þriðjudagur, júlí 29, 2003

29.júlí 2003

Sörpræs-sörpræs (mikil kaldhæðni innifalin) Árni "okkar ástkæri" Jónssen fær að taka sér frí frá fangelsinu um helgina til að dúkka upp á þjóðhátið með öll sín 2 gítargrip!!!! Þetta er bara hlutur sem er algjörlega ofar mínum skilningi. Þessi maður en í fyrsta lagi lélegasti mússíkant sem þjóðin hefur alið af sér og algjörlega dissmissabúl á þjóðhátíð og í öðru lagi DÆMDUR GLÆPAMAÐUR!!! Hvernig er það, fá ekki bara allir þeir nauðgarar sem sitja inni frí um helgina líka, verslunarmannahelgin er nú einusinni þeirra stærsta vertíð. Mér finnst það álíka rökrétt, gefa þeim bara frí frá fimmtudegi til þriðjudags svo þeir fái nú örugglega tíma til að redda sér smjörsýru fyrir helgina og koma sér í gírinn!!! Ætli Árni hefði fengið frí líka, þó að hann hefði bara verið einhver óþekktur gítarfloppari frá eyjum, en ekki þekktur stjórnmálamaður? Meiks jú vonder..... Við lifum í bölvuðu bananalýðveldi!!

Annars er það að frétta af mér að ég svaf allt of lengi í dag (var á næturvakt), vaknaði ekki fyrr en hálf fimm!!! Ég sem ætlaði að fara í bankann í dag og kvarta yfir vísareikningnum mínum. Það virðist nebblega vera að Þrekhúsið sé farið að færa sig upp á skaftið, það er greinilega ekki nóg að ég sé þögull styrktaraðili hjá þeim, heldur rukka þau mig þrefalt þennan mánuðinn, bölvaðar frekjurnar. Jæja verð þá bara að redda því á morgun.
Gummi minn var að byrja í vinnunni aftur í dag eftir langt sumarfrí og ég gat ekki heyrt betur á þessari elsku, en að hann væri bara gjörsamlega hreint að klebera þarna niðurfrá -greyið litla-

Jæja, ég er að hugsa um að þruma mér upp í rúm og reyna að hafa það næs þangað til ég fer á næturvakt. Tjá amígós!!!

Hrafnhildur
Þrírukkaður styrktaraðili

28.júlí 2003

Ég kíkti inn á síðu sem er með lista yfir leyfileg mannanöfn. Ég skoðaði nú reyndar bara kvenmannsnöfnin, en fann nokkur nöfn sem eru svo sannarlega vel til þess fallin að nota ef maður vill að barnið manns sé lagt í einelti. Hér eru þau allra skrítnustu:

Aagot
Agða
Brimdís
Dimmblá
Edit
Eðna
Egedía
Eneka
Fídes
Gefn
Hind
Indíra
Kormlöð
Lórelei
Lofn
Mjaðveig
Mábil
Mildríður
Petronella
Septíma
Símónía
Teresía
Tamar
Tíbrá
Þrá
Ægileif


Ég er alveg að heyra þetta: "Svona svona Septíma Tíbrá, hættu þessu væli, hún Mjaðveig Eneka á þessa bók". "Kormlöð Lofn og Egedía Ægileif voru alltaf samferða í skólann, og hittu Lórelei Mábil alltaf á miðri leið...."

Og svo má ekki skíra barnið sitt Villimey, hættið nú alveg!!!

Hrafnhildur
Ótrúlega normal eitthvað...

