þriðjudagur, september 30, 2003

30.september 2003

Maggabest plataði mig til að skrá mig inn á friendster.com og ég er bara búin að vera föst í því seinustu klukkutímana, mikið ógurlega finnst mér þetta nú sniðugt. Að ég skuli ekki hafa verið löngu búin að uppgötva þetta. Ég kíkti á hana Möggu í dag og við skemmtum okkur vel við að skoða hina ýmsustu hluti á veraldarvefnum. Eftir að ég fór frá henni rölti ég laugarveginn til að leita mér að úlpu fyrir veturinn og ég sver það, það er ekki ein einasta búð sem er með eitthvað úrval af svoleiðis nauðsynjavöru!!! Ég vona að mér eigi eftir að ganga betur á morgun, en þá ætla ég í kringluna að kaupa afmælisgjöf handa henni rebekku minni litlu.

Það er annars ekki mikið að frétta af mér þessa dagana, nenni heldur eiginlega ekki að blogga núna þannig að ég bið bara að heilsa í bili.

Hrafnhildur
Friendsterinn mikli

mánudagur, september 29, 2003

29.september 2003

Ég var að horfa á Pearl harbor á næturvaktinni í nótt og GVUÐ MINN GÓÐUR hvað hann Josh Hartnett er ótrúlega fallegur!!! Ég sver það að ég fór næstum að gráta við það að horfa á svona mikla fegurð.... Hann er skvo kominn á listann minn ;) Verst að það var hann en ekki Ben Afflek ofurkjálki sem var látinn deyja í endann. En er það ekki alltaf þannig að þeir deyja ungir sem guðirnir elska? Allavega elska ég hann núna....

Annars er það að frétta af mér að ég er að fara norður um næstu helgi, þannig að ef þið vitið um far norður annaðhvort á fimmtudagskvöldinu eða föstudeginum (miðað við það að vera komin norður kl 20:30, má ekki missa af idolinu sko....) þá endilega látið mig vita.

En hvernig er það, gerir einhver sér grein fyrir því hvað er stutt í jólin??? Sjitt hvað ég hlakka til maður. Eins og glöggir lesendur þessa bloggs muna kannski eftir, þá gerist eitthvað fyrir mig þegar jólin nálgast, ég breytist úr þeirri ofurgellu sem ég er (tíhí smá egóbúst) og í staðinn kemur þessi líka framtakssami jólastrumpur í ljós. Ég var búin að henda upp seríum og farin að föndra jólakort um miðjann nóvember í fyrra.... hey reyndar er ég að fatta það að þar sem ég er byrjuð að sauma jólakortin þetta árið, virðist þessi geðveiki mín magnast með hverju árinu. En jólin eru náttlega yndislegasti tími ársins þar sem allir.. já eða flestir breytast úr geðillum stresshrúgum í hinn brosandi miskunnsama samverja og allt verður svo fallegt.

Jæja, ég ætla ekki að fara að hræða fólk strax, jólageðveikin í mér mun örugglega liggja í dvala í svona einn og hálfann mánuð í viðbót :) En ég vona að þið hafið það gott og séuð góð við hvort annað.

P.S
Af gefnu tilefni vil ég minna fólk á gestabókina góðu, endilega kvittið fyrir komu ykkar elskurnar, það er svo gaman.

Hrafnhildur
Rumskandi jólastrumpur

sunnudagur, september 28, 2003

28.september 2003

Úff.... ég var að átta mig á því að ég er orðin jafn mikið ástfangin af Jennifer Aniston og ég er af Angelinu Jolie. Ég myndi skvo ekki sparka þeim út úr rúminu mínu.....

Hrafnhildur
Lessuklessa

28.september 2003

Ég er að bilast!!! Ég er búin að vera með ljótuna í næstum því 2 vikur!!!! Þeir kvenmenn sem eru að lesa þetta, skilja nákvæmlega hvað ég á við (allavega þær sem ég þekki) en ef að þið strákarnir eruð í einhverjum vafa, þá fá kvenmenn mjög reglubundið veiki sem heitir ljótan. Þá eru þær bara ljótar og sama í hvaða spegil þær líta, þá finnst þeim þær horbjóðslegar.... Jæja, nú er ég ss búin að vera með ljótuna í 2 heilar vikur og mér finnst ég svo ljót að ég er hissa á að spegillinn heima hjá mér brotni ekki, af einskærum mótmælum, þegar ég lít í hann!!! Hvar endar þetta allt saman???

