mánudagur, desember 30, 2002

Bölvun jólanna

Bölvun jólanna eru 14. og 15. jólasveinninn. 14. jólasveinninn heitir Ofátungur og það eru kannski ekki margir sem vita af honum en hann kemur á aðfangadagskvöld. Á jóladag leggur svo 15. jólasveinninn, hann Rosafeitibollus af stað en af því að hann er svo feitur þá tekur það hann soldinn tíma að ná til byggða og allir bræður hans löngu farnir þegar hann kemur, þannig að hann hreiðrar um sig hjá okkur og er hjá okkur langt fram á vor ef ekki lengur. Rosafeitibollus er mjög lúmskur og það taka ekki margir eftir því þegar hann sest að hjá okkur en GVUÐ MINN ALMÁTTUGUR hvað er erfitt að losna við manngreyið þegar maður loksins tekur eftir honum, margir hafa á endanum þurft að leita til íþróttaálfsins eða í verstu tilfellum til hans Gauja litla eftir aðstoð við að losna við þennan freka jólasvein.
En það eru þó til ráð til að koma í veg fyrir vandamál sem fylgja þessum leiðindasveinum! Lokið öllum gluggum, skorsteinum, sprungum og glufum á aðfangadag, þannig að Ofátungur komist ekki inn, af því að ef hann kemst ekki til ykkar getið þið verið viss um að sleppa við hann Rosafeitabollus, því að hann er svo latur að hann sér engann tilgang í að heimsækja fólk sem eldri bróðir hans hefur ekki heimsótt.

Eða með öðrum orðum, ég er búin að éta mig pungsveitta öll jólin og komin í hungurverkfall !!!!

Hrafnhildur
Segi Ofátungi og Rosafeitabollusi stríð á hendur

Í leit að nýyrðum!

Ég hef ákveðið að í tilefni nýs árs ætli ég að tileinka mér nýyrði. Nýyrði dagsins í dag var samið af mínum oft og áðurnefnda Davíð og er "Óbermingur". Óbermingur er samblanda af óbermi og vitleysing og getur óbermingur þar af leiðandi verið stórhættulegur!! Óbermi eitt og sér er illileg nafnbót en þegar maðurinn sem ber hana er vitleysingur ofan á allt annað þá myndi flest allt vitiborið fólk forða sér hið snarasta!!!

Nú.. ekki myndi ég ráðleggja fólki að nota þetta orð í óhófi þar sem það er mjög áhrifaríkt líkt og orðið hatur. Dæmi: Ég hata þegar einhver segir þetta við mig!! Nú.. þarna sjáið þið gott dæmi um ofnotkun á því öfluga orði. Nú skulum við sjá hvernig Óbermingur verður við ofnotkun: Hann pabbi þinn er svoddan óbermingur!! Þarna sjáið þið hvað þetta orð er særandi og niðrandi, og vara ég því við misnotkun!!

Þetta var fyrsti nýyrðapistillinn hans Krumma litla, og hefur undirrituð það á tilfinningunni að þeir eigi eftir að verða fleiri í framtíðinni.

Hrafnhildur
Nýlega orðin málfræðingur


Find your inner Smurf!


Ja nú fari það í strumpandi!!!!!
En eins og æðstistrumpur segir.........

sunnudagur, desember 29, 2002

Ég verð ekki eldri

Hann Davíð minn fékk þessa líka ekki lítið góðu hugmynd (fannst honum) að við skildum taka auka frá níu til tólf eftir næturvakt (við byrjuðum klukkan 23 og áttum að vera til 9) og ég náttlega bara samþykkti það án þess að hugsa!!!!! Núna er klukkan tæplega 10 og mér er alveg hætt að lítast á þetta..... ég er farin að sjá tvöfalt af þreytu og tilhugsunin um það að ég gæti verið búin að sofa í tæpan klukkutíma er næstum óbærileg!!!! Mig svíður í augun og í hvert skipti sem ég loka þeim sé ég kindurnar sem ég gæti verið að telja núna, standa með krosslagðar hendur, stappandi niður löppunum og horfa á móti mér með ásakandi svip. Ég er að hugsa um að slá þessu öllu upp í kæruleysi og dotta fram á lyklaborðið þar sem ekki hefur verið minna að gera síðan árið sem olían fraus!!!!

En agglavegana.... ég get sossum bara sagt ykkur hvað á daga mína hefur drifið síðan síðast, þar sem ég á eftir að vera hérna í 2 tíma í viðbót! Á föstudagskvöldið komu Gummi og vinir hans, þeir Halli, Villi og Hlynur í heimsókn og við spiluðum Partý og co til örugglega 2 um nóttina og stóðum við Villi uppi sem afskaplega montnir sigurvegarar. Þar sem strákarnir þorðu ekki í okkur aftur var ákveðið að skella sér á öldurhús borgarinnar til að taka út stemmninguna. Við fórum á Vídalín, og það var ekki ein einasta sála þar inni!!!!! Eftir nokkrar pælingar komust við að þeirri niðurstöðu að bærinn væri bara tómur og engin stemmning til að taka út, þannig að ég fór og keypti mér einn hundsveittan Hlölla og rolaðist svo heim, en afgangurinn skellti sér á Sólon, þar sem ekki var mikið meira af fólki.
Svo náðum við "hjónakornin" að sofa til rúmlega fjögur í gærdag og fórum ekki á fætur fyrr en rúmlega sex þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvurslags eiginlega mygluhrúgur við vorum.

