29 júní og tekið á móti Rögga og föruneyti bjórsins með íslenska fánanum spriklandi í höndunum á okkur. Og fyrst ég er á leiðinni til Köben þá náttlega bara droppar mar hjá honum Viðari, ég var að vinna með honum í verinu og svo flutti hann til Köben og Viðar minn, ef þú ert að lesa þetta- bí príperd!!! Ætli farangurinn minn úr Dhhjömaní ferðinni verði ekki skilinn eftir hjá þeim sem ég krössa hjá (ef Viðar klikkar) og svo bara treður mar bara aukabikiníi og nokkrum pilsum og bolum ofan í bakpoka og fjárfestir í Nokia stígvélum og þá er maður gúd tú gó á eitt allsherjar leðjufyllerí.

Annars vaknaði ég upp í þessum fína Dallas þætti í gær með fröken Sue Ellen brjálaða á eftir mér með viskíglasið flaksandi í lúkunum. Ég bara vissi ekki hvað var að gerast, svona fíaskó er eitthvað sem mar lenti kannski í þegar mar var 15 ára, og ég gat ekki annað en hneykslast ofan í tárætur.... Ég eiginlega vissi ekki hvað það væri sem ég hafði gert og er ennþá að spá í það hvernig þetta gat undið svona upp á sig....... Úff vill einhver vara mig við næst þegar þið sjáið Sue Ellen í ham!!!

Svo er það mál málanna- ÁRSHÁTÍÐIN Á LAUGARDAGINN!!! Kaldhæðni örlaganna gerði það náttlega að verkum að ég er að vinna á laugardaginn til 16 og svo er fyrirpartý hjá mínum heittelskaða verslunarstjóra klukkan 17.30, og reiknar minn rykfallni heili að þarna sé alveg einn og hálfur tími sem ég hef í fifferingar fyrir kvöldið, ekki langur tími þar, en ég er þarf nú heldur ekki langann tíma til að gera mig sæta:) Ég lenti náttlega í veseni dauðans þar sem ég verð í korselett kjól sem er bundinn saman að aftan og ég kemst ekki ein í hann. Vinkonurnar allar að taka sig til einhversstaðar annarsstaðar og ég komin í geðveik vandræði en svo bara var það tæklað þannig að minn elskulegi vaktapartner, hann Maggi ætlar bara að mæta í jakkafötunum í vinnuna og koma svo með mér heim eftir vinnu og hjálpa mér í dressið:) Það sem maður getur fengið karlmenn til að gera, bara með því að blikka augunum. Svo er það bara vesenið við að komast úr honum aftur, en það get ég skvo pottþétt ekki ein, og seinast þegar ég tékkaði þá var ég ekki með neinn á kantinum, þannig að annað hvort sef ég í fokkíng dressinu eða fæ leigubílstjórann til að redda þessu hahahahaha.

Hrafnhildur
Dallas... Episode 34

miðvikudagur, mars 10, 2004

10. Mars 2004

Ég var að bæta inn linkakategóríu- The pink ladies- þetta eru þær konur sem eru annað hvort alveg uppáhalds hjá mér eða bara svo bleikar að þær voru sjálfkjörnar í kategóríuna. Mér finnst bara verst að við látum ekki verða af því að koma með svar okkar kvennanna við kallarnir.is, en hugmyndin var að við vinkonurnar myndum lönsa urlinu druslurnar.is, en eftir nánari umhugsun fannst þeim okkar sem eiga börn ekki góð fyrirmynd að vera í félagsskap sem heitir druslurnar.is... þetta finnst mér nú bara helber tepruskapur og ekkert annað hahaha (mamma, ég veit að þú átt eftir að kommenta á þetta:).

Ég var kannski búin að segja ykkur frá því að ég fór í klippingu á föstudaginn og er alveg útúránægð með nýju klippinguna mína, búin að fá mjög góð komment á hana og það var meira að segja einn sem sagði þessa frábæru setningu:"Hrafnhildur, ég gæti sofið hjá hárinu á þér!!" Að því tilefni ætla ég að þruma inn mynd af mér með þessa nýju úbergreiðslu og endilega segið mér hvað ykkur finnst:)Ég var mætt niður í símabúð klukkan hálf níu í morgun. Okkur var öllum smalað saman í einhvern leik sem (held ég) markaðsdeildin setti saman, þau sömdu sögu sem fékk okkur til að íhuga hvað þetta fólk fær sér í morgunmat, ég er hálfhrædd um að það sé annaðhvort í töfluformi eða eitthvað sem er búið að láta síast inn í blaðsnepil, þar sem þessi saga var sú útúrsúrasta sem ég hef nokkurn tímann hlustað á, og svo fórum við í nokkra leikskólaleiki samhliða sögunni og þá kom bæði skáldagyðjan í mér og leikskólavinnan að góðu gagni. Alltaf gaman að vakna fyrir allar aldir og leika sér soldið með vinnufélögunum;) Þaðan lá svo leiðin upp í iðnskóla þar sem ég pósaði nokkrar portrettmyndir fyrir Möggu mína sem er á ljósmyndunarbraut og vantaði módel. Afraksturinn fáiði eflaust að sjá á jólakortunum næstu jól.....

