29. Febrúar 2004
Orð dagsins:
Hlunkapusa= Feitlagin kona.
Við sjáum dæmi:
Hún Dóra er nú orðin frekar mikil hlunkapusa, hún ætti að fara að slaka á í þynnkufæðinu.....
Svona verður maður nú margs vísari af því að fletta í gegnum orðabækur:)
Ég smellti mér á öldurhús borgarinnar á föstudagskvöldið. Gleðin byrjaði á Glaumbar þar sem þjónustuverið var með getttúgeðer og leyfðu þau litlum einmana spörfugli (mér audda) að fljóta með. Eftir heljarinnar dans á annars galtómu dansgólfinu á glaumbar færðum við (ég, Bergrún og Arna) okkur yfir á Sólon, en þar voru einstaka hræður á stangli og ekkert fútt í liðinu. Sú stemmning var ekki alveg að halda athygli okkar þannig að við fluttum okkur yfir á Felix þar sem við skókum okkar nicely shaped rassa af miklum móð. Ég komst samt alveg að því að ég þarf að fá smá kennslu í djammi, þar sem ég stóð mig að því undir það síðasta að vera farin að fantasera um Nonna bita og ákvað því um tvöleytið að drífa mig bara heim, var ekki að nennissu.
En það var eitt sem ég uppgötvaði á föstudaginn, sem gæti meira að segja gert það að verkum að ég fari að drífa mig oftar út.... Það er byrjað að flytja bacardy breezer watermelon til landsins!!!! My god hvað þetta er bara einn besti drykkur sem ég hef smakkað. Ég komst á lagið í Lundúnaborg, þetta var það eina sem ég drakk þar, og svo smyglaði ég nokkrum flöskum með mér heim og treinaði þær í marga mánuði og er búin að láta mig dreyma blauta drauma um þennan drykk síðan, en nú er sko biðin á enda herrar mínir og frúr, nú verður skvo skálað í bleiku:)
Jæja, ætla að halda áfram að gera ekki neitt og bíða eftir Óskarnum....
Hrafnhildur
With a breeze of watermelon
Krummi litli....
sunnudagur, febrúar 29, 2004
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
25. Febrúar 2004
Ég mótmæli fyrir hönd allra þeirra sem vinna við afgreiðslustörf á öskudaginn (segið frekar dag djöfulsins)!!! Ef ég heyri fokkíng "hafið bláa hafið" einusinni enn, þá þarf allavega ekki að mála glóðarauga á eitthvert barnið.... Ég er búin að þurfa að þola margar og misjafnlega ILLAR útgáfur af þessu lagi, og nokkrum öðrum klassískum öskudagslögum í dag. Litlir, feitir og frekir hallærislega grímubúnir krakkaormar buna út úr sér ógeðisútgáfum af þjóðlagaslögurum og heimta nammi fyrir. Reyndar tók síminn sig til þetta árið og gaf boli og blöðrur í staðinn fyrir nammi, sem kom sér sossum ágætlega þar sem helmingurinn af þessum blóðþyrstu dægurlagasöngvurum snéri við í dyrunum þegar þau heyrðu það, og fleiri urðu heldur betur vonsviknir og samkvæmt verslunarstjóra Og vodafone eru þeir með nokkra símaboli á lager sem krakkarnir gáfu þeim (*íllgirnislegur hlátur*). Undir það síðasta var ég farin að gefa krökkunum blöðrur í tugatali fyrir það eitt að steinhalda kjafti.
Ég verð nú samt að taka það fram að þessir krakkar sem fóru svona í taugarnar á mér eru þeir sem eru á aldrinum 8-13 ára, þau eru frek, leiðinleg og í ljótum búningum. Þau sem voru undir þeim aldri voru gott ef ekki bara dúlluleg og fengu að launum frá mér geislandi bros og aukaskammt af blöðrum. Ég verð líka sérstaklega að tala um einn dreng sem gjörsamlega heillaði mig upp úr skónum. Hann hefur kannski verið 12 ára og var greinilega Kalli Bjarni. Hann tók lagið "sommertime" sem Kalli söng í áheyrnarprófinu, og ég sver það að ég var við það að fara að gráta, þetta var svo fallegt hjá honum. Mig langaði til að faðma hann að mér, fara með hann niður í sjoppu og kaupa handa honum fullt af nammi fyrir að bjarga deginum svona fyrir mér. Litli strákur sem var Kalli Bjarni: Þú ert æði og ef þú kemur aftur í símabúðina í kringlunni, viltu þá syngja aftur fyrir mig Prittí plís!!!!
Annars er ég búin að komast að því að ef Ísland væri minna þá væri það Surtsey. Það er verið að reyna að fixa mig á deit með strák sem ég hef ekki hitt, og náttlega sagði Magga vaktapartner það í morgun.... Haldiði að kauði sé þá ekki bara bróðir stráksins sem Maggi er að leigja með!!!!!! Eigum við að ræða þetta!!!! Þetta er náttlega bara stjarnfræðilega fyndið:)
Jæja, Amerikas next top model er að byrja, gotta gó.
Hrafnhildur
Öskureið á öskudaginn
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
24. Febrúar 2004
Sweer mother of mercy!!! Ef þetta er ekki djók, þá þurfa hollendingar ekki að hafa miklar áhyggjur af því að vinna World Idol þetta árið, þó að þetta sé móðir alls þess sem er fyndið í heiminum, þá er þetta sorglegt, SORGLEGT SEGI ÉG!!! Er hægt að velja saman jafn mikið að fólki sem syngur svona illa!!! Endilega takið eftir litla dansaranum, hann heldur svo sannarlega að hann sé endalaust kúl.... greyið.....
