föstudagur, júní 27, 2003

27.júní 2003

Húff, ég hélt í smá stund að allt væri að fara til andskotans á þessu bloggi og ég þyrfti að skrifa allt í enskum stíl hér eftir, en eftir að nýja lúkkið kom upp (notendur blogspot, þið skiljið hvað ég meina), þá þarf maður að fara í settings og setja icelandic í language, ekki flóknara en það, þannig að nú er ég búin að kippa þessu í lag:)

Annars er klukkan núna 8:20 á föstudagsmorgni (hef ekki vaknað svona snemma síðan fyrir siðaskipti) og ég er reddý í að haska mér norður á bóginn. Hárið blásið og stöffið komið í töskur þannig að mér er ekkert að vanbúnaði. Held að ég verði samt að taka Lappa litla laptop með mér því að tölvan hjá gamla settinu er í einhverju ólagi og systir mín á ekki tölvu, þvílíkt ástand. Ekki get ég verið í rúma viku án þess að blogga!!!!

En jæja, ég bið að heilsa í bili, næst heyriði frá mér í hinni norðlensku sveitadýrð.

Hrafnhildur
Upp á hið ylhýra....

fimmtudagur, júní 26, 2003

26.juni 2003

Nuna held eg ad bloggerinn se ordinn eitthvad vitlaus!!!!

Allt sem eg hef skrifad er ordid vadandi i spurningamerkjum tar sem islensku stafirnir eiga ad vera. Vona ad tetta lagist a naestunni eda madur tarf ad fara ad hugsa ut frekari adgerdir.......

Hrafnhildur
Eitt stort spurningamerki???

miðvikudagur, júní 25, 2003

25.júní 2003

Jæja maður getur nú orðið sár fyrir minna.... Sá það á blogginu hans Dr. Gunna að landssíminn, fyrirtækið sem ég er að vinna fyrir, hafi styrkt hann, Katrínu.is og Óla Palla með Sonyericsson T610 símum með 20.000 króna inneign af því þau eru bloggarar!!!! Þar sem þetta er draumasíminn minn og seinast þegar ég gáði þá var ég nú bara ágætisbloggari, þá er ég að hugsa um að hóa í starfsmannafélagið og gera allt vitlaust þangað til ég fæ sama díl!!!! En það eru allir svo uppteknir af því að sækja vatnið yfir lækinn að ég á örugglega ekki eftir að græða neitt á því nema ennþá sárara enni :)


Agglavega.... Mér fannst gaman að sjá hvað ég fékk mikil viðbrögð við seinasta bloggi. Ótrúlegt, þar sem allir virðast vera á sömu skoðun með þetta mál, að ekkert skuli breytast í þessu dómskerfi. En með því að blogga þetta komst ég að því hvað horbjóðurinn heitir, hvar hann býr (ekki það að ég sé á leiðinni í heimsókn, bara fegin að ég bý ekki í Arahólum) og svo komst ég að því að hann gengur ennþá laus!!!! Hann meira að segja fékk að fara í kórferð til Englands eftir að rannsókn á honum fór í gang!!! Hvernig er það, ætli Franklín Stæner hefði fengið að fara í kórferð til Kólumbíu á meðan rannsókn fór fram á honum???? England er sama paradís fyrir barnaklámperra og Kólumbía fyrir eiturlyfjabaróna.

Ég er að fara norður á föstudagsmorgun, fékk svona líka fínan díl hjá Íslandsflugi eftir vesenið sem við lentum í seinast þegar við flugum, að það er ódýrara fyrir mig að fljúga norður heldur en að fara á bíl. Margrét systir er víst búin að boða til grillveislu á föstudagskvöldið og svo verður haldið á djammið, ég hlakka óeðlilega mikið til:) Ég fór nú líklegast í gær inn í kringlu í tilefni þess og keypti mér skóna sem mig er búið að dreyma um, loksins fann ég skó sem eru ekki með þessum ógeðslega ljótu, 500 metra löngu "stinga úr þér augun" tám. Þeir er svo flottir að ég er að hugsa um að láta jarða mig í þeim.....

