laugardagur, janúar 31, 2004

31. Janúar 2004

Hvert fór Janúar eiginlega???? Veitiggi en allavega er hann bara búinn....

Ég er að kafna, mig langar svo að fá mér í glas í kvöld, minn elskulegi vaktafélagi Maggi bauð mér meira að segja á fyllerí í kvöld... Hann er held ég með eitthvað innflutningspartý sem verður viþþát a dát morandi í frambærilegum ungum karlmönnum, en ég er að fara að vinna á morgun og ég nenni ekki að standa í því að vera þunn í vinnunni. Það var kannski þolanlegt aaaannnnnaaarrrsss lagið þegar ég var að vinna í þjónustuverinu, þar sem ég gat mætt drulluþunn og útlítandi eins og dragdrottning on a bad night, en það er ekki alveg að gera sig þegar maður er með kúnnan beint fyrir framan sig, þá er það ekki alveg að blíva að fara bara á NOT READY í smá stund. Ég er í fríi um næstu helgi og svei mér þá ef ég skelli mér bara ekki út á lífið og máli borgina köflótta, ég er ekki búin að fara á almennilegt djamm í svimandi háa herrans tíð, en þetta horfir nú allt til betri vegar þar sem hún Anný mín er komin á klakann aftur:) Ég held bara að ég hafi aldrei átt betri djammfélaga en hana, hún er svo ógeðslega hress þessi elska.

Bara svona til að gefa ykkur hint um það hvað ég hef verið hörð á djamminu undanfarið, þá opnaði ég rauðvínsflösku áður en ég fór í Idolpartýið á Nasa, og drakk eitt glas úr henni (drakk reyndar líka eitthvað eftir að ég fór út...). Ég er búin að drekka eitt glas í viðbót úr þessari flösku síðan og ég held svei mér þá að afgangurinn sé að mygla í henni es ví spík. Og til að toppa það alveg, þá er þessi flaska úr vínpottinum sem ég vann í nóvember!!! Það mætti bara halda að ég væri harðgift kona með djammfóbíu í staðinn fyrir unga einhleypa stúlku in her prime.

Jæja, búin að setja mitt loppufar á veraldarvefinn í dag. Lovv yall

Hrafnhildur
Djammari dauðans

30. Janúar 2004

AAAAAHHHHHH var að koma úr sturtu, góður endir á annasömum en góðum degi.... Úff ég gat ekki beðið fram að hádegi í dag til að ná í skó drauma minna, endasentist því niður í skóbúðina stundvíslega klukkan 10:05 og smellti mér í gersemarnar. Stígvélin mín, sem fyrir mánuði voru svo gasalega lekker og flott, litu út eins og gömul nokia stígvél við hliðina á þessum ógeðslega flottu skóm (eru samt bitsjin flott ennþá) og fengu að fara beinustu leið ofan í poka og svo voru gersemarnar brúkaðar í dag:)

Svo gerðist annar merkur atburður í lífi mínu í dag, haldiði ekki að ég hafi bara fengið mér þráðlaust ADSL?? Hann Baldur, minn ástkæri samstarfsfélagi, var eimmitt hérna í kvöld að installa þessu öllu fyrir mig og nú bíð ég bara þolinmóð fram yfir helgi að ADSLið verði virkt á línunni hjá mér:) Þá fær sko módemtenging sú er upp á síðkastið hefur verið kennd við kvenleg líffæri í bloggfærslum mínum, að snúa aftur til helvítis, þaðan sem hún kom og ég get bara tjillað á háhraða og sörfað á veraldarvefnum án þess að hafa áhyggjur af því að mínúturnar séu alltaf að telja. Mamma og pabbi verða örugglega líka glöð þar sem heimasíminn minn mun þá væntanlega vera Í SAMBANDI til tilbreytingar og ekki eins dýrt fyrir þau að hringja í mig lengur:)

Jæja, ég ætti nú eiginlega að fara að pilla mér í svefn, þó að mig langi eiginlega ekkert til þess, því dagurinn á morgun verður örugglega llllaaaannnngggguuuurrrr.....

Hrafnhildur
Háhraðainternetgúrúið mikla

fimmtudagur, janúar 29, 2004

29. Janúar 2004

Ég er aldeilis búin að nota vaktafríið mitt í að fóðra nærfataskúffuna mína:) Ég keypti mér topp (þar sem ég nota ekki brjóstahaldara) og 2 naríur í gær og svo fór ég í dag í La Senza (sem er bæ ðö vei nýja uppáhaldsbúðin mín) og keypti mér ótrúlega flottann silkináttkjól og nærur í stíl á spottprís og einar stakar nærur með einhverju glingri á, alveg hreint ótrúlega eggjandi og flott allt saman.... Sumum finnst kannski asnalegt að ég sé að fjárfesta í einhverju svona dóti núna þegar ég er á lausu og hef engann til að dást að þessu, en mér finnst það að vera í flottum og eggjandi undirfötum gefa deginum a little something extra and æm lovíng itt. Svo labbaði ég mér inn í BÚÐ DJÖFULSINS aka Skór.is og þar fann ég skó á útsölu sem eru svo sannarlega tú dæ for og lét taka þá frá fyrir mig og næ í þá á morgun þegar ég fæ útborgað (mamma, þú getur verið alveg róleg, þessir kostuðu bara 6 þúsund, ekki 17 þúsund eins og seinast haha). Ég ætla greinilega aldrei að læra það að ég á ekki að fara inn í þessa búð sem er í samstarfi við satan sjálfann, þar sem ég finn alltaf einhverja ógeðslega flotta dýra skó, og sannfæri mig um það að ég geti ekki án þeirra verið, og kaupi þá þessvegna!!!! Húff það er erfitt að vera kona inni í skóbúð- vitiði hvað maður þarf að vera hugmyndaríkur við að finna upp ástæður fyrir því að VERÐA að kaupa skópar? Ég er nú samt ekki í vandræðum með að finna þær *roðn*

Ég held að ég sé mest pöþþetik manneskja norðan miðbaugs þessa dagana. Þegar ég var að vinna í þjónustuverinu, þá var hann Davíð minn ástkæri ALLTAF í fríi á sama tíma og ég, þannig að ég hafði alltaf einhvern til að hanga með, en núna hef ég bara engann og mér er bara búið að DRULLULEIÐAST í þessu vaktafríi mínu, og var að hugsa um að hringja í gær upp í kringlu og athuga hvort þeim vantaði ekki bara aukamanneskju..... How sad is that?Ég þarf að fara að finna mér eitthvað að gera á daginn, allavega byrja á því að fá mér adsl þar sem ég er búin að hanga á tussumódemtengingu í marga tíma á dag.

