31.október 2003
Útborgunardagur í dag, blankheitin á enda í bili og betri dagar í sjónmáli. Rosafréttir dagsins eru þær að Krummi er komin á markaðinn aftur! Jamm, enginn kærasti lengur og ég er að hugsa um að halda því þannig í einhvern tíma. Ég var að átta mig á því að núna er ég að búa ein í FYRSTASTA FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI!!! Og það er svo kósí og notalegt. Ég hélt líka að það yrði miklu erfiðara að fara að sofa ein, en ég tók mig bara til og setti rauðu satínrúmfötin mín á rúmið og núna líður mér eins og drottningu þegar ég er að fara að sofa:) Þetta er semsagt ástæðan fyrir vanlíðan og bloggleysi seinustu vikna, og ég við biðja alla þá sem ég hef vanrækt og ekki svarað í síma afsökunar á því, á meðan ég var að ná áttum sjálf, þá bara var ég ekki í stuði til að tala við annað fólk. En eins og ég segi, þá líður mér alveg súpervel núna og tilbúin í allt.
Mér er boðið í Idol partý í kvöld. Gígja vinkona er að vinna með strák sem heitir Bóas og er að keppa í kvöld svo að allir ætla að hittast og horfa á. Ég er að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að láta vaða og drífa mig. Stóra vandamálið er það nebblega að ég verð svo horbjóðslega þunn daginn eftir að ég er hætt að nenna þessu. Það er bara aldrei það gaman að þetta sé leggjandi á sig. Partýljónið sem ég get nú verið hahahah. Ég og Sæunn erum nebblega að fara á stúfana á morgun til að eyða fullt fullt af peningum sem við eigum ekki og mig langar eiginlega frekar að vera vel upplögð og hress í þeim leiðangri, því það er fátt sem mér finnst skemmtilegra en að eyða peningum :)
En jæja, vildi bara kasta á ykkur kveðju og láta ykkur vita af því að ég er alæf end vell, og ég lofa að fara að blogga meira:) Elska ykkur öll. Kossar og knús.
Hrafnhildur
Up for grabs
Krummi litli....
föstudagur, október 31, 2003
þriðjudagur, október 28, 2003
27.október 2003
Jahérna. Það er svo sannarlega búið að vera erfitt að vera fullorðin seinustu viku, en ég vona að hlutirnir fari að ganga upp.
Ég var að horfa á sörvævör í kvöld, og þau exjúllí voru að hugsa um að henda elsku elsku litla dúllulega Rúbert mínum út!!!! Hvurslags eiginlega dónaskapur og heimska er það??? Mér finnst Rúbert æði og mér finnst bara gott á Trish að hafa verið vótuð út í kvöld. Annars skil ég ekki hversvegna enginn þarna í Drake ættbálkinum sér það hvað þessi Jon ljóshærði er ömurlega leiðinlegur. Hann fer geggjað í taugarnar á mér, heldur að hann sé algjör pöppettmestör og að hann sé að fara heim með milljón, sé það ekki gerast.
Ég er að kafna þessa dagana, mig langar svo til að verða flugfreyja, held að ég hafi allt til að bera fyrir það starf.... nema 3ja tungumálið. Ég er komin á fullt í það núna að reyna að læra þýsku svo að ég geti sótt um næsta vor, heyrði því fleygt að það væri ekki ráðið nema á vorin. En það sem ég held þó aðallega að ég hafi fram yfir aðra, er að ég hef mikla reynslu í því að díla við erfiðustu kúnna sem þú finnur, þ.e í gegn um síma. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvað sumir geta hreinlega verið grimmir þegar þeir eru að tala í síma við manneskju sem þeir sjá ekki og mjög litlar líkur á að þeir eigi nokkurn tímann eftir að hitta hana. En allavega, ef þið þekkið einhvern sem er valdamikill innan flugfélaganna, endilega sleikið þá manneskju upp fyrir mig :)
Jæja, ég vil bara biðjast afsökunar fyrir bloggleysi seinust daga, þeir hafa ekki verið þeir yndislegustu í mínu lífi og ég hef ekki verið í miklu bloggstuði.