En jæja, lyklaborðið er farið að sýnast betri og betri koddi með hverri mínútunni sem líður þannig að ég segi bara ble ble.

Hrafnhildur
Á milli svefns og vöku

föstudagur, desember 27, 2002

Taka tvö

Ég fann annan teljara, sem vonandi á eftir að vera til friðs þar sem hinn teljarinn sem ég var með yfirfyllti allt hjá mér og ég var hætt að geta fyllt inn á bloggið. Agglavegana.....nú get ég fylgst með því hvort þið séuð að skoða röflið (*sólskinsbros*).

Hrafnhildur
af mörgum talin......

3. í jólum.

Jæja þá er ég aftur komin til borgarinnar miklu handan hafsins, eftir skamma en skemmtilega ferð til Sauðárkróks, jólahátíðin hálfnuð og ég orðin rugluð yfir því hvað tíminn líður hratt!! Ég fékk margar flottar jólagjafir í ár, Storm úr frá yndinu mínu eina, geisladiskinn með Herberti Guðmunds (ha ha ha) frá Rebekku Ósk (húmorinn hennar Margrétar að ná hámarki), spilið Partý og co, pressukönnu og flautuketil frá mömmu og pabba, geegt flottan spegil frá Margréti, geisladisk frá Davíð sem hann söng sjálfur inn á (ógisslega flottur og vandaður) og margt margt fleira. Á jóladag fór ég og spilaði við ðe paulson family, og hitti köttinn þeirra, hann Prósak (hvað annað, sjálfur fíkniefnalögreglukötturinn!!), en hann er, held ég, stressaðasti köttur sem ég hef á ævinni hitt!! Á jóladagskvöld (er þetta rétt sagt?) komu svo Lúlla, Lúlli og Friðgeir í mat til okkar, þar sem hann Geiri litli grís var snæddur með bestu lyst. Kvöldið endaði svo heima hjá Margréti í meira spilerí (partý og co er fjandi skemmtilegt spil, skal ég segja ykkur!!!!).

Það er mikið um hátíðarhöld þessi jólin, það eru náttúrlega þessi hefðbundnu, aðfangadagur og það allt, en síðan áttu mamma og pabbi 25 ára brúðkaupsafmæli í gær (og voru ekki búin að vera saman nema 2 vikur þegar Margrét systir kom undir, geri aðrir betur!!!), og svo á mamma afmæli í dag. Ég og Margrét gáfum þeim nótt á Hótel Tindastól í brúðkaupsafmælisgjöf þar sem þau geta látið rómantíkina gera út af við sig. Sigrún, stjúpmamma Gumma á líka afmæli í dag (skemmtileg tilviljun) þannig að það er bara allt að gerast!!

Ég hitti hann Davíð minn í dag, eftir mikil og erfið fráhvörf (við hittumst ekki í heila 3 daga!!!!) og við náttlega sátum og drukkum kaffi langt fram eftir degi eins og vanalega (við getum verið eins og slúðrandi hjúkrunarfræðingar á vakt þegar við tökum okkur til). Við erum að vísu búin að læra það að gera engin plön, því að við rústum þeim hvort eð er alltaf, en við náðum samt í þetta skipti að fara upp á laugaveg til að láta stytta úrið mitt og fara síðan á kaffi París og fá okkur rauðvín......við ættum kannski að prufa þetta aftur, ákveða ekki neitt og þá kannski verður okkur eitthvað úr verki!!!!

Gummi og félagar ætla að kíkja hingað í kvöld og við ætlum að spila partý og co (eins og ég sé ekki búin að spila það nóg), þannig að ég þyrfti eiginlega að fara að hætta þessu röfli og taka eitthvað til hérna, íbúðin lítur út eins og einhver hafi notað hana undir kjarnorkustríðsæfingar (ef þær eru þá til....).


Hrafnhildur
Ein af þeim sem á ekki afmæli af neinu tagi um jólin


laugardagur, desember 21, 2002

Lara%2C%20%22tomb%20raider%22
Which Angelina Jolie Are You?

brought to you by Quizilla Lara Croft in Tomb rider.