Annars er það að frétta af mér að ég er á næturvakt og ég er orðin svo ógisslega þreytt að ég sé tvöfalt..... Ég er að sauma út jólakort þessa dagana og ég var orðin svo þreytt áðan að jólabangsinn sem ég var að sauma leit út eins og hann hafi aðeins stolist í jólaglöggið á leiðinni heim, hann lítur eiginlega út eins og andi liðinna jólaglögga heldur en einhver djollí bangsi sem er að drepast úr jólagleði. Ætli ég sendi ekki margréti systur það kort, hún á pottþétt eftir að sjá húmorinn í því......

Jæja, ég er að spá í hvort ég eigi ekki bara að leggja mig smá fram á lyklaborðið.

P.s.

Majae, til hamingju með daginn í gær :)

Hrafnhildur
Ó svo rosalega þreytt....

föstudagur, september 26, 2003

26.september 2003

Það er aldeilis allt að gerast núna. Við erum að flytja í vinnunni, og okkur var bara holað niður einhversstaðar í reikningasvöruninni, sem mér finnst frekar sjabbí umhverfi, og þar hýrumst við og reynum að svara viðskiptavinum. Að sjálfsögðu erum við handa og fótalaus þar sem allar upplýsingar sem við erum vön að hafa í kring um okkur eru kyrfilega niðurpakkaðar og algjörlega utan seilingar, en það er allt í lagi þar sem eftir helgi verð ég komin með mitt eigið borð og það er fyrir öllu JIBBÝ.

En allavega.... Eftirmálar brjálæðisins um helgina: Ég talaði við leigusalann strax á mánudaginn og hann ætlar að vinna að því að koma mannfýlunni út!!! Hann er búinn að senda honum bréf en drengandskotinn virðist ekki ætla að hleypa honum inn, svarar ekki í símann og kemur ekki til dyra, en er samt alltaf heima og alltaf eitthvað að vesenast. Ég hitti hann á stigaganginum í vikunni og hann flýtti sér fram hjá mér, þorði ekki einusinni að líta upp hvað þá að horfa í augun á mér, bölvaður óþokkinn!!!! Ég mun óhrædd hringja í leigusalann ef svona atvik gerist aftur og hann ætlar að mæta með fullt fullt af löggum og bösta drusluna!!

Annars ætla ég að biðja ykkur vel að lifa og strjúka kviðinn;)

Hrafnhildur
Mætir óþokkunum ótrauð

mánudagur, september 22, 2003

22.september 2003

Ja ef þið bara vissuð hvaða skelfing hefur á daga mína drifið um helgina!!!
Það byrjaði þannig að á laugardaginn vaknaði ég við mikinn hávaða, sem kom í árásarglöðum hljóðbylgjum úr íbúðinni fyrir ofan mig. Þá hafði ss sá sem býr fyrir ofan mig greinilega verið kominn með nóg eftir 3ja vikna rólegheit og boðið í partý. Uppúr 14:00, já tvö að deginum til, var mér nóg boðið og ég hringdi í leigusalann sem kom og blés partýið af!! Jæja, mér fannst við vera þokkalega seif það sem eftir var helgarinnar þar sem að ef svo ólíklega vildi til að ég fengi ámynningu frá leigusalanum fyrir læti, þá myndi ég fara önnderkover næstu 800 árin. Nei mér varð nú ekki kápan úr þeirri óskhyggju minni.... stundvíslega um 4 á laugardagsnóttina byrjaði ballið aftur með sama helv.. hávaðanum. Um hálf ellefu um morguninn byrjuðu svo einhverjir að slást þarna uppi og dísöss kræst, ég varð svo hrædd að ég bara kallaði á lögguna og hríðskalf svo og nötraði og þakkaði guði fyrir Gummann minn sem huggaði mig í sínum heita faðmi:) Þarna var ég farin að átta mig á því að þessi maður fyrir ofan mig kallar nú ekki allt ömmu sína á djamminu og mér fannst subbulíðurinn í kring um hann benda til þess að þau væru á einhverju sterkara en kardímommudropum.

Jæja, Hún Sæunn mín yndislega bauð mér í heimsókn í amerískar pönnsur (mmmmm með fullt af smjöri og sírópi) og ég náði að tala mig útúr þessari, að mér fannst á þessum tímapunkti, hræðilegu lífsreynslu. Ég var komin heim um 15 og var bara ein að dunda mér þegar það mæta 4 fílefldir karlmenn á efri hæðina og fara að bramla og brjóta, ég sver það, ég er viss um að þetta voru handrukkarar!!!! Alltaf bætist í fjöldann og þeir voru orðnir nokkuð margir á tímabili og men alæf hvað ég var hrædd, vitiði það að ég sat inni hjá mér og skalf eins og varnarlaus hrísla í ofsaroki og gerði eins lítið og ég gat til að vekja ekki á mér athygli (samt ekki viss um að þeir hefðu tekið eftir mér þar sem þeir voru mjög uppteknir við að rústa íbúðinni fyrir ofan mig). Ég held að ég hafi bara aldrei á ævinni verið jafn dauðskelkuð og hrædd um mitt eigið líf!!!