Annars er það að frétta að ég og Gígja erum að spá í það hvort við ættum að fara að leigja saman íbúðina fyrir ofan mig. Ég held að það gæti orðið ótrúlega gaman af því að A) Ég og Gígja höfum alltaf náð vel saman og B) þessi íbúð er ógeðslega stór og flott:) Ég held að þetta gæti orðið helvíti skemmtilegt bara.

Jæja, nenni þessu ekki

Hrafnhildur
Undirfatakaupsjúkur skófíkill

miðvikudagur, janúar 28, 2004

27. Janúar 2004

Ég var að lesa bloggið hennar Guðnýju minnar elskulegu áðan og þar var hún að tala eitthvað um aldurskomlexa... vell let mí bít on ðett vonn Gebba mín!!! Fyrir ári síðan var ég að verða tuttugu og þriggja og ég hló, hló segi ég, í áttina að hverskonar aldurskomplexum- littúl did æ nó. Núna, ári seinna nota ég hvert tækifæri sem mér gefst til að þykjast ekki muna eftir því hvað ég er gömul!! Ég grandskoða mig í speglinum í leit af nýjum hrukkum, gráum hárum eða einhverju sem bendir til þessarar hrottalegu rotnunar sem það að eldast er!!! Það ýskrar í kjálkunum á mér af einskærri gremju í hvert skipti sem lítið barn bendir á mig og segir "mamma hvað heitir konan" KONAN FOR KRÆJÍNG ÁT LÁD!!! Mér finnst ég ekki meira en lítið stelpuskinn og samt eru 25 dagar í þann hrylling sem gengur undir nafninu 24ra ára aldurinn!! Og um daginn þegar hommalingurinn Davíð benti mér á það að ég yrði 25 ára á næsta ári, var dagurinn sem ég vil kalla í minningunni "dagur hinna brostnu vona". Ég þakka guði fyrir það að vera með sílíkon, þar sem brjóstin á mér eiga þá eftir að haldast stinn í nokkur ár í viðbót, og hver dagurinn sem líður er skref í átt að piparjúnkudómi!!!!

Þeir sem þekkja mig vita nú reyndar að flest af þessu fyrir ofan er látlaust grín:) en ég verð nú samt að viðurkenna að það er að koma soldið aftan að mér að ég sé að verða 24ra ára gömul. Þegar ég var lítil, þá var 24ra ára kona bara kéddlíng og ég hélt að þegar ég væri 24ra þá væri ég gift, með 3 krakkaorma hangandi í pilsunum á mér og háttvirt búðarkona (sem bæ ðö vei var draumadjobbið á þeim árum). Vell, framtíðarsýnin var nú ekki alveg sú raunsæjasta greinilega, þar sem mér hefur gengið ágætlega við að berja utan af mér alla þá karlmenn sem sýna minnsta áhuga á sambandi, hvað þá giftingu, krakkaormar eru það seinasta sem mig langar að eiga núna- svo ég tali nú ekki um 3 stykki- og þó svo að ég sé að vinna í búð, þá er það ekki alveg sú búðarvinna sem átti hug minn og hjarta á þeim tíma... mín er öööörlítið tölvuvæddari og ekki jafn mikið af matvælum í kringum mig og í framtíðarsýninni:) Svona getur maður verið saklaus og bláeygður þegar maður er lítið barn:) Ég hef líka verið að spá í, og dást að konum á mínum aldri (ehem, nei mér finnst þetta bara ekki passa) sem eru komnar með barn. Mér finnst ég sjálf vera svo mikill krakki ennþá að ég myndi bara ekki bjóða í þetta allt saman, eina barnið sem ég þoli að hafa nálægt mér lengur en klukkutíma án þess að hafa móðurina nærri, er hún Rebekka mín. Fyrir þá sem ekki vita, þá er hún litla systurdóttir mín, sem ég tók á móti þegar hún kom í heiminn, og ég elska hana skilyrðislaust og ber ósviknar móðurtilfinningar til.... samt finnst mér rosalega þægilegt að geta bara skilað henni til Margrétar þegar hún er í frekjukasti (sem trúlega er sprottið út frá dekri uppáhaldsfrænkunnar hehe:), þetta sýnir þroska minn til að takast á við móðurhlutverkið:)

Jæja aldurspælingar ársins komnar á alnetið:)

Hrafnhildur
Aldursforsetinn mikli

þriðjudagur, janúar 27, 2004

27. Janúar 2004

Minn fagri Davíð kíkti á mig í kvöld og við vorum að hlusta á Björk hina mikilfenglegu. Við fórum að spá í það hvað hún væri í raun og veru ÓGEÐSLEGA fræg. Hún er uppáhaldið hennar Madonnu, Winonu Ryder og fleiri frægra súperstjarna..... og hún býr þremur húsum frá mér þegar hún er á Íslandi!!!!! Ég veit alltaf af því þegar hún er á landinu, þar sem hún labbar alltaf í gegnum portið mitt þegar hún fer í bæinn, og ég hef oft séð hana út um gluggann þegar ég er heima. Og það fyndnasta við það er að ég hugsa alltaf bara "huh... Björk..." og held áfram að drekka kaffið mitt. Þegar við fórum að hugsa út í þetta, þá er þetta eins og að búa í bandaríkjunum og hugsa "huh..... Alanis Morissette..." og halda áfram að sötra, þegar hún myndi labba fram hjá glugganum manns!!! Þetta er solltið skrítið..... Annars er ég með Best of diskinn hennar Bjarkar í spilaranum núna og rosalega er þessi diskur að blíva, ég held að ég sé bara komin með nýjann uppáhalds-uppáhalds:)

Annars er ðö single life aðeins að kikka inn núna, allavega það að búa ein... Það er alveg ógeðslega fínt stundum, geta bara verið ein þegar ég vil og sleppa að svara símanum, en stundum verð ég að viðurkenna að það er soldið einmanalegt. Ég væri alveg til í að fá einhverja vinkonu mína með mér í það að leigja íbúðina fyrir ofan mig, risastór íbúð með 2 svefnherbergjum og nóg af plássi..... Hún er bara svo asskoti dýr og ég er alveg viss um að eftir 2 mánuði væri ég farin að þrá það að vera ein aftur:)

Jæja, nenni ekki að blogga...