Hrafnhildur
Harðjaxinn mikli frá Kasmír

Back on track

Jæja, þá eru jólakortin skrifuð og komin í póst (nema þau sem verða keyrð út), næstum allir pakkarnir innpakkaðir, og það eina sem eftir er, er að koma þeim til réttra aðila, en það verður ekkert vandamál,búin að redda mér matarplássi á gamlárskvöld (Gísli og Æja, þið eruð ómetanleg), þannig að nú er ég bara tilbúin að taka á móti jólunum. Að vísu á ég eftir að koma mér norður, en ég er náttlega búin að redda mér fari, bæði norður og svo suður aftur á annan í jólum(gvuð hvað ég er skipulögð). Ég er bara farin að hlakka til að koma norður, taka einn hring í skagfirðingabúð á þorláksmessukvöld, bara svona fyrir hefðina (það á að vísu örugglega eftir að taka soldinn tíma, púff) og fara svo í jólakortaútkeyrslu á aðfangadag en það eru ekki jól nema maður keyri út jólakortum á aðfangadag. Fegurðin við að vera úr smábæ er að það er svo mikið af svona skemmtilegum hefðum í gangi, eins og ég og Röggi höfðum það fyrir hefð að keyra allar göturnar á Sauðárkróki (þær eru nú allmargar, bílíf itt or nott) rétt fyrir jól og skoða jólaskreytingarnar með jólatónlistina í botni (spiluð á segulbandstæki sem var afturí af því að við vorum á bjöllu og hvorki útvarp né miðstöð í bílnum, jahérna). Svo hefur það alltaf verið hefð hjá minni fjölskyldu að stilla á gömlu gufuna rétt fyrir 6 á aðfangadagskvöld og hlusta á bjöllurnar í dómkirkjunni hringja inn jólin, og það hefur extra mikla þýðingu fyrir okkur núna, af því að núverandi dómkirkjuprestur er eimmitt hann Hjálmar Jónsson, sem fermdi bæði mig og systur mína.

Ég er að fara á morgun að hjálpa Davíð mínum fagra og títtnefnda að keyra út jólagjöfum, planið er að hittast hjá mér í kaffi og vera svo komin af stað ekki seinna en ellefu (fyrir hádegi, spáið í því), og skutlast um alla Reykjavík með pakka handa fólki eins og sannir jólasveinar (ef þið eigið mótordrifinn jólasveinasleða, endilega látið okkur vita). Þegar Gummi er búinn að vinna annaðkvöld, ætlum við svo í kringluna að klára jólagjafakaup og fá smá stemmningu í sístemið á okkur. Reyndar eigum við Davíð okkur nú smá sögu um að ef við gerum okkur plön fokkist þau upp á yfirnáttúrulegann hátt án þess að nokkuð komi upp á en við skulum athuga hvernig þetta á eftir að ganga.

Ég er ekki viss um að ég eigi eftir að hafa tíma til að skrifa inn á bloggið aftur fyrir jól, þannig að ég ætla að nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hafið það rosalega gott yfir hátíðirnar og étið þangað til þið sprengið utan af ykkur jólafötin:)

Hrafnhildur
Jólastrumpur á áætlun.

fimmtudagur, desember 19, 2002

Arwen

Arwen

If I were a character in The Lord of the Rings, I would be Arwen, Elf, the daughter of Elrond.

In the movie, I am played by Liv Tyler.

Who would you be?
Zovakware Lord of the Rings Test with Perseus Web Survey Software
SKO Ég gæti alveg gifst honum Legolas mínum ef ég væri í Lord of the rings leik (og persónan mín væri ekki heimskulega ástfangin af Aragorn, talandi um að fara yfir lækinn til að ná í vatnið!!!!!!!)

Hrafnhildur
Í eigin draumaheimi

Legg kvikmyndaheiminn að fótum mér

Ég og minn heittelskaði erum búin að vera að kanna kvikmyndaflóruna upp á síðkastið.. að vísu er það aðallega hann sem er að láta mig horfa á best off safnið sitt. Ég er búin að afreka það að horfa á The godfather 1 & 2, fyrstu 3 Star wars myndirnar og hann ætlar að láta mig horfa á hinar á næstunni. Þetta eru allt ágætis ræmur, en ég held að þær eigi aldrei eftir að verða á topp 5 hjá mér (hum hum). Mér tókst að fá hann til að horfa með mér á Fellowship of the ring í vikunni og ég held að honum hafi bara fundist hún nokkuð góð (að vísu er það náttlega bara skandall að einhver sem ég er með sé ekki búinn að sjá þessa mynd, en honum er fyrirgefið auðmjúklega). Ég get ekki beðið eftir að dusta rykið af mínu best off safni og athuga hvernig honum tekst að halda sér vakandi yfir því, en það inniheldur meðal annars Hárið og fleiri góðar konumyndir... eeennnn þegar ég fer að hugsa út í það, þá er það örugglega stjarnfræðilegt verkefni að reyna að fá hann til að horfa á þetta....

Ég verð að játa mig sigraða!!!!
Ég fattaði það allt í einu að það er hreinlega bara, át off ðö blú, kominn 19 des og ég ekki einu sinni farin að skrifa jólakortin (*ofurroðn*), sem áttu að vera svo snyrtilega tilbúin þann 10. des, ásamt því að íbúðin væri spottless og ég ætlaði að láta hlakka ofurhátt í mér við það að hugsa um ykkur hin sem væruð á eftir með allt.... jæja, það er eiginlega bara gott á mig fyrir allt montið að ég þurfi að tilkynna ykkur það að ég sit hér heima, ofan á ruslahaug og öfunda ykkur hin sem eruð örugglega búin að gera jólahreint. Ég var að vísu búin að gera jólahreint, en vissuð þið það að maður þarf að halda þessu við líka!!!!!!! Alveg finnst mér það bara argasta frekja, maður leggur mikið á sig til að gera hreint og svo er bara allt orðið skítugt aftur eftir 2 vikur....að hugsa sér!!! (best að hafa bara allt slökkt og nota kertaljós sem birtugjafa)
Ég fattaði líka að það þarf að pakka inn öllum þessum gjöfum sem ég er búin að kaupa, og auðvitað er ég ekki búin að því, ég á eftir að kaupa 2 gjafir og svo þarf ég að vinna einhversstaðar þarna inn á milli, hvar endar þetta eiginlega (þetta gæti að vísu endað vel ef ég myndi nenna að slíta mig frá tölvunni og exjúllí fara að gera eitthvað af þessu.... eeeennn... nei ég nenni því ekki hahaha).