Hrafnhildur
Vonnabí flugfreyja
mánudagur, október 20, 2003
20.október 2003
Ef ykkur hefur einhverntímann vantað nánari skilgreiningu á hugtakinu "tilvistarkreppa", horfið þá á myndina hérna við hliðina. Þessa dagana er ég ein allsherjar gangandi tilvistarkreppa!!!!! Mig langar að skríða undir sæng og vera þar þangað til jólin koma af því mér líður alltaf vel um jólin. Hvers vegna er það, að til þess að verða hamingjusamur, þá þarf maður að særa einhvern, sem gerir það svo að verkum að maður verður ekkert hamingjusamur af því eimmitt að maður særði þessa manneskju?? Þetta líf, þetta líf!!!!
En allavega, sama hvernig hlutirnir fara, þá veit ég um einn ákveðinn Krumma sem ætlar að nota næstu daga í alvarlega naflaskoðun og kannski að reyna að finna sig soldið í leiðinni.
Þangað til bið ég ykkur vel að lifa.
Hrafnhildur
Holdgerfingur tilvistarkreppu
laugardagur, október 18, 2003
18.október 2003
18. okt.... Hvert hefur tíminn farið eiginlega??????
Jæja allavega. Ég er farin að halda að gaurinn fyrir ofan mig sé mígandi geðveikur og tillitsleysi sé hans markmið í lífinu!!! Um hálfsjö í morgun vaknaði ég við að múgur og margmenni hrannaðis upp stigana og 2 sekúndum seinna var epillutónlistin sett í botn!!! Eftir hálftíma heyrði ég svo að Karen við hliðina á mér þrammaði upp stigana og bankaði mjög geðstirt á hurðina hjá honum og bað hann um að lækka. Eftir það lækkaði hann um hálft desibil (tillitssemin að drepa hann) og partýið hélt áfram. Ég gafst svo upp eftir annan hálftíma í viðbót, rauk upp stigann og bað hann vinsamlegast um að lækka þar sem ég vildi ekki þurfa að siga löggunni á hann. Sú hótun virtist ætla að duga og ég var við það að svífa inn í land hinna miklu drauma þegar tónlistin var sett á fullt aftur (minnið greinilega eitthvað að stríða honum) þannig að ég pakkaði hausnum á mér inní kodda og náði einhvernveginn að sofna svoleiðis, nennti hreinlega ekki að vera með leiðindi og hringja á lögguna einusinni enn, aðrir íbúar geta séð um það líka. Karen hafði svo samband áðan og sagði mér að partýið hafi ennþá verið í gangi þegar hún fór út klukkan 11. Hvernig getur einn maður haft svona mikið djammþol??? Hann er náttlega bara annaðhvort dóphaus eða alki.
En ég verð bara aðeins að tala um Idolið.... Mér fannst þeim takast ansi vel að sigta út góðu söngvarana frá slæmu í gær, bæði þau sem ég held með komust áfram: Ragnar Már og Gunnsa frænka, en ég bara gat ekki horft á þegar hann þarna Margeir, þessi með hækjurnar, var að syngja! Greyið drengurinn, ég vorkenndi honum svo að ég var næstum farin að gráta, og mér fannst alveg óþarfi að sýna svona mikið bæði af því þegar honum var að mistakast í söngnum og líka þegar hann var að gráta þarna eftir á. Mig langaði mest til að fara inn í sjónvarpið og faðma hann og hugga. Það var ílla gert af þeim gagnvart manninum að sýna þetta. En Ég dauðvorkenni samt Þorvaldi, Siggu og Bubba, þau eiga örugglega aldrei eftir að geta hlustað á þessi lög sem krakkarnir voru að syngja!!!
En jæja, ég bið að heilsa ykkur í bili.