Hrafnhildur
Stundum solltið lónlí....

mánudagur, janúar 26, 2004

26. Janúar 2004

Svona vorum við systurnar sætar á gamlárskvöld:)Hrafnhildur
.................

laugardagur, janúar 24, 2004

24. Janúar 2004

Þessi dagur hefur einkennst af MIKLUM kulda. Ég gerðist svo óhemjuvitur að gleyma flíspeysunni minni í morgun þegar ég fór í vinnunna, og fékk sko strax að kenna á því. Ég held að ég hafi sjaldan upplifað annan eins djöfulsins kulda á ævinni. Ég ákvað nú að reyna að meika þetta en rétt upp úr hádegi var ég orðin svo frosin á puttunum að ég var hætt að geta pikkað á lyklaborðið. Seinni partinn var mér orðið svo kalt að ég var orðin dofin í hausnum og eitthvað óeðlilega þreytt, þannig að ég notaði allra síðustu kraftana til að rífa Baldur úr sinni flís og lána mér hana. Ég lenti samt í soldið fyndnu atriði í dag. Ég var að afgreiða mann sem var í hjólastól. Hann var greinilega með einhverskonar spasma þar sem hann átti stundum soldið erfitt um mál og var með annan mann með sér sem var að hjálpa honum. Það fór samt ekki á milli mála að þessi í hjólastólnum var þvílíki húmoristinn, því að í eitt skipti sem hann var að reyna að útskýra eitthvað (sem tókst misjafnlega) stoppaði hann, dró djúpt andann og sagði svo við mig: Fegurð þín er svo mikil að ég er bara lamaður, og hló. Mér fannst meira en lítið fyndið að heyra eitthvað svona frá manni í hjólastól, enda átti ég erfitt með mig lengi á eftir, ég hló svo mikið:)

Idolið í gær: Vá hvað eru til mikið af afburða lélegum "söngvurum" fullum sjálfstrausts úti í bandaríkjunum!!! Sjitt mar!!! Ég var farin að krulla tærnar á mér saman af einskærri samúð með þessu fólki, að það skuli exjúllí vera tilbúið til að standa fyrir framan myndavél og framkalla þessi viðurstyggilegu hljóð, og halda að þau séu bestu söngvarar sem gengið hafa um jarðkringluna, það er bara ofar mínum skilningi. Og að hugsa sér að aumingja Paula, Randy og Simon hafi þurft að hlusta á 79,918 svona stykki, ég er ekki hissa á því að þau hafi verið orðin frekar grömpý undir það síðasta!!!

Jæja, er að hugsa um að láta þetta gott heita, þar sem ég er ENNÞÁ að bíða eftir Davíð mínum Purkhús, sem ætlaði að vera löngu kominn til mín, Purki: vonandi ertu með einhverja gljáfægða og guðdómlega afsökun fyrir því að vera svona seinn!

Hrafnhildur
Lamandi falleg alveg:)

föstudagur, janúar 23, 2004

23. Janúar 2004Þetta er andlitið á konunni sem er búin að rústa öllum mínum framtíðarplönum!!! Hún heitir víst Kate Boswort, þessi hryssa, og haldiði að helvítis frekjan sé ekki bara trúlofuð honum Orlando mínum Bloom, manninum sem ég ætlaði að giftast!!! Ég hreinlega hélt í mínum barnaskap að hann Landy minn myndi ekki gera mér þetta *snökt*

Jæja en allavega... Þrátt fyrir loforð og fullyrðingar tókst Krumma litla ekki að sofa neitt rosalega vel út í morgun. Ég er greinilega mjög fljót að festa mig í rútínur, þar sem ég var vöknuð mjög tímanlega klukkan átta í morgun eins og vanalega þegar ég er að fara í vinnuna. Eftir erfiðar tilraunir til að sofna aftur, játaði ég mig sigraða og kveikti á sjónvarpinu og horfði með öðru á ísland í bítið og bold and the beautyful (Brooke Logan er bara hreinlega með brókarsótt, konan!!) Í Ísland í bítið sat Jói Fel með sína ofvöxnu brjóstvöðva og einhver kona. Þau voru að tala um bóndadaginn og Jói tók sig til og romsaði því út úr sér að konan hans hefði gefið honum matreiðslubók og RAUÐANN G-STRENG í bóndadagsgjöf í morgun. Hann meira að segja játaði að hann væri í honum!! Og konan við hliðina á honum flissaði og sagði að hann hefði sýnt sér hann. Ja hérna, ef ég væri konan hans Jóa Fel (sem svo guðdómlega vill til að ég er EKKI) þá myndi ég taka þennan g-streng og kyrkja hann með honum. Ég gæti trúað því (án þess að vita nokkuð um það) að þessi gjöf hefði átt að vera frekar svona prívat fyrir þau, en ekki fyrir alþjóð.

Bóndadagurinn í dag.... Já stelpur, komahh sohh, gefið nú köllunum eitthvað sniðugt og sætt.... eða eitthvað..... Ég er strax farin að fá ásakanir um að senda rósir í allar áttir, en kasta þeim af mér jafnharðann. Strákar mínir, dónt flatter jorself, ég er nú vitibornari en það að gefa karlmanni rós:) Það er nú bara eins og henda perlum fyrir svín hehe. Ef ég á annað borð ætlaði að gefa einhverjum eitthvað (sem ég ætla ekki að gera) þá myndi ég nú vera aðeins frumlegri, og gefa honum eitthvað sem myndi nýtast mér á einhvern hátt líka (og þá er ég ekki að tala um rauðann g-streng), kannski kama sutra eða eitthvað álíka:) Annars hef ég nú aldrei verið hrifin af þessum "Já, nú verðuru að taka þig til og eyða peningum í partnerinn" dögum. Mér finnst þetta eitthvað svo rosalega ammrískt eitthvað. Mér finnst miklu skemmtilegra ef einhver kemur mér á óvart, bara for ðö hell off itt, ekki af því að dagurinn í dag krefst þess að hann geri það.

