föstudagur, ágúst 29, 2003

29.ágúst 2003

Þá er næturvakt númer 3 hálfnuð og ég er orðin hálf vitstola af þreytu. Ég er reyndar að horfa á einhverja mynd með ástaryndinu mínu, honum tobey Maguire. Þetta er einhver svona kúreka-gömludagamynd og hann er síðhærður, með kúrekahatt, byssu og skeggbrodda í henni og sweet mother of mercy, þessi maður er dilissjöss, mér finnst að það eigi að vera lögleg takmörk fyrir því hvað mikill kynþokki er settur í eina kvikmynd!!! Hann og Wes Bentley (myndavélastrákurinn í amerikan bjúdí) eru með því fallegra sem ég hef séð, I could just spread them on a cracker!!!! Ég hef aldrei orðið fyrir jafn miklum áhrifum og þegar ég horfði á amerikan bjúdí. Hann Wes minn bara heinlega tældi mig í gegnum sjónvarpið, og ég varð bara hálf afbrýðisöm í atriðinu sem hann liggur nakinn með litlu herfunni uppi í rúmi..... En svona fyrst ég er farin að opinbera ástríður mínar gagnvart hinum fögru sveinum hollývúddhverfis, hversvegna þá að hætta....

Hinir fögru sveinar kvikmyndanna (engin sérstök röðun):

Tobey Maguire: það þyrfti eitthvað stjarnfræðilegt að gerast til að ég færi að sparka honum út úr rúminu mínu.

Wes Bentley: Seductive motherfucker

Johnny Depp: Einn af þeim sem verður hættulega fallegur þegar hann lætur hárið á sér vaxa.

Brad Pitt: Einn klassískur, gangandi reðurtákn.

Orlando Bloom (reyndar bara sem Legolas): Eina skiptið sem mig hefur langað til að "refsa" (blikk blikk) álf.....

Viggo Mortensen: Ooooo já, bring itt on beibí.

Billy Wirth: Frekar óþekktur lítill indjánastrákur. Sá hann í sjónvarpsmynd fyrir nokkrum árum og GVUÐ MINN GÓÐUR!!! Það á ekki að vera hægt að vera svona fullkominn.

Jæja allavegana, núna hafið þið fengið að kíkja aðeins á þá karlmenn sem ég ætla að setja á lista og svo verður helvítis listinn plastaður. Ef ég verð einhverntímann á vegi einhvers af þessum mönnum, þá mega þeir skvo eiga von á þukli og káfi!!!!

Hrafnhildur
Opinberar kynóra....

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

27.ágúst 2003

Ég hef soldið verið að vangaveltast í sambandi við hvalveiðimálið mikla sem virðist tröllríða mannskapnum þessa dagana. Bandaríkjamenn eru hundfúlir út í okkur og eru farnir í fýlu sem þeir dulbúa með því að kalla hana "yfirvofandi viðskiptabann". Bretar senda til okkar grenjandi grænfriðunga sem fara með bátum út á sjó til að kvíða fyrir því að horfa á hvalamorð. En það eru nokkur atriði sem eru aðeins að fanga athygli mína.... Japanir eru örugglega stærsta hvalveiðiþjóð heims, en þeir náttlega framleiða svo flotta bíla að ef bandaríkjamenn tækju upp á því að skella á þá viðskiptabanni, þá brytist út Hollywoodstjörnustríð og keijos brjótast út á sönnset búllevard. Samt bombuðu Japanir Pörl Harbúr. "Íslendingar" (vinirnir Davíð og Halldór nánar tiltekið) tóku sig nú bara til og lýstu opinberlega yfir stuðningi við stríðið um daginn. Og talandi um það... Bandaríkjamenn og bretar virðast geta grenjað og vælt yfir því að við séum að skjóta hvali og kallað okkur villimenn og þaðan af verra, en hafa sjálfir ekki tölu á því hvað þeir hafa slátrað mörgum Írökum í þessum blessaða tippaslag Bush og Saddams!!!! Og ég veit nú ekki betur en að lítill fugl hafi hvíslaði því að mér að bandaríkjamenn væru sjálfir að veiða hvali!!!! Eru nú ekki einhverjir farnir að kasta steinum úr glerhúsi hérna.....