28.júlí 2003

Á laugardaginn hringdi ég inn á FM 957 og vann miða á Miller djammið á Nasa sem var á laugardagskvöldið. Ég verð að segja það að ég hef sjaldan skemmt mér jafn lítið og þegar ég var komin inn á Nasa. Það byrjaði þannig að þegar við komum, þá var bjórinn sem átti að vera frír BÚINN, þannig að við urðum bara að gjöra svo vel og sætta okkur við það (sem mér finnst ógeðslega skítt!!!). Jæja... Tónlistin var ömurlega leiðinleg þarna inni, barþjóninn sem ég talaði við ótrúlega dónalegur og mér fannst bara allt ömurlegt við þennan stað (eins og í öll þau skipt sem ég hef farið þangað). Það sem mér fannst leiðinlegast við þetta allt var að við vorum heima áður en við fórum niður í bæ, og vorum að spila, og það var ógeðslega gaman, sem sannar þá þeríu mína að maður á bara að halda sig heima í góðra vina hópi :)

Annars var ég ógisslega dugleg um helgina... á laugardaginn þreif ég íbúðina eins og ég væri meiníakk, ryksugaði meira að segja frammi á stigapalli, og á sunnudaginn tók ég aukavakt í þynnku dauðans. Geri aðrir betur.

Nú er ég á næturvakt og ég og minn fagri vaktapartner erum að fara að hella okkur í DVD maraþon þannig að ég bið að heilsa ykkur.

Hrafnhildur
Alfarið á móti Nasa

föstudagur, júlí 25, 2003

25.júlí 2003

Jæja ég læt ekki eitthvað hundfúlt kommentakerfi sem virkar alls ekki vaða svona yfir mig, þannig að ég bara tók mig til og skipti yfir í haloscan sem er hvort eð er miklu betra (eða eitthvað.....) og nú geta allir farið að bauna yfir mig gagnrýni eftir þjáningarfullt tjáningarleysi.

Hrafnhildur
gagnrýnd á ný

25.júlí 2003

Eins og mér er von og vísa tók ég mig til og gerðist frek í dag. Ég bara hálfmóðgaðist þegar ég komst að því að Katrín.is, dr. Gunni og Óli Palli hefðu öll fengið gefins draumasímann minn og 20 þúsund króna inneign frá símanum einfaldlega af því þau eru bloggarar, þannig að ég tók mig til og sendi meil á manneskjuna sem sér um þetta allt og spurði hvort bloggarar á meðal starfsmanna símans fengju ekki líka eitthvað smáræði ;) Er ennþá að bíða eftir svari.....Ég datt svona líka kylliflöt niður á þessa síðu, sem mér finnst alveg sérsniðin fyrir gellur eins og mig og mínar vinkonur. Núna getum við skvo heldur betur farið að sulla saman í Cosmó, hurricane og fleiri ótrúlega girnó cokteila og drukkið þangað til það verður farið að renna úr öllum götum.

Hrafnhildur
tsjillar með cossmó

fimmtudagur, júlí 24, 2003

24.júlí 2003

Hversvegna í xxxxxxxxxx (stranglega ritskoðað) virkar þetta druslu shout-out stundum ekki???? Þetta hverfur og birtist eftir aldri og fyrri störfum. Bölvað drasl!!!

Ég var að spá og spekúlera.... Hvað er það með gamalt fólk, afhverju þarf það alltaf að brjóta á sér mjöðmina þegar það er að vesenast eitthvað? Spáið aðeins í þetta... Gömul kona á gamalmennadansiballi, henni er boðið upp af hönknum í salnum, hún er gella og tekur swingið. Hvað gerist? Nú hún mjaðmabrotnar. Gamall karl að skipta um ljósaperu, riðar á stólnum og dettur (annars á gamalt fólk ekki að vera að príla uppi á stól). Hvað gerist? Nú auðvitað mjaðmabrýtur hann sig!!! Það er eiginlega alveg búið að vera að gamalt fólk fótbrotni.... Aftur á móti heyrir maður það aldrei að 20 stelpa hafi verið úti að labba, dottið á hálkubletti og mjaðmabrotið sig..... Bara smá pæling.

