föstudagur, janúar 31, 2003

Kvartanir úr öllum áttum

Ég held að ég verði að fara að vera duglegri að blogga... maður er bara brútallí skammaður ef maður tekur sér smá frí!!! En það er sossum ekkert betra að gera í þessu líka ofsaveðri annað en að blogga.

Þar sem að er útborgunardagur í dag, ákvað ég að fara eftir vinnu og athuga með stórbrunaútsöluna í Topshop á lækjargötu. Mér fannst eins og ég væri að labba inn í lélega útgáfu af spúttnikk þegar ég kom þarna inn, prjónaðar peysur í öllum regnbogans litum og allskonar hallærislegar skyrtur... þetta er örugglega draumaútsala krúsídúllukynslóðarinnar. Eins og lög gera ráð fyrir, þegar maður ætlar að láta eitthvað eftir sér, þá fann ég næstum ekki neitt sem mig langaði í!!! Ég náði að vísu að finna mér buxur, sem voru að vísu ekkert rosalega flottar fyrst, en svo mátaði ég þær og viti menn.... ég fann mér líka bol og peysu.... já ókey þá, ég fann eitthvað, en hvað um það, það eina sem ég ætlaði að kaupa mér var eitthvað til að fara í út að borða um næstu helgi, en ég fann ekkert svoleiðis.

Ég er búin að komast að því að það að rústa plönum sem búið er að gera á ekki bara við um mig og Davíð, það fylgir mér!!!! Það var búið að plana fyrsta saumaklúbbinn hjá okkur á miðvikudagskvöldið, en það frestaðist um óákveðinn tíma, Sæunn bauð mér í mat á laugardagskvöldið, en það verður ekki af því hún er að vinna og for kræjíng át lád, ég get ekki einu sinni haldið mig við þrifaplanið á heimilinu, þó að ég hafi samið það!!! Ég bara spyr: ER ÞETTA HÆGT?? Ef það væri til lögga sem sæji um að plönum væri fylgt, þá væri ég þokkalega að afplána þrefaldann lífstíðardóm núna!

En ég held ég nenni ekki að skrifa meira í bili, enda er ég á leiðinni út, þannig að ég kveð að sinni

Hrafnhildur
Stórbrunnin á útsölu múmínálfanna

mánudagur, janúar 27, 2003

Christina%20Ricci
What sexy girl are you

brought to you by Quizilla

Þessi próf eru betra en ekkert þegar manni leiðist......


Which guy are you destined to have sex with?

brought to you by Quizilla


Ekki sem verst... þessi dagur gæti ennþá batnað (enda klukkan ekki orðin ellefu)

Hinn ílli mánudagur

Ég er í vondu skapi... ég er úrill og leiðinleg... svo er helvítis quizilla að halda því fram að ég sé ekki einusinni evrópsk, að ég vilji frekar vera Asísk.... Kannski væri það nú bara allt í lagi... Helvítið hann Harry Potter hélt fyrir mér vöku til 4 í nótt með þvílíkt spennandi söguþráð og ég var oröin svo spennt og uppvíruð að ég þurfti að ná í köttinn og hafa hann uppí hjá mér... svo vakti kötturinn mig klukkan 6:30 í morgun með brjáluðu veseni þannig að ég þurfti að fara framúr og þrusa honum fram... þessi helvítis dagur hundleiðinlegur og hann er samt varla byrjaður... Er í vinnunni og þarf að fá öll símtöl á mig þó að það séu 12 lausir... Það virðast allir vera í góðu skapi nema ég.... veit þetta fólk ekki að það er mánudagur..... Er að verða vitlaus á að vita af Gumma heima í rúmi, sofandi eftir næturvakt... best ég geri bara fleiri próf, kannski þau létti eitthvað skapið á mér....

