miðvikudagur, desember 31, 2003

31.desember 2003 Gamlársdagur

Það er einn lítill þjóðfélagshópur hérna á Sauðárkróki sem gengur undir nafninu skokkhópurinn. Þessi hópur hefur verið ökumönnum bæjarins til mikils ama síðan hann byrjaði þar sem þessi hópur hefur langmest gaman af því að skokka á götum bæjarins. Svo einkennilega vill til að þessi hópur virðist hafa lögregluvernd, allavega er ekkert gert í því þó að þau skokki á götunum allan ársins hring, í hvaða færi og skyggni sem er... (ég er nú samt eiginlega ekki hissa þar sem ég hef enga trú á lögreglu þessa lands), en þó fóru þeir aðeins yfir strikið í dag. Í dag var eitthvað gamlársdagshlaup, í frosti og roki takið eftir, og þetta fólk valdi sér þjóðveginn fyrir utan bæinn sem target. Þau voru að skokka í báðar áttir þannig að báðar akreinar voru að kikna undan hlaupandi grýlukertum, og færið á veginum þannig að ef maður ætlaði að fara að beygja eitthvað hægri vinstri þá hefði maður endað á því að missa stjórn á bílnum í rásunum á veginum. Þessar uppadruslur sendu manni nettan fýlusvip og puttann yfir þeirri frekju okkar að halda okkur á veginum yfir höfuð. Ég var þvílíkt hneyksluð á því en, það sljákkaði nú aðeins í mér þegar mamma hringdi í lögregluna til að kvarta yfir þessu (þetta er nebblega slysahætta sko). Hjá lögreglunni svaraði yfirlögregluþjónninn sjálfur og var með derring og þvermóðsku, og tilkynnti mömmu það hátíðlega að þó svo að vegurinn væri lagður fyrir bíla, þá hefðu þeir nú engann forgang!!!! AUÐVITAÐ EKKI!!!! Þetta staðfestir þann grun minn að lögregla þessa lands er að fara í hundana. Það er ekkert á þá að treysta, og ég hef virkilega fengið að finna fyrir því í vandræðum mínum við dópistadrulluna á efri hæðinni hjá mér. Það eru 2 lögreglumenn í öllu landinu sem ég myndi treysta fyrir lífi mínu hikstalaust og þeir heita ÁRNI PÁLSSON og SVEINBJÖRN RAGNARSSON og því miður eru þeir báðir í lögreglunni á Sauðárkróki og ekki í kallfæri þegar ég þarf á þeim að halda þarna sunnan heiða... En ég var svo hneyksluð hérna í dag að mér batnaði næstum af þessu íllinda jólakvefi sem ég fékk svo skemmtilega í jólagjöf.

En allavega, þetta var seinasta nöldrið frá mér á þessu ári, vona að þið hafið haft það gott um jólin og ég óska ykkur gleðilegs árs:)

Hrafnhildur
Lögreglu-hvað???

föstudagur, desember 26, 2003

26.desember 2003

Þá er maður kominn heim í heiðardalinn og orðinn útþemdur og þrútinn af ofáti. Ég komst nú heim með fluginu eftir allt saman, þó að flugferðin hafi ekki verið ánægjuleg á einn einasta hátt. Ég var svo sannarlega á báðum áttum með það hvort ég kæmsti yfir höfuð á áfangastað og var farin að svitna af hræðslu á stöðum sem ég hélt að ekki væri hægt að svitna á....

Ég fékk fullt af fallegum gjöfum í ár. Þar á meðal var handþeytari, matreiðslubók, Hr.alheimur, sléttujárn og fullt fullt fleira. Ég fór á jóladag í þessa fínu jólaveislu (nettara orð yfir matargúff og ofát) hjá yndislegu Lúllu og Lúlla, og eftir veisluna var farið heim til Margrétar systur og spilað partý og co út í það óendanlega. Svo er planið í kvöld að fara eitthvað út á lífið. Ég veit ekki hvernig það er í borginni miklu handan hafsins, en það er frekar fastur siður hérna á hjara veraldar að fara á djammið á annan í jólum til að sýna sig og sjá aðra. Írafár verður á Kaffi Krók og ætli maður fari ekki og hristi skankana í takt við hana Birgittu:)

Ég verð að segja ykkur frá því hvað ég er sár núna:( Eins og ég var búin að nefna, þá keypti ég þennan ótrúlega fallega jólakjól í Zöru. Jæja, ég dressaði mig nú líklegast í hann á aðfangadagskvöld, og var hin glæsilegasta, en þegar ég er búin að vera í honum í kannski 3 tíma tek ég eftir því að það er að myndast gat á saumum sem eru á maganum á kjólnum, þannig að nú er kjóllinn ónýtur og ég hef ekkert dress á gamlárs!! En við systurnar deyjum nú ekki ráðalausar þar sem við ætlum bara að vera sætar og kaupa okkur alveg eins kjóla:)

Ég bið ykkur annars bara vel að lifa og vona að allir séu á lífi eftir þessa miklu átveislu sem hefur gengið í garð:)

Hrafnhildur
Óvirk sökum ofáts

þriðjudagur, desember 23, 2003

23.desember 2003

Jamm, ef ég nálgast það ekki bara að vera sannspá... það er allavega allt útlit fyrir það (URRR). Auðvitað er stormviðvörun í kvöld, nánar tiltekið sirka nákvæmlega um það leyti sem ég á að vera að fara í loftið. Ég er fyrir það fyrsta að klikkast úr stressi í sambandi við það hvort ég komist í kvöld og máttleysi gegn þessum helvítis veðurguðum, og í öðru lagi er sú staðreynd að það gæti orðið ófært búin að drepa niður allt það jólaskap sem komst fyrir í mínum annars ekki svo ofvaxna kroppi, þannig að núna bið ég bara til allra guða og hjáguða um kraftaverk, því að jólin eru nú alveg rétti vettvangurinn fyrir kraftaverk, er það ekki:) En þangað til að ég sé það kraftaverk að ég komist norður framkvæmast, þá er lítið og svart óveðursský sem hangir yfir höfðinu á mér, og trúið mér-það ský er sko ekki jólaskreytt!!

