laugardagur, nóvember 29, 2003

29.nóvember 2003

Mér finnst alveg merkilegt hvað tónlist getur haft mikil áhrif á það hvernig manni líður. Sú tónlist sem hefur sterkustu áhrifin á mig er tónlistin sem ég hlustaði á þegar ég var úti á Florida 1998. Ég held að það sé vegna þess að þegar ég heyri þessa tónlist, þá er ég komin aftur út í huganum og finn aftur þessa óendanlegu ánægjutilfinningu sem umvafði mig allan þann tíma sem ég var þar. Þó að ég hafi upplifað ótrúlega margar hamingjustundir í lífinu, þá held ég að mér hafi aldrei liðið jafn vel með sjálfa mig, eins og þennan mánuð sem ég var þarna úti. Mér persónulega finnst það rosalega mikils virði að þegar maður er eitthvað dán, geti maður bara sett disk í græjurnar og þá upplifir maður einhverja innri hamingju og vellíðan, sem á samt ekkert skylt við þann tímapungt sem maður stendur á. Ástæðan fyrir því að ég fór að hugsa um þetta er sú að ég ligg hérna uppi í rúmi og er að hlusta á "Floridatónlistina" mína og mér líður svo vel.... Ekki það að mér hafi liðið neitt illa en ég varð bara svo ótrúlega róleg eitthvað og sátt við sjálfa mig, allt og alla að ég held að ég hafi bara orðið væmin.....

Hérna er svo listinn yfir "Floridalögin" mín:

Adia-Sarah Mclaughlin
Angel-Sarah Mclaughlin
Me-Paula Cole
Uninvited-Alanis Morissette
Iris-Goo Goo Dolls
It's hard to say....-Blues traveller
All cried out-Allure
Am-Matchbox 20
Push-Matchbox 20


Ég mæli eindregið með því að þið verðið ykkur út um þessi lög, ég veit að þau eiga nú örugglega ekki eftir að þýða það sama fyrir ykkur og þau gera fyrir mig, en þetta eru rosalega flott lög.

Hrafnhildur
Að drukkna í minningum

29. nóvember 2003

Þá er það skjalfest, staðfest og borgað... Ég og Sæunn mín erum á leiðnni til Þýskalands 4 júní næstkomandi. Við borguðum miðana áðan og nú er bara að bíða eftir að fá gripinn í hendurnar:) Ég er strax byrjuð að hlakka geggjað til. Við ætlum að eyða 3 vikum heima hjá pabba hennar í góðu yfirlæti og vellíðan og eyða deginum í það að hjóla um, liggja í sólbaði og kíkja á markaðina, GGGVVVUUUUÐÐÐÐ hvað verður gaman hjá okkur!!! Mig langaði bara til að deila þessu með ykkur, ljúflingarnir mínir:)

Hrafnhildur
Góing tú dhjömani

föstudagur, nóvember 28, 2003

28.nóvember 2003

BBBLLLLAAAAHHHH!!!!!

Mér leiðist!!
Ég sit ein heima, með celine syngjandi jólalög, logandi sígarettu við hliðina á mér, þuklandi takkaborðið á lappanum af einskærri snilld milli þess sem ég skáskýt augunum að sjónvarpsskjánum þar sem Dr.Phil er á mute að láta grenjandi mæðgur sættast. Það er margt sem ég gæti verið að brasa, en ég einfaldlega bara nenni því engann veginn. Ég er í einhverskonar jólaeyrðarleysis/værðar steit of mænd.

En svona fyrst ég var að tala um snillinginn mikla, hann Dr.Phil.... lái mér hver sem vill, en mér finnst gaman að horfa á hann. Mér finnst hann skemmtilegur og mér finnst hann vera að gera góða hluti. Ég t.d var að horfa á þátt í gær þar sem 17 ára stelpa kom fram. Hún var gjörsamlega aðframkomin af sjálfsfyrirlitningu og langaði til að fara í lýtaaðgerðir til að breyta gjörsamlega öllu á sér, jafnvel þó að hún væri rosa sæt og fallega vaxin. Hann náði að koma af stað hugarfarsbreytingu hjá henni á hálftíma. Ég veit náttlega ekki hvað mikið af því hafi farið inn hjá stelpunni, en allavega náði hann ansi langt með hana, fannst mér. Það er samt óhugnalegt hvað ameríkanar eru tilbúnir til að fara með allt on nasjónal televisjón. Koma fram og grenja í nokkrar mínútur og svo er allt gott. 15 mínútur í frægð eins og maðurinn sagði. Það er samt gaman að horfa á það, því að þáttastjórnendurnir eru góðir. Dr.Phil og Oprah eru snillingar. Aftur á móti hefur íslendingum ekki tekist jafn vel upp með svona þætti, samanber fíflið hana Sirrý. Mér hefur alltaf þótt hún hrútleiðinleg og frekar asnaleg, en ég gubbaði næstum því þegar Linda P kom í þáttinn til hennar og þær voru að tala um heimilisofbeldið sem hún hafði orðið fyrir. Linda greyið fór að gráta og Sirrý klappaði hryssingslega á hendina á henni og sagði "svona Linda mín, það er tissjú í sófanum, en segðu okkur, hvernig byrjaði þetta.... hvernig.... við verðum að fá að vita hvernig þetta byrjaði???" Mig langaði til að berja manneskjuna!!! Að hún hafi ekki bara strax snúið sér að einhverju öðru og leyft konugreyinu að jafna sig í pínu stund. Ef ég hefði verið Linda, þá hefði ég sigað Les á'ana.