Fór á jafningjafræðslunámskeið á vegum vinnunnar í morgun... geggjað stuð, allir úti í leikjum að leita að barninu í sjálfum sér, allir glaðir. Stelpan sem hélt námskeiðið var 18 ára, en ótrúlega prófessjónal, greinilega í góðu sambandi við sitt innra sjálf. Annars gat ég eiginlega ekki hugsað um annað allan tímann, en hvað manneskjan væri með geggjað stór brjóst! Meira að segja Davíð, homminn sjálfur, gat ekki annað en glápt á herlegheitin, svo mikilfengleg var þessi sjón.

Jæja, 20 mín eftir af vinnunni og ég á leiðinni í ljós, þannig að ég bið ykkur að vera góð við mjaðmabrotnu ömmu ykkar.

Hrafnhildur
Ekki mjaðmabrotin, heldur stórbrotin

þriðjudagur, júlí 22, 2003

22.júlí 2003

Mig langar að byrja á að óska uppáhalds (og eina) tökubróður mínum, honum Enok, til hamingju með afmælið í gær. Naggurinn bara orðinn 25 ára!!! Fyrirgefðu elsku, elsku Enok minn að ég kom ekki í afmælið þitt mikla um helgina, Ég yrði ekki hissa þó að þú myndir dángreida mig úr uppáhaldssystir í fjarskylda frænku, en vona samt að þú sért ekkert voðalega sár. Við hljótum að ná að vinna úr þessu í einhverskonar familítrítment:)

En allavega.... Ég ráðlegg engum að byrja vinnuna eftir sumarfrí á næturvöktum. Ég var komin góða leið með að snúa sólarhringnum við í sumarfríinu, en tókst að fullkomna verkið alveg á næturvöktunum!!!! Er þetta hægt???? Annars var rosalega fínt af mæta aftur í vinnuna og hafa loksins eitthvað að gera á daginn. Ég er alveg búin að komast að því að þó að ég yrði milli einhverntímann (sem er nú reyndar takmarkið....) þá gæti ég ekki hætt að vinna, maður einangrast alveg á þessu.

Ég kíkti inn á playboystore.com og fór gjörsamlega á sjoppingsprí... ótúlega margt flott sem maður getur keypt þar. Pantaði mér inniskó, vettlinga og náttbuxur, allt skreytt með hinni glæsilegu playboykanínu. Ég ætti að vera til í tuskið þegar ég fæ þetta í hendurnar....

Jæja, ég nenni ómögulega að blogga, var eiginlega bara að koma á framfæri skilaboðunum til míns fallega Enoks, en bið að heilsa í bili....

Hrafnhildur
Hin ómögulega tökusystir

laugardagur, júlí 19, 2003

19.júlí 2003 (mjög snemma að morgni)

Back to the madness!!!!

Þá er raunveruleikinn aftur tekinn við eftir mánaðar aflöppun. Ég mætti í vinnuna klukkan 17 í gærkvöldi og átti að vera til eitt, en ákvað að byrja með trukki og tók auka næturvakt í beinu framhaldi af vaktinni. Núna er klukkan rúmlega 7 að morgni og ég orðin rangeyg á öðru og glaseyg á hinu, sökum einskærrar þreytu!!!
Annars var ósköp fínt að koma aftur í vinnuna, Ég var orðin eins og illaþefjandi kerlingarrola af því að gera ekki neitt svona lengi, tærnar á mér líka orðnar alveg gjörsamlega blóðlausar af því að vera upp í loft í allan þennan tíma.....

Ég ákvað það í dag að sækja um að komast í fyrirspurninrnar hérna í þjónustuverinu (tala við fólk í gegn um ímeil, ekki í gegn um síma) og ef að ég kemst að þar, þá verð ég að gjöra svo vel og hysja upp um mig letilarfana og fara að gjöra svo vel og vakna á morgnana þar sem þetta er dagvinna (8-17 *hrollur*). Ég sem er búin að vera í vaktavinnu seinustu 4 ár og hef ekki þurft að vakna fyrir hádegi nema ööööörrrsjaldan. Þetta á eftir að vera algjört hell til að byrja með. Hann Gummi litli, konungur nátthrafnanna á heldur ekki eftir að hjálpa mikið til, þar sem hann horfir frekar á Makedóníska B-mynd heldur en að sofna fyrir tvö á nóttunni.

