miðvikudagur, apríl 30, 2003

30.apríl 2003

Hvað er rasismi???

Ég hef aldrei litið á mig sem rasista. Mér verður óglatt þegar ég horfi á kvikmyndir sem sýna rasismann í sinni verstu mynd og mig hryllir við tilhugsuninni um Ku Klux Klan. Ég reyni að hugsa sem minnst um það að fólki er mismunað vegna þeirrar einföldu ástæðu að það er með annan húðlit, skásettari augu eða af einhverri annari ástæðu sem þau geta engann veginn að gert.
En svo er spurningin... er ég rasisti af því að ég vil ekki þurfa að segja "I want one salem light, please" við kassann í nóatúni!!! Ég vil ekki þurfa að tala ensku þegar ég panta kaffið mitt á kaffi París. Ég vil ekki þurfa að spyrja á ensku í hvaða stofu amma mín er á elliheimilinu. Mér finnst allt í lagi að fólk sé að koma til landsins frá öðrum löndum og sé ekkert að því að þau séu að vinna hérna, en mér finnst að íslenskukunnátta eigi að vera skilyrði í almennum þjónustustörfum. Það skiptir kannski ekki svo miklu ef þau vinna við að pilla rækju eða stafla á lager í bónus, en ef útlendingar ætla að vinna þar sem þau eru í beinu sambandi við viðskiptavininn eða skjólstæðing á sjúkrastofnun, þá finnst mér að þau eigi að geta talað lágmarks íslensku. Ég er ekki að ætlast til þess að þau tali hana reiprennandi og gallalausa, enda væru þá ekki margir sem fengju mannsæmandi vinnu hérna, en kunna grunninn og vita um hvað maður er að tala!!! Er þetta rasismi? Er þetta íslenska þjóðerniskenndin sem er að kæfa mig?

Eins og ég segi vil ég ekki líta á mig sem rasista og mér finnst allt í lagi að útlendingar séu að koma til Íslands að vinna. Þeir koma með aðra menningu sem er ekkert nema gott og meira að segja eru þau að vinna vinnuna sem við viljum helst ekki vinna, en hefur þetta fólk ekki bara gott af því að læra Íslensku til að fóta sig betur í samfélaginu?

Hrafnhildur
Pælir í rasisma

þriðjudagur, apríl 29, 2003

29.apríl 2003

Ég er í fríi .:stórhættulegt stórhættulegt:. Maður gerir ekki nema reykja og vera í tölvunni þegar maður er í fríi!!! Ég ætlaði í ræktina í gær, en sökum blankheita var ég næstum hungurmorða, þannig að í staðinn fyrir að fara í ræktina, fór ég í það að telja flöskur og dósir og fór með það í endurvinnsluna, fílaði mig eins og tælenska kellingin í Austurstræti, með mottóið: dósir=peningur=matur. Ég náði þó allavega að skrapa saman 3000 krónum og fór og keypti mér núðlur og bollasúpu. Kom fram í morgun, hitaði bollasúpu, þefaði af henni og við það bættust 2 kíló á rassinn á mér!!!! Verð að fara að drulla mér í ræktina!!!

Haukur ætlar að kíkja á mig í kvöld og ætlar að láta mig fá fótósjopp og drímvíver, þannig að kannski get ég farið að gera einhver undraverk á þessu bloggi mínu. Er komin með ógeð á þessu staðlaða lúkki. Þegar ég byrjaði að blogga fannst mér þvílíkt afrek að ná að skilja html kóðana og fannst ég ósigrandi en núna er mig farið að langa í meiri tjallens.

Jæja, nýr mánuður að fara að byrja- nýr leigjandi- krappí ass launaseðill en það er samt allt í lagi af því að ég og Gummi erum að fara norður til mömmu og pabba um helgina!!! Djöfull hlakka ég til að hitta þau, ég get eiginlega ekki beðið, ég hef ekki farið norður síðan um jólin, og hef ekki hitt liðið síðan í endaðan janúar, þannig að fagnaðarfundirnir verða miklir!!! Skrítið að það sé að koma mai... Mér finnst svo ógisslega stutt síðan ég flutti inn á seljaveginn, en ef það er að koma mai þá er ár síðan ég flutti inn... eins og ég segi, þessi tími líður á 190 kílómetra hraða.