Vá!!!!! Ég var að fatta að ég er meira að segja ekki búin að redda því hvar ég verð í mat á gamlárskvöld!!!!! Best að hlunkast í það. En þangað til næst..

Hrafnhildur
Á eftir áætlun, en samt í jólaskapi

miðvikudagur, desember 18, 2002

The two towers

Ég skellti mér nú líklega á forsýningu The two towers í gærkvöldi, þetta líka gæðafyrirtæki sem ég vinn hjá var með forsýningu á henni, og þvílík og önnur eins gargandi snilld!!!!!! Ég er ennþá með gæsahúð á herðablöðunum eftir þetta rosa meistaraverk og vei þeim er fer ekki á þessa mynd, ég á sko eftir að fara nokkrum sinnum í viðbót (fór þrisvar á hina). Það sem mér fannst náttlega best við hana er að minn fagri Legolas er í miklu stærra hlutverki en í hinni og kvenfólkið í salnum rann til í sætunum hvað eftir annað. Mér fannst hann litli ljóti Gollum, sem var í töluvert stærra hlutverki en í fyrri myndinni og sást mikið meira, algjör dúlla og hann bræddi sig alveg inn að hjarta hjá mér því að ég hef svo stórann soft spott fyrir litlum, ljótum og misþyrmdum fyrrverandi hobbitum.

Þetta verður stutt og laggott hjá mér núna af því ég er að vinna og það er allt að verða kreisí hérna, en ég varð bara að tala aðeins um þessa stórkostlegu kvikmynd

Hrafnhildur
Í brúðarkjól, með farmiða til Middle-earth

þriðjudagur, desember 17, 2002

your%20ideal%20mate%20is%20Legolas!
Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate?

brought to you by Quizilla

Ég sver það, ég svindlaði ekki, ég og Legolas erum hreinlega ment tú bí (Slurp)

Hrafnhildur
Með kynferðislega drauma um álfa *roðn*

laugardagur, desember 14, 2002

SJITT MAÐUR!!!!!!

Eftir að hafa bloggað þessi ósköp ákvað ég að slappa af fyrir framan imbann og hver haldiði að hafi verið að rappa/konstipeitast á popptíví!!!! Hver önnur en hún kæra vinkona okkar Beta Rokk, og þessi japanska píningaraðferð fékk mig til að flýta mér inn á bloggið aftur og draga afsökun mína til baka hið snarasta!!!! Þessi ósköp eru óafsakanleg, sorrý.

Hrafnhildur
Opinberlega á móti Betu Rapp

Beta rokkar sko ekki!!!!!!

Ég heyrði rapplagið hennar Betu Rokk um daginn og ég gat sko ekki annað en ákallað almættið!!!!! Þvílík og önnur eins sorglegheit hef ég aldrei á ævinni orðið vitni að!! Að mínu mati á þessi manneskja bara að halda áfram að blogga og ekki vera að reyna að troða sér inn í tónlistaelítuna á Íslandi með svona rosalega misheppnuðum hætti. Og ekki nóg með að lagið sé viðbjóðsleg hljóðmengun heldur toppar hún það alveg með myndbandinu þar sem hún er enn og aftur í axlalausa rúllukragabolnum sem hún er búin að klæðast við hvert einasta opinbera tækifæri síðasta ár, og reynir að hreyfa sig eins og sannur rappari en það kemur út eins og hún sé haltrandi mörgæs með hægðatregðu. Ég segi nú bara "þvílíkt bull" og fussa svo í lokin!
En til að afsaka þessa gagnrýni sem hefur örugglega sprengt hrokamælinn, þá er mjög gaman að lesa bloggið hennar Betu og hún er góður penni, en haltu þig bara við það, kona og láttu síðbuxana og hundgreyin um að rappa!!!!!

Eins og þið sem skoðið bullið mitt hafið tekið eftir hef ég ekki verið neitt rosalega dugleg við að blogga seinustu daga, en ástæðan fyrir því er einskær leti og ekkert annað. Reyndar er ég eiginlega ekki búin að gera neitt annað en að vinna og knúsa kærastann, en ég er nú samt búin að koma 2 jólagjafaleiðöngrum að inn á milli, og ótrúlegt en satt þá tókst mér að finna jólagjöf handa honum Gumma mínum!! Ég fékk til liðs við mig hinn einstaklega smekkmann, hann Ómar Smith og lét hann draga mig á milli búða og með hans ómetanlegu hjálp fann ég rosalega flotta (allavega finnst mér það, vona að gæjinn verði ánægður) gjöf. Ég get að vísu ekki upplýst að svo stöddu hvað hún inniheldur, af augljósum ástæðum, en með fyllingu tímans fáið þið öll að vita hvað ég keypti.