En jæja, ég hlýt að geta fundið mér eitthvað betra að gera en að röfla (þó mér finnist nú heilmikið fútt í því;)

Hrafnhildur
Sirrý-nei takk

28.nóvember 2003

Skilaboð til minnar heittelskuðu Elsu Rúnar í UK: Hahahahahahahaha þú ert nú meiri asninn, hver önnur en þú gæti lent í krísu við að kaupa sér dömubindi?? Ég allavega fór á stúfana til að þessi ósköp dyndu ekki yfir þig aftur og fékk þetta skemmtilega orð þýtt upp á engilsaxneskuna og útkoman er Panty liners, eða eitthvað álíka hahahha það sem mér finnst fyndnast er að maðurinn skuli hafa skilið þig- lady tissue hahahaha.

Ég náði nú að rífa mig upp í morgun og mæta á réttum tíma í vinnuna... Ég þarf nú samt eitthvað að endurskoða þessi vekjaraklukkumál mín. Síminn minn heittelskaður er bara einfaldlega of dýr til að taka sénsinn á því að einn daginn láti ég exsjúllí verða af því að þruma honum í gólfið, ætli ég byrji bara ekki aftur að nota öðlinginn hann Pétur minn. Svona fyrir ykkur sem vitið það ekki, þá er Pétur gömul vekjaraklukka sem hann faðir minn arfleiddi mig að. Ég lét Pétur alltaf vekja mig þegar ég var í gagganum, og vaknaði yfirleitt standandi þar sem þessi klukka er örugglega framleidd af almannavörnum.

Ég er annars að fara að sækja um flugfreyjudjobb hjá ensku flugfélagi sem heitir Easyjet. Maður verður að sækja um allavega, þó að ég sé nú ekkert rosalega optismistikk á það að kannski fá djobbið en vott ðö hekk. Það eina sem ég hef út á það flugfélag að setja er að flugfreyjurnar eru í rosalega lekker argandi appelsínugulum silkiskyrtum..... hvar er tískulöggan þegar maður þarf á henni að halda?? En ég náttlega læt það ekki á mig fá og brosi bjartsýn í áttina að appelsínugulu skyrtunum, með von um starfsframa.

Garfield dagsins:

Hrafnhildur
Orange is my color, indeed it is

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

27.nóvember 2003

Hér með óska ég eftir manneskju sem er meira utan við sig en ég!!!!! Er reyndar fullviss um að fá ekki svar við þeirri ósk minni.... Ég byrjaði á því að sofa yfir mig í morgun, átti að mæta klukkan 9, en rauk út í strætó klukkan korter yfir.... var komin upp í vinnu rúmlega hálf tíu og skundaði í ofboði að tölvunni minni og réðst á tölvupóstinn minn. Var orðin móð og másandi við það að lesa ímeilin þegar hann Stefán minn Jan, vinnufélagi og góðvinur, pikkaði í öxlina á mér og sagði ofurblítt: "Hrafnhildur mín, vorum við ekki búin að skipta vöktunum okkar í dag". Þá náttleg fattaði ég það að ég var búin að skipta við hann Stebba minn, hann átti að mæta kl 9 og ég ekki fyrr en 14!!! Mér fannst ég allt í einu ansi asnaleg þar sem ég stóð úti á miðju gólfinu og spurði hann Stebba sneypt hvort ég fengi kannski að skutlast heim aftur á drossíunni hans, sem hann samþykkti hið snarasta. En mikið óskaplega var ég nú fegin þegar ég kom heim og sá vinarlega gulláruna sem umlukti óumbúið rúmið mitt. Öll fyrirheit um að nýta þennan tíma fram til 14 í að föndra jólakort fóru fyrir lítið og ég skreið sátt upp í mitt heittelskaða rúm:) Um tólfleytið.. huhummm... ok þá, hálf eitt, druslaðist ég framúr og fór í sturtu. Glápti síðan á fear factor sem gerði það að verkum að ég var næstum búin að ná því að mæta of seint í vinnuna 2svar sama daginn, sem aftur gerði það að verkum að ég gleymdi elsku elsku gsm símanum mínum heima, mínum eina tengilið við umheiminn. Mér finnst ég handa og fótalaus.

Annars er það af mér að frétta að ég er að hugsa um að fá mér smá tilbreytingu, svona á meðan ég bíð eftir mínu gullna flugfreyjudjobbi, og reyna að koma mér að í einhverri af verslunum símans. Mér finnst einhvernveginn kominn tími á að gera eitthvað nýtt eftir tveggja ára símsvörun í þjónustuverinu. Ég veit það þó reyndar að ef ég læt verða af þessu, þá á ég eftir að fá líkamleg einkenni af söknuði eftir öllu þessu yndislega fólki sem ég er að vinna með hérna í verinu, en ég verð nú ekki langt undan;)

Þeir sem eru með mig inni á msninu sínu, og eru að spá í nýja nafninu mínu, BLM Inc. þá eru þetta samtök sem ég og tvær aðrar í vinnunni vorum að stofna, og ganga undir því heiðvirða nafni Brundlaus Mök Incorperated. Ég þarf nú örugglega ekkert að útskýra þetta nafn nánar, það yrði bara dónalegt, en þetta er samt skemmtileg pæling....