En ég nenni ekki að blogga meira þar sem ég hef greinilega EKKERT að segja, þannig að lifið heil.

Hrafnhildur
Nennir ekki í ræktina

mánudagur, apríl 28, 2003

Ég og Logan erum að gera tilraunir með myndir.... ég ætla að prófa....



Ef þið skoðið hana vel þá sjáiði það þetta er ég í tvívídd :)

28.apríl 2003

Jæja þar sem ég hef verið svolítið gagnrýnin undanfarið er algjör óþarfi að hætta því núna.... Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það gamlir beiskir karlgarmar sem hafa ekkert betra að gera en að röfla og nöldra!!! Ekki það að ég þoli ekki alla gamla karla, þeir eru venjulega algjörar dúllur, og ég átti einusinni 2 afa sem voru það miklar dúllur að mann langaði helst til að knúsa þá á færi. En svo er gömul karlugla sem býr í íbúðinni fyrir ofan mig sem flokkast í kategoríuna sem ég þoli ekki!! Hann er svo að segja heyrnarlaus, og hlustar á útvarpið allann sólarhringinn, og eins og gefur að skilja þarf hann að hafa það soldið hátt stillt og maður heyrir nákvæmlega hvaða pólitíkus er að tala og um hvað. Svo tekur hann sig stundum til og er með bæði útvarpið og sjónvarpið í botni þannig að samræður í minni íbúð verða frekar erfiðar. Hann er líka kojualki, þannig að maður heyrir hann stundum nöldra við sjálfann sig á nóttunni,og daginn eftir er nefið á honum það rautt að hann Rúdolf vinur okkar fengi minnimáttarkennd og færi á eftirlaun!!!! Ef hann fer á klóstið, þá fer það ekki á milli mála hvaða bissness hann er að ganga frá þar (oooojjj ég fæ hroll við tilhugsunina). Svo ef maður er svo óheppin að láta hann nappa sig á ganginum byrjar hann að röfla og nöldra eins og það sé eini tilgangur lífsins, og fyrrnefnt heyrnarleysi gerir það að verkum að það er ómögulegt að rífast við hann þar sem hann heyrir það örugglega bara sem bergmál!!! En við hjónakornin erum nú ekki alveg af baki dottin í baráttunni við gamla nöldrandi útvarpsstjórann hehe. Ef hann er með allt í botni, þá er farið út með eldspýtu, dyrabjöllunni hans ýtt inn og eldspýtunni stungið meðfram, svo bjallan festist inni og vonandi ærir þetta gamla nöldurfjallið!!!!

En allavegana, ég er að leita að einhverri góðri ástæðu til að þurfa ekki að fara að telja og fara með flöskur í endurvinnsluna, en finn enga þannig að það endar örugglega með því að ég drífi mig í það verkefni.....
Hafið það gott, dýrin mín og munið að þið eigið að vera vinir.

Hrafnhildur
Í stríði við nöldursegg

laugardagur, apríl 26, 2003

Ennþá 26.apríl 2003

Hann Dávíður minn Purkhús á 3 salamöndrur. Ein heitir Kylie, ein heitir Sallý og aðalmandran heitir Hrafnhildur. Hann var að segja mér að Sallý og Kylie væru alltaf í fýlu niðri á botninum í búrinu, en Hrafnhildur væri alltaf að pósa sig uppi á bakkanum á búrinu.... Hún greinilega veit hvernig hún á að hegða sér til að standa undir nafni þessi elska. Mig langar í salamöndru!!!!!