Minn heittelskaði mágur er svo að reyna að draga mig með sér á Roskilde þetta árið, hann ætlar að borga miðann inn á hátíðina fyrir mig, þannig að ég þarf bara að borga farið út, og djöss hvað mig langar mar. Ég er ekki búin að hugsa um annað seinasta sólarhring og er búin að taka 50 ákvarðanir um að fara, og jafnmörgumsinnum hætt við.... Ég nebblega fer til þýskalands 4 júní og á að koma heim 25 júní, og ef ég færi á Hróarskeldu færi ég út aftur 29. júní... Ég gæti náttlega bara breytt farmiðanum mínum heim og verið ein í dammörku í 4 daga þangað til strollan með Rögga í fararbroddi kæmi út.... HJÁLP, MIG VANTAR EINN SVONA EINKAÁKVARÐANATAKARA, HVAR ER MONIKA GELLER WHEN YOU NEED HER????

Í dag mæli ég ekki með:

1. Að fara út með gloss á vörunum ef þú ert með sítt hár, það er náttlega bara alveg off í roki....
2. Að vakna alltof snemma eftir að hafa farið alltof seint að sofa, ekki gott fyrir útlitið:)
3. MSN, það er alltaf að detta út og maður verður náttlega bara fúll þegar það gerist.´

Í dag mæli ég með:

1. Að vera innandyra, veðrið er ekki einusinni til umræðu.
2. MSN, á meðan það er inni, er það náttlega bara ÆÐISLEGT:)
3. Fara í klippingu á Tony and Guy, það er dýrt en hverrar krónu virði.
4. Ceramik sléttujárni, þú ert ekki gella nema þú eigir svoleis grip.

Jæja, ætli ég haldi ekki bara áfram að gera ekki neitt.... Knús og kossar

Hrafnhildur
Portrett módel í leikskólaleikjum

9. Mars 2004

Jæja, haldiði að hún góðvinkona mín Leoncie sé ekki bara farin að væla enn eina helvítis ferðina enn, eigum við að ræða þetta???? Nú er hún farin að arga það í öllum fjölmiðlum að prúðmenni íslands, hann Jón Ólafs, sé rasisti og uppfullur af kynþáttafordómum vegna þess að þegar hann var með Pál Óskar í þættinum sínum, og var að sýna dúettaklippur, sagði hann að dúettinn sem Palli og Leoncie sungu saman væri ekki með af því að hann væri með kynþáttafordóma.... og fór svo líka bara að hlæja eins og öll þjóðin hefur gert með honum. Þetta er náttlega bara brandari sem fáklæddi trúbadorinn af suðurnesjunum hefur kallað yfir sig með öllum þessum ásökunum sínum í hinar ýmsustu áttir. Ég hef sagt það áður, og veigra mér ekki við að segja það aftur að eina manneskjan sem er með kynþáttafordóma í öllum þessum umræðum er okkar "heittelskaða" Leoncie. Hún er svo upptekin af litarhætti sínum og uppruna (sem hún er greinilega ekki lítið viðkvæm fyrir), og því að verja sig fyrir kynþáttafordómum sem gætu komið upp í framtíðinni þar sem þeir eiga sér svo sannarlega ekki stað í þessu tilfelli, að hún er ekki alveg að fatta það að það eina sem er verið að setja út á í hennar fari er sú hljóðmengun sem hún gengur svo langt að kalla "tónlistina" sína.