Garfield dagsins:Annars bið ég svo bara að heilsa ykkur, snúllurnar mínar.

Hrafnhildur
Annars hugar... heldur betur

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

26.nóvember 2003

Ég á mér lítið uppáhaldsgæludýr. Hann heitir Garfield og er kaldhæðinn og latur. Ég elska Garfield.

Hrafnhildur
Kattaelskandi

mánudagur, nóvember 24, 2003

24.nóvember 2003

Úff!!! Þessi helgi var skvo tekin með trompi. Ég náttlega skellti mér norður á föstudagsmorguninn, og föstudagurinn fór í það að gera sig til fyrir kvöldið. Klukkan 18 mættum við niður á Kaffi Krók, þar sem beið okkar það sem við héldum að væri "smá" vínkynning og í framhaldi af því 3ja rétta máltíð, en svo átti afmælið hans Rögga að byrja klukkan 20. Þessi vínkynning kom okkur ekki svo skemmtilega á óvart. Við bjuggumst við því að okkur yrði bara sýnd flaskan og sagt léttilega frá þessu öllu saman og svo bara að smakka vínið.... nei það var sko ekki þannig. Fyrir það fyrsta lét maðurinn sem var að kynna þetta bíða eftir sér í rúmlega 20 mínútur og þegar hann loksins kom þá tók við saga Frakklands 103. Hann rausaði fram og aftur í 40 mínútur um veðurfar og þrúgur og skemmdar uppskerur og ég veit ekki hvað og hvað áður en við svo mikið sem fengum að smakka vínið. Þegar manngreyið hafði loksins lokið sér af var klukkan orðin 20 mínútur yfir 7 og við áttum ennþá eftir að borða. Við fengum forréttinn og gúffuðum honum í okkur og þar sem veislan átti að fara fram í sama húsnæði og við vorum að borða í, og eigandinn að kokka, þá vorum við nú að vona að þetta kæmi bara hvert á eftir öðru og við næðum að klára áður en fjörið byrjaði. Nei nei, um áttaleytið sáum við okkur ekki annað fært en að færa okkur í salinn og borða aðalréttinn og eftirréttinn þar með fyrstu gestunum!!!! En allavega, kvöldið var ótrúlega skemmtilegt þó svo að undirrituð hefði kannski farið of hastarlega í bjórkútana og var orðin frekar skrautleg og rúmlega á herðablöðunum undir það síðasta.

Á laugardagskvöldinu var svo haldið upp á annan í afmæli. Partýgestir fengu vel að kenna á því hvað ég og Margrét systir getum verið með súrann og óskiljanlegann húmor þegar við komum saman og við hlógum eins og vitleysingar allt kvöldið af Eyrnaslapa og vinum hans, við lítinn fögnuð viðstaddra. Ég held að undir það síðasta hafi Eyrnaslapi verið farinn að fatta að við værum að hlæja að honum og sárindi hafið verið farin að myndast, þannig að við ákváðum að láta okkur hverfa á öldurhúsin. Röggi afmælisbarn var alveg ótrúlega gjafmildur á allt vínið sem hann fékk í afmælisgjöf kvöldið áður, þannig að ég var komin vel á milli gíra þegar ég skrönglaðist heim á leið um nóttina.

Það sem kom mér mest á óvart við alla þessa drykkju mína að ég var eiginega ekkert þunn. Ég var búin að gera ráð fyrir því að geta ekki tekið þátt í öðrum í afmæli vegna þynnku, en mér hefur greinilega verið ætlað að skemmta mér konunglega þessa helgi þannig að þynnkan var sett á hold þangað til í gærkvöldi og kom þá með trukki. Rakel mín kíkti á mig þegar ég var komin heim í gærkvöldi, sem betur fer, því að hurðin á ísskápnum mínum hefur séð að ég var ekki að nenna að standa í einhverju veseni og tók upp á því að detta af!!!! Rakel opnaði ísskápinn til að finna sér eitthvað að drekka og stóð síðan bara með hurðina í fanginu, þannig að við þurftum að fara í leiðangur að redda skrúfjárni og skrúfuðum svo hurðina bara á eins og sönnum valkyrjum sæmir.

En þetta var nú afrekssaga helgarinnar, vona að þið hafið notið vel rýjurnar mínar. Ég vil líka enn og aftur minna á kommentakerfið og gestabókina mína góðu, mér finnst svo gaman að heyra frá ykkur......

Hrafnhildur
Blindfull og vettlingalaus

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

20.nóvember 2003

Hvað er betra en að nota matarhléið til að blogga???