Hrafnhildur
Guðmóðir salamöndru

Líka þessi...... (sá sem er með mér á myndinni heitir Kjartan Ómarsson, ollsó a krókser )



26.apríl 2003

Svona fyrir ykkur sem vilduð vita hvernig ég lít út þá er þetta tiltölulega nýleg mynd af mér :)



Hrafnhildur
Svarar áskorunum

26.apríl 2003

Ég er svo aldeilis orðlaus!!! Ég fékk þessi líka rokna viðbrögð við J-Lo færslunni minni hérna fyrir neðan, en guð minn almáttugur hvað fólk getur verið dónalegt!!!! Langflestir sem höfðu eitthvað jákvætt um málið að segja og voru á minni skoðun skrifuðu nafnið sitt undir, en allir þeir sem voru að rakka mig niður höfðu ekki bein í nefinu til að láta nafnið fylgja.... Ég er ekkert á móti því að fólk sé að gagnrýna það sem ég skrifa, en for kræjing át lád, það er bara helber dónaskapur að vera með frasa eins og "fuck you bitch" og "öfundsjúk" og þaðan af verra, og aumingjaskapur að geta ekki skrifað nafnið sitt undir. Fólk þarf ekki að vera með sömu skoðanir og ég, alls ekki, en ég vil bara biðja ykkur um að sleppa því frekar að kommenta hjá mér heldur en að vera með svona óþverra.

Hrafnhildur
Einfaldlega sár

fimmtudagur, apríl 24, 2003

24.apríl 2003

Ég verð bara að segja það að hin svokallaða söngdíva Jennifer Lopez fer í taugarnar á mér!!! Ég var að hlusta á nýjasta lagið hennar og LLcoolJ og mér varð flökurt. Hún geltir viðlagið og maður verður hreint út sagt þunglyndur af því að hugsa um það að þetta er ein frægasta söngkona heims. J-Lo er gangandi sönnun þess að maður kemst langt á útlitinu. Hún er dropp ded gordjöss en greyjið getur hvorki leikið né sungið!!! Enough, myndin sem hún lék í var hreint út sagt hörmuleg, hún var að reyna að leika eitthvað dramatískt hlutverk og það kom út eins og hún þjáðist af hægðatregðu. For kræing át lád, æ hed enöff!!!! Hún hefur það þó með sér að henni hefur tekist að koma stórum rössum í tísku, okkur hinum venjulegu kvenmönnum til mikillar gleði, þar sem maður þarf að þjást af anorexíu til að líta út eins og módelin sem maður er búinn að vera að reyna að kópía vöxtinn frá (með mjög lélegum árangri tíhí). Allavega, eins og ég segi, hún er ógeðslega falleg, en mér finnst að hún ætti þá bara að einbeita sér alfarið að því að vera fyrirsæta eða eitthvað annað sem krefst þess að hún gefi ekki hljóð frá sér!!!!



En þetta er mitt álit á henni, vona að það hafi ekki farið of mikið fyrir brjóstið á ykkur, krúttin mín.

Hrafnhildur
Mjög gagnrýnin

Mig langar líka að minna ykkur á shout out og gestabókina, en mér finnst alltaf gaman að fá skilaboð þangað :)

24.apríl 2003

Ha ha ég var að skoða gamlar bloggfærslur hjá mér og rakst á áramótaheitin sem ég setti í byrjun ársins. Ég ætti að fá skammarverðlaun Nóbels þetta árið þar sem ég reyndi ekki einusinni að halda þau. Við skulum kíkja á þetta aðeins:

1.Taka mig betur á í mataræði.
Þetta áramótaheit virðist hafa gleymst á einhvern stjarnfræðilegann hátt, þar sem mataræðið hefur ekki breyst mikið síðan um áramót, nema til hins verra kannski *roðn*

2.Taka mig á í fjármálum.
JJJJaaaaaáááá...... Ég að vísu lét henda mér inn í heimilislínuna, og er sossum ekki með fjármálin niður um mig en eins og ég segi, peningurinn virðist alltaf gufa upp með litlum fyrirvara, ekki nógu stuttu fyrir mánaðarmót :)

3. Horfa meira á fréttir.
Vell... Ég hef kannski aðeins fylgst með þessu stríði og kosningunum, en ekki nógu mikið til að geta tekið þátt í einhverjum heitum umræðum um hlutina.... Ég segist bara vera hlutlaus hahaha.