En þar sem ég ÆTLA að komast norður í kvöld, þá er ég að hugsa um að smella hér inn planinu um það hvað ég ætla að gera frá því ég kem norður og til jóla:

klukkan 18:30 verð ég komin inn í vél (JÚ VÍST, JÚ VÍST). Verð komin norður rétt upp úr 19 (aftur og enn JÚ VÍST). Er að hugsa um að fara beint út á Ólafshús og fá mér bestu pizzu norðan alpafjalla (betri en devitos). Eftir það er ég að hugsa um að taka rúnt í skagfirðingabúð og reyna að endurheimta eitthvað af jólastemmningunni sem ég er búin að glata vegna veðurs, og reyna svo að mæla mér mót við einhvern á kaffihúsinu eða eitthvað, bara hafa það kósí áður en ég fer svo að sofa. Í fyrramálið er svo planið að vakna fyrir allar aldir (um áttaleytið) og skella sér í pottana í sundlauginni til að láta allt stressið, sem bæ ðö vei stigmagnast með hverri mínútunni, líða úr líkamanum áður en ég fer svo í jólakortaútkeyrslu með ástkærum mági mínum, honum Rögnvaldi og minni einu sönnu Rebekku. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði búið um hádegi, en þá ætla ég að halda kyrru fyrir heima hjá systur minni svo að ég missi nú örugglega ekki af því þegar jólasveinarnir koma með gjafir handa henni litlu Braveheart (Rebekku). Ég persónulega spái því að blessað barnið fái hjartaáfall, en móðir hennar þekkir hana betur en ég og ætti að vita hvað greyið litla þolir:) Jæja, svo þegar jólasveinarnir eru búnir að koma, þá held ég að ég fari nú bara að koma mér út í sveit til foreldranna sem ég sakna ó svo sárt, og halda jólin hátíðleg:)

Ég vona að þið hafið það gott í jólaösinni, og í guðanna bænum krossið alla putta og allt bara sem þið getið krossað, og óskið þess með mér að ég komist með fluginu í kvöld......

Hrafnhildur
Á LEIÐINNI NORÐUR Í KVÖLD!!!

mánudagur, desember 22, 2003

22.desember 2003

Það er aldeilis komið jólaskap í mannskapinn hérna í vinnunni. Við vorum að fá jólagjöfina frá landssímanum og þeir hafa greinilega ákveðið að bregða út af útivistarþemanu sem þeir hafa tileinkað sér seinustu árin (kíkir, úlpa, flísteppi), og þetta árið fengum við 2 miða í þjóðleikhúsið:) Mér finnst það flott gjöf, og á eflaust eftir að notfæra mér þessa miða. Ég er ennþá að berjast við þennan blessaða tíma, hann líður bara ekki nærri því nógu hratt fyrir minn smekk, þar fyrir utan að ég hef eiginlega ekki tíma í þessa bið alla:) Það er skvo eins gott að það verði fært í flug annað kvöld, því að ég ætla að komast norður fyrir jól!!! Ég reyndar þori ekki að treysta á neitt þar sem veðurguðirnir eru búnir að sýna þessa líka fínu geðklofatendensa núna seinustu daga, fínt veður í fyrradag-10 stiga frost í gær og skafrenningur í gærkvöldi-hláka og gola í dag... Hvernig ætli þetta verði á morgun?? Þetta er það sem ég þoli ekki við að búa á Íslandi, það er aldrei hægt að ganga út frá neinu vísu, vegna þess að veðrið eru svo óútreiknanlegt.... Þýðir ekki að spá í það.

Annars ætla ég að koma hérna að einu allsherjar jólakorti til ykkar allra sem hafa ekki fengið kort frá mér þetta árið:Elsku þið öll.

Ég sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka allt gamalt og gott

Jólakveðjur
Hrafnhildur

Ég veit ekkert hvort ég eigi eftir að blogga eitthvað fyrir jól aftur, gæti samt trúað því að það verði lítið að gera í vinnunni á morgun svo að ég kannski set inn smá jólapistil. Annars bið ég ykkur bara vel að lifa.

Hrafnhildur
Voru guðirnir geðklofar??