Ég átti endalaust ánægjulegt gærkvöld. Ég fékk vin minn, hann Jóhann Frey í mat til mín, en ég hafði ekki séð kauða í átta ár, og við gúffuðum í okkur burritos og svo töluðum við og töluðum lahahaaangt fram á nótt. Það var bara eins og við hefðum hisst seinast í gær, þetta var rosalega gaman og ég hef það sko alveg á tilfinningunni að honum verði boðið í mat aftur:)
Annars er ég þessa dagana á höttunum eftir deiti á árshátíðina, ég sé enga ástæðu til að mæta alein og klædd í mitt fínasta púss, þannig að strákar, endilega ef þið hafið áhuga á að eskorta mig á árshátið símans þann 13 mars, endilega setjið nafn og símanúmer í kommentakerfið og ég mun hafa samband við ykkur og bóka ykkur í viðtal:)
Hrafnhildur
Aumingja Hollendingarnir...
mánudagur, febrúar 23, 2004
23. Febrúar 2004
Ég lá í verstu þynnku dauðans í gær og horfði á Bridget mína Jones. Það er sorglegt hvað ég get samasamað mig með henni, það liggur við að ég hafi smellt Celine á fóninn og tekið "all by myself" með trompi eins og vinkonan gerir í byrjun myndarinnar. Ég var eimmitt í þeim fílíngnum að mig vantaði svo einhvern karlmann til að halda utan um mig og kúra með mér, en rúmið mitt glotti bara í áttina að mér, tómt og óhugnalega karlmannslaust eins og vanalega. Þetta er náttlega bara ósanngjarnt finnst ykkur ekki??? Ég ætti kannski að fara að halda dagbók eins og hún:)
Laugardagskvöldið: Ekki eins skemmtilegt og það átti að vera. Byrjaði reyndar rosalega skemmtilega, Davíð, Rakel og Harpa kíktu í heimsókn og við hituðum okkur upp og drifum okkur svo upp í brautarholt þar sem mannskapurinn var samankominn. Eitthvað hefur bjórinn farið ílla í mig þar sem ég var komin heim rétt upp úr 2 lyklalaus, símalaus og allslaus. Sem betur fer var Davíð minn með lykla að íbúðinni minni og hann kom og opnaði fyrir mér. Í gær var ég svo alveg á bömmer yfir því að vera búin að týna símanum mínum, sem ég elska og dái, en þá kom í ljós að Jónína, minn kæra samstarfskona, var með allt draslið mitt og ég endurheimti símann heilu og höldnu:) En eitt er víst að ég ætla aldrei- ALDREI aftur að halda upp á 24ra ára afmælið mitt!!!!
Jæja, ég er að hugsa um að þruma mér í ljós....
Hrafnhildur
Hin íslenska Bridget Jones
laugardagur, febrúar 21, 2004
21. Febrúar 2004
Hún á ammælí dag, hún á ammælí dag, hún á AAAAMMMMÆÆÆÆLLLLÚÚÚN É-EG, hún á ammælí dag.
Hafið það gott í dag ástarenglarnir mínir, ég veit að ég ætla að gara það:)
P.S
Elsku dúllan mín, hann Gummi Jó ætti að geta brosað núna fyrst að linkurinn hans er kominn inn;)
Hrafnhildur
Ammælisbarn
föstudagur, febrúar 20, 2004
20. Febrúar 2004
Jæja, eigum við eitthvað að ræða þann viðbjóð að eftir nokkra klukkutíma verð ég orðin ráðsett 24ra ára gömul kona??? Heldiggi.
Allavega, haldiði að Krummi litli hafi ekki bara smellt sér í neglur í gærkvöldi!!! Ótrúlega gott career move þar sem ég er að vinna við það að pikka inn á tölvur og það er bara alveg hreint ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera að pikka með 29 sentimetra langar neglur. En þetta er ógisslega flott og það er það sem skiptir mestu er þaiggi??? Ef það eru óeðlilega margar stafsetningavillur í þessari færslu megiði skrifa það á klærnar. Ég held bara hreinlega að ég sé að verða gella:) Búin að fara í sextánþúsund ljósatíma, búin að kaupa mér fullt af fötum og komin með neglur, þannig að núna vantar mig bara einn myndarlegann FM hnakka á flottri drossíu til að hafa á kantinum og þá er sko verið að kötta krappið!! Ætli ég reyni ekki bara að veiða einn gúdlúkkíng annað kvöld, eða eins og hún Ásgerður mín sagði: Bara að henda út netinu og svo bara að þruma undirmálsfiskunum útí aftur;)
En talandi um annað kvöld!!!! Eins og hefur varla farið fram hjá neinum þá held ég upp á tvítugsafmælið mitt á morgun (já, eða 24ra eða eitthvað, maniggi....) og það vill svo vel til að símabúðirnar á höfuðborgarsvæðinu eru að halda partý...... Á AFMÆLINU MÍNU:):) Ekki amalegt að fólk taki sig bara til og leigi sal, bjóði upp á áfengi og tilbehör á ammlinu mínu, og ég þarf ekki að borga krónu. Mikið rosalega verða rasskinnarnar djammaðar af skal ég segja ykkur, mér er slétt sama þó að allir aðrir eigi eftir að hrjóta af leiðindum, þið eigið eftir að finna mig í stemmara ársins einhversstaðar þarna inni, og í þetta skipti verða sko engar áhyggjur af þynnkunni morguninn eftir. Nei ónei ég ætla ekki einusinni að spá í það.
Kannski ég hendi inn einni lítilli færslu á morgun í tilefni aldursins, ef það verður lítið að gera í vinnunni (já manni er þjösnað út á afmælisdaginn sjálfann, að hugsa sér!!), þangað til þá..... lovyall to bits and pieses.
Hrafnhildur
FM hnakkagæra
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
18. Febrúar 2004
Var að taka til í linkunum hjá mér, henti út lötu bloggurunum (já þið verðið þá bara að byrja að blogga aftur ef þið viljið vera þarna) og bætti einhverjum við....
Ég ætla að byrja á því að óska góðvini mínum, honum Ómari Smiþþ til hamingju með ammlið í gær, til hamingju fallegi maður:)
Það er aldeilis að ég er búin að strauja debetkortið í dag... úff, ég held að ég hafi óverdósað á fatakaupum í bili... DJÓK!!! En allavega, ég keypti mér átfitt fyrir dag hinna miklu aldurhnignunar sem rennur upp á laugardaginn (why, oh why harði heimur), keypti ógisslega flott pils og korsilettutopp við það og bleikustu assesorís sem ég hef nokkurntímann komið höndum yfir. Svo keypti ég mér ógisslega flottar Punk Royal gallabuxur og litríkustu peysu norðan miðbaugs, þannig að fataskápurinn minn er vel saddur núna, og innkaupagyðjan í mér búin að fá fylli sína í bili.