Áðurnefndur jólagjafaleiðangur númer 2 var farinn í dag. Hann byrjaði með kaffisötri á Brennslunni klukkan eitt en þar hitti ég Guðnýju mína háskólameyju. Ég ætlaði að sitja með henni í klukkutíma eða svo og fara svo á röltið, en svo komu Gummi og Gunni vinur hans og ég náttlega settist með þeim þegar Guðný var farin og enginn vissi svo fyrr en klukkan var orðin fjögur (*roðn*) þannig að ég skransaði af stað og fór í Kolaportið (maður finnur margt flott þar á góðu verði) og keypti 2 gjafir, handa Sigga bróður og hans konu, og svo keypti ég gjöf handa Guðnýju, þannig að nú á ég bara eftir að kaupa 2 gjafir, þetta kalla ég nú bara gott (*hum hum*).

Ég verð nú bara að fá mér skömm í hinn margumtalaða hatt og viðurkenna það að það verða örugglega ekki margir sem fá jólakort frá mér í ár (*roðn, roðn og aftur roðn*). Ég er einhvernveginn búin að ná að humma þetta svo snyrtilega fram af mér og nú sé ég fram á það að það verði aðeins ÖRFÁIR útvaldir sem fá kort þetta árið, en ég verð bara að biðja ykkur hin að fyrirgefa mér, kannski tek ég bara upp nýjan sið og sendi bara páskakort, enda ekki jafn mikið sem þarf að gera fyrir páskana :) Ég er nú samt að spá í að senda nokkur ímeilsjólakort á þá sem ég vil að fái kveðju, en ég verð enn og aftur að biðja ykkur bara að afsaka mig og mína jólaleti. Reyndar er þetta samt eiginlega óafsakanlegt þar sem ég eyddi þvílíkri orku í að monta mig af mér og mínu jólakortaföndri, og var með mjög háleit markmið um það hvenær þau ættu að vera tilbúin, ég er eiginlega bara hneyksluð á sjálfri mér!!!!!

En ég ætla að slútta þessu núna, best að fara að gera eitthvað annað en að föndra jólakort.........

Hrafnhildur
Að óverdósa á jólaleti

þriðjudagur, desember 10, 2002

Til hvers að gera plön?

Í seinustu viku plönuðum ég og minn fagri vaktapartner Davíð mánudaginn (ss gærdaginn) alveg í botn. Við ákváðum að hann myndi koma til mín í kaffi klukkan tólf, þaðan ætluðum við að fara í mötuneytið að fá okkur að borða, fara þaðan heim til hans og sjá nýju börnin hans (2 salamöndrur og 2 froskar) og þaðan ætluðum við svo að fara á kaffihús og fá okkur bjór í tilefni þess að við værum í fríi.
Dagurinn eins og hann var í raun og veru: Davíð byrjaði á því að sofa yfir sig, var kominn hingað um eittleytið og þar sem við vorum búin að missa af mötuneytinu keypti hann hundsveitta hamborgara sem við slöfruðum í okkur, svo fengum við okkur kaffi og gleymdum okkur yfir myndaskoðun þannig að við fórum héðan heim til hans um 3 leytið, þar var meira kaffi drukkið og ævi hans skoðuð í máli og myndum. Um fimmleytið sáum við að það væri orðið of seint að fá sér bjór þar sem ég ætlaði að elda handa Gumma, þannig að við fórum í ríkið, ég keypti rauðvín og hann keypti sér bjór til að drekka um kvöldið. Þannig að plönin sem við gerðum fóru fyrir lítið þó að ekkert hafi komið uppá!!!! Geri aðrir betur hahaha.

Svo vorum við Gummi búin að gera plön um það í seinustu viku að fara í dag og kaupa jólagjafir. Við ætluðum að vakna um 12 leytið og rölta hinn margfræga laugarveg og klára jólagjafabissnessinn. Við vöknuðum tæplega hálf tvö, skröltum heim til hans, þar sem hann fór í sturtu, tókum svo strætó niður á laugarveg með háleit markmið í huga. Við röltum upp laugarveginn, á rúmlega klukkutíma, hann keypti gjafir handa dóttur sinni og afa, og ég keypti gjöf handa Margréti systur. Þá vorum við aðframkomin af hungri og ákváðum að hitta vini hans á Café París og þar sátum við til tæplega sex á spjallinu. Þannig að ég er alveg búin að missa trúna á það að plana nokkurn skapaðan hlut..... hér eftir verður allt gert sponteiníjuss.

Kvöldmaturinn í gær tókst þó alveg rosavel, ég gerði mínar frægu (humm humm) kartöflubollur, í þetta skipti með svínahakki, og Gummi varð svo hrifinn af þeim að hann bað mig um að gera þær aftur í kvöld (annað plan sem fór í vaskinn hahaha). Við fengum okkur rauðvín með matnum og sátum svo og spjölluðum þegar Halli, vinur Gumma kíkti inn og fékk sér kaffibolla. Eftir að Halli fór, tókum við eitt Trivjal og ótrúlegt en satt þá vann Gummi, sem mér þykir teljast til stórtíðinda ( verður maður ekki að leyfa þeim að vinna annars lagið svo þeir fari ekki í fýlu haha).