sunnudagur, desember 21, 2003

21.desember 2003

Æji hvað ég er alltaf sammála þér Garfield minn

Hrafnhildur
Á nippinu

20.desember 2003Lítið aðeins á teiknimyndasöguna hérna fyrir ofan....SVONA LEIÐ MÉR Í DAG!!! Þvílík og önnur eins mígandi geðbilun sem heltekur íbúa þessa lands svona rétt fyrir jólin. Ég þurfti að skella mér inn í Kringlu í dag til að finna eina litla og saklausa jólgjöf sem mamma bað mig að kaupa, og ætlaði að hitta frænkur mínar í leiðinni. Sem betur fer fann ég þetta sem ég þurfti að kaupa strax, og flúði svo til að bjarga lífi mínu, í ofvæni inn á Café Bleu, fann mér borð inni í horni og pantaði mér kaffi og prósak!!! Þar sat ég, skjálfandi eins og hrísla í ofsaroki þegar frænkurnar komu. Ég náði nú að róa mig niður á meðan ég drakk kaffið, en svo vandaðist málið.... Að koma sér út aftur!!! Ég er ein af þeim manneskjum sem pirrast allsvakalega (það mikið að þið viljið hafa mig með fyrirtíðaspennu allan sólarhringinn, frekar en þann pirring) ef fólk er fyrir mér og ég þarf að miða út hvert einasta spor til að stíga ekki á einhvern, eða reka ekki olbogann inn í síðuna á næstu manneskju (verð nú samt að viðurkenna að stundum læt ég nú bara vaða) og þannig var eimmit umferðin um kringluna í dag. Við reyndar tókum ferðina út í allmörgum Pit-stops í búðum og í einu slíku stoppi náði ég að kaupa mér ógisslega ótrúlega flott háhæluð leðurstígvél- úff þau eru svo flott (kostuðu líka 17 þús- já ekki orð um það meir *roðn*) Það er reyndar næstum því skrifað utan á kassann af þeim að það sé vont að ganga ganga á þeim but with god as my witness, ég MUN leggja það á mig-bjútí kosts pein mæ smurfs!!! Já það er semsagt ekki hægt að segja annað en að ég sleppi undan gráðugum og illa hirtum klóm jólakattarandskotansófétisins þetta árið. En ég segi það og skrifa: ÉG FER EKKI INN Í KRINGLU AFTUR FYRR EN EFTIR JÓL!!!!

Jæja, held þetta sé komið gott í bili, kossar og knús þangað til næst....

P.S
Ég var reyndar að fatta að ég verð að vinna í kringlunni fyrir næstu jól, guð veri mér og sálu minni náðugur......

Hrafnhildur
Taugahrúga á háhæluðum leðurstígvélum

laugardagur, desember 20, 2003

20.desember 2003

ÚFFFFFFFFF. Þetta er búinn að vera Lord of the rings dagur dauðans. Ég og Guðný ákváðum að taka okkur til og horfa á LOTR 1 og 2 í tilefni af því að við vorum að fara á Return of the king í kvöld, ég var reyndar búin að sjá 1 fimm sinnum og 2 þrisvar, en það var alveg þess virði.... Ég er óttalegur nörd í sambandi við þessar myndir..... En allavega!!!!! LOTR: Return of the king. Ó MÆ GOD, ég bara hef ekki orð yfir það hvað mér fannst þessi mynd góð.... Ég fór á hana með því hugarfari að þetta væri nú þriðja myndin og kannski yrði hún eitthvað útþynnt, en trúið mér, hún var það ekki. Ég var það dáleidd yfir henni að nokkrum sinnum fattaði ég að ég væri gapandi og var búin að vera það í soldinn tíma. Ég held líka að ég hafi verið að gera manngreyið sem sat við hliðina á mér brjálaðann því að ég var endalaust talandi við persónurnar: Nei Fródó, asninn þinn, svona gerir maður ekki... Lególas, ógisslega geturu verið hott..... Hvar er Aragorn eiginlega þegar maður þarf á honum að halda??... og svo framvegis. Ég reyndar verð nú að viðurkenna það að álit mitt á Gollum, sem mér hefur fram að þessu fundist hin mesta dúlla, minnkaði ansi mikið í þessari mynd, en hann fékk makaleg málagjöld, fanturinn sá!!

Æji ég verð eiginlega að hætta núna áður en ég fer að segja frá atriðum og skemma myndina fyrir ykkur hinum sem eruð ekki búin að sjá hana, en þið VERÐIÐ að fara á hana!!!

Hrafnhildur
Die hard fan

fimmtudagur, desember 18, 2003

18 desember 2003 (enn og aftur)

Ég var að lesa bloggið hennar Guðnýjar og mundi þá eftir því að mig dreymdi að ég væri að horfa á leiðarljós í nótt. Þar sem ég hef aldrei horft á þetta að ráði, voru þetta bara einhver random atriði þar sem drama var allsráðandi og persónurnar voru eitíslúkkíng með allt of stóra axlapúða og vængjagreiðslur. Ég held að þetta sé merki um það að ég sé dyggur lesandi bloggsins hennar, þar sem hún talar um þennan guðsvolaða þátt í hverri einustu færslu... er þetta ekki bara að verða komið gott með leiðarljósið Gebba mín hahaha.

En við það að lesa bloggið hennar gerði ég mér grein fyrir því hvað ég er að missa af stórum parti í jólaundirbúningnum svona fjarri heimahögum. Ég tildæmis náði ekki að skvísa mér inn í laufabrauðsgerð neinsstaðar þessi jólin, hef ekki farið á neina jólatréssamkomu og missti af því þegar pabbi setti seríurnar upp í litla kotinu þeirra, sem hefur nú alltaf komið mér í geggjað jólaskap. En ég fæ nú alltaf glóðheitar fréttir að norðan, eins og t.d hvernig hún Rebekka mín höndlaði það að fá í skóinn.... henni fannst það náttlega mjög gaman, en var nú ekki alveg til í að hafa skóinn í glugganum sínum, vildi frekar hafa hann í stofuglugganum, svo að það væri nú ekki einhver gamall kall að kíkja inn um gluggann hennar þegar hún væri sofandi haha. Mér finnst þetta bara mjög lógíst af henni!

Til merkis um það hvað mér leiðist mikið, þá er þetta 3ja bloggfærslan mín í dag, ég er að bíða eftir því að Guðný renni í bæinn svo við getum farið í kringluna, en ég held að ég láti þetta bara nægja.