Planið í kvöld er að fara í heimsókn til Sæunnar minnar yndislegu matmóður og hún ætlar að baka handa mér ammrískar pönnsur og ef ég þekki okkur rétt eigum við eftir að gúffa okkur út af pönnsum, flótandi í smjöri og sírópi þangað til við fáum ógeð á sjálfum okkur. Þetta er náttlega bara það besta sem hægt er að setja ofan í sig....
Nennisiggi
Hrafnhildur
Tískufrömuður
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
17. Febrúar 2004
Alltaf gaman að vera netverji:) Er búin að kynnast stórsniðugum strák frá Egilsstöðum... já það býr víst fólk þar líka.... sem gengur undir nafninu Lubbi í netheimum, en í hinum raunverulega heimi þekkist hann sem Björgvin AKA ofurskáldið. Búin að vera að spjalla við hann á MSN (hvar værum við, ó harði heimur, ef við hefðum ekki msn???) og líkar bara vel við piltinn:)
Þó að það sé nú seint í rassinn gripið og mestu öldurnar að lægja, langar mig aðeins til að tala um Janet Jackson/Justin Timberlake senaríóið sem átti sér stað á súperbólinu. Hvað er að ameríkönum?? Þeim finnst allt í lagi að sýna fréttaskot af amerískum hermönnum skjóta Írak í spað og gönnfæt á bensínstöðvum, en ef ein lítil tútta sést í óritskoðuðu sjónvarpi þá verður allt gjörsamlega vitlaust!!! Sjónvarpsstöðvar og stórstjörnur afsaka sig í bak og fyrir og neita fyrir aðild að þessu stórfenglega siðleysi sem átti sér stað og seinka öllum "læf" útsendingum um fimm mínútur til að koma í veg fyrir að hrottaskapur af þessari gerð verði festur á filmu aftur. Svo er Janet greyið úthýst frá Grammy á meðan Justin er verðlaunaður í bak og fyrir!!! Mér er spurn... Hver reif af henni klæðisdrusluna sem huldi þessa skaðlegu og óhugnalegu litlu geirvörtu??? Var það ekki Justin?? Þannig að þetta er allt honum að kenna, að mínu mati. Og svo skulum við nú ekki einusinni byrja að tala um kvensniftina sem kærði Jacksonsystirina fyrir þetta athæfi, vegna þess að henni var gróflega misboðið, og hlaut varanlegann skaða af.... Hún er semsagt ein af þeim konum sem hefur aldrei horft í spegil ber á ofan!! Ég hef oft verið ber á ofan og horft í spegil, og hef aldrei hlotið varanlegann skaða af, mér finnst meira að segja bara soldið gaman að sjá tútturnar á mér í speglinum, en það er kannski bara af því þær eru flottar:) Kannski byggist sá skaði, sem þetta konugrey hlaut af þessu, á því að Janet er með flott brjóst en kerla með uppþornaða tepoka, og hún hafi verið minnt á það að hún væri ekki meira en þurrkunta on a bad day....
Æji ég nenni eiginlega ekki velta mér meira upp úr þessu. Bottomlænið er að Ameríkanar eru heimsk þjóð og hana nú!!!
Óver end át
Hrafnhildur
Hneyksluð á hneyksluðum þurrkuntum
sunnudagur, febrúar 15, 2004
15. Febrúar 2004
Valentínusardagurinn hjá mér er einn sá sorglegasti sem sögur fara af síðan mælingar hófust... Ég var að vinna frá 10 til 18 og var sótt af tussuskáldinu mínu, honum Davíð og við fórum á Krua Thai og gúffuðum okkur út af djúpsteiktum rækjum, ekkert rosa rómó kannski, en ég fór þó út að borða.... Eftir það fórum við heim og tókum okkar daglega sígarettu og slúðurmaraþon. Eftir að Davíð yfirgaf mig kom Anný að sækja símann sem hún var að kaupa af mér (jamm tæknitrukknum var skipt út fyrir hinn svokallaða tækniBÚLLDÓSER) og var hjá mér til rúmlega tíu, og þá staulaðist ég bara í rúmið... klukkan tíu, TÍU SEGI ÉG!!!! Og þá spyr ég í sakleysi mínu: Hvar voru allir karlmennirnir sem ætluðu að gefa mér rós? Hvar voru allir karlmennirnir sem ætluðu að bjóða mér rómó út að borða? Hvar voru allir karlmennirnir sem ætluðu að bera mig á höndum sér eins og ég væri eina konan í heiminum?? Allavega ekki hangandi á þröskuldinum hjá mér get ég sagt ykkur!!
Það er nú reyndar ósköp einföld skýring á því hversvegna ég var farin svona snemma að sofa. Ég var andvaka til 6 á föstudagsnóttina og vaknaði klukkan 8 þannig að ég var orðin andvana af svefnleysi, annars hefði ég farið út á djammið eins og stóð til hehe.
Deginum í dag eyddi ég svo með vinkonu minni í rannsóknarvinnu fyrir verkefni sem við erum að vinna um sérstakt afþreyingarefni. Við skemmtum okkur konunglega við að skoða hin ýmsustu afbrigði þess og fundum út hvernig útfærslu okkur líkar best við.... Gaman að eyða frítímanum í spennandi hluti:)
Svo er mál málanna: Bloggarar Íslands ætla að sameinast 6. mars næstkomandi (ef ég fer með rétt mál) í einu allsherjar partýi og mun þemað vera "Pimp's and ho's". Ég hlakka alveg hellíng til og verður gaman að sjá andlitin á öllu þessu fólki sem maður er farinn að þekkja út og inn.. Það er heldur ekki leiðinlegt að það sé svona þema, mér finnst alltaf gaman að klæða mig upp, vona bara að þemað verði ekki afturkallað á seinustu stundu og ég verði sú eina sem mæti í pleibojbönníátfitti eins og vinkona mín og þjáningarsystir, hún Bridget Jones.
Jæja, loppufar mitt komið inn á veraldarvefinn enn einusinni, þúsund kossar til ykkar allra (hvort sem þið gáfuð mér rós í gær eða ekki....)
