föstudagur, maí 30, 2003

30.maí 2003

Jæja... Stórmerkilegur dagur í dag, svo ekki sé meira sagt!!!
Haldiði að krummi litli hafi ekki bara verið kölluð í prufu fyrir þáttastjórnandann í djúpu lauginni!!! Ég mætti stundvíslega rétt fyrir 13 í dag og þar tók sæta Kollan á móti mér skælbrosandi eins og alltaf. Hún er dúlla. Hún og Sindri Páll (Hálfdán var ekki-too bad, ég gæti bitið hann, hann er svo sætur) voru að prófa mig og mér leið mjög undarlega. Ég átti að kynna mig fyrir framan myndavélina og tala um sjálfa mig og "opna" svo þáttinn. Ég var soldið stressuð (annað væri skrítið) en líkamlegu viðbrögðin voru frekar undarleg.... allt í einu byrjuðu hnén á mér að skjálfa!!! Ég hef aldrei tekið stress svona út áður og það bætti það ekki upp að mér fannst Kolla allt í einu horfa svo mikið á hnén á mér að mér fannst hún hlyti að taka eftir þessu. Ég er vön að taka stress út með hjartsláttinn á óverdræf, en hjartað á mér var bara í góðum gír... Jæja, eftir þetta þurfti ég svo að taka viðtal við þau í sófanum, svona eins og þau væru að koma úr ferð, og mér leið bara eins og heima hjá mér í sófanum- fannst þetta bara þægilegt. Það eina er að ég vissi ekki hvað ég væri að fara að gera þegar ég fór þannig að ég var tótallí óundirbúin og þurfti bara að spinna þetta upp jafnóðum, en ég vona að þetta hafi reddast. Ég er reyndar búin að fara aftur og aftur yfir þetta í huganum í dag og er náttlega krítískari í hvert skipti. Mér leið vel þegar ég labbaði út, fannst mér bara hafa tekist ágætlega upp, en því oftar sem ég fer yfir þetta, þeim mun asnalegri finnst mér ég hafa verið. Ég held að ég hafi klúðrað þessu..... Æji ég veit ekki, kemur í ljós. Allavega, ég held að þetta sé eitthvað sem ég gæti alveg valdið og ég held að til öryggis þá sendi ég bæn á alla guði og hjáguði sem þekkjast í sögunni.

Eftir þetta hitti ég Guðnýju guðdómlegu og við eyddum deginum í vitleysu eins og okkar er von og vísa. Hún og Gígja eru að koma til mín annað kvöld og við ætlum að djamma fram á rauða nótt, ég hlakka geegt til:)

Annars bið ég bara að heilsa.

Hrafnhildur
Ósynd í djúpu lauginni

fimmtudagur, maí 29, 2003

29.maí 2003



Ég var að skoða heimasíðuna hjá Miss universe og var að lesa um hana Manúelu "okkar". Ég smellti á mynd sem átti að sýna hana í þjóðbúningnum okkar. Myndin hér fyrir ofan er myndin sem ég fékk upp!!! Hvað varð um upphlutinn okkar góða eða strumpahúfuátfittið?? Mér finnst þessi múndering frekar passa sem þjóðbúningur Amazon eða einhvers annars frumskógarríkis, og hvernig ætli karlmannsútgáfan af þessum nýja þjóðbúningi okkar sé? Eftir að sjá þessa mynd fór ég að skoða þjóðbúningana hjá hinum gellunum og þeir voru allir á einhvern hátt fíniseraðir þannig að sem mest hold sæist. Fyrst að það er málið, af hverju var hún þá ekki bara látin vera í upphlutnum og engri blússu innan undir? Mér finnst ekkert sniðugt að gera þjóðbúninginn okkar að einhverri Tarzanlausri Jane týpu!!

En annars er það að frétta að ég er að vinna í þessu dásamlega veðri þannig að í stað þess að hlý vorgolan leiki um mig eru það rafbylgjur tölvunnar sem eru að steikja heilann í mér smám saman:) En ég verð í fríi á morgun og í tilefni þess að ég fékk fínan launaseðil ætla ég að vera góð við sjálfa mig og fara og kaupa mér eitthvað fallegt og spóka mig í bænum.

Vonandi hef ég einhverjar mjög góðar fréttir að færa næst þannig að þangað til bið ég ykkur að vera góð við hvort annað:)

Hrafnhildur
Vill frekar strumpahúfu

sunnudagur, maí 25, 2003

25.maí 2003

Þá kemur júróvisjón úttektin.....