Hrafnhildur
Í leit að jólastemmningu

18.desember 2003What Famous Leader Are You?Ekki leiðum að líkjast :)

Hrafnhildur
Fædd til góðverka

18.desember 2003

Haldiði að ég hafi ekki unnið mér inn svona eins og tvo miða á forsýningu á LOTR og LOTR bol í gær!!! Kaldhæðnin við það var reyndar sú að forsýningin var í gærkvöldi og ég var að vinna til 24 svo ég gat ekki notað mér þá, en í staðinn gaf ég henni Sæunni minni þá, góða vinkonan sem ég er:) Reyndar var ég ekki svo fúl, af því að ég er að fara með Guðnýju og Tóta á forsýningu annað kvöld, og ég og Guðný erum að spá í að taka maraþon í kvöld, horfa á báðar hinar myndirnar svo að við verðum með söguþráðinn á tandurhreinu.....

Ég ætla að kíkja í kringluna í dag og taka púlsinn á nýja vinnustaðnum, dagsetning komin nokkurn veginn á hreint, ég byrja ss að vinna í símabúðinni í kringlunni 10 eða 12 janúar. Ég er reyndar strax farin að kvíða fyrir því að yfirgefa fjölskylduna mína niðri í þjónustuveri, það verður örugglega skrítið að vera að vinna með einhverjum öðrum en þeim öllum.... Ég verð að gera eitthvað drastískt áður en ég fer, svo að enginn gleymi mér:) En ég held að liðið í kringlunni sé bara fínt, þannig að ég kvíði ekkert fyrir að fara að vinna með þeim.

Mér finnst svo skrítið með það hvernig tíminn líður... mér finnst tíminn rjúka áfram, mér finnst ég nýbúin að fá útborgað og svo er kominn 18 des án þess að ég hafi tekið eftir, en samt finnst mér tíminn ekki geta liðið nógu hratt þangað til ég fer norður.... Ég hlakka svo til að ef ég væri ólétt, þá væri ég búin að missa vatnið, bara af einskærri tilhlökkun. Ég var að átta mig á því í gær, að ég verð í 9 daga fríi yfir jólin!!!! 9 dagar sem fara í stjarnfræðilega afslöppun og ofát. Ég ætla að vera spariklædd á aðfangadagskvöld og gamlárs, en hina dagana ætla ég að kikk bekk í náttbuxunum mínum og gúffa mig út af allskyns gúmmilaði og lesa og horfa á sjónvarpið, ekki slæmt plan það;)

Jæja, nenni þessu ekki.... Ble ble

Hrafnhildur
LOTR hjir æ komm

þriðjudagur, desember 16, 2003

16.desember 2003 (aðeins seinna)

Þetta gæti alveg hafa gerst:

Jólasaga

Ekki fyrir löngu, á mælikvarða jólanna, kom uppá svolítið vandamál.
Jólasveinarnir voru flestir komnir til byggða að sinna sínum uppáhalds
erindum. Í helli sveinanna voru hins vegar veikindi og Kertasníki sem
síðastur kemur á aðfangadag gekk illa að fá aðstoð við að undirbúa sig
til ferðar. Það styttist í að sveinki þurfti að drífa sig af stað, hann
var orðinn frekar stressaður. Grýla kom í heimsókn sem hafði ekki önnur
áhrif en að stressa sveinka enn meira upp. Hinir bræðurnir höfðu tekið
vélsleðana sem voru í lagi og sá síðasti var bilaður. Hreindýrin voru uppi við
Kárahnjúka og hreindýrasleðinn hafði ekki fengið neitt viðhald í 17 ár.
Með nokkur farlama hreindýr, fyrir sleðanum, sem ekki nenntu í burt fór
sveinki að hlaða á sleðann sem brast undan þunganum og allt fór út um allt.

Kertasníkir æddi inn til að fá sér hálfkaffi (viskí og kaffi).
Hann komst að því að einhver hafði drukkið viskíið og ekkert annað var
til. Kaffibollinn fór í gólfið og brotnaði þannig að brotin fóru um
allt gólf. Þegar hann ætlaði að sópa sá hann að mýsnar höfðu nagað
hárin af kústinum. Þá er bankað á hellisdyrnar, í brjáluðu skapi
strunsar sveinki til dyra. Fyrir utan stendur
engill með jólatré. "Hvar vilt þú að ég setji tréð?" spyr engillinn.

Og þannig kom það til, vinir mínir, að engillinn situr á toppi
jólatrésins.

Hrafnhildur
Með stjörnu á toppi trésins
(Guðný... Fattaru hahaha)

16.desember 2003 (ótrúlega snemma)

Helgin var rosalega skemmtileg. Ég byrjaði á að fara í Smáralindina á laugardaginn til að versla jóladressið á hana Rebekku mína, og hitti svo hersinguna úr Hafnarfirði á kaffihúsi þar. Um kvöldið var svo matarboð hjá henni Sæunni minni, þar sem við gúffuðum okkur út af gúllassúpu og súkkulaðifondue og töluðum um allt sem konur geta ekki talað um þegar við erum að reyna að vera penar og dannaðar fyrir karlmennina.... Um hálftvöleytið var svo haldið út á öldurhús borgarinnar og ótrúlegt en satt þá entist Krummi litli nú bara til 6 um morguninn, sem er persónulegt met hjá lélega djammaranum mér. Ég fór á Felix og var bara að dansa í mesta sakleysi þegar einhver langferðabíll í gerfi kvensniftar kom upp að mér, gróf helvítis pinnahælnum ofan í ristina á mér og snéri á meðan hún horfði í augun á mér með þeim afleiðingum að ég er með marblett á stærð við fokkíng falklandseyjar á ristinni. Það var tvennt sem ég gat gert í þessari stöðu, annað hvort gengið frá gellunni á staðnum og gist í fangageymslunni þá nóttina, eða brosa til hennar og halda áfram að dansa...... Ég ákvað að seinni kosturinn væri betri, en djöfull var þetta hrikalega vont, HELVÍTIS TÍKIN!!!