Hrafnhildur
Vonandi í betra skapi næst

You%20are%20not%20European
What's your Inner European?

brought to you by Quizilla

sunnudagur, janúar 26, 2003

Sannleiksgildi fer rýrnandi

Ég er búin að vera að sörfa um veraldarvefinn í leit að staðfestingu þess að poppgyðjan sé fallin frá, en ekki finnst haus né sporður af áðurnefndri frétt. Vísir.is greindi frá þessu á samviskusamlegann hátt í morgun og hafði fyrir sér í því máli frétt sem birtist á sky news. Búið er að taka fréttirnar út á báðum stöðum og ekkert heyrst meira. Frú Lopez situr örugglega bara heima með Benna í fanginu og sönglar fyrir munni sér hvað hún hafi það gott þó að hún sé ennþá bara "Jenny from the block". Nú getur poppheimurinn andað léttar og haldið áfram að tilbyðja hennar fjöldaframleiddu tónlist og sprautað á sig ilmvatni í hennar nafni.

Lifið heil, allavega gerir J-Lo það.....

Hrafnhildur
Pottþétt enn á lífi

Orðið á götunni!!!!

Jennifer Lopez farin á vit forfeðranna... Dáin í bílslysi, þar sem Benni litli átti að hafa ekið undir áhrifum og liggur sjálfur í slæmu ástandi á bráðavaktinni!!! Nú verður maður bara að fylgjast með og kanna sannleiksgildi þessarar fréttar. Þessi atburður snertir mig nú ekki persónulega, en ég vil senda samúð mína til allara litlu stelpnanna sem eru vælandi heima hjá sér núna yfir fráfalli gyðjunnar. Ég hef þau huggunarorð að segja við þær að ef þetta er satt, þá er þetta það besta sem gat hafa komið fyrir ferilinn hennar, nú verður hún þjóðargersemi og framleiðsla hennar á eftir að seljast eins og heitar lummur!!!!!

Var kannski hægt að finna hroka í þessu?

Hrafnhildur
Líklega enn á lífi

Hvað er málið?

Ég var að lesa bloggið hennar Lovísu minnar og hún var að tala um að einhver manneskja hafi verið að baktala bloggið hennar!!! Til hvers er fólk að lesa blogg ef það hefur ekki gaman að því? Mér persónulega finnst rosalega gaman að lesa blogg, hvort sem það er hjá fólki sem ég þekki eða þekki ekki rass. Hugsunin á bak við mitt blogg er að fólkið sem mér þykir vænt um, og sem þykir vænt um mig, geti fylgst með því sem er að gerast hjá mér og kannski haft svolítið gaman að í leiðinni. Ég allavega vona að það sé ekki einhver sem sitji við tölvuna sína, með byssu þrýst upp að gagnauganu og þurfi að bjarga lífi sínu með því að lesa blogg. Mitt pojnt er að ekki lesa hlutina ef þið ætlið svo að gera lítið úr þeim og baktala það sem maður er að skrifa. Við lifum í frjálsum heimi!

En agglavegana!!!

Ég var að koma frá henni mömmu, sem er alveg hreint ótrúlega hress. Hún var að sýna mér sárið eftir aðgerðina og ég gat ekki annað en hlegið!!! Hún var í aðgerð á heila og sárið eftir það er við nárann á henni, svo pínulítið og ómerkilegt að það þarf ekki einusinni umbúðir hahaha. Já það var farið með einhver tól og tæki sem ég kann ekki að nefna upp um slagæð í náranum á henni upp í heila. Svona er tæknin nú að verða orðin rosaleg. Hvað ætli verði næst?? Botnlangaskurður í gegn um stórutá... eða keisaraskurður í gegn um handakrikann? Þetta er allt stórfurðulegt finnst mér, og sem betur fer er ég ekki heilaskurðlæknir þannig að ég á aldrei eftir að skilja þetta :)

En ég ætla að byðja ykkur vel að lifa í bili og reyna að fara að gera eitthvað gagnlegt......

Hrafnhildur
Bölvar antibloggistum

laugardagur, janúar 25, 2003

Ef ég ætti fullt af peningum.....

Nú væri ég sko til í að eiga nokkrar millur!!!! Ég var að skoða fasteignasöluna á mbl.is og fann íbúðina sem ég gæfi betri helminginn af líkamanum á mér til að eiga!!!! Ég er hreinlega bara að hugsa um að vippa mér út á næsta horn og athuga hvort að ég nái ekki að skrapa saman í útborgun. Þetta kennir manni að vera ekki að skoða fasteignir þegar maður hefur engann veginn efni á því, þó manni langi kannski í íbúð, af því að ég á ekki eftir að sofa næstu daga út af þessu, og þegar ég sé svo að hún er farin af sölu á ég eftir að fara og leggja álög á íbúana, af einskærri afbrýðisemi og íllkvittni, þannig að passið ykkur, þið sem eruð í íbúðakaupahugleiðingum!!