Ég persónulega hef ekki myndað mér skoðun á því hvað mér finnst um þessar hvalveiðar, hvort þær séu góður hlutur eða slæmur, en það sem mér ofbýður í sambandi við þessa umræðu alla er helvítis hrokinn og hræsnin í þessum bandaríkjamönnum. Þeir virðast halda það að þeir geti bara skannað plánetuna og tekið geðþóttaákvarðanir um það hvernig hver þjóð fyrir sig eigi að haga sér. Mér þætti gaman að sjá það ef einhver þjóð tæki sig til og gæfi þeim a teist off ðeir ón medisin, að Japanir myndu bara slengja á þá viðskiptabanni af því að Bush greiðir toppinn til hægri en ekki vinstri.....

Þetta voru vangaveltur dagsins í dag, skrifaðar af mjög sibbinni manneskju sem er núna búin að vera í vinnunni í 16 tíma og á 3 eftir *langur geispi*. Ég vona bara að þið eigið góðann dag, elsku djásnin mín.

Hrafnhildur
Að veiða eða veiða ekki....

26.ágúst 2003

Ég hef tekið eftir því að........
Það er límmiði á hverju einasta rauða epli sem er selt út úr búð!!!

Ég hef tekið eftir því að........
Söngvarinn í Vínil er í sömu peysunni á einum tónleikum, 2 myndböndum og 2 sjónvarpsviðtölum!!!

Ég hef tekið eftir því að........
Fólk er alltaf í vondu skapi þegar það er lægð í loftinu!!!

Ég hef tekið eftir því að........
Vaxtaræktagaurar horfa alltaf á vöðvana á sér þegar þeir pumpa!!!

Ég hef tekið eftir því að........
Skúringafólk er aldrei í góðu skapi í vinnunni!!!

Ég hef tekið eftir því að........
Fólk sem er eldra en 60 ára á ekki að vera með GSM!!!

Ég hef tekið eftir því að........
Fordómafullt fólk segist ekki vera fordómafullt!!!

Ég hef tekið eftir því að........
Fullu fólki finnst það syngja rosa fallega í Karókí!!!

Ég hef tekið eftir því að........
Karlmenn verða miklu fallegri þegar ég er á fjórða eða fimmta bjór!!!

Ég hef tekið eftir því að........
Þegar konur borða popp dettur alltaf eitt á milli brjóstanna á þeim!!!

Ég hef tekið eftir því að........
Fólk er ekkert að skrifa í gestabókina á blogginu mínu!!!

Hrafnhildur
Tekur eftir ýmsu

sunnudagur, ágúst 24, 2003

24.ágúst 2003

Jæja...... Helgi dauðans!!!!

Á föstudagskvöldið bauð ástin mín hann Gummi mér og Halla og Gunna í mat. Eftir það fengum við okkur í glas eins og okkur er einum lagið. Um miðnættið færðum við drykkjuskapinn heim til Halla þar sem við sátum þangað til við fórum á Brennsluna. Þaðan var svo farið heim. Laugardagurinn fór í það að liggja uppi í rúmi eins og versta roadkill og var mikill metnaður lagður í þynnkuna. Ég skakklappaðist loksins fram úr bælinu um 21:00 til að hafa mig til fyrir partý sem Rakel hin fagra hélt í tilefni þess að hún sé að hætta í verinu. Ég ætlaði svo sannarlega að vera bara róleg í tíðinni og sötra bara rauðvínsglas, svona til að vera með, af því ég átti að mæta í vinnuna kl.9 daginn eftir. Jæja, kvöldið fór því miður ekki það friðsamlega fram.... Ég náttlega bara ákvað það þegar ég var komin í partýið að slá þessu bara upp í kæruleysi og drakk mig hlandölvaða og var á skrensinu til fimm í nótt (mætti samt í vinnuna kl.9). Núna er ég í vinnunni og ég held að ég hafi bara aldrei óskað þess jafn heitt og núna að ég væri einhversstaðar allt annars staðar. Mér líður hreinlega eins og hjörð af offitufílum hafi trampað á mér klukkutímunum saman og það er ekki þægileg tilfinning!!! En ég verð víst að þrauka þetta til 6, en þá verður líka strollið tekið beinustu leið heim í algjöra afslöppun.

Þangað til næst.

Hrafnhildur
Ekkert nema þunn

föstudagur, ágúst 22, 2003

22.ágúst 2003

Frestanir í allar áttir!!!