Jæja, munnræpa dagsins komin inn á síður hins óendanlega veraldarvefs, og þvottavélin að klára. Bið bara að heilsa ykkur. Lovv Yall

Hrafnhildur
Fyrrum tilvonandi ms. Bloom

22. Janúar 2004

Þetta er búinn að vera skemmtilegur dagur, alltaf gaman að hafa MSN, gerir manni kleift að kommjúníkeita við skemmtilegar persónur:) Það að vinna í verslun getur verið ansi hreint skondið:) Í gær var ég að afgreiða manneskju og sá þá allt í einu í hnakka sem ég kannaðist eitthvað við. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var hinn margumtalaði og burtrekni dópistaandskotansfjandi. Tíkin kom upp í mér og þegar ég var búin að afgreiða manneskjuna sem ég var að afgreiða labbaði ég upp að Kötu, sem var að afgreiða hann, til að athuga hvort hann myndi þora að horfa framan í mig. Hann leit á mig og svo varð hann á svipinn eins og tyggjóið hans hefði hrokkið ofan í hann, leit undan og lét eins og allt annað í hinni áttinni væri miklu athyglisverðara en ég. En ég sá í andlitið á honum nógu lengi til að sjá að það er bersýnilega ennþá verið að ganga í skrokk á honum, þar sem hann var með 2 glóðaraugu og skurði víðsvegar í andlitinu. Beiskja mín í hans garð hefur ekkert minnkað þannig að ég segi bara "gott á hann" hann kom sér í þetta sjálfur!!!!

Ég er í fríi á morgun og ætla að nota það í að SOFA ÚT!!! Er að hugsa um að gera sem minnst, kannski setja í eina þvottavél, bara svona til málamynda, en það er ekki séns að ég fari í að ryksuga eða eitthvað jafn fáránlegt, þar sem rykið á gólfinu mínu er ekkert að fara neitt og bíður bara þolinmótt síns tíma. Svo ætlar Gígja að koma og ná í mig þegar hún er búin að vinna og við ætlum að bruna til Keflavíkur til að kíkja á hana Hafrúnu Önnu, sem ég hef bæ ðö vei ekki hitt almennilega síðan árið sem hjólið var fundið upp.

Jæja, ég er farin að sinna mikilvægari málefnum

Hrafnhildur
Latari en andskotinn

miðvikudagur, janúar 21, 2004

21. Janúar 2004

Ég er að hlusta á lag sem heitir Ormurinn Langi með Týr. Þið hin verðið bara að afsaka en mikið horbjóðslega finnst mér þetta flott lag, það höfðar til víkingatímabilsástríðunnar í mér. Ég væri alveg til í að fá að rölta mér upp í næstu tímavél og fara aftur til víkinganna og verða kvenskörungur mikill:)

Ég fyllti í kvöld út umsókn hjá Icelandair, en þau eru eimmitt að auglýsa eftir flugfreyjum es ví spík. Auðvitað náttlega þurftu þau að vita hvað ég tala mörg tungumál og svo framvegis..... Djöfuls drasl er þetta lið!!! Mig langar að fara í ameríkuflugið og þarf maður að tala mikið meira en ensku þegar maður flýgur þangað??? Þessir þýskarar og danir og frakkar geta bara notað tækifærið á leiðinni og æft sig í því að tala ensku, og ég tala nú alveg flúentlý ensku þannig að ég sé ekki að neinn tapi á því:) Og ég skil ekki af hverju maður þarf að vera stúdent til að verða flugfreyja!!! For kræjíng át lád, maður er að sörvera drykki fyrir þyrsta ferðalanga. Eina námið sem mér fyndist að fluffur ættu að vera með er skyndihjálp, og ég fór í þann kúrs í skóla. Annars skil ég alveg þetta með tungumálin, ég er bara pirruð yfir því að hafa ekki þriðja tungumálið á bak við mig:)

Annars lifi ég alveg í einhverri nostalgíju þessa dagana um að flytja eitthvað til útlanda, til spánar eða eitthvert þar sem ég þarf að læra tungumálið..... kannski frakklands, mér finnst það líka spennandi-og þá París nóta bene, afgangurinn af frakklandi sökkar út í það óendanlega, allt morandi í sjálfselskum dónadrjólum, en eins og ég segi París er fín. Svo langar mig óendanlega mikið að flytja í hið stóra bretaveldi.... eða til bandaríkjanna... eða kuala lumpur..... eða burkina faso..... eða bara eitthvað. Aðeins að lifa lífinu og safna reynslu. Ná mér útúr þessum þrönga sveitastelpuramma, og verða heimsborgari.

Jæja, eins og þið sjáið hef ég bókstaflega ekkert að segja þannig að ble ble...

Hrafnhildur
Fantaserar

21. Janúar 2004

Mig dreymdi súrasta draum sem mig hefur nokkurn tímann dreymt, í nótt, það er best að ég deili honum með ykkur:

Ég var að fara að ná í ógeðslega ljóta gráa dods raminn sem ég var nýbúin að kaupa mér og fannst ég hafa gert góðann díl. þegar ég kem á staðinn sem hann var á, þá var bara drifskafti? þar, og allskonar ónýtir varahlutir dreifðir í kringum hann. Ég náttlega varð brjáluð og fórstrax til Davíðs Oddsonar (?) og sagði honum að þetta væri náttlega fyrir neðan allar hellur. Hann yppti bara öxlunum og klóraði sér í sínum selshreifaeyrum. Þá labbaði risaeðla framhjá og stangaði afganginn af bílnum úr tönnunum á sér með stuðaranum. Ég náttlega brjálaðist og ætlaði að rjúka í frekjuna fyrir að borða bílinn minn, en þá kom unnusti minn, hann Jón Gnarr (ekki einusinni spurja) og stoppaði mig. Allt í einu var risaeðlan farin að ganga berserksgang víðsvegar um borgina og faðir minn elskulegur var í broddi fylkingar við að reyna að bjarga mannskapnum, og þegar risaeðlan var búin að borða ansi marga, þá allt í einu breyttist hún í risastórann Kurt Nilsen og við sungum öll saman Imagine meðð John Lennon..... og þá vaknaði ég.