En þó að mér hafi ekki tekist að halda þessi áramótaheit verð ég nú bara að segja það að ég er heppnari en margir aðrir, ég á yndislegann kærasta og er hamingjusöm sem er meira en hægt er að segja um sjálfa mig fyrir akkúrat ári síðan, þannig að ég ætla bara að gera aðra tilraun með heitin og kalla þau sumarheit :) og reyna að halda þau betur í þetta skipti.....

Hrafnhildur
Hamingjusöm með sumarheit

24.apríl 2003 sumardagurinn fyrsti

GLEÐILEGT SUMAR

Ég og minn heittelskaði ætlum að fara norður um næstu helgi (2 mai) og vegna bifreiðaleysis verðum við að taka flug. Vissuð þið að það er jafn dýrt fyrir mig að fljúga til London með Iceland Express eins og að fljúga til Sauðárkróks!!!!! Erum við nú ekki að beygja okkur svolítið langt fram og leyfa flugfélögunum að taka okkur í sparigatið!!!!!!!!

En allavegna.... Nú er ég offisjallí SKÍTABLÖNK og það er ennþá tæp vika eftir þangað til ég fæ útborgað!!! Hvernig er þetta með mann eiginlega??? Ég er einhvernveginn alltaf búin með peninginn minn áður en mánuðurinn er búinn, er ég sú eina sem er að lenda í þessu? Ég verð bara að leggja hausinn í bleyti og reyna að muna eftir einhverjum sem skuldar mér pening:) Ég er nú líka þannig gerð að ég get ekki sagt nei þannig að ég er kannski búin að lána frá mér allann minn pening og svo þegar ég lendi í vandræðum næ ég ekki að rukka hann inn aftur. Ég er allt of góð í mér tíhí

Mig langar í mína eigin íbúð og bíl og fullt fullt af peningum sem ég myndi kaupa mér föt fyrir og bjóða kærastanum og vinunum til útlanda. Bara ef lífið væri svona yndislegt. Allavega, ég er að hugsa um að fara bara að láta mig dreyma áfram. Ég nenni ekki að blogga meira þannig að ég bið að heilsa ykkur.

Hrafnhildur
Skítblankur bloggari

sunnudagur, apríl 20, 2003

19.apríl 2003

Hann Bósa litli bloggara (aka Finnbogi) dreymdi mig!!! Hann dreymdi að við værum í vinnunni og fótbolti í sjónvarpinu. Það var ekkert hljóð á sjónvarpinu þannig að ég stóð upp og hækkaði. Hann sagði að hann hafi vaknað með stæðsta bros í heimi á andlitinu. Ha ha ha þeir sem þekkja mig vita náttlega að þetta getur bara gerst í draumi!!!! Einu fifferingarnar sem ég myndi gera á sjónvarpi ef það væri fótbolti í því væri að slökkva eða skipta um stöð!!!!! Ég nenni ekki einusinni að horfa á fótbolta til að slefa yfir fótleggjunum á strákunum eins og sumar stelpur, af því að fætur á karlmönnum er einfaldlega ekki sá líkamshluti sem er að gera eitthvað fyrir mig. Ég er svo afbrigðileg að fallegasti líkamspartur á karlmönnum finnst mér vera aftan á hálsinum á þeim *roðn* Ef hálsinn er brúnn og fallegur og sérstaklega ef það eru nokkrir fæðingablettir á honum... þá er ég skvo geim!!!!

Ég er að horfa á VH1 hérna í vinnunni og Smooth criminal með Michael Jackson var spilað.... ég á ekki orð yfir það hvað mér finnst þetta geegt flott lag og ég fór að hugsa út í það að gömlu lögin hans Mikka eru flest rosalega flott, kannski ég fái hann pápa gamla til að dánlóda best off fyrir mig. Ég myndi pottþétt fara á tónleika með Mikka ef ég fengi tækifæri til þess!!!