Hún Guðný mín kíkti til mín í gær og við ræddum stjörnuspeki af miklum móð og margt skemmtilegt kom fram og við fundum upp fullt af nýyrðum. Bara svona til að taka það fram, þá er hún komin með blogg, þessi elska, og svei mér þá ef ég bara skelli ekki uppúr annað slagið þegar ég er að lesa það.

En allavega, þá er jólakortagerð komin í gang hjá mér, ég var eiginlega farin að hafa áhyggjur af mér... komið langt fram í nóvember og ég ekki byrjuð að skreyta eitt né neitt!!!! Þannig að ég setti mig í gírinn, þakti eldhúsborðið með servéttum og kartonum fyrir kortagerðina, þeytti jóladisknum með Celine í tækið og slengdi upp seríum. Þannig að nú er orðið jólalegt í litlu sætu íbúðinni minni á norðurstígnum og það eina sem mig (sár)vantar núna er ilmandi jólkaffið sem mig dreymir um.

Á morgun..... Ég get eiginlega ekki beðið! Ég held að ég hafi bara aldrei hlakkað jafn rosalega mikið til að fara norður, og ég veit eiginlega ekki ástæðuna fyrir því. Ég er náttlega að fara í afmæli hjá góðvini mínum og mági, honum Rögga, og ætla að skemmta mér alveg hreint betur en ég hef nokkurntímann áður gert, og kannski er það ástæðan. Kannski er ástæðan bara sú að breyta bara aðeins um umhverfi og gera eitthvað annað en maður er vanur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mun ekki gista hjá mömmu og pabba á meðan ég er fyrir norðan, heldur munu hjónakornin Lúlla og Lúlli (mæ söbbstitúd perents iff jú vill) taka mér opnum örmum og leyfa mér að gista hjá sér, það verður eflaust frábært. Sjáum til hvort mér takist að meika heila helgi án þess að fara í sveitina til mömmu og pabba, er ekki viss....

En allavega, nenni ekki að blogga.

P.S. Elli sprelli er kominn með blogg, endilega kíkið á það.

Hrafnhildur
Stjörnuspekingur á faraldsfæti

mánudagur, nóvember 17, 2003

17.nóvember 2003

Í dag er seinasti dagurinn sem mannandskotansdópistaauminginn fyrir ofan mig fær til að koma sér út úr íbúðinni áður en hann verður borinn út og hann hefur greinilega ákveðið að taka hann með trompi!!!! E-pillutónlistin er búin að vera í botni síðan klukkan rúmlega átta- Á MÁNUDAGSMORGNI. Skógarbjörn sem hefur ekki lagst í hýði í 5 ár og er nýbúinn að týna hunanginu sínu er í mildara skapi en ég núna. Ég skal lofa ykkur því að ef ég væri með skotvopn nálægt mér núna, þá myndi ég örugglega gera eitthvað sakhæft.

En allavega. Helgin var ótrúlega skemmtileg. Matarboðið á laugardagskvöldið var alveg ótrúlega vel heppnað. Gísli og Æja kunna svo sannarlega að bjóða manni í mat. Ég hélt að ég væri að fara að borða með litlu fjölskyldunni (sem samanstendur af Gísla, Æju, dótturinni Sillu og kettinum Fritz) en þetta endaði í 9 manna stórmáltíð. Allt þetta fólk var hvert öðru indælla og maturinn var guðum samboðinn. Eftir matinn fór ég með Sillu í partý til vinkonu hennar, og þar sem Silla er óumdeilanlegur meðlimur hinnar sætu krúsídúllukynslóðar, var þetta partý fullt af litlum, sætum krúsídúllum, allt frábærir krakkar. En þar sem líkaminn var ekki í sama djammstuði og hugurinn, varð ég að fara heim um 2 leytið. Ég hefði viljað vera lengur, en líkaminn á mér bara fór í fýlu og harðneitaði.

Ég og silla í partýinu góða:
(þið getið líka séð hana á Mblog undir krummilitli:)


Í gær kíkti Rakel svo í heimsókn til mín og við sátum og slúðruðum af okkur rassinn og fleiri líkamsparta. Eftir 2 kaffikönnur tókum við þá brilljant ákvörðun að fara í bíó, og varð snilldarræman Kill Bill fyrir valinu. Ógeðslega er þetta góð mynd, svona ekta kikkes stelpumynd. Uma Thurman er ógeðslega flott í henni og sýnir manni svo sannarlega hvernig á að sparka í rassa!!!

Jæja, ef þið heyrið ekkert í mér aftur, þá hef ég misst stjórn á mér við hyskið fyrir ofan mig, og er örugglega komin inn á litla hraun....

Hrafnhildur
Frekar skapstygg

laugardagur, nóvember 15, 2003

15.nóvember 2003

Drottin lét ásjónu sína yfir mig lýsa í morgun!!! Dópistinn hélt sig á mottunni og ekkert partý:) Ég var samt búin að búa mig svo vel undir það að þurfa að vakna um 6 leytið og vera þreytt í vinnunni í dag, að ég er að leka niður og berst við að halda augunum opnum. Talandi um að vera skrýtinn!!!