Jæja, ef þetta er ekki sá allra súrasti draumur sem mig hefur nokkurn tímann dreymt!!! Og hvað í ósköponum ætli hann þýði eiginlega?? Annað hvort það að Davíð Oddson sé með exem í eyrunum, að risaeðlurnar séu að vakna til lífsins aftur eða þá að ég hafi borðað eitthvað verulega ónýtt og þurfi að láta kíkja á hausinn á mér:)

Lovv yall

Hrafnhildur
Súrrealísk

mánudagur, janúar 19, 2004

DarkMagic
Dark magician. You love the dark because of it's
beauty and just the life that no-one else sees.
Mysterious, calm, quiet... But that doesn't
mean you're not friendly!


Please rate ^^


What kind of dark person are you?
brought to you by Quizilla

19. Janúar 2004


You are going to Marry Josh Hartnett. He is really
shy, but don't let that fool you. He is really
outgoing and sweet with those he loves and will
be loyal to them for the rest of his life.
Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla


Jess beibí, ég er ekki ósammála þessu:)

Hrafnhildur
Segir "I do"

sunnudagur, janúar 18, 2004

18. Janúar 2004

Gærkvöldið var mjög rólegt og ánægjulegt. Gígja og Dávíður hinn mikli komu í heimsókn og við sátum og drukkum te þangað til það var farið að streyma út um öll göt. Ég staulaðist svo í rúmið uppúr 2. Mig var að dreyma þennan ofurlostafulla og blauta draum um aðila sem mér finnst alveg úberkynferðislegur og hott, þegar ég var vakin upp klukkan fimm með símtali. Það var leyninúmer og þó svo að ég svari venjulega ekki leyninúmerum, þá var ég frekar forvitin og svaraði. Símtalið var svona:

Ég: Halló (með mjög myglaðri og rámri röddu)
Fullt fíbbl: já hvað vilduru?
Ég: hver ertu?
Fullt fíbbl: þú varst að hringja
Ég: hey þú ert að hringja úr leyninúmeri, ég veit ekkert hver þú ert og var steinsofandi.
Fullt fíbbl: akkuru varstu þá að hringja?
Ég: ÆJI Í GUÐANNA BÆNUM
-Skelli á-

Ætlaði að fara aftur að sofa, en fimm sekúndum hringir hann aftur

Ég: HVERN ANDSKOTANN VILTU EIGINLEGA????
Fullt fíbbl: Hey ef þú ætlar að vera með svona kjaft þá geturu bara gleymt þessu á morgun!!!
-Skellir á-

Ég var náttlega langt frá því að vera ánægð með að vera svona brútallý hrifsuð frá mínum blauta draumi og gat náttlega ekki byrjað aftur þar sem frá var horfið þar sem ég þjáist af þeim leiða galla að stjórna ekki mínum draumförum, og var í þokkabót andvaka til 6, þannig að ég var orðin ansi pirruð út í þennan asna. Leiðinlegt samt ef einhver stelpa missir af einhverju í dag út af því hvað ég var dónaleg við kauða, en hverjum er ekki sama?

Jæja, er einhvernveginn ekki að nenna þessu, butt rímember - æ is loving yall-

Hrafnhildur
Með góðar draumfarir

laugardagur, janúar 17, 2004

17. Janúar 2004

Úff idolþynnkan að kikka inn núna!!!
Ég skellti mér á nasa í gær eftir vinnu til að lýsa yfir stuðningi mínum við Jón, og þó að hann hafi ekki hreppt hnossið, þá er ég mjög ánægð með úrslitin:) Kalli átti sigurinn fyllilega skilið og stóð sig vel í gær. Ég vona það samt hans vegna að hann fari nú ekki að sýna afburðatilþrif í stjörnustælum eins og svo margir sem verða frægir á íslandi. Hann á örugglega eftir að gera það gott.

Jæja, gærkvöldið: ég náði nú ekki að gera mikinn skandal af mér og var komin frekar snemma heim. Ég og Arna yfirgáfum nasa eftir keppnina í gær þar sem meðalaldur karlmanna þar inni var um fimmtugt og þeir áttu greinilega allir í vandræðum með að átta sig á því hvar hendurnar á þeim áttu að vera, þannig að við börðumst við blindbylinn yfir á sólon. Við fengum okkur sæti og ætluðum að fara að panta okkur drykki þegar við föttuðum að ég gleymdi visa kortinu og Arna veskinu sínu þannig að við vorum peningalausar. Arna virðist ekki deyja ráðalaus þar sem hún var ekki lengi að finna 2 múraða karlmenn sem voru vel tilbúnir í að dæla áfengi í 3 peningalausar gellur (þarna var Anný búin að bætast í hópinn, og bæ ðö vei til hamingju með ammlið anný!!!). Eftir 2 bjóra og 2 skot var ákveðið að drífa sig yfir á vegamót, en þegar við vorum komin þangað þá var ég orðin frekar slöpp, baðst lausnar fyrir mig og ráðuneyti mitt og fór heim.

Nú er ég bara að berjast við að njóta þess að vera þunn. Friðurinn hérna er æðislegur þar sem þessi sýslumannsómynd okkar Reykvíkinga var loksins búinn með allar afsakanir og á fimmtudaginn þurfti hann að láta í minni pokann og bera dópistadrusluna út. Dópistinn bókstaflega "tók sinn hatt og sinn staf og fór" þar sem hann tæmdi fataskápana og forðaði sér, en skildi allt hitt eftir og er það nú innsiglað hjá sýslumanninum.