En ég vona að þið haldið að áfram að vera vinir, dýrin mín, og ég bið ykkur vel að lifa.

Hrafnhildur
Á norðurleið

mánudagur, júní 23, 2003

22.júní 2003

Vitiði það, ég bara get ekki setið á mér lengur.... Hvað er með Íslenskt dómkerfi og fjölmiðla í dag????? Ég er búin að vera að fylgjast aðeins með þessu barnaklámmáli sem kom upp. Það var einhverntímann sagt frá því að maðurinn héti Kristján (held að ég muni rétt..) og að hann hafi verið að vinna í tollinum og sé staðsettur í Keflavík, er þó ekki alveg viss þar sem þetta er nú ekki úthrópað. Jæja, hvað um það, það eru búnar að finnast óyggjandi sannanir fyrir því að þessi viðbjóður sem þykist vera mennskur eigi nóg barnaklám bæði á tölvum og spólum, svo ég tali nú ekki um heimatilbúið, til að hafa ofan af fyrir perrum Evrópu langt fram á næstu öld!!! Jæja, svo er það Landssímamálið fræga.... Við fengum öll mjög samviskusamlega að heyra það nokkrum klukkutímum eftir að mennirnir voru teknir til yfirheyrslu að þetta væru þeir kumpánar Sveinbjörn, Árni Þór og Kristján Ra!!!! Ekki var verið að liggja á nöfnum þeirra, þar sem þeir náttlega voguðu sér að STELA frá "ríkisfyrirtæki"!!!! Hvað varð um "saklaus uns allavega yfirheyrslu sé lokið"???? Miðað við barnaklámið er mér slétt sama hverjir þessir menn eru, ekki voru þeir að fá úr honum við að horfa á nauðganir á litlum börnum!!!! Ef ég mætti velja á milli, þá myndi ég þaga yfir nöfnum þeirra þriggja ævilangt, og fara frekar niður á Austurvöll með mynd af viðbjóðslega barnaperranum og arga nafnið hans þangað til ég yrði raddlaus.

Málið er að dómskerfið okkar er búið að sanna svo um munar að það sé allt í lagi að nauðga og drepa en guð forði þér frá því að stela. Það sem ég er búin að læra af dómskerfinu er að ef einhver myndi nauðga dóttur minni (sem ég myndi ALDREI fyrirgefa) þá er eiginlega bara best fyrir mig að fara og gelda nauðgarann, því að hann fengi hvort sem er bara ár í fangelsi, líklega skilorðsbundið og ég fengi kannski í mesta lagi 2 ár fyrir líkamsárás, ef að dómurinn yrði það harður. Hver myndi ekki fórna 2 árum af ævi sinni til að maðurinn sem eyðilagði sálarlíf dóttur sinnar fengi það sem hann ætti skilið? En ef ég aftur á móti myndi svíkja reglubundið af honum fé... þá yrði ég nú ekki tekin neinum vettlingatökum!!!!! Þau skilaboð sem dómskerfið er að senda okkur eru skýr: Eyðilegðu manneskjur, og þú ert í góðum málum, en ekki voga þér að fitla við veraldlegar eigur fólks, þá ertu í virkilega djúpum skít!!!!!
Ég er ekki að segja að það sé rétt að stela, langt frá því, en mér finnst það þá langtum minna brot heldur en að rústa sálarlífi fólks ævilangt.