Sunnudagurinn var tekinn í meidjör þynnku, ég lá allan daginn eins og roadkill í rúminu og horfði á hundleiðnlega sjónvarpsdagskrá, svaraði ekki símanum og nennti ekki einusinni að labba út í sjoppu að kaupa mér dæjett kók (og þá er nú mikið sagt). Ég harkaði samt af mér þegar leið á kvöldið og skellti mér í bíó á Texas Chainsaw Massacre. Ég veit ekki hvort það hafi verið sljóheit þynnkunnar, afbrigðilegheit heilans í mér eða skræfuskapur í vinkonum mínum, en mér fannst hún ekki það rosalega, hrikalega, horbjóðslega viðbjóðsleg eins og var búið að lýsa fyrir mér.... Jú mér fannst þetta náttlega viðbjóður og viðbjóðslegt að þetta hafi gerst og allt það, en ég var samt ekki alveg að fríka þarna í bíóinu, kannski einum of mikill hollívúddbragur á myndinni til að ég áttaði mig almennilega á þessu öllu saman...

Svo náði ég barasta að afreka það í dag að kaupa seinustu jólagjafirnar, og senda jólakortin sem verða ekki borin út á aðfangadag, þannig að nú get ég bara slappað af og haft það gott fram á þorláksmessu, ekki slæmt.

Og svo er það mál málanna: SÖRVÆVÖR!!! Vá hvað ég er þokkalega sátt við þennan endi, en gvuðminnalmáttugur hvað hún Lill er heimsk að taka ekki Jon með sér í fænöl tú, bara fyrir þann hálfvitagang átti hún ekki skilið að vinna væluskjóðan sú arna... og tókuð þið eftir því að sama hverju hún var að svara, alltaf talaði hún um þessa guðsvoluðu skátahreyfingu sína, ég var við það að æla yfir manneskjunni..... Mér fannst Sandra vera að valta yfir hana á seinasta þinginu, hún sagði bara sannleikann og var ekkert að reyna að fegra sjálfa sig þannig að mér fannst hún alveg eiga þetta skilið (svona fyrst að ég fékk ekki að vera með...), en sama hvað, ef Lill hefði tekið Jon með sér, þá er pottþétt að hún hefði labbað út með millu í vasanum. Kannski finnst henni bara ekkert gaman að peningum-hver veit!!

Jæja, ég held að þetta sé lengsta bloggfærslan mín hingað til, þannig að ég ætla að leyfa ykkur að melta þetta upplýsingaflæði í rólegheitunum.

Hrafnhildur
Með munnræpu

föstudagur, desember 12, 2003

12.desember 2003

Ja nú er ég svo sannarlega jólasödd.. Haldiði að landssíminn hafi bara ekki verið grand á því í dag og bauð okkur í jólahlaðborð í mötuneytinu. Ég tók svo sannarlega til matar míns og át mig orðlausa, og ég held það eigi við um alla samstarfsfélagana, þannig að ég er að hugsa um að setja inn á símsvara þjónustuversins: "vegna ofáts starfsfólks verður lokað fyrir svörun næstu 3 klukkutímana". Ætli landinn yrði ekki ánægður með það.

Annars er ég svo hneyksluð núna að ég á ekki til orð í sambandi við þessar þingmannadruslur okkar!! Að þeir skuli exjúlli voga sér að hækka launin sín um svona eins og einn óbreyttann þjónustufulltrúa, á sama tíma og þeir eru að skerða vaxtabætur, reka starfsfólk á Reykjalundi, fækka hjúkrunarfólki um 200 manns og hækka sígarettur út í það óendanlega til að rétta af fjárhaginn hjá ríkinu. Og svo velja þau sér besta tímann í þetta, desember, þegar allir eru á kúpunni og eru að rembast við að eiga fyrir jólagjöfum handa sínum nánustu. Og ég get ekki annað en spurt, hvaðan verða þessir peningar svo teknir??? Þeir skulu sko ekki voga sér að fara að hækka skatta eða eitthvað svoleiðis, nei þá flyt ég til Sviss andskotinn hafi það!!!! Helvítis bananalýðveldi.

Ég horfði á Jay Leno í gær.. Orlando Bloom.... vá hvað hann er JÖMMÍ, mig hefur aldrei langað jafn mikið að vera stóll eins og þessar tíu mínútur sem hann var hjá Leno, gvuð hvað hann er fullkominn þessi maður úff.

Jæja, best að halda áfram að gera ekki neitt í vinnunni þar sem er svo guðdómlega lítið að gera:)

Hrafnhildur
Orðlaus á allann hátt

miðvikudagur, desember 10, 2003

10.desember 2003

Fór í smá jólagjafaleiðangur upp á laugarveg. Jólagjöfin hans Rögga komin heil á höldnu í hús.... Ég reyndar fékk þetta líka ekki litla breinstorm um það hvað ég ætti að gefa henni Guðnýju minni í jólagjöf, en það féll um sjálft sig þegar ég fékk þær leiðu fréttir að búðarholan sem það er selt í hafi lagt upp laupana í sumar, þá er það bara plan B. Hitti Hebu í Eymundsson og hún lýsti yfir þessum gífurlega áhuga á því að taka þátt í bekkjarmótsundirbúningi, fínt þá þarf ég ekki að standa í þessu ein.... Bekkjarmót er ss fyrirhugað næsta sumar, þannig að árgangur '80 bí príperd. Við vorum að pæla í því hvað okkar árgangur hefur komið sér vel fyrir, við erum allavega með 3 meðlimi sem eru að verða þjóðþekktir: Auddi Blöndal sem er orðinn beloved houshold name, Sverrir Bergmann fagurgalinn mikli og svo var ég að muna eftir því að hann Sverrir Kári- herra ísland í fyrra, var náttlega með okkur í bekk framan af, þannig að þetta verður ekki leiðinleg samkoma. Auddi verður með stendöpp, Sverrir Bergmann raular undir, og á meðan sýnir Sverrir Kári okkur það nýjasta í hausttískunni on a kettvokk. Ég sé þetta alveg vera að gera sig tíhí.