En ætli það sé ekki best að ég fari að slútta þessu áður en ég fer að slefa af þreytu..... HEY já, eitt enn... Væri einhver til í að vera fallegasta og yndislegasta manneskja í heimi og skrifa í gestabókina mína, þar sem einhver ódámur tók sig til og skildi eftir leiðinda skilaboð í gestabókinni minni, og ég er bara orðin leið yfir að sjá þetta í hvert skipti sem ég opna hana. En hafið það svo bara gott og verið góð við hvort annað....

Hrafnhildur
Í gráma hversdagsleikans

fimmtudagur, júlí 17, 2003

17.júlí 2003

Gærkvöldið var svo yndislegt!!! Ég og Gummi röltum niður í bæ seinni partinn og settumst á Austurvöll með Dabba gullskaufa og Halla. Það var fullt af skrítnu fólki og góð stemmning. Eftir sirka einn og hálfann tíma lögðum við af stað heim aftur, en allt í einu tekur Gummi 90 gráðu beygju og snarar okkur báðum inn á sticks´n´sushi, sem bæ ðö vei er uppáhaldsstaðurinn minn af öllum uppáhaldsstöðum í heiminum!!!! Þá hafði þessi fallega elska verið búinn að plana það að koma mér á óvart með því að bjóða mér þangað. Þetta kom mér svo mikið á óvart að ég var bara orðlaus, finnst ykkur ég ekki eiga góðann kærasta? Á leiðinni heim stoppuðum við til að klappa hverjum einasta ketti sem við sáum á Ránargötunni og ég get svarið það að þessi gata hlýtur að vera kattagettóið mikla sem allir eru að tala um!!! Jæja þegar við komum heim gat ég ekki annað en látið það eftir elskunni að horfa með honum á The good, the bad and the ugly, sem reyndist vera þessi líka snilldarræma, Clint Eastwood náttlega bara gangandi súkkulaðidraumur innpakkaður í drullug kábbojföt *Slef*

En jæja, má ekki vera að þessu, Guðný mín fallega var að parkera fyrir utan gluggann hjá mér.

P.S. Ástralski leigjandinn heitir Daniel, ekki David

Hrafnhildur
Ástfangin og hamingjusöm

miðvikudagur, júlí 16, 2003

16.júlí 2003

Í dag er ár síðan ég og Gummi byrjuðum að vera saman, húrra fyrir okkur :)

Jæja, þá er ég búin að fá nýjann leigjanda. Í þetta skipti ákvað ég að fá smá kúltúr og menningu í blóðið þannig að fyrir valinu varð Ástralskur saxófónleikari að nafni David. Mér persónulega finnst saxófónleikur mjög skemmtilegur og svo ætla ég ekkert að fara leynt með það að ég er að hefna mín á öllum þessum framkvæmdaglöðu nágrönnum mínum he he. Fyrst að ég held ekki brjáluð partý, þá er alveg eins hægt að halda vöku fyrir þeim með saxófónleik!!

Annars er ég að hugsa um að fara að njóta veðurblíðunnar, þannig að ég bið að heilsa ykkur hinum.

Hrafnhildur
Með Ástralskan innflytjanda

þriðjudagur, júlí 15, 2003

15.júlí 2003

Afmælisbarn dagsins: Margrét Viðarsdóttir AKA stóra systir er 26 ára. Til hamingju!!!