Hrafnhildur
Gyðja heilags Valentínusar
föstudagur, febrúar 13, 2004
13. Febrúar 2004
Tribute to the loved ones....
Í tilefni þess að valentínusardagurinn er á morgun (og ég bæ ðö vei ekki komin með deit, strákar kommmaaahhhh sooohhhh) ákvað ég að gerast smá væmin og deila með bloggheiminum hverjir það eru sem standa mér næst og ég elska skilyrðislaust, þannig að þið FM hnakkar sem þolið ekki smá tilfinningasemi getið bara hætt að lesa núna, en mér finnst þetta fólk eiga það skilið að ég tali aðeins um það.
Mamma og pabbi:
Ég ætla að byrja á mikilvægasta fólkinu í lífi mínu, þau eru yndisleg, bæði tvö og ástæðan fyrir því að ég tala ekki mikið um þau á blogginu er einfaldlega sú að þá myndi ég bara brotna niður og gráta, af því ég sakna þeirra svo. Ég elska ykkur bæði alveg ótrúlega mikið:)
Margrét, Röggi og Rebekka:
Margrét og Röggi: þið eruð náttlega bara æðisleg og gáfuð mér stærstu gjöf sem nokkur hefur einhverntímann gefið mér, að vera viðstödd fæðinguna hennar Rebekku, ég elska ykkur fyrir það. Rebekka: það sem þú gefur mér bara með því að vera til, litla skinnið mitt. Þú ert litli gimsteinninn minn og ég gæti ekki lifað án þín, ég á alltaf eftir vera til staðar fyrir þig ástin mín, ég elska þig örugglega meira en mamma þín.
Enok minn:
Þú veist það best sjálfur að ef ég hefði þig ekki, þá væri ég annaðhvort dauð eða lömuð eða eitthvað þaðan af verra og þú veist af hverju. Að öllum öðrum ólöstuðum hefur enginn staðið með mér eins og þú hefur gert og ekkert í heiminum er mér mikilvægara en vinátta okkar. Viðlagið í My immortal með evanescense segir allt sem segja þarf um okkur:
When you cried I'd wipe away all of your tears
When you screamed I'd fight away all of your fears
And I held your hand through all of these years
But you still have all of me
Davíð og Sæunn:
Þið eruð bestasta besta fólkið mitt og gerið lífið þess virði að lifa því. Ég get ekki ímyndað mér lífið án ykkar, elska ykkur böns:)
Gígja og Guðný:
Vinkonurnar sem eru alltaf til staðar þegar ég þarf á því að halda og þið vitið að ég er það fyrir ykkur líka. Gerið heiminn að góðum stað:) Elska ykkur til tunglsins og aftur til baka.
Þetta er ss fólkið í innsta hringnum mínum. Þetta er fólkið sem heldur mér gangandi allann sólarhringinn og tekur allri vitleysunni frá mér með jafnaðargeði:) Ég vona að allir séu jafn lánssamir og ég að eiga svona hóp í kringum sig.
Síðan er náttlega fullt fullt af fólki sem mér finnst alveg rosalega vænt um, og þó að það hafi ekki verið nafngreint hérna, þá skiptir það mig ekki minna máli fyri það, þið vitið öll hver þið eruð.
Hrafnhildur
Uppfull af ást:)
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
12. Febrúar 2004
STÓRA spurningin???? Á ég að fara á sugarbeibs OG Korn, eða á ég bara að fara á Korn?? Ég er nú enginn huges Sugarbeibs aðdáandi, en systir mín er kannski að koma suður á tónleikana og Gígja vill endilega draga mig með sér á þá, þannig að það gæti orðið svona kvalití görls næt on ðö tán..... En svo er það Korn.. Mig er búið að langa til að fara á tónleika með Korn síðan ég heyrði fyrst lagið Daddy -littúl tjæææhhhææld, lúkkíng só prittí, komm át end plei, æll bí jor deddí- Úff þetta er svo flott lag mar, Korn eru sko bara hljómsveit sem kötta krappið og ég á alla diskana með þeim í lappanum. Verst að þeir eru nú kannski ekki hljómsveitin sem vinkonur mínar hafa áhuga á því að fara með mér á.... Kannski ég geri það bara að veruleika að exsjúllí hitta hana Mæju, þar sem ég veit að hana langar á þá, og fái að fljóta með henni.... Ég allavega veit að ég ÆTLA á þessa tónleika og sleikja fæturnar á Jonathan Davis, eða die trying!!!! Svo er Munky bara dúlla sem ég verð að berja augum og David Silveria er náttlega bara einn sá sætasti trommuleikari sem hefur gengið á meðal almennings. Jonathan verður líka svo GEÐBILAÐUR á sviðinu að það er bara eitthvað sem maður verður að upplifa allavega einusinni, ég hef exsjúlli séð hann fara að grenja þegar hann var að syngja á tónleikum einhverntímann. Sjitt hvað ég hlakka til, ætli tónleikahaldarar séu eitthvað í því að útdeila bekksteijdspössum.......