Annars hef ég þær góðu fréttir að færa að hún mamma er öll að koma til... þegar pabbi kíkti á hana í morgun var hún bara skrollandi eftir göngunum, búin að fara í sturtu og fá sér að borða... bara öll hin hressasta og svo kíktum við feðgin á hana áðan og ég ætlaði ekki að trúa því hvað hún leit vel út. Hún er náttlega ennþá slöpp og þreytist fljótt, og verður nú ábyggilega ekki tilbúin í Reykjavíkurmaraþonið á næstunni, en ég held að þetta sé bara allt upp á við núna :)

Annars er voða lítið að frétta af mér, ég er yfirleytt bara að vinna þessa dagana og geri lítið þess á milli, en vonandi verður breyting á því á næstunni, en ég kveð í bili...

Hrafnhildur
Á höttunum eftir peningum

föstudagur, janúar 24, 2003

Sorrý allir.....

Ég verð enn og aftur að byðjast afsökunar á bloggleysi undanfarinna daga, en sannleikurinn er sá að hann Harry litli Potter er búinn að taka ansi mikið af tíma mínum seinustu daga. Hann er ansi sniðugur lítill hnokki.

Ég fékk Margréti Ágústu og Betu í heimsókn til mín um daginn og ákváðum við loksinsstofna sauma/menningar/slúðurklúbb. Stofnfundur verður í næstu viku heima hjá Betu og ég get ekki sagt annað en að ég hlakki þessi heilu ósköpin til. Þó að ég hafi ekkert að kvarta yfir honum Gumma mínum, þá bara kann hann ekki að slúðra á eins prófessjónal hátt og við stelpurnar þegar við komum saman.

Mér var bent á eina ansi klikkaða síðu áðan. Hún gengur út á það að gefa brjóstum einkunn...... gömlu karluglurnar, sem þjást af brundfyllisgremju vegna stökkbreyttrar gyllinæðar og hringja í vinnuna til mín til að rífa sig niður í rassgat, ættu kannki að kíkja þarna inn og losa aðeins um... það er allavega augljóst að þeir eru ekki að fá það heima hjá sér!!!

En nú fer að síga á seinni hlutann hérna í vinnunni og ég er að hugsa um að fara að skófla mér heim á leið, þannig að ég bið ykkur vel að lifa.

Hrafnhildur
Með ofnæmi fyrir klámhundum

laugardagur, janúar 18, 2003

Eitís djúpa laug

Ég var að horfa á djúpu laugina hérna í vinnunni, þar sem að gjörsamlega ekkert er að gera, og það var eitthvað eitís þema. Mér fannst það nú floppa frekar mikið, þar sem að Hálfdán leit út eins og ódýr hóra og Kolla alveg að "meika" það með vængjagreiðslunni. Stelpugreyið sem var að spyrja var líka frekar óheppin í útliti eitthvað, soldið litlaus og roluleg. Það hefði nú mátt bjarga henni með smá skerpingu í andlitinu, en í staðinn var meikað yfir augnabrúnirnar á henni og sett á hana gloss, og svo til að toppa það allt var vöfflað á henni hárið og toppurinn blásinn í anda vængjatískunnar miklu. Drengstaularnir sem voru að keppa voru heldur ekki mikið skárri, allir með ælæner og gloss og í fötum sem hefðu meira að segja fengið tískulöggu áttunda áratugarins til að taka upp handjárnin. Einn gekk meira að segja svo langt að vera með svitaband um hausinn!!! Þannig að þetta var allt í meira lagi hallærislegt.

En hættum nú allri neikvæðni.