Þessir flutningar mínir virðast vera með einhver frestálög á sér. Ég hafði hugsað mér að taka við íbúðinni um 25 ágúst. Ég pantaði sófa úr IKEA sem átti að koma á þriðjudaginn. Margrét systir ætlaði að koma suður og hjálpa mér að flytja. Jæja, planið hefur raskast öööörrrrlítillega. Ég fæ íbúðina ekki fyrr en 29. ágúst í fyrsta lagi. Sófinn finnst ekki á lagernum og ný sending kemur ekki fyrr en eftir 2 vikur og Margrét systir er hætt við að koma. Ef ykkur vantar að láta fresta einhverju, endilega bara felið mér það verkefni og 10 mínútum seinna verður því frestað!!!!

Jæja annars er það að frétta að ég var að fá vörurnar sem ég pantaði á Playboystore.com og finnst ég vera algjör gella. Ég pantaði mér inniskó, vettlinga og náttbuxur (ég veit, rosa dörtí sending frá pleijboj). Ég verð nú bara að hafa orð á því að þetta eru þægilegustu föt sem ég hef átt. Inniskórnir eru svo mjúkir að það er eins og maður sé að labba á skýjum himnaríkis þegar maður labbar á þeim og mig langar að mæta í náttbuxunum í vinnuna og bara vera í þeim allann daginn!! Ég reyndar hefði viljað sjá svipinn á tollafgreiðslumönnunum þegar þeir fengu leyfi til að opna kassann, örugglega búnir að stija á perranum í sjálfum sér að rífa upp dularfullakassann frá pleijboj, með einskærri von um að þetta væri eitthvað verulega djúsí og dörtý. Meiri vonbrigðin þegar þeir sáu að þetta voru bara náttföt ha ha.

Jæja, þarf að fara að vinna eitthvað hérna, vona að þið hagið ykkur vel um helgina.

Hrafnhildur
Playboybunny á frest

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

21.ágúst 2003

Mig langar að óska mínum heittelskaða ástarengli, honum Gumma til hamingju með 24 ára afmælið.


Secretary
You must like to spank or be spanked, because your
romance is remeniscent of Secretary. A truly
modern love story, it shows that you don't need
to be conventional to be normal. You're
probably the type that owns a whole lot more
leather than what's upholstering your car or
sofa. Yeah, you know what I mean.


What Romance Movie Best Represents Your Love Life?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

19.ágúst 2003

Ég rakst á þessa líka ótrúlega skemmtilegu fótósjoppsíðu, myndir fyrir og eftir fótósjopp. Klikkið á linkinn, setjið músabendilinn á stóru myndina og POW... þið (í þessu tilviki einungis stelpur) sjáið myndina eins og þið viljið sjá hana. Mér leið miklu miklu miklu betur eftir að hafa skoðað þetta. Er nebblega komin með nettann horbjóð á því að sjá myndir af konum í bikiníum og húðin á maganum á þeim er svo strekkt og stinn að ljósmyndaraflassið speglast á henni. Jæja nú er sannleikurinn kominn fram, þessar fyrirsætutruntur eru skvo ekkert flottari en við hinar hehe.

Og svo eitthvað fyrir ykkur drengir: Nærbuxur fyrir þá sem vilja láta punginn lafa út fyrir......


Hrafnhildur
talsmaður venjulegra kvenna

19.ágúst 2003 (mjög snemma)

Mér finnst Celine Dion vera orðin soldið mikið trukkalessuleg með þessa greiðslu sína.


Ég var að horfa á American beauty í gær. Ég gat ekki annað en tekið ristilkrampa af hlátri þegar hommarnir á móti "fyrirmyndafjölskyldunni" voru kynntir til leiks, þeir Jim og Jim. Málið er það að hann Davíð minn fallegi ofurhýri er kominn með nýjann kærasta og haldiði að kauði heiti ekki bara Davíð?? Klisjan alveg að gera sig. Davíð (kærastinn skvo) er eimmitt að flytja til borgarinnar miklu handan hafsins um mánaðarmótin og tekur við herberginu mínu. Bjargaði mér alveg, þessi elska:)

Núna er ég á nattevakten og er ekki alveg að sjá að ég þrauki þetta. Ég tók þessa vakt auka fyrir hana Tatíönu sætu (jebb Tatí sem var með okkur í 10.bekk), og á svo að byrja að vinna klukkan 17 annað kvöld. Ég hefði alveg meikað það, en ég náttlega hlunkaðist til að gleyma því þegar ég tók að mér þessa vakt, að ég á að mæta til töfralæknisins mikla á morgun klukkan 14:30 og er að sjá fram á skapgerðarbresti annaðkvöld sökum svefnleysis.... æ fokk itt, ég fæ alveg fullt af péningum fyrir þessa vakt.