Ég er að fara að hitta hana Möggumínabest á morgun, við höfum nú bara varla hizzzt síðan við bjuggum saman á seljaveginum fyrr á öldinni, og það verður örugglega gaman að hitta hana og taka smá kaffislúður og búðarrölt:)
En allavega, kæri lesandi, nú vantar mig þína hjálp!!!! Endilega smelltu á kommentakerfið og segðu mér hvað ég á að gera... Fara á báða tónleikana eða liggja heima eins og roadkill þegar sugarbeibs verða og mæta svo svellköld á Korn:)
Hrafnhildur
Mjúkur þungarokkari
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
10. Febrúar 2004
Mér leiðist, hef ekkert að gera. Allir bloggarar í veröldinni eru búnir að gera lista um sjálfa sig þannig að ég ætla að gera það líka:
1. Ég heiti Hrafnhildur Viðarsdóttir
2. Ég er síngúl end lovíng itt
3. Ég er flörter dauðans
4. Ég bý ein
5. Ég get gert naflann á mér úthverfann
6. Mig langar að vera kikkes flugfreyja
7. Ég fíla klám
8. Ég reyki salem læts
9. Ég eyði alltof miklum peningum
10. Ég er underkover tölvunörd
11. Ég er hommahækja
12. Ég er ástfangin af lífinu
13. Ég er með sílíkon
14. Ég hata dóp
15. Ég fer alltaf of seint að sofa
16. Ég elska ástina
17. Hef samt ekki þolinmæði í hana
18. Mig langar að eignast barn
19. Samt ekki fyrr en eftir 5 ár
20. Mig langar að búa í útlöndum
21. Ég hef ekki stundað kynlíf síðan í desember
22. Mér finnst gaman að vera dömuleg
23. Ég fíla Dr. Phil
24. Líka Oprah
25. Ég er ljóðskáld
26. Ég er sturtusöngvari
27. Mig langar til að verða leikkona
28. Ég er rosalega lítil í mér
29. Ég fæ ljótuna allt of oft
30. Ég er óheppnari en allt
31. Mig langar að hitta Clay Aiken
32. Mér finnst karlmenn asnar
33. Ég elska vini mína
34. Ég elska fjölskylduna mína
35. Ég er að æfa mig í að vera egóisti
36. Hef látið aðra ganga fyrir sjálfri mér of lengi
37. Ég er fordómafull
38. En bara út í fordómafullt fólk
39. Ég er sár út í minn fyrrverandi
40. Mig langar að vinna í lottói
41. Ég ELSKA Alanis Morissette
42. Uppáhaldsmyndirnar mínar eru LOTR trílógían
43. Ég sef nakin
44. Ég geri stundum soldið heimskulega hluti
45. Mér líður best í skammdeginu
46. Ég er jólabarn
47. Ég er skófíkill
48. Ég er fatafíkill
49. Ég er dæjettkókfíkill
50. EN UMFRAM ALLT, ÞÁ ELSKA ÉG AÐ VERA ÉG!!!!
Hrafnhildur
Í hnotskurn
10. Febrúar 2004
Ég elska svona "settu inn nafnið þitt og ýttu á enter" síður. Ég fann hérna eina þar sem maður á að setja inn nafnið sitt og því er breytt í Gangsta name. Ég sló inn Hrafnhildur Viðarsdóttir, Hrafnhildur og Krummi. Við sjáum dæmi:
Hrafnhildur Viðarsdóttir AKA Gun Doggy Scratchy Nutz
Hrafnhildur AKA Supa Stank Ho
Krummi AKA Mad Cow Stank Ho
Eitthvað virðist gangsterum nú í mun að kalla mig Ho, en ég kippi mér nú ekki upp við það, sendi þeim bara puttann á meðan ég laga gettóblasterinn á öxlinni á mér:)
Hrafnhildur
Gun Doggy Scratchy Nutz
mánudagur, febrúar 09, 2004
9. Febrúar 2004
Þetta er svo sannarlega búið að vera "dagur hinna miklu ógeðisaugnablika". Bara svona til að starta þessum fagra degi, þá vaknaði ég ennþá þunn, með ljótuna í ofanálag- eins og ég elska nú þann inflúensufarald meira en lífið sem berst um í brjósti mér!!!! Jæja, ég ákvað nú samt að reyna að vera upbeat, og dreif mig bjartsýn af stað í vinnuna. Ekki tókst sem best að halda þessu bjartsýnisattítúdi, því að um hádegi var farið að myndast ofsaveðursský fyrir ofan hausinn á mér og ég var komin í fyrirtíðaspennufílínginn. Það mátti ekkert segja við mig, ekki einusinni hósta í áttina að mér, þá hvæsti ég eins og villiköttur á lóðaríi.
En kvöldið var aldeilis skárra skal ég segja ykkur. Hann Dávíður minn Purkhús kíkti til mín, og við vorum með ekta "stelpukvöld", fórum í sturtu (strákar, ekki segja mér að það borgi sig ekki að vera hommi hahaha), í sitthvoru lagi auðvitað, og plokkuðum á okkur augabrúnirnar á meðan við horfðum á sörvævor og reyktum gommu af salem læts- Ég elska hann Davíð minn meira en allt annað:) Hann náði að peppa mig upp úr þessu ógeðisskapi dauðans og nú hlakka ég til að vakna í fyrramálið, gera mig sæta (svo langt sem það nær, þar sem ég ætla nauðug að fara með gleraugun mín ljótu í vinnuna til að sjá eitthvað) og brosa framan í þessa fallegu tilveru mína:) (greinir maður einhverja geðhvarfasýki vera að myndast hhhmmmmm)
Annars bið ég ykkur bara vel að lifa, lovv yall
Hrafnhildur
Dr. Jekyll and Mrs. Hyde
sunnudagur, febrúar 08, 2004
8. Febrúar 2004
ÚFFFFFFFF þynnka sem kemur beint úr iðrum helvítis hefur verið að plaga mig meirihlutann af deginum. Hommalingurinn minn reyndar kom færandi hendi um fjögurleitið með guðsgjöf í formi 18" devitos pitsu sem var tekin og gúffuð á nó tæm, og það bjargaði nú einhverju, en mæ god, mér líður eins og einhver hafi keyrt átján hjóla trukki beint í andlitið á mér á nítíu kílómetra hraða!!!!
En gærkvöldið var alveg hreint ótrúlega gaman. Gígja (aka Giggsterinn haha) og Anný komu til mín og við sátum til 2 við mikla drykkju. Ég og Anný tókum smá flassbakk á það þegar við bjuggum saman og sungum af okkur our nicely shaped behinds í karókíinu í græjunum mínum, nágrönnunum örugglega til mikillar og ómældrar ánægju. Eftir það drifum við okkur niður á Felix, og náttlega það fyrsta sem ég gerði var að týna stelpunum, en það var allt í lagi þar sem minn elskulegi vaktafélagi, hann Maggi, var þarna í góðum gír með félögum sínum og leyfði mér að vera memm:) Ég skemmti mér alveg konunglega, og dansaði soleis úr mér allt vit, og var í svo miklu stuði að ég bara gat ekki staðið kjurr, og ég held að klukkan hafi verið að ganga sjö þegar ég loksins skrönglaði mér heim, alsæl og enginn sem elti mig í þetta skipti hahaha.
Jæja, ætla að njóta þess að vera ofurþunn og liggja uppi í rúmi eins og roadkill þangað til Grammy byrjar.