Jæja helgin...... Það var ógeðslega gaman að fara í Þórsmörk, ég held ég hafi aldrei farið á eins fallegann stað. Það var náttlega verslunarmannahelgar fílingur í fólki og við sulluðum í bjór alla helgina. Við vorum nú reyndar ekki komin fyrr en um 22 á föstudagskvöldinu og það byrjaði með því að tjaldstæðapöntun sem gröfukallinn lagði inn fyrir 3 vikum var allt í einu horfin á dularfullan hátt og enginn vildi kannast við neitt, en eftir mikið þras gáfust tjaldstæðaverðirnir upp og létu okkur fá annað stæði sem var frátekið, á virkilega góðum stað. Á laugardagskvöldinu var heill lambaskrokkur grillaður á teini og á meðan grillun fór fram var boðið upp á grillaða snigla. Eftir það var farið í það að drekka eins og sannir íslendingar og glamra á gítar.

Það er náttlega mjög erfitt að komast yfir í þórsmörk og ekki fólksbílafært þannig að okkur var öllum skipt niður á 3 jeppa sem keyrðu okkur yfir. Ég held að ég hafi aldrei upplifað jafn ævintýralega ferð eins og þegar við fórum yfir á sunnudeginum... Við Gummi vorum sett í eldgamlann Dodge Ram sem var blessunarlega laus við aftursæti, þannig að við þurftum að sitja á svefnpokum og öðru drasli sem var misjaflega mjúkt og erfitt að láta fara vel um sig. Jæja mér fannst það nú samt ekki það mikið tiltökumál..... Þegar við vorum búin að þjösnast áfram í korter eða svo gýs upp þessi sataníska fýla og við nánari athugun kom í ljós að hundurinn sem var með í bílnum hafði prumpað svona ótrúlega fúlt - og það á lærið á mér!!!! Hann lét sér ekki nægja þessi eina fýlubomba heldur var bara á fartinu það sem eftir var. Það hefði sossum verið allt í lagi ef kona jeppamannsins hefði ekki byrjað að æla ofan á allt saman. Þegar þarna var komið sögu var minni hátíðlegu þynnku svo misboðið að ég hélt ég myndi ekki lifa ferðina af!!!! Ég náði þó að sjá skoplegu hliðina á þessu öllu saman en aumingja Gummi var orðinn svo grænni í framan þegar við komum að Markarfljóti að mér var hætt að lítast á það.

Eftir þessar hrakfarir var ótrúlega gott að komast heim aftur til kattarins sem hefur ekki enn sýnt neinar tilhneigingar til að fara að prumpa!!

Hrafnhildur
Lurkum lamin

fimmtudagur, júlí 10, 2003

Jæja, þá er enn og aftur komið að því að auglýsa eftir nýjum meðleigjanda á seljaveginum. Eva fékk þennan roknadíl með íbúð á ránargötunni, þurfti að borga nokkrum krónum meira en fyrir herbergið þannig að hún tók það og er flutt út. Ég er farin að taka þessu mjög persónulega, er farin að halda að það sé hreinlega ekki búandi með mér (ekkasog af grenjum) en vona að það sé bara rugl og ég sé bara óheppin með leigjendur. En allavega, þá er herbergið laust, c.a. 15 fermetrar á 25 þús á mánuði með sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, ef einhver er að leita. Ef þið hafið áhuga, þá endilega hringja í mig (8484170) eða koma og kíkja á herlegheitin.

Hrafnhildur
Ein og yfirgefin

10.júlí 2003

Ef það er eitthvað sem ég hata þá eru það framkvæmdaglaðir nágrannar!!!! Ég vaknaði fyrir 10 í morgun við geðbilaðann hávaða, sem var framkallaður af einhverri mannfílu í næsta húsi sem var að bora svona snyrtilega í veggina. Ég þurfti að líta niður á hendurnar á mér til að vera viss um að það væri ekki ég sem héldi á helvítis borvélinni, þannig að þið getið ímyndað ykkur hvurslags eiginlega djöfulsins læti hafa verið í herberginu mínu!!!!! Svona er þetta búið að vera hérna síðan í ágúst í fyrra, en það byrjaði með því að ég og Gummi vorum að sofa úr okkur þynnku daginn eftir afmælið hans og þá ákvað fólkið á efstu hæðinni að vekja okkur blíðlega með því að byrja að brjóta veggi með loftpressu, og eftir það hefur framkvæmdagleðin í húsalengjunni aukist jafnt og þétt. Ég er farin að skulda öllum íbúum götunnar geðveikt rosapartý!!!!