Svona til að við höfum það alveg á hreinu þá fannst mér Birgitta ÆÐISLEG og mér fannst hún alveg eiga það skilið að komast ofar þó að 9 sæti sé nú ekki slæmt. En skandall keppninnar fannst mér TATU. Þessar rússnesku lessuklessur (æji þetta var nú illa sagt hjá mér) voru falskari en ég hef nokkurn tímann verið í sturtunni (og þá er nú mikið sagt) og mér finnst þær mjög gott dæmi um stúdíósöngkonur. Svona fyrir utan augljósan skort á sönghæfileikum fannst mér að þær hefðu nú alveg mátt klæða sig í eitthvað annað en þynnkufötin svona á keppninni sjálfri. Mér fannst hann Alf frá Austurríki algjör snilld, um að gera að ef að maður er að fara í júróvisjón, að taka mömmu gömlu með:) Hann sannaði það að maður getur farið í svona keppni upp á djókið og átt salinn. Sigurlagið var náttlega stolið eins og allir tóku vel eftir (Kiss, upprunalega samið af tyrkneska Tarkan, en Holly Valance söng það aftur í fyrra), ég bara skil ekki að ekkert hafi verið gert við því á einhverri af þessum skvilljón æfingum fyrir keppnina. Gríska gyðjan komst vel áfram á skorunni sem var stinnari en stáltá á hermannaklossum og Belgía græddi vel á því að semja lag sem var á heimatilbúnu tungumáli. Bretarnir náðu aldrei að vera í takt við laglínuna og fengu að upplifa það í eitt skipti hvernig það er að vera á botninum....

Ég var að vinna á meðan keppnin var og þar af leiðandi var engin rosastemmning í gangi, en ég skemmti mér samt mjög vel. Mér var boðið í 3 júróvisjónpartý, 2 í borginni og eitt úti á landi þannig að það var í rauninni bara ágætt að ég væri bara að vinna. Ég var líka svo horbjóðslega þunn í gærdag að ég gat ekki einusinni hugsað um áfengi. Ég var í afmæli hjá Vilhelm hinum mikla í fyrradag og þar var svo höfðinglega veitt af mat og drykk að ég á ekki eftir að geta drukkið neitt sterkara en dæjettkók næstu mánuði.....

Allavega fannst mér júró mjög athyglisverð og skemmti mér við að horfa. Ég vona að þið hin hafið öll drukkið ykkur hlandölvuð fyrir mína hönd og séuð alveg skelþunn...

Hrafnhildur
Stolt af Birgittu

miðvikudagur, maí 21, 2003

21.maí 2003

Lisa Marie Presley er byrjuð að syngja (kannski er hún búin að vera gaulandi lengi, en hvað veit ég um það!!). Ég var að sjá myndbandið hennar á VH-1 og hún hefur nú bara helvíti flotta rödd, frekar dimma, en hún kom mér á óvart. Mér fannst samt fyndið að sjá að hún er greinilega að berjast við sama fótaspasmann og sálugur faðir hennar, og dansar eins og þetta séu hreyfingar sem fylgja sárum kláða í rassi!!! Skrítið, maður hefði nú haldið að manneskjan sem erfði Elvis ætti að hafa efni á því að fá sér almennilegan danskennara, eða fyrst henni datt það ekki í hug, þá bara hreinlega láta góðann dansara dansa fyrir sig og fótósjoppa svo bara myndbandið. Hún hefur líka greinilega ætlað að halda fast í ræturnar af því að orðið Memphis kom c.a 30 sinnum í 3ja mínútna lagi..... En mér finnst hún samt helvíti góð að láta bara vaða og sanna fyrir heiminum að hún er ekki bara verðmætasti safngripurinn í Elvis-safninu....


Jæja, nú fer hann Gummi minn að sjá fram á bjartari framtíð, þar sem ég var að klára seinustu Ísfólksbókina.... þessir 1-2 seinustu mánuðir hafa ekki farið í annað en að lesa og hann var farinn að kvarta yfir alvarlegu áhugaleysi í sinn garð. Ég verð nú að segja það að ég finn alltaf fyrir saknaðartilfinningu (já ég er búin að lesa allar 47 bækurnar oftar en ég þori að viðurkenna) þegar ég legg frá mér seinustu bókina og vil helst byrja upp á nýtt aftur. Þá er líka bara um að gera núna að snúa sér að næsta verkefni: GALDRAMEISTARINN!! Sumarið að byrja og upplagt að eyða sumarfríinu á Austurvelli með sígó og bjór í annarri hendi og galdrameistarann í hinni :)

En þar sem ég er að klára næturvakt og er orðin svo þreytt að ég gæti sofnað standandi, bið ég bara að heilsa ykkur.