Hrafnhildur
Orðlaus af.... ja bara orðlaus!!

laugardagur, júní 21, 2003

21.júní 2003

Ég var að horfa á djúpu laugina frá því í gær, mikið ógisslega fannst mér gellan leiðinleg!!! Mér fannst strákurinn aftur á móti algjör músastrákur og er að hugsa um að gefa honum mitt atkvæði, Auður mín fékk náttlega mitt atkvæði fyrir seinasta þátt enda var hún með mér í breitt útlit hjá hausverk um helgar úti í London og hún er ein sú hressasta og yndislegasta manneskja sem finnst. En allavega, ég var að fylgjast með því hvernig honum Styrmi mínum gekk í óvissuferðinni. Þessi stelpa sem var með honum er nú kannski ekki alveg hans týpa ef ég þekki hann rétt en samt algjör dúlla. En Styrmir minn, word of edvice: lose the gum og safnaðu hári!!! Eins og þú ert nú fallegur karlmaður þá uppfylliru núna þau 2 skilyrði sem ég set í sambandi við karlmenn sem ég deita ekki: ert krúnurakaður og með tyggjó allann þáttinn!!! Mér finnst þú alltaf sætastur með einhverja gæjaklippingu:)

En allavega.... Sumarfríið fer þannig með mig að ég er með hálfgerða bloggstíflu!!! Eins gott að ég er ekki blaðamaður, ég gæti ekkert unnið yfir sumarið. Ég einhvernveginn bara fæ það ekki af mér að planta mér fyrir framan tölvuna í einhverjar bloggfærslur nema AAANNNNAAARRRSSS lagið, og þá með hálfum huga, ég verð að taka mig á....

Nenni ekki að blogga meira..... bless

Hrafnhildur
Með bloggstíflu....

miðvikudagur, júní 18, 2003

18.júní 2003

Jæja þá er maður skvo kominn í sumarfrí í heilann mánuð!!!! Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek svona langt sumarfrí og þegar ég hugsa til næsta mánaðar þá færist letilegt bros yfir andlitið á mér og ég minni svolítið á saddann kött:) Sumarfríið byrjaði með gengdarlausri leti þar sem að þjóðhátíðardagurinn var í gær og ég fór ekki út úr húsi, var bara heima og skammast mín ekkert fyrir það. Það eina sem ég ætla að gera í fríinu er að skreppa aðeins norður með betri helminginn þar sem hann ætlar að "veiða með kallinum" eins og hann orðar það, og ég ætla að spilla henni Rebekku litlu systurdóttur minni með dekri:) Ég er farin að hlakka rosalega til að fara norður, við erum að vísu ekki alveg búin að ákveða hvenær brottför verður, allt spurning um transporteisjón en þetta er allt að koma.

Þar sem að sumarfríið er að kítla letitaugarnar allsvakalega nenni ég ekki að blogga meira og bið ykkur bara um að halda áfram að vera vinir.....

Hrafnhildur
Eins og saddur köttur

mánudagur, júní 16, 2003

16.júní 2003

Helgin var geggjað skemmtileg. Ég fór með samstarfsfólkinu í óvissuferð sem tókst svona líka ótrúlega vel. Við lögðum af stað klukkan 12 á hádegi á laugardaginn (eftir að hafa samviskusamlega opnað fyrsta bjórinn) og héldum á Þingvelli. Þar fórum við í ótrúlega krúttlegan leik sem var þannig að allir fengu pappadiska í bandi utan um hálsinn þannig að þeir héngu á bakinu á manni, og allir áttu að skrifa eitthvað sætt um hvorn annan á þá. Þegar allir voru búnir að tæma úr kærleiksskálunum rukum við út í rútu. Næst lá leiðin í pissustopp í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum áður en við brunuðum yfir á Selfoss. Þar tók símabúðin við okkur með bjór á línuna, öllum til mikillar og óvæntar ánægju. Við stoppuðum þar í c.a klukkutíma áður en við brunuðum af stað út í ennþá meiri óvissu. Við tókum hring á bílaplaninu við Litla Hraun til að sjá nýja vinnustaðinn hans Sveinbjörns (ógisslegur húmor...) og stoppuðum svo í fjöru þar rétt hjá. Þar fórum við í fótbolta og skófluboðhlaup og skemmtum okkur konunglega. Eftir leikina var svo boðið upp á eplasnafs.