Ég er að fara í mat til Gísla bróður mömmu á eftir, hlakka geegt til. Ég gerðist mjög lúmsk í seinustu viku, hrindi í hann og spurði hann hvort að ég mætti ekki kíkja til þeirra á laugardaginn eftir vinnu.... kl.18 :) Og þá náttlega spurði hann hvort að það mætti ekki bara bjóða mér að borða með þeim tíhí. Þetta er einhvernveginn meira pent en að hringja og spurja hvað verði í matinn á laugardaginn:) Ég efast samt ekki um að það verði eitthvað gott, ég fæ alltaf eitthvað stjarnfræðilega gott þegar ég fer í mat til þeirra.

Jæja, annars er bókstaflega ekkert af mér að frétta, annað en það að ég get ekki beðið eftir því að fara norður um næstu helgi. Hann Rögnvaldur, mágur minn, tók sig til og hringdi í mig í gær til að bjóða mér formlega í afmælið sitt þessa á föstudagskvöldinu, þannig að nú bíð ég bara í ofvæni. Mér er nákvæmlega sama hvort það verði gaman eða ekki í þessu partýi, ég ætla að skemmta mér ÓGEÐSLEGA VEL, mér finnst ég bara alveg eiga það skilið. Ég er meira að segja að hugsa um það að halda annan í afmæli fyrir hann á laugardeginum, ef heilsan býður upp á það:)

Þangað til næst.....

Hrafnhildur
Snapar matarboð

föstudagur, nóvember 14, 2003

14.nóvember 2003

Þá er ég búin að stofna mér Mblog, sem heitir Krummilitli, þannig að ef þið klikkið hérna þá komist þið inn á það og sjáið herlegheitin. Er reyndar ekki búin að setja mikið inn en á örugglega eftir að dunda mér við að missa vitið í því í framtíðinni.

Hrafnhildur
Fjölbreyttur bloggari

14.nóvember 2003

Vá hvað ég er að fíla Dáðadrengi þessa dagana. Mér finnst þessi hljómsveit náttlega bara hin hreinræktaðasta snilld, afkvæmi Bjarkar virðist ætla að koma vel undan vetri og skapa sér ímynd sem á ekkert skylt við móðurina alræmdu. Addlavegana, tékkið á þeim ef þið eruð ekki húkkt nú þegar.

Jæja, ég er að hugsa um að skrölta mér út í búð um helgina og fá mér seríur í gluggana mína og smella þeim svo upp. Það gengur náttúrlega ekki, þegar svartasta skammdegi er að renna upp að Jólastrumpur sé ekki komin með seríur. Ég er líka að spá í að koma við í einhverri alræmdri föndurbúð og kaupa servéttur, karton, lím og annað sem þarf í jólakortagerðina. Ég er þegar búin að sauma 9 jólakort, fyrir þessa allra útvöldustu, ekki samt verða móðguð þó að þið fáið "bara" venjulegt heimagert jólakort, þessi allraútvöldustu samanstanda af innsta hring fjölskyldu minnar. En örvæntið ei, sál mín og hjarta fer í öll kortin sem ég geri:)

Ég hef oft verið þekkt fyrir það að drekka kaffi og mér þykir kaffi rosalega gott. En besta kaffi sem ég hef smakkað, fékk ég, held ég, fyrir jólin 99. Þetta kaffi er frá merrild og heitir Winter...... eitthvað, man ekki nákvæmlega hvað það heitir en það er svona ekta jólabragð af því (kanilkeimur og svona ekta jóla) og það var auglýst sem jólakaffið það árið. Síðan hefur það ekki verið selt á Íslandi, og ég er vægast sagt sár. Hvernig dettur fólki í hug að koma með svona góða vöru, og koma fólki upp á þetta, bara til þess eins að hætta síðan við og setja mann algjörlega á kóld törrkí!!! Það eina sem ég get gert er að vona að þetta kaffi verði selt hérna fyrir þessi jól, og láta mig dreyma....... Ég lýsi hér með eftir þessu kaffi og bið ykkur að hafa augun opin fyrir mig:)

Jæja, nenni ekki að bulla.

Hrafnhildur
Kaffiþyrstur jólanörd

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

12.nóvember 2003

Montnasti og mest óþolandi Íslendingur ársins!!!

Já það er ég. Það er tvennt sem ég hef til að vera montin af. Til að byrja með vann ég vínklúbbinn í gær LIGGA LIGGA LÁI. Ég er búin að vera í þessum klúbb í 3 mánuði og þetta er í annað skipti sem ég vinn, mér finnst það helvíti góður árangur:) Mér finnst ég líka bara alveg eiga þetta skilið þar sem ég var örugglega í eitt og hálft ár með töluna 7 í vínklúbbnum og vann aldrei, þannig að nú er þetta að koma til baka aftur.