Af mér er það að frétta að það er ekki mikið að gerast þessa dagana :) Ég er að fara í kvöld í fimmtugsafmæli til Árna, pabba Gumma, og býst ég við að mér eigi eftir að líða eins og sýningargrip :) Ekki það að fólkið hans glápi svona mikið, heldur er ég óeðlilega feimin alltaf þegar ég á að hitta fjölskylduna hans og líður alltaf eins og álfur sem er löngu búinn að týna hólnum sínum. En mín fyrri reynsla er sú að þau eru nú alveg rosalega fín, þannig að vonandi á ég bara eftir að gleyma feimninni í kvöld.

Hann Stuðmundur hinn snilldarfyndni var að lýsa fyrir okkur hinum mjög svo einlægri og skemmtilegri leið til að lífga aðeins upp á klósettferðir með fjölbreytileika, þar sem hann notaði hina hendina til að halda vininum og fannst heill heimur opnast. Hann upplifði þetta eins og það væri einhver annar/önnur að halda fyrir sig og er mikið að íhuga það að gera þetta að daglegum viðburði í framtíðnni:) Endilega kíkið á þetta hjá honum.

En nú styttist óðum þessi annars rosaskemmtilega vinnudagur verði búinn og ég þarf að fara að hlunka mér heim til að sparsla í hrukkurnar. Þangað til næst.

Hrafnhildur
Sýningargripur hinn mikli

föstudagur, janúar 17, 2003

Nú skal spjallað!!!

Ég fann mér þetta fína spjallkerfi sem er hérna neðar á síðunni, þannig að nú getum við öll spjallað og verið vinir þegar við erum hér inni, isn´t that great? Nú vona ég að þið verðið dugleg að athuga hvort ég sé við, og spjalla, þar sem lítið hefur verið um skrif í mína fínu gestabók (enn og aftur....ég er ekki að kvarta :)

kveðja

Hrafnhildur
spjallar ekki bara við sjálfa sig

miðvikudagur, janúar 15, 2003

Listar

Ég hef tekið eftir því að það virðist vera að breiðast út sem eitthvað trend hjá bloggurum að gera lista af einhverju tagi.... og ég er ekki með einn einasta.. jú reyndar.. áramótaheitin mín. En hvað um það, ég get ekki verið síðri og því ætla ég að gera lista yfir góðu og slæmu hlutina í lífinu:

Listi hinna mannskæðu hluta

1. Rapparinn Beta Rokk, hvað annað!! Ég held ég sé búin að röfla nóg um það málefni.
2. Fólk með símareikninga. Það er fólk sem er í afneitun og heldur að þeirra símareikningar séu öllum öðrum en þeim að kenna.
3. Coldplay! Söngvarinn sá alsmámæltasti sem sögur fara af og í meira lagi krúnurakaður.
4. Vala Matt. Einum of bjartsýn og allt of margt sem henni finnst skúlptúríst og brilljant.
5. Leoncie. Manneskjan heldur að hún sé guðsgjöf til heimsins en er ekkert annað en Indversk rolla með ljóta hárkollu og ofsóknaræði.

Listi þess góða og guðdómlega

1. Gummi minn, hvað annað?
2. Dæjett kók. Guðdómlega gott og sér til þess að maður verður alltaf fallegt lík.
3. Blogg. Hvað er betra en að röfla á tölvutæku?
4. Rauðvín. Gæti lifað á því og stend á því fastar en fótunum að það sé hollt.
5. Fólk sem svarar Leoncie í ímeil. Það þarf að þagga niður í þessari kvensnift.

Reyndar væri nú örugglega hægt að finna eitthvað meira til að bæta inn á þessa lista en ég er eiginlega komin með bloggóverdós í kvöld og kveð.

Hrafnhildur
Frekar útlistuð

Enn og aftur....