Hrafnhildur
Ekki alveg sú ferskasta
laugardagur, febrúar 07, 2004
7. Febrúar 2004
Ég fann þessa skemmtilegu leit út frá síðunni hennar Guðnýjar minnar. Maður slær inn nafnið sitt og ýtir á enter, og voila, þú færð að lesa það sem "þau" hafa að segja um nafnið þitt. Ég sló inn Hrafnhildur og fékk þessar niðurstöður:
hrafnhildur is for those of you
hrafnhildur is a native of reykjavík
hrafnhildur is an elegant looking light
hrafnhildur is also a singer
He he gaman að þessu:)
Hrafnhildur
An elegant looking light
7. Febrúar 2004
Föstudagskvöld í borg óttans.....
Gærkvöldið var alveg ógeðslega skemmtilegt.... allavega þangað til í bláendann... Davíð, Gígja og Enok komu til mín og horfðu með mér á Amerikan Idol og svínasúpuna. Enok var á leiðinni á djammið og sötraði bara bjór á meðan við sötruðum te og horfðum á Simon rakka niður heilasteikta ameríkanana. Rétt áður en Enok fór, ákvað ég bara að skella mér með honum og smellti mér í djammgallann. Við fórum á keltikk kross, og hittum Fríðu, kærustu Enoks, Sveinbjörn, Guðrúnu Árnýju og vin þeirra sem heitir Gaui, sem bæ ðö vei er mesti pure breed snillingur sem ég hef hitt í langann tíma, og svo hitti ég hann Erling minn, sem var alveg að missa sig yfir toppnum mínum:) Undir það síðasta vorum ég og Enok orðin ein eftir og við smelltum okkur bara á þetta líka stórglæsilega trúnó (jafnvel þó að áfengisinnbyrðing mín hafi ekki verið meira en 3 bjórar...), og mér fannst það alveg æðislegt:) Enok, ég elska þig alveg til dauðadags og langt fram í næsta líf!!! Svo kom Fríða og splittaði okkur upp rétt áður en við vorum farin að grenja yfir því hvað við værum frábær og æðisleg, og þau fóru heim. OG ÞÁ TÓK VIÐ DAUÐANS ALVARAN!!!! Ég rölti mér í rólegheitunum af stað heim, og fljótlega fór ég að taka eftir einhverjum viðbjóðsmanni sem greinilega hafði verið að bryðja eitthvað sterkara en fjölvítamín þetta kvöldið, og hann var byrjaður að elta mig og kalla eitthvað á eftir mér. Mér var nú alveg hætt að lítast á blikuna og þorði ekki að fara ein út út bænum og inn á vesturgötuna, þannig að ég snéri við og fór inn á Nonna. Það tók mig örugglega 40 mínútur að fá afgreiðslu þar, og ég var hin hressasta bara þegar ég kom út aftur, en nei... Þá hafði viðbjóðurinn bara tekið sig til í þolinmæði sinni, og beðið eftir mér fyrir utan allann þennan tíma, í fimbulkuldanum og ætlaði greinilega að taka upp fyrri iðju sína við að elta mig. Ég var orðin svo DAUÐSKELKUÐ að ég tók bara til fótanna og malbikið gjörsamlega krullaðist upp undan pinnahælunum alla leiðina heim. Ég meira að segja hljóp svo hratt að tappinn neðst á öðrum hælnum datt undan honum. Ég náði nú samt greinilega að hrista fíflið af mér því ég horfði út um gluggann allan tímann sem ég gúffaði í mig Nonnanum og sá ekki glitta í horbjóðinn. Svona getur það nú verið að búa í borg óttans get ég sagt ykkur......
Svo eru bæði Anný og Gígja að reyna að draga mig út á lífið í kvöld og það er nú bara spurningin hvort maður bregði bara ekki undir sig betri hælnum (þessum sem er ennþá með tappa neðan á) og máli bara bæinn í blómamynstri í kvöld. En trúið mér, ég ætla ekki að labba ein heim, mér er sama hve nálægt miðbænum ég á heima, ÉG TEK TAXA HÉR EFTIR!!!!!
Bið að heilsa ykkur í bili
Hrafnhildur
Hrædd lítil sveitastelpa
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
5. Febrúar 2004
Ég fékk rosalega fallega kveðju inn í kommentakerfið mitt í dag:
Hmmmm.... Er það ekki
Hrafnhildur Viðars - uppáþrengjandi tussa!! Sumir ættu að kannast við þetta.
XXXXXXXXX
Ég vil bara byrja á því að þakka þessari manneskju hlý orð í minn garð:) Næst vil ég vekja athygli á hugrekki þessarar sömu manneskju að skilja nafnið sitt eftir skýrt og skorinort í hástöfum, til þess að ég gæti gengið upp að henni/honum og útvarpað áliti mínu á þessu hugumdjarfa uppátæki hans/hennar.
Það er eitt sem ég skil reyndar ekki við þetta allt saman. Ég er auvíaslí rosalega uppáþrengjandi, en hvað finnst ykkur um að manneskja sem greinilega hatar mig, gefi sér eksjúlí tíma til að henda upp síðunni minni og lesa hana? Ekki nóg með það, heldur finnst henni/honum áríðandi að ég fái það á hreint hvað ég er uppáþrengjandi, svo við gleymum nú ekki því smáatriði að ég sé tussa!!! Mér finnst sú athöfn öll frekar uppáþrengjandi heldur en hitt..... Þar sem ég er ekki kölluð Hrafnhildur Viðars, heldur Hrafnhildur eða Krummi, af vinum mínum hérna fyrir sunnan, þá dreg á þá ályktun að þessi manneskja sé ein af "hötum og niðurlægjum Hrafnhildi Viðars" klíkunni, sem lifði vel á Króknum þegar ég bjó þar, en það er nú bara grunur. Ég verð nú bara að fá að svara fyrir mig með því að ég á sterkann, góðann og öflugann vinahóp sem ég elska meira en allt, og þeim finnst ég nú ekki vera neitt uppáþrengjandi, heldur sækja þau í það að umgangast mig. Ég nýt þeirrar blessunar að vera elskuð skilyrðislaust af mínum nánustu og elska þau meira til baka, og þar af leiðandi hef ég ekki mikla þörf fyrir að fara inn á internetið með þeim tilgangi einum að rakka aðra niður, enda hef ég enga ástæðu til að vera afbrýðisöm út í það sem aðrir hafa, ólíkt honum/henni xxxxxxx okkar kurteisu og elskulegu. Já mér finnst nefnilega svona komment gefa það til kynna að þessi manneskja öfundi mig af einhverju, og ef svo er, láttu mig vita hvað það er og hvort ég geti ekki bara deilt því með þér og öll dýrin í skóginum verða vinir aftur.