Nú fer að líða að lokum vinnudagsins og ég er aftur að fara í matarboð heim til Gumma í kvöld. Núna er ég að fara að hitta bróður mömmu hans, sem ég hef aldrei hitt áður, síðan er ég boðin í mat til foreldra stjúpu hans annað kvöld þannig að páskaplanið er komið á hreint:)

Ég bið að heilsa ykkur í bili og vona að þið fáið ekki páskaeggja-súkkulaðisjokk!!!!

Hrafnhildur
Bloggari sem dreymt er um

föstudagur, apríl 18, 2003

18.apríl 2003 Föstudagurinn langi

Þessi föstudagur er í alvörunni búinn að vera geegt langur!!! Þetta eru bara held ég fyrstu páskarnir mínir frá upphafi svona langt fjarri foreldrahúsum og mér finnst ég allt í einu svo fullorðin og sjálfstæð eitthvað tíhí. Mér er boðið í mat heim til Gumma á eftir, eitthvað fjölskylduboð, og ég þori að veðja bæði þessu lífi og næsta upp á það að maturinn verði ómótstæðilega góður...eins og alltaf. Stjúpan hans Gumma er einn sá besti kokkur sem ég hef farið í mat til!!!!

Ég kíkti á skjá einn í gær þegar ég kom heim og þá var verið að sýna The Bachelorette. Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki að fatta konsefftið í sambandi við þennann þátt!! Hún litla, sæta Trista að fara í fjölskyldumatarboð hjá öllum gæjunum og svo þarf hún að sparka einum út og allir eru sorgmæddir í smá stund og svo skálar hún með restinni. Hún talar um að það sé svo sárt að þurfa að henda einum út og að hún geti séð fleiri en einn sem eiginmann sinn. Þetta bull endar svo með því að hún giftist draumaprinsinum, þau lifa í ameríska draumnum í nokkra mánuði og skilja svo!!! Þessir Ameríkanar eru ekki rólegir nema þeir getir framleitt einhverja hádrama-raunveruleikaþætti og átta sig ekki á því að restin af heiminum hlær upphátt yfir þeim. Mér finnst reyndar Survivor snilldin eina og missi ekki af þætti, en bachelor, Bachelorette, Amasing race og fleiri finnst mér ekkert annað en hópur af Amerískum dramadrottningum, sem allar eru að keppa um milljón eða hjónabönd!!!!

Að vísu er einn annar raunveruleikaþáttur sem ég tihihilbið!!!!!! Það er American Idol. Þeir þættir eru snilldin eina og ég elska Simon af því að hann er svo grömpí og fúll alltaf og ég vona að Clay Aiken vinni, hann er svo ógisslega góður söngvari.....

Énenniggi að blogga meira..... Gleiðilega páska, ástardúllurnar mínar.

Hrafnhildur
Verulega raunveruleg

miðvikudagur, apríl 16, 2003

16.apríl 2003

Mig langar í svona síma



Coke Polar Bear Phone
Description:
COKE POLAR BEAR telephone gives a cool twist to communication! Animated polar bears move to your calls and lights synchronize with ringer and animation. Iceberg lights up to display COCA-COLA Red Disc icon. Sound, lights and action can also be activated by demo button.

Verst að þetta sé ekki dæett kók sími....


Hrafnhildur
Símamær

16.apríl 2003

Helvítis horbjóðurinn ekkert á leiðinni í burtu og næring í æð nægði ekki til að koma mér í vinnuna í morgun!!!! En greit njúvs!!! Mér tókst að leigja út herbergið þannig að nú get ég hætt að hafa áhyggjur af því..... það sem betra er, þetta er stelpa sem mér líst rosa vel á og hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu ögglu saman.

Ég var að finna nám sem ég hef soldinn áhuga á og er mikið að spá í.... Upplýsinga og fjölmiðlabraut við iðnskólann í Reykjavík!! Lánshæft og allt saman. Kannski maður skelli sér í nám á næstunni.. hætti að vera óþolandi þjónustufulltrúi og fari í það að læra að vera blaðamannaspýra!!

Ekki mikið meira að frétta frá Krumma annað en kverkaskítur og slím sem nær upp í haus og þrengir að heilasellunum þannig að ég ætla að fara að djörka mig á Otrivin (Vissuð þið að ein af aukaverkununum er ofsakæti... djömar, ekki ætla ég að taka of mikið, enda er kúl að vera þunglyndur!!!!)