Mig langar að tjá mig aðeins aftur um vinkonu okkar, hana Betu Rokk!!! Ég var einusinni sem oftar að horfa á popptíví um daginn og mér svelgdist svo á eigin munnvatni að ég þurfti að finna upp leið til að gera munn við munn á sjálfri mér!!!! Haldiði að Beta litla feitabolla sé ekki komin inn á vinsældarlista með hljóðmengunina miklu??? Og það topp tíu!! Ég átti bara ekki til orð og grét í einsemd minni yfir þessum ósköpum!! Ég hélt í barnaskap mínum að hún hefði sofið hjá einhverjum háttsettum til að koma þessu lagi í spilun, en dauða mínum átti ég frekar von á en að einhver væri exjúllí að fíla þetta lag.... nema kannski félag heyrnarlausra, en bjóst samt við því að þau myndu skipta um skoðun þegar þau sæju myndbandið!! Ja ég segi nú ekki meira en svo bregðast krosstré sem önnur. En ég hef þó komist að því að maður getur orðið heimsfrægur á Íslandi með því að vera með blogg og hef því ákveðið að senda slóðina af mínu á tilveruna, í skjáauglýsingarnar á í 70 mínútum, biðja Völu Matt um að kynna það aðeins í innlitútlit og setja það sem skrínseivera á öllum tölvum í Aco Tæknival og svo ætla ég að taka linkinn á hennar síðu út af minni. Ég er opinberlega móðguð yfir því að samlandar mínir séu svona heilaþvegnir af því sem er í sjónvarpinu og er farin í fýlu!!!

Hrafnhildur
Meira en lítið móguð

Fólk á stundum erfitt með að tala

Hafiði tekið eftir því þegar stjórnmálamenn og svoleiðis fólk er í viðtölum, að það á alveg rosalega erfitt með að koma orðunum út úr sér: Nú og stéttarskipulag bla bla bla og og og og og ég ég held bara að að að......... Svo þurfa þau alltaf að byrja allar setningar á: NÚ og... ARG!!!!!
Mér hefur alltaf þótt þetta frekar fyndið og hef leikið mér að því að gera grín að þessu, en það gaman kom þó heldur betur aftan að mér í dag þegar ég þurfti að sitja fund hjá einni sem hefur stúderað þetta málfar samviskusamlega. Ég tók eftir þessu strax og fundurinn byrjaði og bað til guðs að hún myndi taka sig á, kerlingargæsin, því að þetta er fyndið þegar karlar tala svona, en þegar konur tala svona er þetta hreinlega hílaríöss. Í sakleysi mínu í upphafi fundarins hafði ég síðan tekið þá dramatísku ákvörðun að setjast beint fyrir framan hana og ég hreinlega átti bágt með mig!!!! Konugreyið hefur örugglega haldið að ég væri með meiriháttar meltingartruflanir og harðlífi helvítis, því að eftir nokkrar mínútur var ég orðin rauðþrútin á hálsinum og fjólublá á vörunum af innbyrgðum hlátri. Ég var svo eftir mig eftir þennan fund að ég varð að fara niður og fá mér sígó.

Hrafnhildur
stamar, en þó í hófi

fimmtudagur, janúar 09, 2003

Ja hérna hér

Þá er loksins komið að bloggi aftur eftir erfiða viku. Þið hafið tekið eftir þvi að ekkert blogg hefur komið undanfarið..... þeir sem þekkja mig skilja það örugglega, og þeir sem þekkja mig ekki.... nú þeim er örugglega slétt sama.

Það hefur mikið gengið á þessa vikuna, sem ég ætla ekki að fara í saumana á hér, en mig langar bara að hafa orð á því að hún mamma mín er yndislegasta manneskja í sólkerfinu og ég elska hana rosalega mikið!!!! Svo mörg voru þau orð.

En að hversdagslegri málefnum....vitiði hvað er erfitt að eiga kött með kónganef? Sökum þess bláa blóðs sem rennur um nasir hans heimtar hann að fá mat á öllum tímum sólarhrings, hann situr með manni og sötrar kaffi og síðast en ekki síst... hann kúkar inni!!!!! Hann er úti allann daginn en hann er eins og sannur konungur, hann kúkar aðeins í sitt konunglega kattaklósett!!! Það þýðir það að ég þarf að vera þrífandi það með örfárra daga millibili og það er vinna fyrir refsifanga og verndaða starfskrafta!!! Ég var að sinna þeim skítverkum áðan og rölti mér svo með gotteríið út í tunnu, en á leiðinni inn aftur rann ég til og lenti í splitt á gangstéttinni. Það, skal ég segja ykkur, er ekki besta stelling sem ég hef lent í. Ég lá þarna í smá tíma bjargarlaus með blæðandi svöðusár á hnénu, barmandi sjálfri mér, og bölvandi hinu konunglega kattarkvikindi. En svo fattaði ég hvað hann er sætur og yndislegur og hvað hann er alltaf góður við mig, þannig að ég harkaði af mér og fór inn. Það sem maður leggur ekki á sig fyrir hina konungbornu!!!