Annars er mér ekki til setunnar boðið núna, þar sem ég þarf að fara að undirbúa hina miklu burritosfest sem mun eiga sér stað hérna á eftir, bið ykkur þessvegna vel að lifa.

Hrafnhildur
Undirbýr celebbekkjarmót

10.desember 2003

Þá er jóladressið komið í hús, ég vippaði mér líklegast í smáralindina í gær og keypti mér þennan líka fína prinsessukjól í Zöru á tæpann 8 þúsund kall. Ég var reyndar búin að vera með augun á ógisslega flottum kjól sem ég var búin að sjá í glugganum á Max Mara (þeirri verslun djöfulsins). Þannig er það að þegar ég fer með strætó í vinnuna, þá keyrir hann alltaf fram hjá þessari búð og ég var búin að spá í þessu dressi í 2 vikur, þannig að ég ákvað nú að hringja og spyrja hvað flíkin kostaði (hugsaði "kannski svona 20 þús..."), Nei þakka þér fyrir, kjóldruslan var á fokkíng SJÖTÍUOGEITTÞÚSUNDKRÓNUR!!!! Ég þakkaði kvensniftinni bara pent fyrir mig og spurði hana hvort þau tækju við umsókninni um greiðslumatið eða.... En hver kaupir sér kjól á 71 þúsund krónur???? Þetta er geðbilun og svo sannarlega ekki í anda jólanna. Ég vona að sú sem kaupir þennan kjól eigi eftir að hella rauðvíni yfir hann í fyrsta skiptið sem hún fer í hann!!! En ég er allavega ógisslega ánægð með minn fallega prinsessukjól og mér finnst hann miklu flottari en þessi Max Mara drusla.

Í kvöld er svo planið að vera með stelpukvöld. Rakel og Gígja ætla að kíkja á mig og við ætlum að horfa á Victoria's secret tískusýninguna og extreme makeover. Ég er að hugsa um að bjóða Rakeli minni í burritos fyrst (Gígja alltaf búin svo seint í vinnunni að það er ekki hægt að bjóða henni í mat) og hafa það svo bara kósí:) Svo er ég að fara um helgina í stelpujólamatarboð til hennar Sæunnar matmóður. Við erum nokkrar stelpur úr vinnunni sem ætlum að hittast og borða fullt af mat, drekka vín og spila trivjal, það verður örugglega mjög gaman.

Jæja, bið bara að heilsa ykkur í bili.

Hrafnhildur
"SJÖTÍUOGFOKKÍNGEITTÞÚSUND!!!!"

sunnudagur, desember 07, 2003

7.desember 2003

Kröfulisti Rúdólfs ðe reddnós reindjer til feitabollunnar (sveinka, Nikka eða hvað sem þessi nóboddí kýs að kalla sig)

Jæja kallinn, þar sem ég er orðinn mikið stærra númer en ég var í upphafi, kominn með minn eiginn hittara og farinn að vera með mínar einkauppákomur á hinum ýmsustu vettföngum, þá er ég með nokkrar kröfur sem ég vil að þú takir til skoðunar ef þú vilt hafa mig með í batteríinu þetta árið:

1. Ég vil fá nýjustu skeifurnar frá Nike þetta árið, þessar gömlu Puma sem þú keyptir notaðar fyrir jólin '62 og negldir undir mig eru orðnar frekar slappar.

2. Ég vil að jólaálfur standi með handklæði og Powerade handa mér við hvern stromp, handklæðið á að vera bleikt með fallegri bróderingu og poweradeið á að vera grænt.

3. Ég vil fá besta heyið í kofanum seinustu 3 vikurnar fyrir brottför, ímyndaðu þér skandalinn ef ég myndi nú fá kvef og nefið á mér myndi rétt svo bara blikka!!

4. Ég vil að þú hættir þessu eilífa "hó hó-i" þínu þegar við erum á ferðinni, það er þreytandi og dregur athyglina frá aðalstjörnunni inn ðö sleiræd- mér!

5. Daginn sem við leggjum íann vil ég fá gufusoðið, lífrænt ræktað gras, sérpantað frá heilsubúgarði í Kuala Lumpur og vil renna þessu niður með ósviknu frönsku evian vatni, ekkert kranasull.

6. Í næstu kók jólaherferð vil ég að athyglinni verði beint meira að mér, fyrir það fyrsta ert þú búinn að einoka sviðsljósið á þessum vettvangi ansi lengi og í öðru lagi- hvar værir þú án mín??

7. Á jóladagsmorgun þegar við komum heim, þá vil ég að jólaálfadís bíði mín í básnum mínum, taki mig og nuddi mig allan og leiki sér svo aðeins við mig.

8. Ég vil að þú hættir að hnoðast með þennan poka þinn, fullan af drasli, krakkaormarnir sætta sig örugglega jafnvel við gjafabréf en ég þarf að draga þetta hlass og það er þungt!!!

9. Ég vil að taumurinn minn verði glimmer og gullbryddaður þetta árið, og helst vil ég líka fá húfuna þína, þú getur fengið þér nýja í hagkaup. Ég er fremstur og þarf að líta best út.