Svo er það náttlega aðalmál mánaðarins. Í gær fékk ég mitt heittelskaða og langþráða barn. Dagsdaglega gengur það undir nafninu Sonyericsson T610 en ég ætla að kalla hann Tæknitrukkinn minn:) Núna get ég farið að taka myndir af öllu og öllum og sent með MMS, og svo er hann svo ógisslega flottur að þið eigið aldrei eftir að trúa því!!!! Nú er ég glöð:)

Hrafnhildur
Ógisslega montin

mánudagur, nóvember 10, 2003

10.nóvember 2003

Insomnia, magavesen og jólageðveiki.is

Ég held ég sé komin með insomnia lights. Seinustu daga hef ég sama og ekkert getað sofið, og núna seinast í nótt, þá var ég andvaka til rúmlega 7, vaknaði svo klukkan 8 og fór að taka mig til í vinnuna, en varð svo að hringja mig inn veika þar sem mér varð allt í einu svo óglatt að ég titraði, skalf og gat ekki einusinni staðið. Ég eyddi svo morgninu í það að horfa á sjónvarpið á milli þess sem ég var með höfuðið ofan í klósettskálinni. Vandamálið með mig er að alltaf ef ég er illa sofin, þá er maginn í mér sá fyrsti sem mótmælir, og hástöfum, trúið mér!!! Ef þetta heldur áfram þá annaðhvort fæ ég mér svefnlyf (últra læt fyrir minn lyfjaóvana kropp) eða finn mér allar þær leiðinlegustu bækur sem ég veit um til að reyna að sofna út frá, svona gengur þetta allavega ekki.

En það er eitt sem mig langar til að tala um...... Jólageðveiki Reykjavíkur 2003!!! Í fyrra var ég búin að setja upp seríur um miðjann nóvember (sem minnir mig á það, ég ætti kannski að fara að henda þeim upp bráðlega) en það er líka bara af því ég er jólatryllt og viðurkenni það vel. Fólk hugsar bara "já þetta er hið ofurvaxna jólabarn í henni Hrafnhildi, hún er náttúrlega bara jólageðveik". En þegar borgin tekur sig til (og þá aðallega smáralind, kringlan og ikea) og fer að skreyta jólatré fyrsta nóvember, nú þá hreinlega finnst mér tími til kominn að biðjast lausnar fyrir mig og mitt ráðuneyti. Mér finnst þetta eiginlega búið að kippa fótunum undan þeim forréttindum mínum að geta kallað mig jólastrump og nú er ég allt í einu bara í seinna lagi með þetta allt saman. Ég er eiginlega bara verulega fúl, mér finnst að c.a 20 nóvember sé frekar sá dagur sem þetta á að byrja hjá fyrirtækjunum, og mér finnst ég eiginlega bara svikin um þá geðveiki sem á að einkenna mig persónulega, ekki einhver óviðkomandi fyrirtæki út í bæ.

Jæja allavega, ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að sofa eitthvað, bið til guðs að sú tilraun heppnist.

P.S.
Þú sem kallar þig Jommi á msn: ég veit ekkert hver þú ert og þér verður ekki addað inn á mitt msn fyrr en að ég veit hver þú ert, þannig að endilega gefðu þig fram!!!

Hrafnhildur
Móðgaður og geyspandi jólastrumpur

sunnudagur, nóvember 09, 2003

9.nóvember 2003

Nætuvaktin í gær tók óvæntan og ánægjulegan endasprett þar sem ég villtist inn á spjallrás þar sem fyrir voru 2 hressir og skemmtilegir kauðar, þeir Hestur og Brusi. Þetta spjall okkar leiddist út í eitt allsherjar netpartý þar sem limrur flugu um skjáinn þveran og endilangan og við skemmtum okkur við að botna með mismunandi, en alltaf ótrúlega fyndnum árangri. Ég hef nú ekki verið mikið í því að Irc-ast eða neitt þannig, en þetta er alveg ótrúlega skemmtileg afþreying og ég gæti alveg trúað mér til að halda þessu bara áfram, þannig að Brusi og Hestur-Bí príperd!!!

Annars er það að frétta héðan úr gettóinu að ég þurfti að gjöra svo vel að hringja í leigusalann 2var í gær, einusinni þegar ég kom heim af næturvaktinni- eins og ég var búin að gera ráð fyrir- og svo einhverntímann um 18 í gærkvöldi. Svo tók ég mig til og hringdi á lögguna klukkan korter í 7 í morgun. Helvítis dóphausinn var nú samt ekki með neina tónlist af ráði í morgun, en hávaðinn var þá bara þeim mun meiri fram á gangi og þar sem allt sem er sagt eða gert frammi á gangi, kemur í viðóma inn til mín, þá endaði með því að ég flutti mig inn á baðherbergisgólf og svaf þar sirka fram að hádegi!!! Finnst ykkur þetta ekki eðlilegt?? En góðu fréttirnar eru þó þær að leigusalinn er kominn með góðann lögfræðing í málið, sem hefur mikla reynslu á þessu sviði, þannig að vonandi verður búið að bola mannandskotans dópistanum út fyrir jól, svo ég geti nú farið norður í jólafrí áhyggjulaus.

Ég skellti mér líklegast í smáralindina í dag með henni Rakel tískugúrúi, og lét hana hjálpa mér með fatainnkaup. Það reyndist mjög góð hugmynd að taka hana með þar sem ég er stjarnfræðilega blind þegar kemur að því að finna mér brúklegar flíkur og sé bókstaflega fötin ekki í rekkunum. Útkoman var bolur, peysa (sem ég hefði aldrei látið mér detta í hug að taka af rekkanum hvað þá meira, en alveg ótrúlega lekker þegar maður er kominn í hana) og gallabuxur. Þannig að nú er ég orðin uppfötuð fyrir næsta ár og bara hreint ótrúlega smart:)

Ég fékk þessa líka rífandi skemmtilegu limru í gestabókina mína, frá honum vini mínum reiðskjóta, um spjallpartýið góða, og ákvað að láta hana fylgja með:

Einu sinni vakti ég nótt,
ásamt hressu liði.
Ekki fyrr mér hefur þótt,
vænt um þessa siði.