Hrafnhildur
...af ætt Ísfólksins

þriðjudagur, maí 20, 2003

20.maí 2003

ERFIÐUR DAGUR!!!!
Steinsteipuskrímsli þau er ganga undir nöfnunum Smáralind og Kringlan eru ekki mitt uppáhald núna!!! Ég fór þangað í dag til að hitta vinkonu mína sem skrapp í borgina til að fjárfesta í buxnadragt fyrir útskriftina sína, og eftir heilann dag í þessum steyptu orkusugum er ég gegnsæ af þreytu. Það er nú samt ansi gaman að skreppa þangað og skoða mannlífið. Við settumst til dæmis inn á kaffi bleu (eða hvað það heitir, það má allavega reykja þar...) inni í kringlu, og höfðum þetta fína útsýni yfir í teríuna hinum megin við rúllustigana... það sat nebblega stelpa á teríunni og sneri bakinu í okkur, sem er reyndar ekki frásögufærandi, nema það að hún var greinilega í mjaðmabuxum, sem girtust eiginlega niðrum hana þegar hún settist og það skein svoleiðis í G-strenginn á henni, og þá er ég að tala um að það leit út fyrir að hún sæti þarna á strengnum einum fata!!! Greyið gerði sér ekki grein fyrir því að veggurinn fyrir aftan hana var úr gleri og rassinn á henni blasti við öllum þeim sem annaðhvort höfðu, eða höfðu ekki áhuga á að sjá hann. Blygðunarkennd mín bauð ekki upp á annað en að skírskota augunum annað slagið í mikilli hneykslun að grandalausu stúlkugreyinu, en ég hafði aftur á móti mjög gaman af því að fylgjast með fólkinu í rúllustiganum missa hökuna á sér niður í næsta þrep þegar þau tóku eftir þessu.

Ég er búin að ákveða það að frá og með morgundeginum ætla ég að vera rosalega dugleg!!! Ég er búin að vera þögull styrktaraðili í þrekhúsinu síðan í febrúar *ótrúlega mikið roðn* en nú er letilífinu lokið!!!! Frá og með hinum gullna morgundegi verður tekið vel á því og eftir nokkra mánuði verður rassinn á mér orðinn svo stinnur að Cameron Diaz fer í megrun!!!!! Ég ætla að fá Evu litlu, minn frábæra meðleigjanda að ganga í þetta verkefni með mér svo að ég hafi nú einhvern til að berja mig áfram.....

Annars er voðalega lítið að frétta af mér, annað en að ég er að morkna á næturvakt, þannig að ég býð bara góða nótt....

Hrafnhildur
Á leið í ræktina (einu sinni enn)

föstudagur, maí 16, 2003

16.maí 2003

Ótrúlega furðulega litli heimur!!! Ég var á kaffi París í gærkvöldi að plana óvissuferð fyrir þjónustuverið, með vinnufélögunum, og hver haldiði að hafi allt í einu staðið fyrir framan mig... hún Hrafnhildur Heba sem ég var að segja ykkur frá!!!! Manneskja sem ég hef ekki séð í 870 ár, tala um hana á blogginu og daginn eftir stendur hún fyrir framan mig.... þetta finnst mér minnsti heimur í heimi!!!!

Jæja, í fyrsta skipti í marga mánuði er hún litla ég í þvílíku stuði til að fá sér í glas og fagna komu sumarsins með miklum látum, en eimmitt af því að ég er þvílíkt til þá er fólk annaðhvort úti á landi eða að vinna á morgun, og gamli garmurinn hann Gummi er svo rooosalega þreyttur að hann nennir ekki að fá sér í glas!!! ER ÞETTA EKKI TÝPÍSKT?? Ég er að hugsa um að gera annað hvort: sitja heima í fýlu í kvöld og lesa, eða fara ein á pöbbarölt og vera astrónómískt sorgleg!!!! En kannski á nú eftir að rætast úr þessu... hver veit?

Annars bið ég bara að heilsa ykkur og vona að þið eigið hressilegri helgi en mín stefnir í......