10. Og síðast en ekki síst, DRULLAÐU ÞÉR Í MEGRUN FEITABOLLAN ÞÍN, það er ekkert grín að hlaupa með fituhlussu eins og þig í eftirdragi hringinn í kringum jörðina á einni nóttu.

Ég vil að þessum kröfum mínum verði mætt, annars sný ég mér alfarið að sólóferli mínum, sem ég hef haft á hóld bara til að þú getir reddað þessum smámunum þínum á jólanótt. Þú hefur viku til að svara mér, áður en ég fer í álfana í starfsmannahaldinu.

Með jólakveðju
Rúdólf ðö reddnós reindjer

7.desember 2003 (ógisslega snemma)

Nú hefur þeim* aldeilis tekist að ganga fram af mér!!!! Í byrjun desember byrjaði að læðast að mér pínkulítill grunur, sem hélt svo áfram að ágerast, þangað til ég fékk það loksins staðfest að þeir* eru greinilega að reyna að eyðileggja jólin fyrir mér.... Þeir sem þekkja mig vita að um miðjann nóvember er ég farin að iða í skinninu eftir að jólaandinn komi inn um bréfalúguna í gerfi tímarits sem heitir bókatíðindi. Jólaskapið kemur ekki endanlega fyrr en að ég er búin að fletta af gaumgæfni í gegnum þetta blað og krossa við það áhugaverðasta. Jæja, allavega, í byrjun desember fór að læðast að mér sá grunur að þeir* hefðu hreinlega bara gleymt mér þetta árið, en ég var samt alveg bara: "Nauhauts, ógisslega ekki sénsinn eikka", en grunur minn reyndist réttur. Þegar ég fór að grafast fyrir um það, þá voru bara allir komnir með þetta inn á borð og ég sat eftir með sárt ennið:( Ég var þetta ekki líka litla sár, móðguð og fannst ég pínulítið skilin útundan, þangað til hún Sæunn mín kom færandi hendi og eftirlét mig hennar eintaki, og bjargaði þar með jólunum í ár:)

*Ég hef reyndar aldrei komist að því hverjir þessir "þeir" eru (gæti samt best trúað að "þeir" séu læknar), en hverjir sem "þeir" eru, þá er allt sem "þeir" eru að gera neikvætt í garð okkar hinna.....

Annars er það af mér að frétta að ég og Sæunn erum búnar að standa á haus í allann dag í Sörubakstri og myndi afrakstur dagsins sóma sér vel í besta konditori bakaríi. Við reyndar gerðum bara botnana heima hjá henni, en svo gerði ég kremið þegar ég kom heim í kvöld, og þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég baka sörur þá vissi ég ekki einusinni hvernig sörukrem á að líta út, þannig að elsku þið sem eigið eftir að borða sörur hjá mér: Bí djentúl og segið bara að þetta sé gott;)

Garfield dagsins:Jæja, ég held að það sé best fyrir mig að fara að slá botninn í þetta, þar sem næturgalsinn er farinn að kikka inn og mig farið að langa til að pikka inn eitthvað bull.....


P.S.
Elísabet mín Rán, elsku vinkona, til hamingju með ammlið....

Hrafnhildur
Næstum bókatíðindalaus

fimmtudagur, desember 04, 2003

4.desember 2003

Garfield dagsins:Voruði búnað saknans???

Hrafnhildur
Téllíngin með feita köttinn

4.desember 2003

Nú er ég svo öldungis aldeilis rasandi bit!!!! Hún móðir mín elskuleg brá undir sig heldri fætinum um daginn og skellti sér til hins geðuga sjónvarpsmiðils, Þórhalls. Þar fékk ég þann grun minn staðfestan að allir miðlar lifi í einni allsherjar Nostalgíju um að ég eigi að fjölga heiminum. Sjónvarpsmiðillinn varð hinn æstasti á meðan hann rausaði við kerlinguna um væntanlegt barnabarn, og eitthvað hefur hann sagt, því síðan þá hafa öll bönd beinst að mér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún móðir mín fer til miðils og hann fer að rausa um meinta mannfjögun úr minni átt. Hún fór til dæmis fyrir rúmum 2 árum til einhvers sjáanda og þá sá hann "svo fallegt ljós" í kringum mig og spáði því að ég yrði orðin kas eftir eitt og hálft...... Ja ég veit nú kannski ekki hvernig þetta virkar allt saman en rúmlega 2 árum seinna sit ég hérna barnlaus og það nett að ekki er fræðilegur möguleiki að barn leynist einhversstaðar þarna fyrir innan.

Annað kvöld er fyrirhugað jólaglögg hjá símanum á Gauk á stöng, þar sem Idolinu verður sjónvarpað af risaskjám víðsvegar um staðinn, vegna þess að fimmhundruðkallinn er "okkar maður", en GESS VOTT, auðvitað er Krumminn að vinna!!! Reyndar var ég búin að ákveða að ég ætlaði ekki að fara og fannst þar af leiðandi ekkert svo blóðugt að þurfa að vera að vinna, en þegar ég heyrði að Idolið yrði á skjánum og að í svörtum fötum yrði að spila, þá verð ég að viðurkenna að mig langar solltið. En samt, þegar ég hugsa um þynnkuna eilífu sem nagar mig upp að innan daginn eftir hvert einasta djamm, þá er þetta kannski í lagi.....

Best að halda áfram að vinna.....

P.S.

Er búin að fá það staðfest að ég er að fara að vinna með fimmhundruðkallinum (Jóni í ædolinu) og hinum snillingunum í símabúðinni í kringlunni eftir áramót, til hamingju ég!!!!