Þegar hér var komið sögu, var Krummi litli orðin ansi skrautleg eftir nokkurra klukkutíma stanslausa drykkju, og eplasnafsinn gerði það að verkum að minnið var ekki upp á sitt besta það sem eftir var af ferðinni (sem var nú reyndar ekki langt,sem betur fer). Þegar við komum í bæinn, um 20:00 þá strunsaði hetjan hún Krummi beinustu leið heim á seljaveg og beint upp í rúm á meðan restin af liðinu dreif sig í grillpartý í boði þjónustuversins heima hjá Sæunni. Ég vaknaði svo um hálf tvö á laugardagsnóttina með timburmenn dauðans og fékk mér bévítamín sem bjargaði morgundeginum, af því að ég fann ekki fyrir þynnku þá og gat hjúkrað honum Gumma mínum sem var ansi þunnur.

Svo er ekki mikið meira af mér að frétta nema það að ég er að byrja í sumarfríi eftir einn klukkutíma og 4 mínútur og get ekki beðið eftir að komast heim og fá mér rauðvínsglas til að fagna því, þannig að ég bið ykkur vel að lifa þangað til næst.

Hrafnhildur
Í mikilli óvissu (allavega í endann)

miðvikudagur, júní 11, 2003

11.júní 2003

Jæja, þá er komið svar frá djúpu lauginni... ég komst ekki inn:( Ég held að ég sé minnst svekkt af öllum yfir því, það voru allir svo rosalega spenntir yfir þessu og svo vissir um að ég kæmist áfram. En skjár einn einhverntímann eftir að sjá eftir því að hafa látið svona rosalegann talent fram hjá sér fara he he. Annars er ekkert að frétta af mér þar sem ég á mér ekkert líf þessa dagana!!! Þessi leikur á hug minn og hjarta og ég er farin að vakna á undan hananum á morgnana til að fara í hann. Það er innan við vika þangað til ég byrja í sumarfríi og ég er að springa ég hlakka svo til!!! Áður en sumarfrí skellur á er á planinu óvissuferð á vegum þjónustuversins og þar sem ég er svo ógeðslega heimsk og vitlaus samþykkti ég að vera í nefnd fyrir hana. Ég skal lofa ykkur því að það geri ég ALDREI aftur þar sem þetta er drulla og ekkert annað. Og svo er náttlega óvissan, skemmtilegasti hlutinn af þessu, ekki fyrir hendi hjá mér þar sem það vill svo til að ég skipulegg þetta. *Bull* segi ég og hristi hausinn!!!

En annars er ég í vinnunni og það er frekar mikið að gera, þannig að ég læt mig hverfa..

Hrafnhildur
Ekki í djúpu allavega.....

fimmtudagur, júní 05, 2003

5.júní 2003

Ég var komin á fætur klukkan hálf tíu í morgun (á frídeginum mínum, spáiði í því!!!) og dreif mig í bæinn. Fór á strætóstoppið uppi á vesturgötu, og settist á bekkinn fyrir framan Nammigott. Eigendurnir (yndislegt fólk) sátu þar í makindum sínum og í tilefni þess hvað allt er æðislegt (eða eitthvað...) buðu þau mér kaffi á meðan ég beið eftir strætó, sem ég náttlega þáði með bros á vör, enda ekki oft sem manni er boðið kaffi á meðan maður bíður eftir gulu limmósíunum. Jæja eftir það var för minni heitið upp í Domus Medica þar sem ég hitti ekki jafn vingjarnlegann lækni (og hann bauð mér skvo ekki kaffi, fuss) sem rukkaði mig 3850 krónur fyrir að segja mér að það væri ekkert að mér, annað en meltingartruflanir eða eitthvað svoleiðis bull!!!! Mig langaði til að taka hann og bitsslappa hann til Bagdad en náði þó að hemja mig og kinka bara rólega kolli. Eftir þennan horbjóðslega læknatíma (sem náði þó ekki að eyðileggja þetta frábæra skap sem ég er í) rölti ég niður laugarveginn og hringdi upp á skjá einn til að athuga með djúpulaugarstatus og fékk að vita að allt er í pattstöðu þar, bara búið að ákveða með fyrsta parið og allt annað óákveðið, þannig að ég bíð bara spennt og bjartsýn:)