Ennnn núna er minn frábæri sambýlingur að bjóða mér rauðvínsglas þannig að ég ætla að kveðja.

Hrafnhildur
Skeinir konungborna

sunnudagur, janúar 05, 2003

Eins og í borgarastyrjöld!!!!!

Ég verð að hafa orð á því að Reykvíkingar eru flugeldasjúkir!!!! Frá því ég kom heim frá Sauðárkróki, á milli jóla og nýárs, hefur mér liðið eins og ég sé stödd í Kósóvó eða Bossníu! Sprengingarnar eru þvílíkar að ég er farin að skoða teikningar af neðanjarðarbyrgjum og búin að fá mér hermannahjálm, því maður verður jú að vera við öllu viðbúinn. Mér fannst þetta skiljanlegt svona rétt fyrir gamlárskvöld þar sem spennan hefur örugglega verið orðin óbærileg hjá sumum og og kláðinn í kveikjarafingrinum orðinn sársaukafullur, en kommon!!! Þetta er búið að vera nonnstopp síðan þá og þessir sprengjuvargar virðast bara ekki fá nóg!!! Ég ákalla bara drottinn og þakka fyrir að þrettándinn sé á morgun og vona að hlutirnir fari að róast upp frá því, annars tek ég völdin í mínar hendur.

Hrafnhildur
Stríðshrjáð taugahrúga

Áramótaheitin!!!!!

Ég strengdi áramótaheit eins og flestir íslendingar. Ég ákvað þó að fara ekki niður þann holótta og torkeyrða stíg að ætla að hætta að reykja, það eru svo margir sem ákveða að hætta að reykja um áramótin, og tilkynna hverjum sem heyra vill (og í sumum tilfellum, þeim sem ekki vilja heyra) að þau ætli að hætta að reykja... nú, í flestum tilfellum floppar þetta áramótaheit stórglæsilega um miðjann janúar og þetta tiltekna fólk þarf þá að taka upp þá skemmtilegu iðju að reykja í laumi en gefast svo upp á því eftir stuttan tíma og þurfa að viðurkenna það fyrir umheiminum að þeim hafi mistekist að halda áramótaheitið, en byrja svo skemmtunina upp á nýtt næstu áramót á eftir *bull og vitleysa* segi ég og hristi hausinn. En agglavega... áramótaheitin mín:

1. Taka mig betur á í mataræði.

Ég og minn heittelskaði höfum átt tendens til þess að fá okkur að borða á mjög svo ókristilegum tímum, nánar tiltekið nær undantekningarlaust á nóttunni, en það sér fyrir endann á því núna (uhumm).

2. Taka mig á í fjármálum.

Afgreitt mál :) Ég lét samviskusamlega troða mér inn í heimilislínuna og stofnaði sparnaðarreikning og alles þannig að nú er ég tilbúin til að taka við embætti fjármálaráðherra.

3. Horfa meira á fréttir.

Árið 2002 var ekki ár fréttaáhorfs, það skal ég segja ykkur!!! Mér hefur fundist ég vera hálfgerð geimvera seinasta ár, þar sem ég stend alltaf eins og opinmynntur hrútshaus ef einhver er að tala um eitthvað sem var að gerast og kom í fréttunum. Ég sá mig meira að segja tilneydda á gamlárskvöld til að horfa á fréttaannálinn til að skilja skaupið!!! En um áramótin 2003-2004 á Elín Hirst eftir að hringja í mig í eigin persónu til að biðja mig um að setja fréttaannálinn saman, sjáiði til!

Þar sem þetta eru allt tiltölulega viðráðanleg áramótaheit, þá held ég að ég geti nú fullyrt það að ég eigi eftir að standast þau.