En allavega, í dag er nýr dagur og ég er ennþá (samt naumlega) á lífi og ég vona að ég eigi bara eftir að gleyma þessari ógeðslegu lífsreynslu og vona að íbúinn á efri hæðinni flytji til Burkina Faso þar sem hann má fyrir mér láta handrukkara brjóta búslóðina sína, langt langt í burtu frá mér og mínu litla sveitastelpuhjarta.

Hrafnhildur
Inn ðö deindjuros gettó

föstudagur, september 19, 2003

19.september 2003

4 hours and counting!!!!

IDOLIÐ ER AÐ BYRJA Í KVÖLD- ER ÞETTA EKKI YNDISLEGT LÍF??? Ég held að þetta verði alveg hreint ótrúlega skemmtilegir þættir og hlakka mikið til að sjá hvernig þeir verða, þar sem American Idol hélt mér uppi seinni part seinasta veturs. Ég er reyndar farin að sjá fram á það að vera bara heima að horfa á sjónvarpið á kvöldin í vetur, sjónvarpsdagskráin er svo góð allt í einu. Það er Idol, Survivor (monndei næts, hjirr æ komm), American idol off kors, Friends- seinasta sería (Rachel og Joey- er það eitthvað að virka?), Law and order (Benndjamín Bratt hætti í seinasta þætti- ver is ðö vörld góíng tú??) og fleira og fleira......

Jæja, allt kreisí að gera í vinnunni, vildi bara segja hæ.

Hrafnhildur
Sjónvarpssjúklingur

miðvikudagur, september 17, 2003

17.september 2003(alltof alltof snemma að morgni)

Það er lítið að frétta af mér núna, þar sem ég ákvað að vera soldið kríeitív þetta árið. Ég strunsaði út í næstu föndurbúð í gær og byrgði mig upp af krossasaumsniðum og garni og er núna að sauma jólakort í gríð og erg. Þar sem ég sá fram á að sú framleiðsla myndi taka einhvern tíma, ákvað ég að byrja um miðjann september, en ég bara varð óstöðvandi þegar ég byrjaði og er núna að klára aðra myndina af áætluðum 8... Er þetta ekki hint á það að maður sé að verða hálf geðveikur???

Ég hef fengið margar fyrirspurnir frá forvitnum lesendum bloggsins um hvað þetta var sem fékk mig til að draga þá ályktun að Íslendingar séu að verða íllgjarnari en verstu talibanar, en ég verð að halda áfram að hafa ykkur úti í kuldanum, greyin mín, þar sem uppljóstrun þess gæti leitt til óæskilegra afleiðinga. Það eina sem ég get sagt ykkur er það að þetta tengist ekki neinum sem ég þekki, enda þekki ég bara frábært og vel innrætt fólk:)

Ég er á næturvakt og skrapp niður áðan til að reykja. Á meðan ég reykti tók ég eftir hundaeiganda sem var á morgunrúntinum með hvutta. Maðurinn var með nefið á sér límt við skjáinn á gemsanum sínum og dró hundræfilinn á eftir sér og skipti sér ekki mikið meira af honum. Allt í einu tekur Hvutti sig til og kúkar þetta pent á göngustíginn (sem er bæ ðö vei mikið notaður af allskonar útivistarfólki og fjölskyldum). Þegar hann hafði lokið sér af, eigandinn ennþá eins og sogskál við skjáinn á gemsanum, strunsuðu þeir báðir í burtu án þess svo mikið sem líta til baka.... Hundaeigendur eins og þessi koma óorði á hina, sem hreinsa til eftir hundana sína. Það sem þessi maður hefði átt að gera, var náttlega bara að klæða lúkuna í plastpokann sem hann átti að hafa með sér og hirða lollann af stígnum, og henda svo í næsta rusladall. Skamm, herra hundaeigandi!!!!

Annars er ég orðin svo þreytt núna að ég er örugglega bara að bulla eitthvað án þess að fatta það, þannig að ég bið ykkur bara vel að lifa.