Mig langar að koma þessari auglýsingu til skila fyrir Hrapp hinn mikla



Æji ég nenni þessu ekki, bið að heilsa ykkur

Hrafnhildur
Skapstygg hommahækja

mánudagur, ágúst 18, 2003

18.ágúst 2003

Um helgina fékk ég mjög óþægilega áþreifanlega sönnunn þess hvað ég er orðin utan við mig (kenni tilhlökkun til flutninga um). Ég fór á fimmtudaginn að hitta dömurnar, og fékk far með Elsu Rún heim. Ég var með bakpoka með mér sem ég var að sækja til Guðnýjar, sem innihélt allt mitt djammsnyrtidót, hárblástursdót og sléttujárnið mitt. Jæja, á laugardagskvöldið klukkan rúmlega 19 fattaði ég svo að ég hafði gleymt bakpokanum í bílnum hjá Elsu!! Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ!!!! Sem betur fer hafði mamma Elsu verið svo fyrirhyggjusöm að skilja það eftir inni í garðabæ þannig að ég gat náð í það þangað. En þarna semsagt sannaðist það að það eru engin takmörk fyrir því hvað ég get verið utan við mig!!

Ég gerðist ótrúlega ómenningarleg og hélt mig að mestu leyti innandyra á menningardag/nótt. Ég var að vinna til 6 og fór svo heim og kom mér mjög makindalega fyrir í rúminu mínu og sá fyrir mér sjónvarpsglápsmaraþon í hyllingum. Um 10 leytið fékk ég svo sms sem innihélt harðorðaða skipun þess að ég ætti að drullast upp af mínum víðáttumikla rassi og drífa mig í afmæli sem mér hafði verið boðið í. Ég stóð treglega upp og horfði saknaðaraugum á holuna sem ég var búin að gera mér þarna í rúminu. Ég kom nógu mátulega í afmælið til að fylgjast með flugeldasýningunni úr stúkusæti. Ég stoppaði nógu lengi til að móðga ekki afmælisbarnið en lét mig síðan bara hverfa á snyrtilegann hátt, þar sem ég gat ekki hætt að hugsa um rúmið mitt. Ég lofa samt að vera menningarlegri næstu menningarnótt.

En nú er ég að hugsa um að drífa mig inn í rúm og liggja eins og myglaður flóðhestur fyrir framan sjónvarpið þangað til ég fer á næturvakt.
Ble ble.

P.S. Hrós og þakkir mánaðarins fær Rakel fyrir skuttlið upp í garðabæ í gær. Með því bjargaði hún alveg andlitinu á mér (bókstaflega) og á inni hjá mér huges greiða.

Hrafnhildur
Ómenningarlega utan við sig

föstudagur, ágúst 15, 2003

15.ágúst 2003

Þetta finnst mér dúllulegt:

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

14.ágúst 2003

Ég tók lengsta labbrúnt sem ég hef tekið lengi í dag. Ég skrönglaði mér upp í húsaleigubótabúðina (betra að segja það heldur en félagsþjónustuna...) og fyllti út umsókn. Ég ætlaði að vera rosalega snjöll og koma bara við hjá þjóðskránni í leiðinni, en seinast þegar ég vissi var hún á bak við þjóðleikhúsið. Nei nei, þá var búið að færa það apparat allt upp í borgartún þannig að ég þurfti að setja það í salt í bili. Eftir húsaleigubótadótið tók ég strollið upp á laugarveg. Planið var að ganga laugarveginn með það að markmiði að finna einhverja ótrúlega sæta gjöf handa betri helmingnum, en einhvernveginn stóð ég mig alltaf að því að vera komin inn í einhverjar búsáhalda eða húsgagnaverslanir, merkilegt hvað maður er alltaf tilbúinn til að kvelja sjálfann sig með því að fara inn í svona búðir, til þess eins að verða miskunnarlaust minntur á mölflugurnar sem lifa og nærast í buddunni manns. Jæja, þessi afmælisinnkaupaferð fór nú ekki eins og hún átti að gera, því þegar ég var komin niður í austurstræti var ég ennþá tómhent!! Ætli það endi ekki með því að ég dragi drenginn bara með mér í búðir og láti hann velja sér eitthvað. Eftir stutt stopp á mjög svo hávaðasamri kaffibrennslu dreif ég mig í ljós og hundskaðist heim.