Mér finnst að það eigi að gera lagafrumvarp um það að strákar eigi ekki að fá gjafir! Það er svo erfitt að finna eitthvað handa þessum dúllum og ég er í þvílíkum vandræðum með það hvað ég eigi að gefa Gumma í jólagjöf! Það eina sem ég veit að hann langar í er nýji Djeims Bond Pleisteisjon leikurinn, og ég ætla EKKI að láta það undan honum... ég gerði þau mistök að gefa mínum fyrrverandi pleisteisjonleik í afmælisgjöf og sá hann ekki næsta hálfa árið, ég hefði alveg eins bara gefið honum það í afmælisgjöf að skjóta mig í fótinn, kemur niður á það sama! Ætli það endi ekki með því að ég tali við einhvern af vinum hans og fái þá með mér í smá önderkover leiðangur til að finna eitthvað, þeir hljóta að vita hvað hann vill!!

En ég ætla nú bara að biðja ykkur vel að lifa í bili, nenni ekki að tuða meira.

Hrafnhildur
Planlaus með jólagjafatremma

laugardagur, desember 07, 2002

Jólasveinninn blindfullur á Hlemmi

Ég stóð á Hlemmi áðan og var að bíða eftir strætó. Það eru ótrúlegustu kvikindi sem maður sér þegar maður stendur við Hlemm!!!! Ælandi bæjarróni að sníkja klink fyrir næsta skammt af kardemommudropum, gömul kerling með innkaupapokann sem hún er að nota í níunda skipti, jakkafataplebbi með ferðatölvu og Sony-ericsson farsíma og svo skakklappaðist sjálfur jólasveinninn hversdagsklæddur (gamall hvíthærður karl með skegg niður fyrir buxnastreng), blindfullur út úr þristinum. Ég fann að vísu litlu sveitastelpuna enn og aftur koma upp í mér, þegar kardemommudropafíkillinn kom og sníkti af mér klink, vissi ekki alveg hvort ég ætti að slá hann utanundir með vínberjaklasanum sem ég keypti í 11/11 eða láta hann hafa strætópeningana og labba heim!! Það endaði þó með því að við skildum sátt, þar sem ég sagði honum að ég ætti ekki aur og gaf honum eld í staðinn. Ég finn alltaf soldið til með fólki eins og honum sem eru búin að missa alla sjálfsvirðingu ofan í botninn á brennivínsflösku, og tæma fleiri í von um að sjálfsvirðingin skili sér, vita svo ekki fyrr en þau eru farin að hræða saklausar sveitapíur eins og mig.

Ég tók þá ákvörðun rétt fyrir vinnulok að kíkja á hana Möggu Hugrúnu. Hún tók náttlega höfðinglega á móti mér eins og vanalega, með heitt pressukönnu-súkkulaðikaffi og sagði mér sögur af því þegar hún var villt, bjó í Kaupmannahöfn og nostalgígjaðist með Dönsku vinum sínum, allir á féló og sáttir með lífið. Það er ótrúlegt hvað þessi manneskja er búin að upplifa, heillandi og spennó en dýrkeypt lífsreynsla!!! Hún er rétt rúmlega þrítug, en samt með efni í meira spennandi ævisögu en margir sem eru komnir á áttræðisaldurinn. Það er alltaf gaman að lenda á kjaftatörn við Möggu sætu:)

Ég þarf að rjúka niður í Bónusvideo og taka vídjó fyrir okkur Gumma, því að hann var að passa dóttur sína í kvöld og auðvitað sofnaði hann við að svæfa hana, dreymdi einhvern súrrealískan draum og sér ekki fram á að sofna aftur í nánustu framtíð, sem skapar kjörið tækifæri til metnaðargjarnrar vídjóglápsiðkunar, en það er íþrótt sem ég er óðum að ná tökum á og sé fram á sæti í ólimpíuliðinu.

En þangað til ég nenni næst......

Hrafnhildur
konfröntar rónana á hinum goðsagnakennda Hlemmi

föstudagur, desember 06, 2002

Ef ég er ekki yfir mig hneyksluð!!

Ég var að tala við Margréti systur í dag, sem er einstæð móðir á atvinnuleysisbótum (ekki jafn slæmt og það sándar), og hún Rebekka litla, dóttir hennar er búin að vera mikið veik upp á síðkastið (eyrnabarn). En jæja, henni var tilkynnt það í gær að hún fengi ekki borgaðar bætur á meðan hún væri með veikt barn!!!!!!!!!! Svoleiðis væru bara reglurnar og leiðilegt fyrir hana bara. Hvenær hefur maður mesta þörf fyrir peninga? Er það ekki þegar maður er með veikt barn, og þá sérstaklega líka í desember!!! Ég held að ríkisstjórnin ætti að kötta aðeins á risnuna hjá sér og kíkja á þetta mál (*urrrrrr*). Ég var svo hneysluð og reið að ég var næstum búin að brjóta í mér framtönn af gnýsti.

Mér finnst nýr heimur hafa opnast fyrir mér! Ég tók mig til og leigði 2 spólur með Sex and the city í kvöld, sem er kannski ekki frásögufærandi nema fyrir það að þetta var í fyrsta skipti sem ég horfi á þessa þætti (svona, svona stelpur, ég bara hef aldrei verið formlega kynnt fyrir Carrie og stöllum áður), og ég verð nú bara að segja að þessir þættir eru bara snilld og ekkert annað, ég er búin að finna nýju næstum uppáhaldsþættina mína (Friends í fyrsta sæti off kors). Ég væri sko alveg til í að vera í vinnunni hennar Carrie, bara að skrifa um kynlífsflækjur vina minna og mæta í öll flottustu partýin.