En núna er ég að hugsa um að slá botninn í þetta, og hringja í móður minnar heittelskuðu systurdóttur (AKA mín yndislega systir).

Hrafnhildur
Skáldagyðja á baðgólfinu

föstudagur, nóvember 07, 2003

7.nóvember 2003 (ókristilega snemma)

Enn ein næturvaktin. Þegar ég kom í vinnuna í gær, brá mér heldur betur. Það var eins og Blómaval hefði tekið sig til og hnerrað yfir þjónustuverið eins og það leggur sig. Allt í einu var allt vaðandi í risavöxnum (og þá meina ég hjúmongus) plöntum. Ég er að hugsa um að halda mig alfarið við borðið mitt þar sem ég á það allavega ekki á hættu að vera fönguð af einhverri brjálaðri vafningsjurt. Ég bíð bara eftir því að einhver komi og sleppi nokkrum litskrúðugum páfagaukum lausum í salinn, þá er komin svona ekta frumskógarfílingur. Það er ansi margt sem mér finnst smellið við þetta nýja húsnæði okkar. Til dæmis held ég að arkitektinn hafi verið sofandi þegar hann hannaði þakrennurnar á húsið. Eins og venjulega liggja þær með þakskegginu, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eru þær látnar liggja niður í gegn um miðjann salinn.... inni!!! Þannig að þegar það er rigning, þá er svona feng shui stemmning hérna, rosalega áberandi gutlhljóð sem gerir það að verkum að maður er alltaf í spreng.

Annars er voða lítið að frétta af mér, ég tók mig til og ákvað að vera geðveik þessa vikuna, er miðvikudags-fimmtudags og föstudagskvöld á næturvakt, og svona af því ég hef ekkert betra við tíma minn að gera, ákvað ég að taka auka frá 18-23 fimmtudags og föstudagskvöld. Jamm, hvað er betra en 2 tvöfaldar vaktir í röð??

Gærdagurinn var dagur hinna miklu heimsókna. Hún Lovísa kom í heimsókn um miðjann dag og við sátum og slúðruðum fram að kvöldmat. Þegar hún var nýfarin fékk ég hringingu frá honum Enok mínum og hann kíkti til mín í kaffi og heitann rétt. Mér þykir svo ógisslega ógisslega vænt um hann að mig langar að taka hann og bíta hann í kinnarnar, allar fjórar. Það er svo skrítið, miðað við hvað við hittumst ógisslega sjaldan, hvað hann virðist þekkja mig ótrúlega vel, enda hef ég líka tekið mér það leyfi að kalla hann bestasta besta bróður minn (að öllum öðrum ólöstuðum) þó hann sé ekki einusinni skyldur mér.

Jæja, núna held ég að ég sé exsjúllí að andast af þreytu og stafirnir farnir að dansa fyrir augunum á mér, þannig að ég kveð í bili.

Hrafnhildur
Inn ðö djöngúl

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

4.Nóvember 2003

Það er tvennt sem hefur komið mér óskaddaðri í gegn um lífið. Fyrst er að nefna bjartsýni, hún er góð vinkona sem gerir það að verkum að lífið verður auðveldara. Hitt er setning sem abbadísin í Sound of music sagði: "When god closes a door, he always opens a window". Þetta tvennt hef ég haft að leiðarljósi í lífinu, og þegar eitthvað bjátar á reyni ég að halda fast í þetta, stundum gleymi ég þessu í einhvern tíma en oftast næ ég þó að lifa lífinu með þessu hugarfari. Undanfarið hef ég reynt að vera eins bjartsýn og ég get, þrátt fyrir erfiðann tíma, þar sem ég særði fólk í kringum mig. Ég hef notað bloggið mitt að hluta sem "peppöpp" fyrir sjálfa mig og reynt að vera eins bjartsýn og ég get, og það kannski kemur þannig út að ég hafi aldrei verið hamingjusamari og sé á einhverju flippi. Sú er sko aldeilis ekki raunin. Ég er ekki óhamingjusöm, en ég er ekki fullkomlega hamingjusöm og verð það ekki fyrr en ég veit að því fólki sem mér þykir vænt um líði vel, en ég er sátt við lífið eins og það er í dag. Það er ekki fullkomið, enda á það ekki að vera það, en ég reyni að spila sem best úr því.