Í kvöld er planið svo að hitta dívurnar á Vegamótum í tilefni þess að hún Elsa Rún er að flytja í hið engilsaxneska bretaveldi á morgun og við ætlum að kveðja hana með pompi og pragt. Ég verð að segja það, að ef það er einhver af okkur sem á eftir að plumma sig vel í bresku samfélagi, þá er það hún Elsa Rún, hún er heimsdama fram í endann á gervinöglunum á sér. Ég reyndar hafði enga trú á því að hún myndi láta verða af því að fara, þar sem hún hefur alltaf verið að tala um að gera hitt og þetta en aldrei látið verða af því, en loksins lét hún vaða. Ég vildi óska þess að ég hefði bara gefið skít í allt og flutt með henni út.

P.S. Hvernig er það. Manneskja eins og ég, sem drekkur stjarnfræðilegt magn af dæjettkóki, ætti hún ekki að vera búin að fá allavega eina 2ja lítra flösku frítt í tappanum??? Ég er ekki búin að fá djakk sjitt, og er farin að hallast að því að það hafi líklega frekar verið 90 vinningar í staðinn fyrir 90 þúsund. Bull segi ég!!

Hrafnhildur
Tómhent á labbinu

14.ágúst 2003

Af hverju líður tíminn alltaf aftur á bak þegar maður er að bíða eftir einhverju???? Ég er algjörlega að fríka yfir því að þurfa að bíða svona lengi eftir því að flytja. Ég er komin langleiðina með að pakka og herbergið mitt er af þeim orsökum eins og víkingasveitin hafi haft afskipti af mér þar inni. Ég hringdi áðan upp í húsalegubóta....verslunina eða hvað sem það heitir og þau náttlega þurfa líka að vera með vesen. Ég þarf að sækja um í seinasta lagi á morgun, en þar sem ég fæ ekki leigusamninginn í hendurnar fyrr en í næstu viku, og á þá eftir að láta þinglýsa honum, þá fæ ég ekki bæturnar fyrr en í endaðann september. Ofan á allt saman þarf ég líka að vera með skráð lögheimili í íbúðinni þegar ég sæki um bæturnar, sem gerist ekki fyrr en ég flyt.... Þessar ríkisstofnanir geta gert mig svo pirraða #$&%=&$%##$% (ritskoðað). Ég er svona manneskja sem vill að hlutirnir gerist í gær.... þar sem þeir, í þessu tilfelli, eru ekki einusinni að fara að gerast á morgun, er ég orðin svo ótrúlega pirruð og uppstökk eitthvað að greyið hann Gummi minn er farinn að ganga meðfram veggjum og þorir varla að yrða á mig. Verð að gera eitthvað gott fyrir hann.

En talandi um kauða, hann á afmæli í næstu viku, og ég er gjörsamlega gerilsneydd af hugmyndum um gjöf. Seinasta laugardag reyndi ég nú að fá vinkonur mínar til að koma með hugmyndir, en önnur sem var með í hópnum á kærasta sem er að fara að eiga 25 ára afmæli (Gummi verður bara 24) og þeim fannst miklu mikilvægara að finna gjöf handa honum og sögðu mér að ég gæti bara reddað þessari krappí 24ra ára gjöf sjálf..... meiri vinkonurnar ha! En ætli ég rölti ekki upp á hinn mikilfenglega laugarveg í dag og athugi hvort ég finni ekki eitthvað.

En allavega, nenni ekki að pikka, verið góð.

Hrafnhildur
Óþreyjufull og hugmyndalaus

laugardagur, ágúst 09, 2003

9.ágúst 2003

Geipræd, kolaportið og terror dauðans!!