Það er ekki mikið annað fréttnæmt sem gerðist hjá mér í dag, nema það að ég var búin að klæða mig klukkan fimm (og það kalla ég sko framför) þó að ég hafi ekki vaknað fyrr en hálffjögur. Ég á að mæta í vinnuna klukkan tíu í fyrramálið og ég hef ekki hugmynd um það hvernig ég á að sofna á eftir, ég er tótallí búin að snúa sólarhringnum við, sem er mjög slæmt mál.

Ég er búin að vera að spá í hvort að ég ætti að láta á það reyna og fara að reyna að koma mér á framfæri sem greina/pistlahöfundur, en málið er bara það að þegar ég er að bulla hérna þá er það svo auðvelt en þegar ég veit að það sem ég er að skrifa birtist í einhverju tímariti eða blaði þá stressast ég upp og verð rosa formleg og allt það, en kannski er þetta bara spurning um þjálfun. Ja allavegana, það gerist ekkert nema maður geri það sjálfur er það ekki? Og þó að ég hafi ekkert á móti starfinu sem ég er í, þá ætla ég ekki að vera þjónustufulltrúi í þjónustuveri Símans til æviloka, þannig að um að gera að líta aðeins í kring um sig.

Ég nenni samt ekki að vera að röfla þetta núna, ég er að hugsa um að fara að rota mig með einhverjum þungum hlut eins og hárblásaranum mínum eða fullri 2ja lítra diet kók flösku til að sofna svo ég verði ekki eins og 3 dollara hóra eftir tvöfalda vakt í fyrramálið þegar ég mæti í vinnuna, þannig að ég bið ykkur öll vel að lifa.

Hrafnhildur
Vitlausu megin í sólarhringnum

fimmtudagur, desember 05, 2002

Kíkið á Jafarinn sem er einn sambloggari minn, og eins og tíðkast í bloggheiminum hef ég aldrei hitt manninn eða átt orðaskipti af neinu tagi við hann, rakst bara á hann á flakkinu, en skoðið það sem hann er að skrifa 3. Des um íslensku melluna, það eru sko jólapakkar og ævintýrapakkar og dekurpakkar og nefndu það, og allt er þetta verðlagt í bak og fyrir. Þetta er jólagjöfin í ár :) Ég get nú ekki sagt annað en að nú er honum Gvendi vini mínum sko alveg hætt að dáma!!!!!!

Hrafnhildur
Einfaldlega verðlaus

Enn einn tilgangslaus dagur!

Þessar næturvaktir geta eyðilagt heilu vikurnar fyrir manni. Aftur tókst mér að sofa til 16:00 (sem er að vísu skárra en hjá mínum ástsæla Gumma, sem afrekaði það að sofa til 18:00, við vorum sko saman á næturvakt, og nei, þið úthrópuðu dónaheilar, við gerðum ekkert dónó), ég náttúrlega þurfti að kíkja í tölvuna þegar ég vaknaði, vopnuð súkkulaði-möndlukaffi og Marlboro lights, til eyða því sem eftir var af birtutímanum í ennþá meiri vitleysu. Ég var búin að gera mér svo háleit markmið áður en ég fór að sofa í morgun um að fara í jólagjafaleiðangur og kíkja kannski í Kolaportið eða gera eitthvað álíka gáfulegt, en eins og vill stundum verða með metnaðarfólk eins og mig, þá klæddi ég mig ekki fyrr en um sjöleytið þannig að þetta verður að bíða betri tíma (*roðn*).

Ja hérna stelpur mínar!!!!!! Ég var að lesa inni á kyn.is að við kvenmennirnir fáum líka standpínu, en bara inn á við, haha.

Tilvitnun:

"Karlar eru flestir þeirri náttúru gæddir að fá standpínu oft á sólarhring, í svefni sem vöku, af engu sem einhverju. Hér kemur því fréttabomba ársins – KONUR FÁ LÍKA STANDPÍNU OFT Á DAG! Hins vegar er algengt að konur veiti þessu enga eftirtekt og tengist það til dæmis því að fáar konur gera sér grein fyrir þessum eiginleika og því eru standpínuskilaboðin ekki túlkuð alla leið í heilanum. Karl sem fær stand í heita pottinum veit strax hvað er í gangi og bíður með að ganga til búningsklefa þar til hún hjaðnar, að minnsta kosti bíða flestir. Kona sem fær stand í sundi, hjá tannlækninum eða í þröngum buxum í Nóatúni tekur líklega ekki eftir því og heldur áfram eins og ekkert sé í athöfnum síns daglega lífs."

Tilvitnun líkur.