Hrafnhildur
Ótrúlega sorgleg

miðvikudagur, maí 14, 2003

13.maí 2003

Jæja nú ætla ég að segja ykkur litla sögu......

Í leikskóla, barnaskóla og gagnfæðaskóla var ég í bekk með ungri snót sem gengur undir nafninu Hrafnhildur Heba Júlíusdóttir. Það eina sem er líkt með okkur er nafnið... já og kannski sú staðreind að við erum báðar verstu skapvargar!!!! Við máttum þola það að vera ruglað saman út af nöfnunum þangað til barnaskólakennarinn okkar gerðist gáfuð og ákvað að hún yrði kölluð Heba, en það var eftir að við lentum í rifrildi yfir mynd sem ÉG hafði teiknað (jú víst jú víst jú víst hahaah) en Heba sagðist hafa teiknað, en myndin var bara merkt nafninu Hrafnhildur. Nú vill svo skemmtilega til að hún er með blogg og hvað haldiði að slóðin á það sé!!!! Krumma.blogspot.com og margir af hennar vinum eru örugglega að koma inn á mína síðu (sem er náttlega allt hið besta mál) og mínir að fara inn á hennar (sem er náttlega í fínasta lagi líka). Ég fór eimmitt inn á síðuna hjá henni áðan og þar var hún að segja frá því þegar við vorum á leikskóla. Við "fundum upp" þann skemmtilega leik að standa fyrir framan spegil gera svona "sápukúlur" með munnvatni, og segja "mmmmmaaaaaaaaaaa". Djöfull fannst okkur þetta gaman hahahha. Það sannar hvað er rosalega auðvelt að skemmta krökkum.

En allavega, vildi bara deila með ykkur þessari skondnu sögu.....

Hrafnhildur
Í öðru veldi

þriðjudagur, maí 13, 2003

13.maí 2003

Þá eru kosningar yfirstaðnar og Ingibjörg Sólrún óbreyttur borgarfulltrúi *greyið kerlingin* hvernig ætli það sé fyrir fyrrverandi borgarstjóra að vera allt í einu orðinn borgarfulltrúi? Ætli það sé ekki svipað og ef landlæknir færi að vinna við ræstingar á landsspítalanum? En allavegana, ég ætlaði nú rækilega að reyna að koma mér inn í málin fyrir kosningar og reyna nú að hafa skoðun á einhverju í sambandi við pólitíkina. Efndi til margra pólitískra umræðna í vinnunni og heima, til að athuga hvort einhver gæti barið eitthvað vit í kollinn á mér, en mér finnst ég samt ennþá jafn vitlaus og skil ekki neitt. Það endaði með því að ég setti kross við B vegna loforða þeirra um hækkun húsbréfa og afnám virðisaukaskatts á barnafötum, en ætli þau loforð verði ekki seld, eins og öll önnur.

Nú er komin reynsla á nýja meðleigjandann, hana Evu, og hún stenst bara allar gæðaprófanir, enda líka þessi indæla stelpa:) Svo var ég að heyra frá Geirfinni og hann ætlar að flytja aftur inn á næstunni þannig að ég er bara farin að sjá fyrir mér sama fjölskylduandrúmsloftið og var hér í fyrrasumar þegar ég, Anný og Steini (fyrrnefndur Geirfinnur) bjuggum hér í sátt og samlyndi. Ég sé fram á skemmtilegt sumar með grillveislum og fíneríi.

En agglavegana, júróvisjón á næsta leiti!!! Það er búið að bjóða mér í 2 júróvisjónpartý og ég á að vera að vinna!!!! Ég hef alltaf verið óforbetranlegur júróvisjón aðdáandi, enda var hefð þegar ég var lítil að fjölskyldan sat og horfði á júró og borðaði fondue, en eftir að ég byrjaði að vinna þá vill það alltaf lenda þannig að ég sé á vakt þegar keppnin er og þessvegna hef ég ekki oft mætt í partýin sem eru haldin í tilefni keppninnar. Ég er að hugsa um að fá mig lausa núna og taka þetta með trompi, mæta bara í bæði partýin, klædd eins og Birgitta Haukdal með Íslenska fánann málaðann í andlitið á mér og djamma fram á rauða nótt.

Annars er lítið að frétta af mér þannig að ég bið ykkur vel að lifa.