Og hvernig ætlast hún til þess að sársaukinn sem hún brennir á diska sé spilaður í Íslensku útvarpi þegar hún er búin að drulla yfir hverja einustu útvarpsstöð í landinu opinberlega. Ef ég myndi vilja fá mína tónlist spilaða í útvarpi, færi ég frekar þá leiðina að senda blóm og konfekt með demóinu, frekar en hótunarbréf undirritað af Keflvískum lögmanni, en það er náttlega bara ég, ég veit ekki hvernig þau gera það þarna í Indlandi- kannski senda þau demóin bundin utan um hálsinn á beljum- hverjum er annars ekki sama..... Allavega, Leoncie, ef þú ert að lesa þetta væna mín, þá hef ég verið að fylgjast svolítið með þessari baráttu þinni gegn kynþáttafordómum í íslensku tónlistarlífi og finnst hún frekar vonlaus þar sem þeir einfaldlega fyrirfinnast ekki.... Þú ert ekki tilnefnd á okkar -eins og þú kallar þau- alhvítu tónlistarverðlaunum, einfaldlega af því að þú ert ekki að semja tónlist sem er þess virði að verðlauna, það er bottomlænið. Og þar sem ég hef fylgst aðeins með veit ég að ef þú ert að lesa þá átt þú eftir að drulla yfir mig í fjölmiðlum íslands. Það er bara allt í lagi, þá kannski fara bara fleiri að fylgjast með blogginu mínu he he.....


Hrafnhildur
Sár fyrir hönd Jóns Ólafs

þriðjudagur, mars 09, 2004

9. Mars 2004

Dávíður minn fagri kíkti til mín í gærkvöldi og ég smeygði mér í einum grænum í hárgreiðslukonugerfið mitt. Hann vildi endilega að ég setti í hann strípur, og ég held að ég hafi aldrei hlegið jafn ofsakennt eins og þegar kauði smellti á sig stípuhettunni sem fylgdi með. Þetta var svona hvít og svört "amish gone bad" smalastúlkuhúfa með reimum undir hökuna og litlu sætu deri. Þegar ég var svo búin að draga lokkana í gegnum götin á hettunni leit greyið litli homminn minn út eins og brjálaði vísindamaðurinn sem allir eru að tala um. Hláturkastið versnaði svo þegar hann þvoði strípuefnið úr, þar sem hann var orðinn ljóshærðari en boðari alls hins góða í heiminum. Endilega ef þið viljið setja í ykkur strípur, ekki tala við mig, ég höndla þetta greinilega ekki:)

En haldiði ekki að Krumminn sé að fara á blænd deit í kvöld:) Já það virðist vera að hann Stebbi minn Panda hafi verið farinn að hafa áhyggjur af þessu deitleysi hjá dömunni þannig að hann laumaði bara númerinu mínu að vini sínum og ég er semsagt að fara að hitta hann í kvöld, er orðin solltið spennt bara, hef aldrei farið á blænd deit (er annars kaffihúsahittingur ekki deit? ég er frekar blaut á bakvið eyrun í þessum málum *roðn*). Það er alltaf gaman að kynnast nýju fólki:)

Jæja, vona að þið hafið það jafn gott og ég elskurnar.... lovv jú böns.

Hrafnhildur
Hárgreiðslumeistari

mánudagur, mars 08, 2004

8. Mars 2004

Helgin var frekar skemmtileg svo ekki sé meira sagt. Ég, Harpa og Sigrún vorum með stelpukvöld og þemað var mínípils, brjóstaskorur og leðurstígvél. Við byrjuðum á því að elda kíló af humar og vorum ekkert rosalega dömulegar þegar við gúffuðum í okkur, og já, okkur tókst skvo að klára heilt kíló og fórum létt meðða. Eftir matinn kíkti Gígja á okkur og seinna komu svo Maggi og Fannar og fylltu íbúðina af testesteróni. Eftir þetta skrolluðum við niður á Sólon og dönsuðum af okkur nokkur kíló.

Svo kom gærdagurinn skemmtilega á óvart með lágmarks þynnku, sem var einstaklega ánægjulegt, og ég fór með Hörpu (sem var bæ ðö vei ekki kannski alveg í sínu besta ástandi) heim til hennar upp á kjalarnes og við kepptumst við að senda myndarlegum karlmönnum sms (hvernig gekk deitbransinn fyrir sig fyrir tíma sms og msn, ég bara spyr???). Í gærkvöldi var svo tekið nett gúff á Culiacan, ég gekk svoleiðis fram af Rakeli minni þegar ég tróð stærstu burrító heims ofan í mig á núll-einni og fór létt með það.

Eyddi svo gærkvöldinu í að reyna að horfa á Pirates of the Caribbian en þar sem síðdegisþynnkan var alveg að kikka inn, þá gafst ég upp.... Klára hana seinna bara...