Ég vil líka þakka ykkur sem vörðuð mig í kommentunum, ég elska ykkur alveg böns:)
Hrafnhildur
Svarar fyrir sig
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
4. Febrúar 2004
þetta er búinn að vera frekar furðulegur dagur líkamlega séð... Ég er búin að reka vinstra vitlausa beinið í gjörsamlega allt sem hægt er að reka það í, allt frá borðbrúnum upp í uppþvottagrindur. Ekki nóg með það, þá er ég búin að vera með fjörfisk í vinstri rasskinninni í allan dag og það er ekki þægilegt þegar maður vinnur standandi, það segi ég svo satt:(
Skemmtilegheit dagsins voru þegar hún Ásgerður mín yndislega mætti inn á gólf í vinnunni, svona líka glerfín í dragt og skælbrosandi eins og vanalega, hún er svvvoooo sæt þessi elska. Fékk skemmtilega áminningu um það hvað ég er gömul þegar ég spurði hana hvort Andrea Sól (dóttir hennar) væri á leikskóla. Hún horfði á mig mjög hneyksluð og sagði "Hrafnhildur, Andrea er átta ára!!!" Méf finnst nú bara eins og það hafi verið í gær, sem þetta barn var ekki meira en myndarleg kúla framan á móður sinni, svona er maður nú orðin gömul og hokin í baki.
Ég er búin að úthugsa hinar ýmsustu aðferðir til að fá hann Magga minn (nýja vaktapartnerinn) til að skutla mér heim eftir vinnu á kvöldin (kannastu eitthvað við þetta Davíð hehe), á föstudagskvöldið keypti ég handa honum einn hundsveittann hamborgara og svo ætlaði ég að taka hann með mér í ljós í kvöld í sól og sælu, en svo var bara lokað, þannig að ég græddi fríja ferð og garanteraði svo skutl heim á morgun vegna þessa að við ætlum bara þá í staðinn:) Mæ god hvað ég er ógisslega klár í að redda mér fari hahaha..... Eða kannski ætti ég bara að eyða peningunum í að kaupa bíl frekar hhmmmmm...
Góðvinur minn og samstarfsfélagi Baldur er búinn að vera þvílikt hjálpsamur síðan ég fékk adslið mitt og er búinn að öppdeita tölvuna mína svona líka rosafínt , þannig að nú er ég orðinn þessi líka rammlöglegi tölvunjörður and lovíng evrí minút off itt:) Ég get þessvegna bara hætt að eiga vini núna og snúið mér alfarið að litla barninu mínu, honum Lappa litla laptop:)
Jæja knús í klessu kossakveðjur til ykkar allra
Hrafnhildur
Tölvunjörðurinn mikli
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
3. Febrúar 2004
Ég var að lesa bloggið hans góðvinar míns Gumma Guð og datt þar inn á þessi snilldar gullkorn úr lýsingum á íþróttaleikjum. Sorrý Studdi minn, en ég varð að láta þetta vaða, en ég gat ekki á mér setið með að kommenta á þessa snilld, kommentin mín eru innan gæsalappa:
Og Marcello Lippi kveikir sér í vindli og ber greinilega ENGA virðingu fyrir reyklausa deginum hér á Íslandi
"Já vá, þetta er nú bara argasti dónaskapur"
Staðan er Liverpool tvö, Ipswich núll, og ef staðan helst óbreytt spái ég Liverpool sigri í leiknum
"Já spáiru því, Nostradamus litli"
Hingað til hefur liðinu ekki tekist að bæta árangur sinn sem hefur verið 100%
"Vá, geðveikir aular mar"
Litadýrðin á vellinum er stórkostleg, næstum allir Brasilíumennirnir eru í gulum treyjum
"Já litaDÝRÐIN gjörsamlega blindar mann"
Ef þessi bolti hefði farið í netið er ég viss um að það hefði endað með marki
"Ertu nú alveg viss, Einstein?"
Knattspyrnustjóri liðsins, Howard Wilkinson, er ekki á vellinum í dag, sem bendir sterklega til þess að hann gæti verið annarsstaðar
"Já það bendir sterklega til þess, en það er samt aldrei að vita......"
Ég trúi því statt og stöðugt að ef annað liðið skorar mark þurfi hitt að skora tvö til að vinna
"Nje, trú því varla"
Ef annað liðið skorar snemma í leiknum nær það forystu fljótlega
"Eru einhver takmörk fyrir þessu???"
Það er ekki nokkur leið að geta talið allan þann fjölda sendinga sem þarna gekk á milli manna, en þær voru átta
"þannig að þér tókst það ómögulega"
Leiknum verður sjónvarpað í sjónvarpinu
"díses, og ég sem var sest fyrir framan örbylgjuofninn"
Við erum stödd á leik FH og Hauka í Hafnarfirði og það eru Hafnfirðingar sem eru með boltann
"Ertu nú alveg viss um það???"
Staðan markalaus, hvorugu liðinu hefur tekist að skora mark, núll núll, Liverpool núll Arsenal núll
"Bíddu, einusinni enn.... hver er staðan???"
Allir leikmenn liðsins eru á annan meter
"Vá!!! Bara risavaxnir menn"
Hann skrúfaði boltann bak við hægra eyrað á markmanninum
"Áááááiiiii"
Þetta er frábær sending en ekki nógu góð
"Ekkert nógu gott fyrir þig semsagt"
Hann ver þetta eins og handboltamarkvörður en vel engu að síður
"Greinir maður einhvern ríg á milli íþróttagreina..."
Nei, nei ef menn ætla að skjóta af svona löngu færi þá verða menn að fara aðeins nær
"Já mar, þetta langa færi var alltof langt..."