Hrafnhildur
Ósofinn pirraður nágranni
föstudagur, október 17, 2003
17.október 2003
Ooooohhh hvað er gott að vera í fríi!!!! Ég er búin að sitja við eldhúsborðið í allan dag og sauma.... Nei ég er ekki 80 ára, en mér finnst samt gaman að sauma og er alveg að verða búin með fimmta jólakortið. Ég ákvað að sauma 8 kort en hver veit hvað þau verða mörg með þessu áframhaldi?
Saumó var hjá mér í fyrrakvöld (ótrúlegt en satt þá saumum við samt ekkert í saumó haha) og við slúðruðum eins og verstu hjúkkur til hálf þrjú um nóttina, ógisslega gaman enda eru þetta bara skemmtilegar stelpur. Ég held að aðalmarkmið þessa klúbbs sé að hittast og gúffa í sig eins mikið af óhollustu á sem styðstum tíma á milli þess að slúðra um allt og alla.
Jæja, Ædolið er í kvöld. Gígja mín ætlar að koma og horfa á það með mér, það verður gaman að sjá hvernig það verður þar sem hún Gígja hefur eitthvað fyndið að segja um alla. Ég á samt stundum alveg rosalega erfitt með að horfa á þennan þátt, það eru svo margir sem gera sig að svo ógisslega miklu fíbbli og ég engist um og emja í sófanum fyrir þeirra hönd. Það er samt miklu skemmtilegra að horfa á þá eftir að ég sá að hún Gunnsa frænka mín er að taka þátt (þessi ljóshærða sem söng síðast í þættinum fyrir 2 vikum og heillaði dómnefndina svona líka svakalega *ótrúlegt stolt*). Nú er ég alltaf ógisslega spennt að sjá hverjir komast áfram.....
Jæja, Gígja er að koma þannig að ég bið ykkur bara vel að lifa.
Hrafnhildur
Saumakona
þriðjudagur, október 14, 2003
14.október 2003
Æmm góíng kreisí man..... Ég var kynnt fyrir hinni alveg hreint óeðlilega sniðugu shopusa.is og er hreinlega að týna mér inni á henni... Ég held að það væri sterkur leikur að kaupa bara allar jólagjafirnar þar inni, eitthvað frumlegt og skemmtilegt sem ekki er hægt að fá á íslandi.
En haldiði að Krummi litli hafi ekki bara brugðið undir sig betri fætinum í morgun og farið í ræktina áður en hún fór í vinnuna??? Ég er alveg endurnærð og staðráðin í að fara aftur strax í fyrramálið. Hún Sæunn mín yndislega er hinn eini sanni partner inn kræm og við ætlum að fara að taka verulega á því og SVITNA, því ég er að hugsa um að komast í kjólinn fyrir jólin, eins og maðurinn sagði...
Annars er ekkert nýtt að frétta úr hreiðrinu hjá Krumma litla og þessvegna ætla ég bara að biðja ykkur vel að lifa.
Hrafnhildur
Heilsuræktargúrú
laugardagur, október 11, 2003
11.október 2003
Er ég sú eina sem er að kafna úr ógleði þegar ég sé þessa óendanlega óhuggulegu og hallærislegu MUUU auglýsingu sem er að tröllríða öllum fjölmiðlum núna? Það augljósasta sem ég get bent á er að ENGINN er fallegur þegar hann segir MU, og þó að þessi auglýsing væri nú ekki nógu ógeðslega hallærisleg fyrir þá er hallærisleikinn toppaður þegar lítill vegavinnudrengur er látinn rappa MU í áttina að einhverri stelpu. Hvað er að gerast??? Ef ég væri að kynna vöru og einhver kæmi með þessa auglýsingu til mín, þá myndi ég tvímælalaust mæla með því að sú manneskja færi að leita sér að öðru starfi....