Hommahækjurnar Hrafnhildur og Sæunn skelltu sér nú líklegast á Geipræd áðan. Við skvísuðum okkur inn í gönguna þegar Davíðarnir röltu fram hjá, dragandi fleka með vinkandi dragdrottningu. Við ákváðum nú að fyrst við vorum í göngunni að haldast í hendur, þannig að allir sem þekkja okkur ekki hafa örugglega haldið að þarna væru á ferðinni tvær lessuklessurnar í viðbót, skítt með það:) Þegar laugarvegurinn fór að halla, skelltum við okkur svo aftur fyrir flekann og toguðum á móti svo aumingjans drottningin myndi ekki taka flugið. Þegar gangan var svo komin niður á lækjargötu vorum við orðnar svo niðurringdar að við ákváðum að beila bara á þessu öllu saman og troða okkur aftur inn í skáp.

Við gerðum stutt stopp inni á Torvaldsen þar sem við fengum okkur köku og horbjóðslega vont kaffi. Eftir það skrönsuðum við einn hring í kolaportinu og komum út bryggjumegin, sem var örlagarík ákvörðun fyrir Hrafnhildi litlu ljónshjarta. Tívolíið nebblega blasti við í öllu sínu veldi og okkur fannst alveg tilvalið að prófa svona eins og eitt tæki. Fyrir valinu var hið sakleysislega "Freak out" (ætti frekar að heita swing of terror). Jæja, við létum strappa okkur við bekkina og biðum svo hinar rólegustu. Fyrst sveiflaðist það bara makindalega um í loftinu og ég hugsaði "þetta er ekki svo slæmt", en eimmitt þá fór heldur betur að færast harka í leikinn!!! Tækið fór að láta öllum illum látum (reyndar eins og það átti að gera) og mér var alveg hætt að lítast á þetta allt saman. Þegar mér fannst komið alveg nóg fór það að herða ferðina og ég sat dinglandi í lausu lofti og argaði úr mér lungun eins og versta píka!! Ég sver það, á einum tímapunkti var ég augliti til auglitis við magann á mér!! Þegar tækið loksins stoppaði, eftir svona sirka 38 klukkutíma (að mínu mati) var ég orðin svo hrædd að ég var í vandræðum með að halda þvagi. Ég skakklappaðist út úr tækinu, skjálfandi eins og birkihrísla í ofsaroki, með maskararákir niður á kinnar, og tók strollið beint heim. Þar sá ég mér ekki annað fært en að fá mér einn bjór og hringja í mömmu, sem huggaði dauðskelkaða dótturina.
Ég hefði nú samt getað sagt mér að þetta tæki kallaði nú ekki allt ömmu sína, þar sem varað var við því að hjartveikt fólk færi í það, en svona er maður nú grænn fyrir skelfingum undirheimanna (eins og ég ætla að kalla öll tívolí eftir þetta). Ef ég fæst einhverntímann til að fara aftur í tívolí, þá verður stefnan tekin á klessubílana!!

En ég er að hugsa um að taka því bara rólega restina af deginum, þannig að ég bið bara að heilsa ykkur.

Hrafnhildur
Við dauðans dyr

föstudagur, ágúst 08, 2003

8.ágúst 2003

Jæja, þá er Arnold "hinn eigi svo smágerði" schwarzenegger búinn að bjóða sig fram til ríkisstjóra. Það var ansi skrautlegur hópur sem bauð sig fram, þar á meðal Larry Flynt!! Þetta er ágætis samkeppni: Vöðvabúnt sem er þekktast fyrir að leika úrelt (tilvitnun í nýjustu tortímandamyndina) vélmenni, eða klámkóngur í hjólastól.... Þar sem mér finnst hann Arnie svo ótrúlega mikið rassgat, þá myndi hann eiga mitt atkvæði. Þyrfti ekki einusinni að vera með einhver kosningaloforð. En samt, Larry Flynt myndi örugglega standa við öll kosningaloforðin sín (stofna verkalýðsfélag fyrir sunset hórurnar, gera sílíkonaðgerðir að skyldu um 16 ára aldurinn og svo framvegis), þannig að það er spurning hvort þetta verið ekki soldið athyglisverð kosningabarátta. Lítill fugl, sem dagsdaglega gengur undir nafninu fréttablaðið, hvíslaði því að mér að Jerry Springer væri svo að bjóða sig fram til ríkisstjóra í Ohio! Ég bíð bara eftir því að Dennis Rodman fari að bjóða sig fram í eitthvað svona, fyrir utan Arnie virðist slömm hyski þotuliðsins í bandaríkjunum vera að berjast um að bjóða sig fram í pólitíkina. Hvernig er það, ætli Birgitta Haukdal og Erpur hvuttarappari endi einhverntímann í forsetakosningaslagnum hér heima??