Velkomin aftur, en þá er það seinni hálfleikurinn í Arsenal - Chelsea en staðan er 0-1 fyrir Tottenham...
"Interesting....."
Þetta er snyrtilega gert. Þetta eru snyrtileg tilþrif. Snyrtilegur leikmaður
"Ákaflega snyrtilega orðað hjá þér laxi"
Þið megið ekki gleyma bæði lið vilja vinna þennan leik
"Ekki oft sem það gerist"
Ef hann hefði hitt boltann þá hefði hann steinlegið í netinu...
"EF hann hefði nú bara hitt helvítis tuðruna já"
Og á 76. mínútu tekur Alan Shearer við sér og skorar tvö mörk og tekur ekkert aukalega fyrir það
"He he bara orðinn tjíp"
Nicky Butt hefur löngum verið talinn furðulegur í framan...eins og allt lið Manchester United
"Já, einstaklega furðulega útlítandi lið"
Shearer hefur gulltryggt newcastle sigurinn nú er aðeins spurning hvernig þessi leikur fer
"Já, Gullna spurningin mikla"
Ronald De Boer með boltann en hann er einmitt tvíburabróðir Frank De Boer, þeir eiga afmæli sama dag
"Hey vá, lítill heimur"
Nú er það svart, það er ljóst
"Já það er sko alveg ljóst... eða svart... eða eitthvað"
Bæði liðin hafa nú leikið í tuttugu og eina mínútu
"Í sama leiknum!!! get out of here"
Hann skoraði í orðsins fyllstu merkingu
"Annað en öll hæpóþetikal mörkin"
Pavel Kuka er með boltann Kuka kemur.. kuka dettur niður... og Kuka...skýtur...en Kuka skeit honum rétt yfir
"Skemmtilegur orðaleikur...."
SKOT....í stöngina....hvað var stöngin að gera þarna
"Ég spyr nú að því sama"
þarna sjáum við Marcelo Lippi...hann er ennþá í sama frakkanum og fyrir 3 árum síðan
"Vill einhver vinsamlega kalla á tískulögguna takk fyrir"
Hrafnhildur
Að kafna úr hlátri
3. Febrúar 2004
Þá er ég komin með ADSL beibí:) Knús í klessu og ástarþakkir til Baldurs og Dúa fyrir hjálpina, þið eigið sko inni hjá mér RISASTÓRA eplaköku fyrir hjálpina elskurnar mínar.
Ég, Davíð og Sæunn fórum í innkaupaleiðangur í gær. Byrjuðum á því að fara í Gripið og greitt til að redda sígóskammtinum fyrir mánuðinn og ég og Davíð vorum að gera Sæunni brjálaða af því okkur fannst þessar "big buy" pakkningar svo ógeðslega fyndnar að við réðum ekki við okkur:) Svo fórum við í kringluna og þá hélt ég hreinlega að Sæunn ætlaði bara að hætta að þekkja okkur, af því við fundum þessa líka ógeðslega flottu jakka og keyptum okkur alveg eins- ég hvítann og hann svartann- og spígsporuðum síðan um þessa verslunarmiðstöð dauðans eins og Barbí og Ken haha. Það er greinilega eitthvað smitandi að vera nálægt mér, þar sem að hann Davíð minn keypti sér skó!!! en það hefur ekki gerst síðan árið sem olían fraus.... En svo eyðir hann korteri með mér í kringlunni og voila, ég næ að láta hann kaupa sér skó:)
Ég er búin að hanga á netinu síðan ég vaknaði, bara að spjalla á msn og dunda mér, og rosalega er gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það telji mínúturnar... þetta er bara allt annað líf skal ég segja ykkur.
Jæja, nenni ekki að blogga....
Hrafnhildur
Drottning háhraðans (og skóinnkaupa)
sunnudagur, febrúar 01, 2004
1. Febrúar 2004
Í tilefni þess að ég er komin í vaktafrí, þá ákvað ég að reyna að klára leyfarnar af þessari rauðvínsflösku sem ég var að tala um hérna fyrir neðan, á meðan ég bloggaði. Jæja, tappinn var eitthvað óeðlilega fastur á henni, þannig að ég ákvað að nota munninn til að opna hana, og það sossum tókst alveg, tappinn fór úr, en um leið náði ég að skvetta ágætismagni yfir sjálfa mig (var í uppáhalds HVÍTU peysunni minni), hvíta sófann minn og mottuna á gólfinu hjá mér, bölvaður klaufaskapur!!! Mamma, vegna yfirvofandi afmælis þá minni ég þig á að núna er meiri þörf en nokkurntímann áður fyrir áklæði á sófann minn (IKEA:mig langar í beis litað áklæði- sófinn heitir klippan:) engin pressa samt:)
Hann Davíð minn yndislegi kom til mín í teboð í gærkvöldi. Við nebbelga tókum okkur til og hættum að drekka kaffi og nú er te drukkið af miklum metnaði. Við tókum bretland svoleiðis ósmurt í rassgatið í gærkvöldi og drukkum hvorki meira né minna en 17 poka af tei, enda vorum við þokkalega búin að óverdósa á Kamillutei undir það seinasta. Davíð minn er búinn að kynna mig fyrir 2 frábærum gaurum frá bretlandi- Dave og Matt heita þessar elskur (hommar að sjálfsögðu og hamingjusamt par) og þeir eru að koma til Íslands 20 febrúar, daginn fyrir hina yfirvofandi aldurshnignun mína, og þeir ætla að koma í afmælisboð til mín og hafa svona Björk-stakeout, þar sem þeim finnst alveg stórmerkilegt að hún skuli búa svona nálægt mér. Ég efast nú samt um að hún verði hérna á landinu þá þannig að ég ætla bara að nota tækifærið og kynna þá fyrir ástinni í lífi mínu- Alanis Morissette:)
Jæja, ég vona að þetta sé seinasta færslan sem ég blogga á tussutenginguna miklu frá Kasmír, ég er meira að segja að hugsa um að reyna að blikka einhvern á línudeildinni á morgun svo að ég fái nú ADSLið mitt sem fyrst:)
Þangað til þá..... Elska ykkur öll til dómsdags!!!
Hrafnhildur
Rauðvínsleginn tesvelgur