Ég verð að koma á framfæri afsökunarbeiðnum með skömmustulegu ívafi!!!
Ég sagði ykkur frá því í seinustu færslu að ekkert merkilegt hafi gerst hjá mér síðan á gamlárskvöld EN ÞAÐ ER BARA EKKI RÉTT!! Ég fór í vinnuna á nýársdag (mannréttindabrot, ég veit, þar sem nýársdagur er þinglýstur þinnkudagur!!) og hann Davíð minn oftnefndi vorkenndi mér svo fyrir að vera bara að fara heim að væflast eitthvað á nýársdagskvöldið sjálft, að hann bauð mér í mat til fjölskyldunnar sinnar, þar sem ekki ómerkari fugl en kalkúnn var snæddur með pompi og pragt!!! Og ég skal sko segja ykkur að það var sko engin spörfuglsstærð á honum, heldur var þetta óargadýr hið mesta og ég var hálfsmeyk til að byrja með, en hann var svo lostætur að þegar ég byrjaði að borða fannst mér eins og himnaríki hafi haft aðsetursskipti og hefði ákveðið að hafa vetursetu í munninum á mér!! Ég vil bara koma á framfæri þökkum til hans yndislegu fjölskyldu fyrir að taka flækingsköttinn mig upp á sína arma á nýársdag.

En ég held að þetta sé komið nóg í bili, þannig að ég kveð ykkur elskurnar mínar.

Hrafnhildur
Rosalega áramótaheit

laugardagur, janúar 04, 2003

Gleðilegt ár fallega fólk

Nýja árið byrjaði með stæl hjá mér.... fyrstu dagarnir fóru í að vera með 39 stiga hita, ógleði og beinverki og gerið aðrir betur!!!! Það er ástæðan fyrir því að ég er ekki búin að blogga nýja árið inn fyrr, ég hafði eiginlega ekki meðvitund í að gera neitt, en ég vona að þið séuð öll skilningsrík og fyrirgefið mér þennan "aumingjaskap".

Gamlárskvöld var frekar ógnvekjandi, allavega tilhugsunin um það, en Gummi bauð mér með sér í matarboð þar sem ÖLL ættin hans kom saman. Þetta er hefð hjá þeim, allir hittast á gamlárskvöld og borða saman og allt tilheyrandi. Ég var búin að vera með í maganum yfir þessu öllu saman og um þrjúleytið á gamlársdag var ég að því komin að hringja í hann og hætta við allt saman, en sem betur fer gerði ég það ekki því að þetta var rosalega gaman, maturinn var lostæti og fjölskyldan hans mjög yndisleg og þau létu mér líða eins og ég væri virkilega velkomin. Að vísu þurfti afburðasnillingurinn ég að gleyma pilsinu mínu og bolnum fyrir norðan, þannig að ég átti ekki annara kosta völ en að fara annaðhvort í gallabuxum og peysu eða vera glerfín í galakjól, og mér fannst nú seinni kosturinn vænlegri, en afleiðingarnar voru náttlega þær að ég var langfínust af öllum og var ekkert alveg að fíla það, en vott ðö hekk, maður er afsakaður með það þetta kvöld.

Eftir matarboðið fórum við heim til Gumma og skutum upp og skáluðum og fórum svo í partý til Halla, þar sem vinastóðið var samankomið. Á milli þrjú og fjögur var svo komið að því að hlunkast niður í bæ (við takmörkuð hamingjuhróp undirritaðrar) og inn á Sólon, sem var ágætlega mannað, að vísu ekki smuga að komast á "klóstið" með góðu móti, af því að það eru alltaf til stelpuglyðrur sem fara tvær og tvær saman á klósettið (það er ekkert að því sossum) en að þær þurfi að skiptast á lífshlaupi eftir að vera búnar að pissa og reykja 2-3 sígarettur á meðan, það finnst mér argasti dónaskapur, þannig að þegar þær koma fram þá er röðin komin niður á Hlölla og næstu tvær taka við *urr*. Eftir að hafa þurft að bíða í slíkri röð tvisvar (ég og mín partýblaðra *roðn*) þá fékk ég nóg og við skötuhjúin drifum okkur bara heim.

Síðan þá er ég meira og minna búin að vera veik þannig að ekki hefur mikið gerst í millitíðinni.

Hrafnhildur
Í kvíðakasti á gamlársdag