Hrafnhildur
.........

sunnudagur, nóvember 02, 2003

2.nóvember 2003

Þynnkudagur dauðans!!!! Ég er orðin rosalega þreytt á þessu, verð alltaf svo stjarnfræðilega þunn, sama hvað ég er að drekka. Kannski spurning um að hætta þessu bara? Mér tókst nú samt að komast í gegn um þetta, lá uppi í rúmi í allann dag og horfði á sjónvarpið milli þess sem ég dottaði. Í kvöld ákvað ég svo að rífa mig upp úr þessu volæði og skellti mér í bíó með Rakeli og Davíð. Fórum að sjá ræmuna Scary movie 3, ágætis mynd, ég vissi að ég væri að fara á aulahúmorsmynd dauðans og það viðhorf mitt gerði það að verkum að ég náði að hlæja eins og asni og þetta var bara hin ágætasta skemmtun.

Ég kíkti á Nasa í gærkvöldi, þar sem meistari Páll Óskar þeytti skífum af stakri snilld. Það var víst eitthvað halloween kvöld í gangi og frítt inn, skil samt ekki af hverju hallween kvöldið var ekki haldið á föstudaginn, sjálfann hrekkjavökudaginn!!! Það skiptir samt engu máli. Ég hitti mikið af merku fólki, meðal annars Sigga, bróður Gumma, sem var uppstrílaður sem KRingur (hvað annað) og skenkti drukknu djammliði áfengi af eldmóði. Svo hitti ég hana Guðnýju mína sem var í afar annarlegu ástandi (henni líður örugglega verr en mér í dag) og Steinunni systir hennar og þar sem ég var á þessum tímapunkti búin að týna ferðafélögum mínum, þá slóst ég í hóp með þeim systrum og dansaði af mér fáein kíló.

Jæja, ætli ég kveðji ekki bara núna, hef eiginlega ekki meira að segja í bili. Hafið það bara gott, dúllurnar mínar.

Hrafnhildur
Frekar þunn

laugardagur, nóvember 01, 2003

Nýorðinn 1.nóvember 2003

Búin að eiga ótrúlega kósý kvöld fyrir framan imbann. Idolið, alveg að blíva, ég kaus báðar sem komust áfram. Djúpa laugin, Birgitta og Jónsi alveg að gera sig sem þáttastjórnendur og þátturinn gasalega skemmtilegur.

Ég er að koma mér á óvart þessa dagana tónlistarlega séð. Ég hef alltaf verið ótrúlega mikil alæta á tónlist (en Alanis mín á nú samt alltaf fyrsta sætið) en upp á síðkastið hefur þungarokkið verið að koma ótrúlega sterkt inn. Marilyn Manson, Korn, System of A down, Orgy, Rammstein, Metallica, Pearl Jam- eru þetta svona hinar týpískustu hljómsveitir sem að nett og dönnuð (að vísu umdeild lýsing á mér) dama ætti að vera að hlusta á? Ekki það að mér hefur alltaf fundist þetta vera góðar hljómsveitir, en núna kemst lítið annað að í geislaspilarann hjá mér. Kannski er villidýrið að brjótast fram í mér og eftir mánuð verð ég farin að klæða mig í rifnar gallabuxur, AC/DC boli, útjaskaða hermannaklossa og fighterjakka, með massívan svartan eyeliner sem er byrjaður að leka og farin að skreyta mig með allrahanda gömlum járnkeðjum. Aldrei að vita. Ég hef samt aldrei verið öfgasinnuð í aðdáun minni á tónlist þannig að ég held að ég láti það bíða í bili að koma með einhver bakslög í tískusteitmentum.....

Ég ákvað að taka því rólega í kvöld og pússa eyðsluklærnar fyrir morgundaginn í staðinn fyrir að fara í þetta Idol partý. Er frekar að hugsa um að reyna að tæla einhvern með mér út á lífið annað kvöld og kynna mér þennan hafsjó af fiskum sem fólk hefur verið að benda mér á í commentakerfinu. Ekki misskilja mig samt, ég er ekki að fara að veiða, ég er komin í allsherjar karlmannsbindindi í bili, ætla að taka mér fullt af tíma til að njóta þess að vera ein og óháð ung og stinn kona:) Það sem ég ætla að fókusa á núna er að reyna að koma mér í flugfreyjustarf (ekkert að því að hafa markmið og vinna að þeim). Það virtist hafa verið góð hugmynd hjá mér að auglýsa eftir kunnningjum áhrifafólks hjá flugfélögunum, þar sem mér bárust góðar ábendingar frá fólki sem er ansi nákomið mér, en sem ég hafði ekki hugmynd um að þekkti kjaft hjá þessum félögum.... Þetta sýnir það að ég hef kannski ekki mikið verið að opna á mér hljóðrásina þegar kemur að því hvað mig langar að gera!!!

Annars held ég að þetta sé að verða komið gott í kvöld, það er spurning hvort að ég fari ekki að skófla mér upp í rúm og krulla mig inn í satínið, ekki slæmt:)

Vona að þið haldið áfram að elska hvort annað og farið að fatta hvað þetta er yndislegt líf:)

Ég ætla að láta fylgja með lista af lögum sem eru að gera sig hjá mér núna:

Korn: Falling away from me
Korn: Freak on a leash
Marilyn Manson: Sweet dreams
Marilyn Manson: The beautyful people
Marilyn Manson: Another brick in the wall
Orgy: Revival (feat Jonathan Davis úr Korn)
Orgy: Fiction


Hrafnhildur
Bjartsýnn skáparokkari