Hrafnhildur
Ofsótt af barnóðum sjónvarpsmiðlum

miðvikudagur, desember 03, 2003

3.desember 2003

Dagurinn í dag fór í það sem virðist vera orðinn mánaðarlegur rúntur okkar Sæunnar í Ikea, Gripið og greitt og smáralindina. Ég náði að kaupa jólagjöf handa Rebekkunni minni, tóbaksskammtur mánaðarins keyptur (mjög líklega í seinasta skipti ef þessi bölvaða hækkun mun verða að veruleika um áramótin) og vanillukertalagerinn í Ikea minnkaði heilmikið eftir að ég náði að ljúka mér af þar. Þegar ég kom heim ákvað ég nú að taka aðeins til í bókhaldinu mínu, og eftir að vera búin að borga stöð 2, rafmagnsreikninginn, heimilislínuna og visa þá er ég bara í asskoti góðum málum held ég bara, það er ekki slæmt að vinna hjá landssímanum;)

En í sambandi við þessa tóbakshækkun... Ég er ekki alveg að skilja þetta helvítis bull!!! Mér finnst að maður eigi rétt á því að ákveða sjálfur hvort að maður reyki eða ekki. Ef pakkinn fer upp í rúmar 700 krónur um áramótin eins og er verið að hóta okkur, þá eru það bara þessi andskotans jakkafataplebbar sem eru að berjast fyrir þessu, sem eiga eftir að hafa efni á þessu. Af hverju? Mér finnst það vera mitt mál og einskis annars hvort ég reyki eða ekki, en þjóðfélagið er orðið þannig að það er litið niður á reykingafólk. Manni er holað út í horn eins og einhverjum glæpamanni, og það kalla ég ekkert annað en fordóma!!! Ekki það að ég hafi geð á því að sitja og púa yfir hóp af fólki sem finnst það óþægilegt, ég hef alltaf reynt að sýna tillitssemi, en maður fær virkilega að finna það að maður er í neikvæðum og illa séðum minnihlutahóp. Ég vil persónulega kenna druslunni honum Þorgrími Þráins um þetta. Maðurinn er búinn að ganga svoleiðis hamförum á okkur reykingafólkinu að okkur er varla vært lengur. Svo lætur þessi hræsnari taka mynd af sér, blindfullum í einhverju partýi með vindil lafandi út úr skoltinum. Ef þessi plebbi hefði aldrei opnaði á sér túlann, er ég handviss um að þessi hækkun hefði ekki einusinni verið tekin til umræðu. Já ég er bara bandíll yfir þessu öllu saman!!!

Hrafnhildur
"Reyki ef ég vil"

þriðjudagur, desember 02, 2003

2.desember 2003

Ef einhver á eftir að horfa á Sörrvævör, ekki lesa meira, því nú get ég ekki á mér setið!!! Vá hvað ég var ógisslega hneyksluð yfir þættinum í gær. Þessi ógeðslegi Jonny Fairplay færði þáttinn niður á það lágt plan að ég var virkilega að hugsa um að hætta að horfa á hann.... Svindlaði út dag með vini sínum með því að láta hann ljúga því að amma hans jons væri dáin!! OJ OJ OJ svona gerir maður ekki, ekki einu sinni fyrir milljón dollara. Ég bara á ekki til orð....

Annars er þetta búið að vera einstaklega leiðinlegur dagur, ég er búin að vera drugggluþreytt í allan dag vegna þess að mannleysan fyrir ofan mig ákvað að dóneita mig einni enn andvökunóttinni, og um leið og ég kom í vinnuna, beið ég eftir þvi að ég yrði búin. Kvöldið verður nú samt örugglega fínt þar sem hún Ásta mín ætlar að kíkja á mig með góssið sem hún kom með fyrir mig frá hinni stóru Ammríku, hlakka mikið mikið til. Svo á morgun er ég í fríi og planið var að fara í Ikea og Bónus og fleirra, og auðvitað þurfa þá þessir hrútleiðinlegu veðurfræðingar að spá stormi og rigningu, en ég er nú ekki norðlensk valkyrja fyrir ekki neitt, þannig að ég er staðráðin í því að láta það ekki stoppa mig og taka ótrauð gulu limmuna niður í holtagarða til þess eins að gera það sem ég var fædd til -eyða péníngum-

Svo er það að frétta af óargadýrsdópistadrullunni fyrir ofan mig að hann á að mæta fyrir dóm á föstudaginn til að.... ég veit ekki.... láta bera sig út með dómsúrskurði eða eitthvað, agglavega, ég spurði leigusalann hvort hann héldi virkilega að hann myndi mæta og hann sagði að ef hann gerði það ekki, þá myndi hann fá einhverja fjarvistarrefsingu ofan á allt saman sem myndi gera þetta verra, þannig að vonum að kauði sitji heima:) Ég er eiginlega farin að sjá fyndnu hliðina á þessum aumingja, leigusalinn hitti á hann heima um daginn og þá sagði laxmaður að hann væri að koma úr meðferð og bað herra leigusala náðarsamlegast að láta sig vera! Ég gat nú ekki annað en tárast af hlátri þegar hann sagði mér þetta því þetta hefur þá líklegast verið svona "vera yfir daginn og fara svo heim á kvöldin að detta íða" meðferð... allavega er hann alltaf heima þegar ég er það (og búinn að vera það seinustu vikur) og lætur sko ekki lítið fyrir sér fara, og liðið sem hangir með honum er skvo ekki þarna í einhverju náttsloppapartýi takk fyrir.

Hafið það gott snúllurnar mínar.

Hrafnhildur
Dauðþreytt