Jæja, ég nenni þessu ekki lengur, ætla að halda áfram að berjast við þessa mannandskota sem eru að leika sér að því að berja í heilann á mér með sleggjum.

Hrafnhildur
Þunn and loving it

fimmtudagur, janúar 15, 2004

15. Janúar 2003

Þið verðið að byrja á því að afsaka bloggleysi núna síðustu daga, málið er að ég er nebblega byrjuð í símabúðinni inni í kringlu og svo ég segi nú eitthvað um það: Frábært fólk, skemmtileg vinna og greinilega góður mórall.

Ég vildi nú ekki byrja á því að meika gúd impressjón með því að sitja og blogga heilu og hálfu tímana þannig að ég ákvað að sleppa því, og svo er ég búin að vera svo þreytt þegar ég kem heim á kvöldin (þreytandi að byrja í nýrri vinnu greinilega) að ég er steinrotuð í hausinn á mér klukkan tíu á kvöldin.

En jæja, mál málanna: Síminn býður starfsmönnum sínum í teiti á nasa annað kvöld þar sem fimmhundruðkallinn og Idolið Jón Sigurz verður hilltur í bak og fyrir af samstarfsmönnum á meðan keppnin er haldin, undir haukfráum myndavélum stöðvar 2 -Gamanztöð- sem mun fylgjast með heila klabbinu og senda heitar svipmyndir beint upp í smáralind. Þetta er geysispennandi allt saman og munum við símastarfsfólið eflaust krulla á okkur stórutærnar af taugatitringi þegar endirinn nálgast og hvað er þá betra en að sitja á nasa með áfengar veigar við hönd og rífandi stemmningu.

Svo er síminn að skipta um lógó í dag, það er búið að vera að vinna að því að byggja upp spenning og ég er búin að engjast um af forvitnin þar sem það voru bara 7 manns sem höfðu séð lógóið og svo kom það í ljós áðan að Steinsi bróðir var að hanna það ásamt góðu fólki- auglýsingastofunni sem hann vinnur á. Þetta kennir mér að vera í betra sambandi við bræður mína, ég hefði bara getað þjarmað að honum og látið hann sýna mér það.

Jæja, vildi bara segja hæ, vona að þið hafið það gott elskurnar.

Hrafnhildur
Idolelskandi símamær

þriðjudagur, janúar 13, 2004

13. Janúar 2004

Vott is vrong viþþ ðö fokkíng bloggfærsl bíló????? Næ ekki að laga þetta. Fokkíng drasl þessi blogger!!!

Hrafnhildur
Eitt stórt spurningamerki

13. Jan?ar 2004

?? er annar dagurinn minn ? n?ju vinnunni ? s?mab??inni ? kringlunni a? hefjast. ?g komst a? ?v? ?egar ?g sko?a?i lei?akerfi gulu limmanna a? ?a? er anna? hvort a? m?ta korteri of snemma e?a 5 m?n?tum of seint ?annig a? ?g hef n?gann t?ma til a? f? m?r kaffi og blogga ??ur en dagurinn byrjar:) Hraksp?r minna heittelsku?u fyrrverandi samstarfsmanna ur?u a? engu ? g?r ?ar sem m?r fannst mj?g gaman fyrsta daginn (?au sp??u ?v? a? ?g myndi ekki f?la ?etta) og m?r fannst f?nt a? sj? framan ? f?lki? sem ?g er a? afgrei?a:) ?g held a? ?etta ver?i mj?g gaman. ?a? eina sem fer ? taugarnar ? m?r er a? n? er eitthva? sem ?g kann ekki og ?a? fer alveg hrikalega ? pirrurnar ? m?r en ?a? l?ka ?tir undir metna?inn, svo vonandi ver?ur ?a? flj?tt a? koma.

Str?kormurinn hann Harry Potter h?lt m?r vakandi til r?mlega 2 ? n?tt, ?g ?tla?i a? lesa nokkrar l?nur ??ur en ?g ?tla?i a? fara a? sofa ? g?r en ?tli ??r hafi ekki or?i? soldi? fleiri en nokkrar ?ar sem ?g las um 200 bla?s??ur og var or?in svo kaldsveitt og spennt og gat bara ekki anna? en kl?ra? ?essa blessu?u b?k!!

Annars er ?a? af t??um d?pista a? fr?tta a? hann ver?ur borinn ?t um h?degi ? fimmtudaginn:) Sem betur fer er ?g a? vinna ?annig a? ?g ?arf ekki a? horfa upp ? ?ennan vi?bj?? vera borinn ?t en ?g b?st fastlega vi? ?v? a? ? kv?ld og anna? kv?ld ver?i standandi part? og d?p?tb?tingar af efri h??inni hj? m?r, best a? halda sig bara innandyra og skipta s?r sem minnst af ?v?.

J?ja, ?? eru allir a? ver?a m?ttir og m?r ekki til setunnar bo?i?...... Lovvjall!!!

Hrafnhildur
?n?g? eins og vanalega:)

miðvikudagur, janúar 07, 2004

6. Janúar 2004 Eftir miðnætti samt...

Komin heim úr vinnunni eftir enn einn taugastrekkjandi dag í símsvörun hjá uppáhalds ríkisfyrirtæki landsmanna:) Ég er mikið búin að spá í það hvort ég eigi að smella nokkrum vel völdum áramótaheitum inn á síðuna, en eftir alla þessa íhugun komst ég að því að ég á örugglega bara eftir að hundfalla á þeim þannig að ég er að spá í að setja inn hugleiðingar og markmið í staðinn.... Það er alltaf gott að koma frá sér þeim hugleiðingum sem renna í gegn um hausinn á manni, og svo er ekki verra að hafa einhver markmið.

Hugleiðingar:

#Ég er að spá í það hvort ég eigi að hætta að reykja, var eiginlega búin að ákveða það fyrir áramót vegna yfirvofandi verðsprengingar á þessari neysluvöru en svo hefur ekkert orðið af því. Er samt búin að minnka reykingarnar um heilan helling og er t.d svo að segja hætt að reykja í vinnunni. Sjáum til hvernig það fer.