Hrafnhildur
Sísaumandi svefnengill

laugardagur, september 13, 2003

13.september 2003

CHICAGO!!!!! Ég get ekki sagt annað en að þetta sé ein af bestu myndum sem ég hef nokkurn tímann horft á!! Svona pínku Moulin Rouge fílingur í gangi en samt miklu skemmtilegri söguþráður, ekki jafn mikill fíflagangur og miklu uppbyggilegri endir. Þetta er mynd sem ég ætla að láta hann Gumma minn horfa á, þó að ég þurfi að binda hann við sófann og sitja ofan á honum á meðan, ég skal lofa ykkur að meira að segja söngleikjaofnæmissjúklingur eins og hann eigi eftir að skemmta sér yfir henni.

Annars hafa seinustu 24 klukkutímar verið algörir augnopnarar.... Ég er að komast betur og betur að því að þessi heimur hríðversnandi fer. Frá því um 22 í gærkvöldi er ég búin að upplifa svo mikla geðveiki að ég ætla ekki að lýsa því. Ekki vissi ég að Íslendingar væru svona illa innrættir. Ég ætla ekki að fara ofan í saumana á því hvaða atburðir hafa orðið til þess að þetta er niðurstaðan, en guð minn almáttugur, ef þetta er framtíðin á Íslandi, þá endilega kallið mig Pamelu, því frekar vil ég lifa í einum allsherjar Dallasþætti, dramað er minna þar!!!

Svo hef ég þær alveg hreint indælu fréttir að ég vann vínklúbbinn þennan mánuðinn og ætti því að vera vel byrg af léttvíni í náinni framtíð, það er ekki dónalegt að vinna 10 léttvín (ef þær eru ekki rauðvín, nú þá verður þeim bara skipt) á einu bretti. Ég skal nú segja ykkur það að ég var í vínklúbbi með mömmu og fleiri góðum konum fyrir norðan í eitt og hálft ár og vann ekki í eitt einasta skipti, ójá ég skal segja ykkur að 7 (talan sem ég var með þá) er hreinræktuð tala djöfulsins, en viti menn, ég byrja í öðrum klúbb og vinn fyrsta mánuðinn með tölu guðanna: 2.

Annars bið ég bara að heilsa í bili, I is loving ya'll!!!!

Hrafnhildur
Boozed up pamela í Dallas

fimmtudagur, september 11, 2003

11.september 2003

Ég vil byrja á því að óska henni Lindu minni til hamingju með afmælið, eftir að ellefti september varð svona óttalega vinsæll, þá gleymir maður ekki afmælinu hennar!!!

Hvað ætli bandaríkjamenn geri svo í dag til að minna heiminn enn og aftur á hörmungarnar sem helltust yfir fyrir 2 árum síðan? Mér persónulega finnst BNA menn hafa gert sjálfa sig að algjörum píslarvottum eftir þetta. Jú, auðvitað var þetta alveg hroðalegt þegar þetta gerðist og allt það, en BNA menn eru síðan þá búnir að láta eins og þeir séu eina land í heiminum sem nokkurn tímann hefur lent í einhverjum svona hörmungum og virðast gleyma því að þeir hafa nú gert svipaða, ef ekki verri hluti sjálfir!! Þeir virðast t.d. alveg búnir að gleyma því þegar þeir slepptu kjarnorkusprengju yfir Hiroshima um árið og ennþá er fólk að kveljast fyrir það! Eða kannski finnst þeim það bara allt í lagi, þeir mega jú ráðast á öll lönd veraldar, en ef að þau lönd ætla eitthvað að svara fyrir sig, þá er skvo voðinn vís. Bandaríkjamenn eru bara svo duglegir við að hvítþvo hendur sínar af öllu sem þeir gera. Mér fannst mjög góður punktur sem kom fram í Bowling for Columbine, að á svipuðu augnabliki og strákarnir hertóku skólann í Columbine, var bandaríkjaher að sprengja upp barnaskóla og sjúkrahús í einhverju af arabíulöndunum. Samt var forsetinn sjálfur, sem fyrirskipaði þær árásir, það djarfur að koma fram fyrir alþjóð í sjónvarpi og lýsa yfir undrun sinni á því hvernig börn gætu fengið af sér að gera svona lagað og, og hneyksla sig á því hvaðan þau hefðu fyrirmyndirnar. DJJJÍ LET MÍ ÞÍNK!!