Hrafnhildur
Ópólitískur júróvisjónari

föstudagur, maí 09, 2003

8.maí 2003

Ingibjörg vill láta kjósa sig af því hún er kona. Ingibjörg vill láta kjósa sig bara til að Davíð sé ekki kosinn. Ingibjörgu finnst tími kvenna runninn upp og finnst það besta vopnið í kosningabaráttunni. Ingibjörg vill að við treystum henni, jafnvel þó að hún hafi brugðist trausti okkar seinast þegar hún var kosin, og eftirlét meira að segja einum af hinum mjög svo óæðri verum (að hennar mati),karlmanni, það starf sem við treystum henni fyrir. Mér finnst þetta skrípaleikur!!! Ég myndi gefa hægri handlegginn á mér til góðgerðarmála frekar en að kjósa kerlinguna!! Ég ætla að mótmæla á morgun með því að gerar stórann kross yfir alla frambjóðerndurna og setja kross við lítinn broskall sem ég ætla að teikna á seðilinn.

Annars er ég komin með ógeð á kosningapropaganda og vil tala um allt annað en það.

Í dag var vorhreingerning í vinnunni hjá mér og eins og alltaf í svona vorhreingerningum eru allir að hafa það gaman og skemmta sér í leiðinni. Þema dagsins var að karlmenn mættu í kjólum og kvenmenn í jakkafötum. Hann Gummi minn gat náttlega ekki verið minni maður en aðrir þannig að hann tók sig til og reddaði sér vígbúningi. Hann fékk kjól lánaðann hjá stjúpmóður sinni og netasokkabuxur lánaðar hjá mér. Þegar hann var kominn með reytta, ljósa hárkollu leit hann út eins og tveggja dollara hóra og ég verð að viðurkenna að mér leið hálfundarlega við að horfa á hann.... Ég var reynar að ekki að vinna fyrr en klukkan fimm og þá var allt gaman búið og flestar dragdrottnigar horfnar úr húsi en ég frétti að þær hefðu verið ansi glæsilegar:)

Annars er voða lítið að frétta af mér, þannig að ég kveð með bros á vör.

Hrafnhildur
Sefur hjá dragdrottningu

mánudagur, maí 05, 2003

5.maí 2003


You're Audrey Hepburn...and classy is your middle
name. You're an angel and you never think about
yourself but what you can do for
others...loverly!


What actress are you?
brought to you by Quizilla

5.maí 2003

Jæja þá er maður komin inn fyrir borgarmörkin aftur eftir skemmtilegt flatmag í sveitasælunni. Elskan hann Gummi fílaði sig eins og verðlaunahross, þar sem hann var að koma með í fyrsta skipti og allir vildu sjá hann. Við tókum flug norður á föstudag, og áttum að vera mætt á völlinn 8:45. Eins og við var að búast, þá var 50% vélabúnaðar Íslandsflugs (ein flugvél af þeim tveim sem þau eiga!!!!) bilaður og í staðinn fyrir að fljúga klukkan 9:15 til Sauðárkróks, þá flugum við til Akureyrar klukkan 11:00 (eins og mér finnst Akureyri leiðinlegt bæjarfélag, nó affens). Þaðan var okkur keyrt að gatnamótunum hjá Narfastöðum þar sem flugumferðastjórinn á Sauðárkróki beið eftir okkur á fjölskyldubílnum... allt mjög retró tíhí. Þar sem ég þoli ekki svona einokunarbúllufyrirtæki heimtaði ég að fá afslátt af miðunum vegna þessa ónæðis, en því miður er ekki á stefnuskrá þeirra að gefa afslátt vegna svona óhappa og þurftum við þessvegna að sætta okkur við að vera tekin svona ósmurt í óæðri endann!!! Annars var yndislegt að komast norður og ég verð bara að segja það að fallega, fallega guðdóttir mín, hún Rebekka Ósk er yndislegasta barn norðan Alpafjalla. Það var náttlega ógisslega frábært að vera í sveitinni og honum Gumma fannst svo gaman að hann er strax farinn að plana annan túr og þá er ætlunin að reyna að veiða eitthvað, að mér skilst...... Ég vil síðan enda þetta með því að biðja það fólk afsökunar (Sibbi og Bára) sem ég komst ekki til, en veit sossum að þau skilja þetta :)

Þar sem ég er að stelast í að blogga hérna í vinnunni (vegna ótrúlegs samviskubits yfir blankheitum í bloggi seinustu daga) er ég að hugsa um að hafa þetta ekki lengra í bili. Bið bara að heilsa ykkur, fagra fólk.

Hrafnhildur
Tekur það ósmurt