Ég var að horfa á Djúpu laugina áðan. Keppandi númer 3 (sem var óhuggulega líkur Vin Diesel fannst mér) beilaði greinilega nett á þeim á seinustu stundu, og þau sýndu það og sönnuðu að þau láta það greinilega ekki óhefnt ef að einhver beilar á þeim.... Þau klipptu bara út mynd af honum og límdu á kústskaft og alltaf þegar hann átti að svara, klipptu þau bara eitthvað hallærislegt svar úr kynningarmyndbandinu hans, þannig að hann var tekinn þokkalega í afturendann, ósmurt í beinni útsendingu.... Þú messar greinilega ekki með skjá einn!! En að vísu fannst mér soldið sorglegt að sjá það að hinn fjarverandi fékk fleiri stig en númer 2, sem var síður en svo ánægður með það, og var fúlli og fúlli eftir því sem leið á þáttinn. Ef þeir hefðu bara verði 2 hefði hún frekar farið á deit með kústskafti heldur en númer 2.
Jæja, annars er það af mér að frétta að ég er búin að liggja í flensu í 3 daga og er að verða nett geðbiluð, leiðinda kvef, hálsbólga og meððí. Ég væri virkilega til í að vera í vinnunni núna. Vona að ég geti farið í vinnuna á morgun.
Ég vona að þið hafið það gott, litlu dúfurnar mínar.
Hrafnhildur
MU hvað???
þriðjudagur, október 07, 2003
7.október 2003
Bölvaðir séu læknar þessa lands!!!
Ég fór til eyrnalæknis í gær, sökum þess að ég hef þjáðst af verkjum og hellum í eyra undanfarið. Ég rölti vongóð inn til hans, með bros á vör, og útskýrði vandamálið fyrir honum. Hann skoðaði á mér eyrun og sagði þessa gullnu setningu sem allir læknar virðast lifa fyrir: "Ég sé nú ekki neitt að en ég ætla að láta þig prófa þetta......" Hvernig er það, er kúrs í læknanáminu sem gengur út á það að kenna læknum að láta fólki finnast það vera ímyndunarveikt!!!! Það er sama hvaða vandamál ég glími við í sambandi við líkamannn á mér, alltaf þarf ég að fara til svona 5 sérfræðinga áður en ég dett niður á einhvern sem veit hvað hann er að gera, og trúið mér, það er ekki ókeypis að hitta þessa drulludela. Hann lét mig fá einhverja hídrókortisón kremdropa og sagði mér að nota þá 2svar á dag í fimm daga og ef þetta lagaðist ekki á þeim tíma, þá tæki hann mig í heyrnarpróf..... Heyrnarpróf!!!!! Hvað ætlar hann að finna með því, sem hann finnur ekki með því að exsjúllí skoða mig? Sénsinn að ég fari til þessa manns aftur. Og svo er einn skemmtilegur aukafítus í sambandi við þessa dropa, þeir eru gulir á litinn og þegar ég er búin að setja þá inn í eyrun á mér, hafa þeir tendensa til að leka út og hvernig lítur það út þegar gul drulla lekur út úr eyrunum á manni???
Annars er það að frétta af mér að ég var fyrir norðan um helgina, að hjálpa mömmu að þrífa og hafa það gott í leiðinni. Vitiði það að ég á fallegustu og yndislegustu systurdóttur sem til er. Ég sver það, núna þori ég ekki að eignast börn sjálf, þau myndu aldrei standa undir væntingum... Hún er svo mikil dúlla og kelirófa og ..... æji þið vitið örugglega hvað ég meina:)
Jæja nú ætla ég að drífa mig í sturtu og fara svo að hitta hana Guðnýju mína yndislegu.
Hrafnhildur
Trítilóð út í læknastéttina....
7.oktober 2003
Hvernig stendur á því að Gaui litli er ennþá fitubolla? Hann er búinn að vera í megrun í allavega 2 kjörtímabil, en samt lafir belgurinn framan á honum eins og hálfuppblásin blaðra....... En á meðan hann kjamsar á Gauja litla samlokum og hamast á spinning hjólinu þá getur hann selt feitu fólki þá hugmynd að hann geti megrað það, hvert er heimurinn að fara ég bara spyr!!!!!!