Hrafnhildur
Hápólitísk

8.ágúst 2003

Hamingja, hamingja og aftur hamingja!!!!! Ég er komin með íbúð- jibbí- Ég datt niður á þessa ótrúlega sætu, nýlega uppgerðu íbúð á Norðurstígnum. Hún er tæplega 40 fermetrar (stúdíó) og allt nýtt og ísskápur fylgir. Fyrir herlegheitin borga ég 45 þúsund rúmlega á mánuði -uppgefið- þannig að ég get fengið húsaleigubætur. Hún er á annari hæð, með stórum svölum og góðri geymslu sem á jarðhæðinni. Núverandi leigjandi fer út í kring um 20 ágúst þannig að ég get fengið hana þegar ég vil eftir það, er að hugsa um að taka hana 27. Nú er bara að telja niður dagana :) Stelpur, nú get ég loksins farið að halda saumó!!

Ég kíkti með Davíð inn í IKEA í dag og komst að því að ég er komin í meidjör hreiðurgerðarfíling. Ég gat hugsað mér að kaupa nákvæmlega allt sem ég sá þarna inni og átti erfitt með að halda aftur af ótímabærum vexti eyðsluklónna. Ég náði þó að halda aftur af mér, keypti bara tösku fyrir lappann (990 kr -ótrúlega billegt) og hnífapör, og svo pantaði ég sófa. Þegar ég fæ svo trygginguna endurgreidda, sem ég borgaði þegar ég flutti hingað inn (32 þús) þá á ég eftir að hlaupa svo hratt inn í IKEA að marmarinn á eftir að krullast upp á eftir mér. Ég var nebblega að fatta að ég er frekar fátæk þegar kemur að innbúi *roðn*

En allavega, ég nenni ekki að röfla þetta, sé ykkur bara í gúddí fílíng á geipræd á morgun.

Hrafnhildur
Hreiðurgerðarmeistari

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

7.ágúst 2003

Leo
You should be dating a Leo.
23 July - 22 August
This mate is honest and loyal, with a sunny
disposition. Though this lion has the tendency
to be arrogant, sulky or smug, he/she is
unrestrained in bed.


What Zodiac Sign Are You Attracted To?
brought to you by Quizilla


Hann Gummi minn er svo sannarlega ljón.... ætli þessi próf sé eitthvað sem maður getur tekið mark á? NJE Örugglega ekki....

Hrafnhildur
Elskar ljón:)

7.ágúst 2003

CWINDOWSDesktopMoulinRouge.jpg
Moulin Rouge!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla


Eins og talað út úr mínu hjarta :)

Hrafnhildur
Í Rauðu millunni

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

5.ágúst 2003

Nú er Krummi litli skvo vægast sagt í fýlu!!! Ég var að koma frá því að skoða íbúð uppi á vesturgötu. Hún var ótrúlega flott, það er ekki málið, en hún var svo lítil að eitt pottablóm hefði fyllt hana! Og fyrir herlegheitin átti að rukka 53 þúsund á mánuði. Ég er vægast sagt farin að fyrirlíta leigumarkaðinn í reykjavík. Ég þrái ekkert jafn ofsalega og að vera í íbúð út af fyrir mig, en maður finnur varla eina helvítis íbúðarholu á mannsæmandi verði, og ef maður er svo heppinn að detta um eina svoleiðis, þá er hún ekki gefin upp til skatts, þannig að maður fær ekki húsaleigubætur.... Það sem Íslendingar njóta þess að láta hjakka í sparigatinu á sér endalaust með allt!!!!!!! Ég er að hugsa um að flytja bara til Tælands eða eitthvað.

Ef það er einhver þarna úti sem veit um 2ja herbergja íbúð í vesturbænum, á innan við 50 þús á mánuði (uppgefið) endilega hafið samband við mig, ég er farin að örvænta!!!!

Hrafnhildur
Bölvaður leigunirfill

mánudagur, ágúst 04, 2003

4.ágúst 2003


Í þessu lífi er ég kona. Í næsta lífi vil ég verða skógarbjörn.

Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.
Ég gæti lifað með því

Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati. Ég gæti líka lifað með því

Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við hnetur)á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt. Ég gæti sko alveg lifað með því

Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara

Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka. Ég gæti lifað með þessu

Ef þú ert björn þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.

Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn

Hrafnhildur
Verðandi birna

3.ágúst 2003

Ég hitti mann úti í sjoppu áðan, sem ég hitti oft og rabba stundum við, hann var að segja mér að hann sé kannski að flytja úr íbúðinni sinni uppi á framnesvegi á næstunni. Þetta er lítil íbúð sem hann er að leigja á 30 þús á mánuði, og hann ætlar að mæla með mér ef hann flytur út-jeij!!!! Þannig að kannski er ég að fara að flytja í íbúð alveg út af fyrir mig. Eftir einn til tvo mánuði get ég kannski bara farið að vaska upp allsnakin ef mér langar til, og þarf ekki að þrífa eftir neinn annan en mig (og Gumma), það væri svo ljúft að ég get ekki lýst því. Maður metur einkalíf aldrei jafn vel eins og þegar maður er búinn að búa með einhverjum ókunnugum......

Annars ákvað ég nú bara að blogga soldið af því að hann Gummi minn er að vaska upp (ójá hann veit hver sinn staður er!!!) og hann er svo stjarnfræðilega lengi að því að mér var farið að drulluleiðast.

Hafið það gott elskurnar....

Hrafnhildur
Mögulega á faraldsfæti

sunnudagur, ágúst 03, 2003

3.ágúst 2003

VÓ!!!! Einhver er komin með sillur, hún var ekki með svona þrýstinn barm þegar hún var snobbkrydd!! En er annars eðlilegt að tvær manneskjur séu alltaf svona flottar??

föstudagur, ágúst 01, 2003

31.júlí 2003

Jæja nú liggur ungt fólk á öllum aldri svefnvana í misjafnlega mjúkum rúmum út um allann bæ, með fiðring í maganum vegna yfirvofandi helgi. Ég, aftur á móti er ein af þeim sem er skráð í vinnu þessa viðburðaríku helgi (17-1 á laugardag og 12-22 á sunnudag), ákvað meira að segja að leika miskunnsama vinnufélagann og taka auka næturvakt annað kvöld. Ég veit ekki hvað það er, kannski er ég að verða gömul eða eitthvað, en verslunarmannahelgin er ekkert sérstakt fyrir mér. Fyrir C.A. fimm árum hefði ég tekið hringspark á yfirmanninn ef hann hefði vogað sér að bóka mig þessa helgi, en sá fiðringur fyrirfinnst aðeins í minningunni núna..... Ekki það að ég væri ekki til í að vera að fara á Akureyri eða í Eyjar, en mér er samt líka bara alveg sama þó að ég sé ekki á leiðinni þangað, ég er miklu meira spennt fyrir geipræd um næstu helgi (sérstaklega þar sem ég er yfirlýst hommahækja, þökk sé mínum fallega Davíð hehe).

Ég var að enda við að horfa á About a boy, og ég bara verð að segja það: ÞESSI RÆMA ER SCHNILLD!!! Ég skildi aldrei þetta kynferðislega fenomenon sem Hjú Grant var talinn vera eftir að hann meikaði það í "gommu af brúðkaupum og jarðarför", enda með skakkar tennur og koppaklippingu, en í eftir að sjá þessa mynd kolféll ég fyrir þessum skakktennta breta. Það er alveg ótrúlegt hvað breyting á hárgreiðslu getur gert fyrir manneskjur. Reyndar finn ég alltaf sérstaklega mikið til með litla strákorminum í þessari mynd, gangandi skotskífa fyrir einelti. En eins og ég segi, þessi er vonn tú vots!!!

Ég og Guðný mín fórum í dag til Keflavíkur að ná í hana Ingu Dóru, systur Guðnýjar. Snótin sú var að koma aftur eftir sumardvöl á sveitabæ í Nasistaveldinu, kaffibrún og falleg. Við vorum með Mækol Djakkson best off í spilaranum og ég fékk gæsahúð á stöðum sem ég vissi ekki að væri hægt að fá gæsahúð á (undir brjóstunum) þegar ég hlustaði á Smúþ kriminal, óumdeilanlega besta lag í heimi.

Jæja, þýðir ekki að röfla endalaust, er farin að sofa. Verið nú stillt og prúð um helgina, englarnir mínir:)

Hrafnhildur
Home 4 the weekend