Fjölskyldur þeirra fjölmörgu óbreyttu borgara sem dóu í þessum hörmulegu árásum, eiga alla mína samúð og hafa alltaf gert, en mín skilaboð til Bandaríkjanna, ja þá kannski helst forsetans (ekki miklar líkur á að hann lesi þetta) og hersins þeirra eru: vott gós aránd, koms aránd, og þeir hefðu ekki átt að vera svona óheyrilega yfir sig bit yfir því að einhver hefði látið sér detta það í hug að gera árás á þá. Það hefði bara mátt sleppa því að hafa það svona andskoti subbulegt.

Ég persónulega er alfarið á móti stríði, og ef ég mætti ráða, þá færi ófriður á milli þjóða alfarið fram á skrifstofum ráðamanna og eina vopn þeirra væri penni, í versta falli nokkur harðorð ímeil, en því miður er þetta fáránlega draumsýn lítillar manneskju sem getur engu breytt, en heldur áfram að vona.....

Ég vona að allavega þær Íslensku hræður sem lesa þetta, haldi áfram að elska friðinn og vera góð við hvort annað, en ég bið að heilsa í bili.

Hrafnhildur
Friðelskandi draumóramanneskja

mánudagur, september 08, 2003

8.september 2003

Ég er búin að finna lélegustu sjoppu allra tíma!!! Rétt hjá mér er lítil sjoppa sem heitir Bússa. Þetta er svona sjoppa/vídjóleiga/kaupmaðurinn á horninu búð. Ég tók mig til í gær og ætlaði nú líklegast að taka vídjó handa okkur skötuhjúunum og rölti mér út í hana Bússu. Ég held að metnaður sjoppueigandans hafi farið í eitthvað annað en vídjóleiguna, af því að ég held að það hafi verið í mesta lagi 150 myndir þarna og flestar voru með Rob Lowe í aðalhlutverki!!!! Ég átti virkilega bágt með mig að míga ekki á mig af hlátri þarna inni, en náði þó að finna mér mynd.... Truman show með sænskum texta!!! Þegar ég var búin að finna mér mynd fór ég að afgreiðsluborðinu og fékk nett áfall... afgreiðslumaðurinn, miður geðslegur karlmaður á miðjum aldri, stinkaði svo geðveikt að ég átti eiginlega bara fótum mínum fjör að launa. Þetta var eiginlega svona gömlukalla súr svitafýla OJ. Jæja ég lét mig hafa það á meðan ég borgaði, en þá tók annað hláturkastið við þegar hann tróð því sem ég var að kaupa ofan í plastpoka sem var með jólasvein á og sendi mér ósk um gleðileg jól. Ég held að ég haldi bara áfram að versla þarna, vegna þess að svona búllur eru í mikilli útrýmingarhættu og svo er ég viss um það að Rob Lowe geti alveg komið á óvart ;)

Annars er það af mér að frétta að ég er á enn einni aukavaktinni í dag, gæti verið að vakna núna, en ég er búin að vera á einhverju ótrúlegu aukavaktafyllerýi seinasta einn og hálfann mánuð og fannst engin ástæða til að fara að hætta því núna. Mig er farið að dreyma í símanúmerum!!!!

Ég bið svo bara að heilsa ykkur í bili og vona að þið haldið uppi heiðri þjóðarinnar út á við.......

Hrafnhildur
Sjoppuleg

fimmtudagur, september 04, 2003

4.september 2003

Hið ljúfa líf!!!

Þá er ég LOKSINS flutt. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem er jafn treg til að flytja út eins og manneskjan sem var í íbúðinni minni, það endaði með því að klukkan 20 á laugardagskvöld þurfti ég að panta flutningabíl fyrir hana svo hún kæmi sér í burtu!!! En allavega, ég er sem sagt flutt inn og ótrúlega happý. Hann Gummi minn er farinn að kalla mig Moniku eftir að ég flutti, vegna þess að ég má ekki sjá einn lítinn blett þá geng ég til móts við hann vopnuð tusku og sterkum hreingerningarlög!!! Ef ég er ekki að þrífa, þá er ég að leita að einhverju sem ég get þrifið og ef að ég finn það ekki, þá baka ég (sem verður til þess að ég hef eitthvað sem þarf að þrífa hehe). En ég er allavega búin að koma mér alveg fyrir, bara eins og ég hafi búið þarna í 3 ár. Ég tók nett tilfelli í Ikea þar sem ég spreðaði fyrir hvorki meira né minna en 15 þúsund krónur, enda sagði einn vinur minn sem kom í heimsókn, að honum fyndist hann vera að rölta inn í opnu í Ikealistanum:)

Jæja ég bið annars bara að heilsa ykkur þar sem ég er í vinnunni og það er frekar kreisí að gera.....

Hrafnhildur
Pulling a Monika