Á leiðinni heim ákvað ég að kíkja inn í fornbókabúðina á vesturgötu. Þegar ég kom inn kom eigandinn hlaupandi á móti mér vopnaður pönnsudiski og bauð mér. Mér fannst þetta mjög vingjarnlegt af honum og fékk mér eina og fór svo að skoða. Eftir smá stund kemur hann til mín og segir "hvað segiru svo" eins og við værum aldagamlir vinir. Ég var að hugsa um að leika þennann leik með honum og svara "nú, bara hræbillegt maður, er frekar slöpp í hægra brisi en það er ekkert til að tala um" en ákvað svo að segja bara "allt gott" og brosa, þar sem maðurinn var ennþá vopnaður pönnsudiskinum og til alls líklegur.

Meira hefur nú ekki á daga mína drifið, en mér finnst æðislegt að sjá hvað fólk kemur vel undan vetri og allir í skapi fyrir að gera meira en þeir þurfa og vera vingjarnlegir við náungann (nema kannski ónefndir þurrkuntulegir læknar sem vita ekki neitt), þannig að ég bið bara að heilsa ykkur í bili.

Hrafnhildur
Í góðum sköpum

þriðjudagur, júní 03, 2003

3.júní 2003

Hjálpi mér allir heilagir, ég get ekki annað sagt!!! Ég lenti í svo mikilli rigningu á leiðinni heim að ég beið bara eftir því að fá gullfiska syndandi á móti mér, þetta voru stærstu hlunkadropar sem ég hef á ævinni séð.

En allavega... Helgin var tekin með trompi. Guðný og Gígja komu til mín á laugardagskvöldið og við fengum okkur í glas. Við fórum á geggjaðann trúnó og töluðum um hvað við ættum æðislega kærasta og fleira stelpudót:) Eftir stórann skammt af þessu öllu hlunkuðumst við svo í bæinn, en stúlkurnar höfðu nú ekki mikið úthald þannig að ég var allt í einu orðin ein inni á sólon og fannst það ekkert sniðugt. En ég dó ekki ráðalaus þannig að ég tók upp símann og hringdi í betri helminginn og sem betur fer var hann á 22 með vinunum. Við sátum þar til klukkan að ganga sex, en ég var nú samt ekki alveg að fíla liðið sem var þarna inni. Annar hver maður með glóðarauga og svo tók einhver gaur konuna sína og barði hana eins og harðfisk!!!! En ég setti persónulegt met með því að vera ekki farin að sofa fyrr en um 7 um morguninn... þeir sem þekkja mig vita að það gerist ALDREI!!!!

Í kvöld er ég svo að fara að hitta "gamlan" vin á kaffihúsi. Hann er nýkominn af snúrunni þessi elska og þarf víst að fá syndaaflausn, og ég get ekki hugsað mér að slá á útrétta sáttarhönd þannig að mér finnst alveg sjálfsagt að hitta hann. Ég hafði aldrei heyrt um að fólk sem væri komið í AA þyrfti að gera eitthvað svona en Davíð minn brosti bara þegar ég sagði honum þetta og spurði hvort það ætti að taka 9 skrefið á mig. Það er semsagt til nafn yfir þetta og allt!!!

Jæja ég hef ekkert merkilegt að segja þannig að ég bið bara að heilsa í bili....

Hrafnhildur
Á níunda skrefinu