En allavega.... Þórsmörk á morgun!!! Ég er búin að fara í ríkið til að koma í veg fyrir ofþornun, og í rúmfatalagerinn til að kaupa mér stól með vösum fyrir bjórdósina þannig að það er ekkert eftir annað en að rífa larfana niður af snúru og setja í tösku. Á laugardaginn verður heilgrillaður lambaskrokkur ofan í liðið í boði gröfukarlsins og babbíntonið, frisbídiskarnir og fótboltarnir eru klárir þannig að þetta verður örugglega geegt gaman.

Svo vona ég bara að þið eigið eftir að skemmta ykkur vel um helgina. Skál!!!

Hrafnhildur
Góðir grannar -bull og vitleysa-

þriðjudagur, júlí 08, 2003

8.júlí 2003Ég var að heyra frá Hrappi.is og það er allt útlit fyrir að það verði allsvakalega hrottalegt djamm á sportbarnum á Sauðárkróki á laugardaginn, þar sem hann ætlar að draga Kalla Lú með sér norður fyrir heiðar og kenna honum að djamma eins og skagfirðingum er einum lagið. Ég gat ekki skilið betur en að þeir kumpánar ætluðu að draga hina léttklæddu Ernu G með sér þannig að þetta ætti að verða sögulegt hjá þeim. Þó að ég sjái mér ekki fært að koma þá held ég að þetta verði geðbilað stuð.

Ég hins vegar ætla að skella mér í Þórsmörk með betri helmingnum. Ég hef aldrei komið í Þórsmörk áður (for kræing át lád, ég hef ekki einusinni komið upp í Heiðmörk) þannig að ég hlakka ótrúlega mikið til. Við ætlum að hitta gröfukallinn og hans konu þar og fleira fólk, og svo verður Halli þarna líka í einhverju skólaríjúníoni þannig að þetta verður ábyggilega mikið fjör:)

Nú eru 10 dagar eftir af sumarfríinu mínu og ég veit ekki ennþá hvernig ég ætla að meika það að mæta aftur í vinnuna, nú er klukkan að verða 16 og ég enn á náttfötunum og svona hefur það verið hjá mér, verð að fara að gera einhverjar drastískar breytingar ef ég ætla ekki að breytast í gangandi letihrúgu!!!

En allavega, þá bið ég að heilsa ykkur í bili, börnin mín og vona að þið hafið það gott.

P.S. Auddi Blöndal - til hamingju með afmælið.

Hrafnhildur
Í náttfötum á leið í Þórsmörk

mánudagur, júlí 07, 2003

7.júlí 2003

Þá er ég komin suður aftur eftir eina og hálfa viku í sveitinni, sólbrennd og flott. Ég er ennþá að trappa mig upp úr þessari ofsalegu afslöppun þannig að ég nenni ekki að blogga neitt rosalega mikið, bara að segja hæ og láta vita að ég sé á lífi, en rosalega er gott að vera orðin nettengd aftur!!! Þó að það hafi verið guðdómlegt að vera í sveitinni, var ég komin með svo mikil fráhvörf frá netinu að ég var farin að titra(tölvan hjá settinu var í viðgerð og lappinn minn gekk ekki við isdnið).

Það var samt alveg ótrúlega gaman að vakna á morgnana með Rebekku, litlu frænku minni, og fara að gefa hænunum (eða ala goggoló eins og hún kýs að kalla það) og vera síðan bara að dunda sér við að veiða og hafa það gott.

En allavega, ég nenni ekki að bloggast í bili, bið bara að heilsa þangað til næst.

Hrafnhildur
Löt og sólbrennd