Hrafnhildur
Ofsakát á otrivin

16.apríl 2003





I'm Rachel Green from Friends!

Take the Friends Quiz here.

created by stomps.





Þar hafiði það, ég er gordjöss!!!!

Hrafnhildur
Mjög vinaleg

þriðjudagur, apríl 15, 2003

15.apríl 2003

Jæja þá er mánuðurinn hálfnaður og ég tók varla eftir því þegar hann byrjaði!!! Ég er búin að vera lömuð af horpest seinustu daga, hósta eins og elliheimilismatur sem er búinn að reykja í 3 aldarfjórðunga og á tímabili missti ég heyrn á vinstra eyra, fékk hitavellu með þessu og er komin með legusár á mjöðmina. Þetta er ekki gott ástand.Röddin í mér er búin að vera svo skrítin að pabbi gamli þekkti mig ekki einusinni í símann! En ég ætla í vinnuna á morgun þó að ég þurfi að vera með næringu í æð!!!! Engin horpest skal buga mig oooonei.

En allavegana, það eru 15 dagar eftir af mánuðinum og ég er ekki enn komin með nýjann meðleigjanda, ég fer að taka þessu persónulega... Ég verð að fara að taka labb niður í austurstræti og athuga hvort að gamla tælenska konan sem hreinsar ruslatunnur af gosdósum vilji ekki leigja herbergi. Annars hef ég verið að spá í það hvort ég ætti ekki að reyna að fara að finna mér íbúð, nenni þessu meðleigjandaveseni ekki lengur!! Hundleiðinlegt að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt að kynnast fólki, komprimæsa og setja reglur. Reyna að eignast eitthvað alvöru einkalíf, þar sem ég hef einkaafnot af minni eigin þvottavél og get rakað á mér lappirnar inni í eldhúsi. Það versta er að verðlagið býður ekki upp á það að einstaklingur geti leigt. Það er eins og samfélagið sé á móti einkalífi ungs fólks!!!

Jæja nenni ekki að röfla lengur, en ef einhver er að lesa þetta sem hefur til útleigu litla stúdíó/2ja herbergja íbúð á viðráðanlegu verði í vesturbænum, endilega hafðu samband :)

Hrafnhildur
Auglýsir eftir einkalífi

laugardagur, apríl 12, 2003

11.apríl 2003

Þessi rolla er skvo sjálfri sér nóg.....



Hrafnhildur
Kindarleg

föstudagur, apríl 11, 2003

11.apríl 2003

Þetta er betra :)


You're Angelina Jolie...you may jump from thing to
thing...but you know who you are and no one
helped you to get there. You a crazy mamma
jamma...


What actress are you?
brought to you by Quizilla


Hrafnhildur
Samt ennþá grömpí

11.apríl 2003

Jæja....

Þetta þýðir stríð!!! Ég var að skoða blogg hjá einhverri manneskju sem ég þekki ekki neitt (sem betur fer fyrir hana, ég myndi myrða hana ef ég þekkti hana) og það var linkur hjá henni sem stóð á "geegt fyndið, allir að skoða" eða eitthvað álíka. Nú, þar sem ég er þekkt fyrir að vera horbjóðslega forvitin þá náttlega heimskaðist ég þangað inn og þá bara byrjaði allt að skoppa á skjánum, einhver gluggi sem sagði "you are an idiot" og svo fjölgaði hann sér bara endalaust þangað til ég varð að slökkva á tölvunni. Þetta er ekki djók sem maður kann að meta klukkan 05:51 að morgni á næturvakt *mjög hávært og geðvont urrr*

Til að þrýstijafna geðvonskuna sem var að drepa mig ákvað ég að taka eitt próf.....





Þú ert Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:

Best er að fá loforð þín í
þríriti til að geta hermt þau upp á þig því að þér finnst mikilvægara að
komast til valda en að vera samkvæm(ur) sjálfri/um þér.

Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið





hhhmmmmmm......
Ekki alveg manneskjan sem ég vil vera!!

Ég ætla að halda áfram að vera grömpí!!!

Hrafnhildur
Sko andskotann engin Ingibjörg

10.apríl 2003

Ef ég er ekki sár

Hann Gummi gerði STÓRVÆGILEG MISTÖK rétt í þessu!!!! Hann sagði að honum fyndist Alanis Morissette ekkert góð og að hún væri bara kvenrembuvælukjói, eða eitthvað í þá áttina!!!! Þetta hljómar sem gróft guðlast í mín eyru og hann verður beittur sælent trítment þangað til hann snýr sér til hinnar einu sönnu trúar á Gyðjuna guðdómlegu!!!

Ég fór á kynningu hjá Sony-ericsson á Nasa í kvöld. Mikið ótrúlega eru þeir nú höfðinglegir, þessar elskur.Við innganginn var gefins smáskífan Beautiful með Christina Aguilera, sem ég var ekki lengi að kræla mér í þar sem mér finnst þetta lag sssvvvooo flott. Svo var frítt á barnum og Tapas eins og þú gast í þig látið. Ég gjörsamlega missti mig við hlaðborðið og ég var svo upptekin við að borða að ég tók voðalega lítið eftir því sem fram fór á þessari kynningu!!!! En auðvitað er ég á næturvakt þannig að ég var ekkert að hella í mig, enda er mér alveg sama, en ég fékk mér smá rauvínsdreytil, svona til að skola Tapasinu niður :) Ég tók samt nógu mikið eftir á kynningunni til að vita það að ef tæknin á þessum símum er framtíðin, þá er ég hrædd! Það verður örugglega ekki langt þangað til maður getur keypt vélmenni með símanum sem svarar í hann fyrir mann.

Jæja, þá er lélegasta ástæða fyrir manneskju, hún Betarokk loksins búin að gefa mér ástæðu til að vera opinberlega fúl við hana!!! Hún er að drulla yfir internetþjónustuna hjá Símanum, hún má það alveg fyrir mér, en í leiðinni drullar hún yfir þjónustufulltrúa þjónustuversins!!! Beta mín, þar sem ég er þjónustufulltrúi í þjónustuveri símans þá skal ég segja þér það að það er ekki "krappíass" þjónusta hérna hjá okkur, og mér þætti gaman að sjá þig höndla það að vinna hérna, þar sem enginn er nógu frægur til að sleikja sig upp við og enginn sem er að taka myndir af manni og setja þær inn á tilveruna!!! Vertu ekki með neitt bögg elskan!!!!!!

Ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira í bili, kannski tek ég mig til aftur í nótt.
Hafið það gott, mýsnar mínar.

Hrafnhildur
Böggar á móti

miðvikudagur, apríl 09, 2003

9.apríl 2003

Nú get ég stolt sagt frá því að frá og með næsta Undirtónablaði á ég minn eiginn dálk, þar sem ég get gagnrýnt og hakkað í mig hina ýmsustu þjóðfélagsflokka. Ekki slæmt fyrir litlu stelpuna úr sjávarplássinu:) Þeir hjá Undirtónum höfðu samband við mig eftir að Krúsídúllugreinin mín fór á tilveran.is og buðu mér þetta og þáði ég það með miklum þökkum. Við skulum svo sjá til hvort að þeir geti ekki gert mig fræga hahaha.

Hvernig er það, er einhver sem tók upp, og getur lánað mér Söngkeppni framhaldsskólanna?? Ég vissi ekki af keppninni fyrr en daginn eftir að hún var sýnd og ég er bara alveg ótrúlega sár yfir því:( Frændi minn var að keppa og frænka Gumma vann þannig að það væri gaman að fá að horfa á þetta. Þetta er líka í fyrsta skipti í mörg ár sem ég missi af þessari keppni, þannig að ef einhver hefur tekið hana upp, þá yrði ég rosalega þakklát ef ég fengi hana lánaða.