#Á ég að taka mig til og gerast semi-grænmetisæta? Það sándar nú ekki svo heimskulega þar sem ég er komin með ógeð upp í kok af hundsveittum hömmurum og uppáhaldspítsan mín er -mæli með að þið sitjið þegar þið lesið þetta- Margaríta með svörtum ólífum. Get líka haldið áfram að borða fisk og kjúlla og svoleiðis stöff ef ég er bara semi-grænmetisæta:)

#Ég er að hugsa um að hætta alfarið að drekka kaffi og fá mér te í staðinn. Það er miklu fjölbreyttara en að drekka kaffi og heilsusamlegra í þokkabót, og lakkríste frá Yogy er ó svo unaðslega gott.

#Mig langar til að hafa alltaf allavega eitt kvöld í mánuði sem ég geri eitthvað alveg stjarnfræðilega menningarlegt, fara í leikhús eða tónleika eða eitthvað svoleiðis. Það gæti verið fjör.


Markmið:

#Að fá starf sem flugfreyja hjá einhverju flugfélagi.

#Hafa þetta ár mikið skemmtilegra en seinasta ár, ekki það að það hafi verið eitthvað leiðinlegt, en það voru nokkrir sorglegir atburðir sem skyggðu á það.

#Halda áfram að standa mig vel í vinnunni.

#Koma fjármálunum á óaðfinnanlegann kjöl. Sé nú fram á að það gangi snuðrulaust ef að ég fæ aukavinnu, sem er ekki svo útilokað að ég fái (og enn betur ef ég hætti að reykja).

#Vera duglegri að hafa samband við mína yndislegu vini (þið vitið hver þið eruð:). Vinir eru guðsgjöf sem manni hættir til að vanrækja og það má ekki gerast.

#Heimsækja ættingjana mína hérna fyrir sunnan meira, ég skammast mín alveg haug fyrir letina í mér á því sviði á seinustu árum.


Síðan er bara að sjá hvernig þessar hugleiðinar og markmið eiga eftir að fara. Kannski ég bara setjist niður á gamlársdag (ef ég man eftir því) og segi ykkur frá því hvað af þessu hefur síast inn og hvað ekki....

Svo bið ég ykkur endilega að smella inn kommentum á þetta plan mitt, ja eða hripa eitthvað í hina stórfenglegu gestabók mína, eins og ég hef sagt áður þá finnst mér svo gaman að heyra frá ykkur elskurnar mínar:)

Góða nótt.

Hrafnhildur
Hugleiðir markmið

6. Janúar 2004

Ég tók mig til í gær og rölti á veitingastaði og öldurhús miðbæjarins í leit að aukavinnu, þar sem ég er að fara til úgglanda á árinu og þarf að hafa í mig og á í þeirri reisu minni. Sé líka enga ástæðu til þess að hanga heima á kvöldin þegar maður er kominn í þannig vinnu að geta unnið aukavinnu með. Ég virtist bara almennt hafa góð áhrif á húsráðendur, sem allir voru mjög opnir fyrir því að taka mig í vinnu og ætla að hafa samband við mig við fyrsta tækifæri, nema þetta hafi verið nett aðferð af þeirra hálfu til að segja mér að piss off, ég er svo blind lítil sveitastelpa:) Mér var t.d boðið að koma strax á föstudaginn að vinna á kaffi List en hann gat ekki boðið mér nógu mikla vinnu þannig að ég ætla aðeins að bíða með það þangað til ég veit eitthvað meira með hina staðina. Svo er ég að fara að tala við eiganda Tapas barsins á morgun og er temmilega optimistik með það, væri mikið til í að vinna þar af því að A) Ég ELSKA tapas og ætti þar af leiðandi ekki að vera í vandræðum með að selja það, og B) það er eiginlega við útidyrnar hjá mér þannig að ég þarf ekki að labba í gegn um allan miðbæinn á leiðinni heim á kvöldin. Það virðast vera bestu meðmæli sem stúlka getur haft, að vera utan af landi þegar maður er að sækja um vinnu hérna fyrir sunnan. Í öll skiptin sem ég nefndi það við þá, var eins og ég hafi gefið þeim sopa af sólargeisla og þeir urðu strax mikið spenntari í að fá mig í vinnu. Ekki slæmt:)

Það er sko greinilega þrettándinn í dag, fyrr má nú andskotans fyrr vera með Sarajevó fílínginn hérna sunnan heiða!!! Bomburnar fljúga svoleiðis þvers og kruss í gegnum loftin og brennisteinslyktin er farin að éta upp á mér nefgöngin. Það mætti halda að fólkið sé að missa vitið. En í tilefni af því að þrettándinn er í dag: til hamingju allir með að vera að sigla inn í gráann hversdagsleikann aftur, hvað er betra en niðdimmur janúarmánuður, svona um það bil sem allir eru að taka niður jólaljósin og allt verður dimmt og drungalegt aftur:) Ég segi bara: VERUM HRESS OG SKÁLUM Í PRÓSAK!!

Bið ykkur annars bara vel að lifa, og segi bless þangað til næst.

Hrafnhildur
A working girl!!!

sunnudagur, janúar 04, 2004

4. Janúar 2004

Ég tók mig til í fyrrakvöld og rumpaði af umsókninni fyrir flugfreyjudjobbið hjá Easyjet, og svaraði samviskusamlega persónulegum spurningnum um aldur, fyrri störf, skóstærð, háralit, hvað ég fer oft í sturtu og brjóstahaldarastærð. Ég á bara eftir nokkrar spurningar, sem krefjast utanaðkomandi hjálpar sem ekki verður tiltæk fyrr en eftir helgi, en svo er þetta bara reddý tú söbmit. Svei mér þá alla mína daga ef ég er ekki að verða soldið spennt yfir þessu.... Ég veit ekki hvað það er, en ég hef rosa jákvæða tilfinningu fyrir því að ég sé að sækja um þessa vinnu, og sé mig alveg fyrir mér búa í Liverpool, Bristol eða Standsted (beisin sem ég sótti um, London ekki opsjón annars hefði ég valið hana). Ég sé mig líka alveg fyrir mér þrammandi um flugvelli hinnar stóru veraldar með Burberry flugfreyjutöskuna mína í eftirdragi (þeas ef ég ætti solleis tösku...) á milli þess sem ég skenki spenntum ferðamönnum mat og meððí á leið þeirra í fríið.