Hrafnhildur
Í leðurstígvélum og mínípilsi

föstudagur, mars 05, 2004

5. Mars 2004

CWINDOWSDesktopPowerRangeres.jpg
Power Rangers Movie!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla


5. Mars 2004

Mig langar að byrja þessa færslu á að tilkynna netheimum það að móðir mín er hetja aldarinnar, þeir sem þekkja forsöguna vita af hverju.

Krummi litli skellti sér í meikóver í morgun. Ég fór seinast í litun og klippingu 30 desember á hárgreiðslustofunni kúnst á sjípriverhúkk og sú greiðsla var orðin frekar úfin og úr sér vaxin, þannig að ég ákvað að taka þetta með trompi og skellti mér á Tony and Guy. Ég sé hálfpartinn eftir því þar sem að þetta er dýrasta stofan í bransanum og nú er ég með svo ógisslega flotta klippingu, að annað eins hefur ekki sést síðan Jennifer Aniston tryllti lýðinn hérna um árið. Stelpur: ef ykkur langar að líta vel út, og fara til manneskju sem virkilega hefur áhuga á því sem hann er að gera og nostra við ykkur, farið þá á Tony and Guy og pantið tíma hjá honum Dóra, þessi elska er undrabarn. Þó að það sé horbjóðslega dýrt að fara þangað, þá er það þess virði og ég fer ekkert annað hér eftir, nema náttlega Dóri fari að vinna einhversstaðar annarsstaðar, þá elti ég hann eins og villti stalkerinn sem ég er..... Ég og Harpa erum báðar nýklipptar eftir hann og gott ef við erum ekki bara heitustu skutlurnar á svæðinu. Það voru allavega nokkrir sem snéru sig úr hálsliðnum í dag í kringlunni, við að horfa á eftir okkur.

Eníhú... Það er meidjör stelpukvöld á teikniborðinu fyrir annað kvöld. Ég, Harpa og Sigrún ætlum að hittast heima hjá mér og elda okkur heilt kíló af humri (dugar skvo ekkert minna í skoltana á banhungruðum megabeibum) og sötra rauðvín með, og svo verður bara tjillað og haft gaman áður en stefnan verður tekin á Sólon, þar sem við ætlum að trylla mannskapinn (ef þið viljið finna mig þá verð ég dökkhærða skvísan í bleika mínípilsinu). Það verður skvo gaman. Og takmarkið er svo að verða ekkert þunn á sunnudaginn (sé það alveg gerast....)

Allavega, sorrý bloggleysið seinustu daga, vona að þið séuð ekki búin að gleyma mér á þeim tíma:) Lovv yall tú bits end píses. Svona til að enda þessa færslu þá langar mig að benda ykkur á að ýta á þennan link og þá vitiði í hvaða skapi ég er þessa dagana:) Hækkiði í hátölurunum og njótið vel, þetta er BARA endalaust dúllulegt.....

Hrafnhildur
Having a good hair day

þriðjudagur, mars 02, 2004

1. Mars 2004

Dagurinn í dag var náttlega bara ekki alveg að gera sig... Hlandvitlaust að gera í vinnunni, og ekki einusinni einn sætur strákur sem lífgaði tilveruna með nærveru sinni í annars freðýsulegri símabúðinni- Vott is ðiss vörld kommíng tú ég bara spyr????

Annars bjargaði Harpan alveg deginum með því að draga mig með sér út á "lífið" (dauðann öllu heldur) í kvöld. Við byrjuðum á því að fara á Pizza hut og gúffuðum í okkur heilu helvíti af brauðstöngum og barbekjú kjúklingavængjum og plönuðum meikóver og átfitt fyrir árshátíðina sem styttist óðum í. Eftir það tókum við ótrúlega hreint marga rúnta um miðbæinn og hlustuðum á útvarpið sem var ansi kenjótt, slökkti á sér þegar því hentaði og kveikti svo bara aftur þegar því hentaði. Ég beið í allt kvöld eftir að heyra nýja uppáhaldslagið mitt- hey mama með black eyed peas (það náði að þruma henni Kelis minni úr toppsætinu). Það endaði með því að ég hringdi á kiss fm og bað útvarpsmanninn allnáðasamlegast að spila lagið fyrir mig og hann var ekkert nema elskulegheitin og lofaði öllu fögru, en haldiði að bölvaður hnakkinn hafi ekki bara offað mig svona svakalega og kvaddi bara stuttu seinna.... ekki búinn að spila einn tón úr laginu mínu!!! En fyrst ég á að vera offuð á annað borð, er þá ekki bara alveg eins gott að það sé forsætisráðherra FM hnakkanna sem geri það:)

Hrafnhildur
Hey mama!!!