Ég var að enda við að sýna herbergið hans Steinbjörns, sem er að losna fyrsta maí, og mér leist bara asskoti vel á stúlkuna, væri alveg til í að fá hana bara hingað inn. En samt er herbergið ennþá óútleigt þannig að þið hafið ennþá séns til að koma og skoða, ef þið hafið áhuga á að búa með mér......

En ég er að hugsa um að fara að leggja mig og hætta þessu röfli, þannig að ég bið bara að heilsa.

Hrafnhildur
Verðandi blaðasnápur

mánudagur, apríl 07, 2003

7.apríl 2003

Hernaðarástand í foreldrahúsum!!!!!

Meðan árshátíð símans fór fram með pompi og pragt, var aldeilis hlaupið upp milli handa og fóta í Neðra-Ási 3. Gömlu hjúin voru með matarklúbb, og einhverjum af matargestum vantaði start á bílinn sinn, þannig að pápi skrollaði af stað á stóra, stóra Pajeró jeppanum sínum til að redda háttvirtum matargestinum. Ekki væri það frásögufærandi nema að því leyti að hundurinn rauk af stað á eftir karlinum og endaði sá eltingarleikur með því að greyið lenti undir bílnum, með þeim afleiðingum að hann þurfti í skurðaðgerð og framkvæmt var rófunám. Hundurinn er samt hinn kátasti og brosir hringinn enda sér hann fram á að geta riðið eins og rófulaus. Kötturinn fékk svo mikið áfall við þetta allt saman að hann hvarf í einn og hálfann sólarhring, kom svo til baka og mótmældi þessari yfirkeyrslu með því að æla mús í betri sófann hennar mömmu!!!! Segið svo að dýrin geti ekki tjáð sig:)

En allavega... Árshátíðin!!!!
Það var alveg hreint geðbilað gaman á þessari árshátíð og bara leiðinlegt fyrir ykkur sem mættu ekki. Ég fílaði mig eins og Bond stúlku í gullkjólnum mínum og mér fannst ég alveg ógisslega flott *roðn* Gummi talaði nú reyndar um það að enginn karlmaður myndi taka eftir andlitinu á mér vegna þess að skoran væri svo áberandi, en það voru nú samt nokkrir sem náðu að horfa upp fyrir háls :)

Ég reyndar verð að tala betur um árshátíðina seinna af því að vaktin mín er búin og ég þarf að fara heim að þrífa :(
Þangað til næst.....

Hrafnhildur
"Skorar" á strákana

föstudagur, apríl 04, 2003

4.apríl 2003

Árshátíð Landssímans á morgun!!!! Ég er búin að hlakka til þess að fara á hana síðan í fyrra, og loksins er stundin að renna up... jei!! Morgundagurinn er fullplanaður þar sem ég fer klukkan 11 í fyrramálið í greiðslu (já ég veit, dísús, ég bara fékk ekki tíma seinna). Eftir það ætlar Davíð minn fagri að koma til mín og við ætlum að dúllast geðveikt mikið, fá okkur rósavín (það er nú ekki hægt að fara berjablár á árshátíð, þessvegna fær rauðvínið frí þessa helgina) og gera okkur fín og flott:) Ég ætla að vera í gullkjólnum mínum (verð eins og gangandi diskókúla, en hann er samt geegt flottur) og við hann ætla ég að vera í gullskóm.... gvuð ég þyrfti eiginlega að vera komin heim fyrir miðnætti áður en ég breytist í grasker.... Agglavegana.... Svo ætlum við, nokkur úr vinnunni að hittast á Vínbarnum um hálf sex til að velgja okkur aðeins fyrir kvöldið og svo er það bara hátíðin sjálf. Gvuð hvað verður gaman!!!!

Annars hef ég alveg geðbilað góðar fréttir að færa, en ætla að bíða aðeins með þær, þar sem hlutirnir eru ekki alveg komnir á hreint, en ég er alveg ógisslega ánægð og þar sem ég get verið svo mikil tík við forvitna fólkið ætla ég að leyfa því að bíða fram yfir helgi mwúhahahaha.

Ég ætla að fara að horfa á Amerikan ædol....

Elskið friðinn

Hrafnhildur
...og það í gírnum!!