Þeir sem hafa áhuga á fréttum af áður margumtöluðum dópistaandskota sem býr fyrir ofan mig (þetta fer nú reyndar að verða soldið óld umræðuefni, ég veit) þá er hann ennþá að hrella mig með hávaða og látum seinni part nátta (allan sólarhringinn, ef út í það er farið) og ég er að verða orðin skuggi af sjálfri mér, get ekki sofið fyrir þessum mannandskota og er farin að fá einkennilega kippi í hálsinn ef ég hugsa um hann af einskæru vonleysi yfir því að losna ekki við hann. Seinast í nótt héldu hann og hans viðurstyggilegu áhangendur vöku fyrir mér, þar sem þeim fannst greinilega allt í einu rosa mikið trend að halda partýið frammi á gangi!! Ég er alveg búin að gefast upp á að hringja í lögguna þar sem þeir láta bíða eftir sér í hálftíma (og nú er ég ekki að ýkja, þetta er blákaldur sannleikurinn) og þegar þeir loksins gefa sér tíma til að koma, og ef þeir á annað borð gera eitthvað meira en að keyra inní portið og bakka út aftur (hefur komið fyrir), þá gera þeir ekkert annað en að segja: "Svona, Uss nú Arnar minn, fólk þarf að sofa" og fara svo bara. En þar sem var nú dæmt í þessu máli fyrir jól og úrskurður um það að bera manninn út kominn í sýslumann, þá ætla ég að hringja í "háttvirtann" sýslumann á morgun og spyrja hann á hreinræktaðri íslensku hvenær hann ætli að fara að drulla sér í það að moka hyskinu út svo ég geti sofið???

Annars er það að frétta af mér að ég var að horfa á The Fly 1 og 2 í gær, og ég verð að segja það að mér finnst allavega 1 eldast bara alveg ágætlega. Það voru allavega nokkur atriði sem mér brá geggt yfir og önnur sem ég varð að taka fyrir augun af einskærri ógeðistilfinningu, þannig að þessi mynd flokkast í mínum huga ennþá sem hin bestasta hryllingsmyndaskemmtun. Núna er ég að vinna seinustu helgarvaktina mína, og eftir þessa vakt á ég bara 4 vaktir eftir hérna í þjónustuverinu. Ég get nú ekki sagt að ég hlakki til að hætta hérna, það má eiginlega segja að allir vinir mínir vinni hérna... En ef þau eru alvöru vinir mínir, þá höldum við sambandi, og svo á ég örugglega eftir að eignast nýja vini uppi í kringlu:)

Jæja, nenni þessu ekki lengur....

Hrafnhildur
Algjörlega svefnlaus

föstudagur, janúar 02, 2004

2.janúar 2004

Jésús minn almáttugur og fjallmyndarlegur, það er aldeilis að maður er búinn að éta af hátíðarmat yfir jólin. Það verður svo sannarlega Brokkolí og vatn á matseðlinum hjá mér fram í júní. Ég eimmitt fékk mér einn big mac með honum Davíð mínum í hádeginu, til að halda seinasta daginn í ofáti hátíðlegann og hann kom með þessa fleygu setningu: "Þú verður að afsaka ofdekrið, en ég er eiginlega kominn með ógeð af steikum og fíneríi....". Ég held að hann hafi sagt það sem hver einasti íslendingur hafi verið að hugsa, ég allavega get ekki hugsað mér að taka einn einasta bita í viðbót af hamborgarhrygg eða bökuðum kartöflum.

En jólin voru frábær hjá mér fyrir utan ógeðisviðbjóðskvefið mikla sem ég fékk og sem gerði það að verkum að ég fann ekki bragð af jólamatnum, og var veik næstum öll jólin, en ég lét það nú ekki koma í veg fyrir að tildæmis djamma af mér báðar rasskinnarnar á annan í jólum (var ekki einhver sem sagði að áfengi drepi kvefbakteríurnar???) og svo aftur á gamlárskvöld, en svo var bara spilað öll hin kvöldin, og gvuð minn góður hvað það var gaman. Röggi minn ástkæri mágur keypti sér t.d. spil sem heitir "Der herr der ringen" og er einhver versjón af Lord of the rings, og það er skvo ógisslega skemmtilegt spil sem var ofnotað, á móti partý og co og hættuspilinu. Svo náttlega spilaði ég vist við foreldrana:)

En það er eitt sem ég ætla að kvarta yfir!!! Á þorláksmessu hlakkaði ég svo ótrúlega mikið til að fara í þetta langþráða 9 daga frí, en ég trúi ekki öðru en að einhver hafi stytt jólin þar sem ég hef örugglega ekki verið lengur en 3 daga fyrir norðan og samt er kominn 2 janúar!! Er þetta eðlilegt??? Af hverju er tíminn ekki svona fljótur að líða þegar ég er í vinnunni?? Ætli ég hringi ekki bara í neytendasamtökin og rífi kjaft.... eða eitthvað bara....

Allavega, ædolið í kvöld. Ég og minn heittelskaði hýri Davíð ætlum að horfa á það, og ég er handviss um það að hún Anna Katrín verði send heim í kvöld, þar sem hún rústaði trú helmings allra barna í landinu á jólasveininn í seinasta þætti og ég veit um fullt af fólki sem er ógisslega brjálað út í hana. Ég heyrði meira að segja af því að fólk hefði hætt með stöð 2 út af þessu. Ég er heldur ekkert svo rosalega hissa þar sem að það eru fullt af krökkum sem eru æstir ædolaðdáendur og það hefði alveg mátt ritskoða þetta áður en þetta fór læf í loftið.

En ég ætla ekki að kaffæra ykkur í nöldri svona í byrjun nýs árs þannig að ég segi bara: GLEÐILEGT NÝTT ÁR, DÚLLURNAR MÍNAR. ÉG VONA AÐ ÞETTA ÁR VERÐI BETRA EN ÞAÐ SEINASTA :)

Hrafnhildur
Þrammar galvösk inn í nýtt ár