Ef það er einhver manneskja sem eitthvað vit er í, þá er það Maggi Skjévíng... Lítum aðeins hlutlaust á kauða: Hann er ótrúlega sexý og sætur, hann er liðugri en andskotinn sem býður upp á ýmsa möguleika og hann er á leiðinni að verða ógeðslega ríkur á því að reyna að koma í veg fyrir að börnin okkar fitni. Þarna er kominn maður sem ég trúi á, hann er ótrúlega fitt, hann lætur þig ekki gera neitt sem hann getur ekki sjálfur og hann er að koma af stað ofurveldi sem að gengur út á það að börnin okkar lifi betra lífi. Ef hann er ekki bara holdgerfingur blautra drauma þá veit ég ekki hvað......
Annars hef ég sossum alveg nóg að segja frá en ekki nennuna til að skrifa það þannig að ég bið að heilsa í bili.....
Hrafnhildur
Dreymir um íþróttaálfinn....
miðvikudagur, október 01, 2003
1.oktober 2003
Bæ ðö vei, er einhver á leiðinni til hinnar stóru stóru Ameríku? Mig langar svo obbosslega í Victoria´s secret love spell og vanilla lace ilmvötnin og þessir nojuðu ameríkanar senda ekki ilmvötn í pöntun út úr landinu og það virðist ekki vera hægt að fá þessi ilmvötn hérna á íslandi. Endilega látið mig vita ef þið eruð á leiðinni út.
Hrafnhildur
Langar í ilmandi leyndarmál
1.október 2003
Ég fór í kringluna í dag og eyddi fullt fullt af péningum. Ég náttlega keypti ammlissgjöf handa Rebekkunni minni, keypti bangsímon (eða baþþímond eins og hún kallar hann) vídjóspólu, bangsímon sokka, buxur og peysu (maður verður nú að vera rausnarlegur svona þegar maður er að verja titilinn Uppáhaldsfrænka). Ég keypti mér svo jakka og peysu. Eftir þennan rokna verslunarleiðangur hitti ég litlu hommatittina mína, þá Davíð og Davíð, og við fengum okkur kaffi og meððí á kaffi bleu. Þegar við vorum að rölta út úr kringlunni stoppa 2 strákar okkur. Þeir gátu ekki verið mikið eldri en 12 ára, og ekki einusinni komnir í mútur, en þarna stóðu þeir og sníktu af okkur sígó og eld!!!! Ég hef sjaldan verið jafn ótrúlega hneyksluð á ævinni. Þeir byrjuðu á því að reyna að ljúga því að okkur að þeir væru 15 ára, en eins og ég segi, þeir voru ekki einusinni byrjaðir í mútum, þannig að það var ekki séns að við værum að kaupa þetta hjá þeim. Eins og ég segi, æm sjokkt tú mæ verrý littúl sól......
Stöð 2 plús kom sér ansi vel í kvöld. Klaufabárðurinn Hrafnhildur var fengin í það ótrúlega auðvelda verkefni að taka upp lífsaugað með Þórhalli, fyrir ömmu hans Gumma. Þetta byrjaði nú allt vel, ég byrjaði bara að taka upp, en svo þegar auglýsingarnar komu vildi ég nú ekki láta kerlingargreyið þurfa að horfa á þær líka þannig að ég stoppaði þar, en auðvitað gleymdi ég að ýta aftur á rec og fattaði það ekki fyrr en þátturinn var búinn. Ég panikkaði nett, en fattaði svo að ég gæti náttlega bara sett yfir á stöð 2 plús og byrjað aftur.... eriddeggi sniðugt?
Ég sá svo mér til mikillar ánægju að hann Sverrir Björn frændi minn kvittaði fyrir sig. Ég reyndar hef einusinni áður fengið orðsendingu frá honum, en mér þykir mikið vænt um að vita af því að hann fylgist með mér, allaleið frá Svíþjóð. Ég hef ekki hitt hann síðan árið sem olían fraus, og það væri nú bara sterkur leikur að reyna að hitta hann um jólin þegar hann kemur heim, finnst agalegt að vera ekki í sambandi við svona náskyldan ættingja......
En ég bið nú bara að heilsa ykkur í bili, er að hugsa um að skella mér aðeins á friendster.com....
Hrafnhildur
Hneyslaður lítill klaufabáður