Já já stelpur mínar... þannig að ef að við erum í þröngum gallabuxum í Nóatúni og förum að finna skrítna tilfinningu sem minnir á hnerra þá skulum við forða okkur hið snarasta í felur á bak við næsta kókapöffsstand því að við erum örugglega með standpínu, og þó að aðrir taki ekki eftir því, þá er það bara það eina siðsamlega sem við getum gert í stöðunni...nú og svo líka í þeim tilfellum sem í raun og veru er um hnerra að ræða, nú þá erum við komnar í öruggt skjól og getum hnerrað eins okkur lystir með tilheyrandi grettum og vessasturtum án þess að sæti asíski strákurinn við kassann hætti að klípa okkur í rassinn :)

Ég verð nú bara aðeins að hafa orð á því að próf hjá háskólanum eru mannskemmandi að mínu mati!!!! Fólk sem er kannski búið að vera aðalljósmyndamódel á djamm.is og Hrappi breytast í skólabókaplebba í desember, drekka magic DRY, hanga á fjandans þjóðarbókhlöðunni og biðja til guðs um að það sé nóg að senda vinunum bara jólakort til marks um það að þau séu á lífi. Ég persónulega var farin að skrifa minningargreinina um hana elsku Guðnýju mína þegar ég fékk áðan veikt morse merki (e-mail) frá henni, sem gaf það til kynna að hún væri lifandi, en hvað veit ég, kannski er búið að ræna henni og selja hana í varahluti til Burkina Faso og það séu geimverur sem hafi hakkað sig inn á meilinn hennar til að villa um fyrir okkur, þessu heimska mannfólki.

En það þýðir víst lítið að velta sér upp úr þessu þar sem enn eru 20 dagar í jólahátíðina og að úr því fáist skorið hvort háskólanemarnir séu raunverulega dánir eða bara tímabundið týndir og tröllum gefnir, ég verð bara að vona það besta.

Þar sem ég er á næturvakt núna ætla ég að snúa mér aftur að því að aðstoða samlanda mína við símtæki þeirra og samskiptaörðileika þá er kunna að snúa að þeim geiranum, en það getur bara meira en lítið verið að ég riti inn einhverja meiri vitleysu ef ég sé fram á hjartastopp af leiðindum. En þangað til þá........

Hrafnhildur
Með samsæriskenningu um Háskóla Íslands

miðvikudagur, desember 04, 2002

Bloggið eins og nýtt!!!

Það eina sem þurfti til var velvakandi tölvunjörð (mig tíhí) og smá leiðbeiningar og þetta hafðist!!!! Núna getið þið séð allar gömlu færslurnar líka ligga ligga lá.

En ég nenni nú ekki að skrifa mikið núna þar sem ég svaf til klukkan 16:00 í dag og ekki mikið sem hefur gerst hjá mér síðan þá. Ég er á næturvakt aftur núna en ég skrifa inn um leið og eitthvað SPENNANDI fer að gerast hjá mér.

Hrafnhildur
Aðgerðarlaus í aðventunni

þriðjudagur, desember 03, 2002

Djöfuls blogg, maður fiktar aðeins og þá fokkast allt upp %$&(#%". Ég týndi út öllu gamla blogginu á þann veginn að nú kemur það bara á aðalsíðunni, ekki sem línkar. Djöfulsins drasl (sorrý, æm mississ krenkípents, enda er klukkan 6:24 og ég er enn á næturvakt). Minnið mig á að fikta bara þegar ég er vel vakandi!!!!

Hrafnhildur
Hundfúl og hætt að blogga:(

Dagur 3,
Kæri jóli....


Jæja, þá er jólamanían að verða búin að tröllríða Reykjavík og allir farnir að taka þátt í geðveikinni með mér:) Ég rölti um miðbæinn í dag með Möggu og eftir fimmhundruð "vvvhhhhháááááááá" og sextíu og átta "rosalega er þetta flott" gat hún ekki stillt sig um að opna sig með það að hún þekkti enga manneskju sem væri jafn innilega mikið jólabarn og ég og ég náttúrulega bara benti henni á það að það væri ekkert annað en gott mál:)
En ég er rosa ánægð með öll jólaljósin og skreytingarnar.

Ég var boðin í kvöldmat í gær heim til pabba Gumma og stjúpu, og ég verð að segja það að ég held að ég hafi aldrei fengið jafn góðan mat. Við fengum svínalundir upp á tælenskan máta og svo var rauðvín með matnum. Við skötuhjúin (þetta er nú alveg viðbjóðslegt orð ef út í það er farið) fórum svo heim á seljaveginn eftir matinn og röðuðum í okkur ostum og drukkum meira rauðvín *hikst*. Þegar við vorum búin slátra ostunum horfðum við á Hrafninn flýgur, sem er bara besta ræma sem íslendingar hafa upp á að bjóða (jú víst), og finnst mér setningin: "þungur hnífur! Þessi hnífur á að vera þungur." ein sú flottasta í kvikmyndasögunni.

Ég verð nú bara að opinbera það að ég er að gerast greinahöfundur, Þ.E.A.S ég er búin að skrifa eina grein (ekkert rosa merkilegt ennnnnn......) , um viðfangsefni sem ég hef mikla ástríðu á, og mun þessi grein að öllum líkindum birtast í blaði sem margir kíkja í (duló hhmmm). Ég ætla nú ekki að upplýsa landann um það hvaða blað það er eða hvert viðfangsefnið er fyrr en greinin hefur verið prófarkalesin og samþykkt, því að það er svo leiðinlegt að montast eitthvað svona og svo verður ekkert úr því *roðn*, þannig að núna skuluð þið rýna í greinahöfundana á öllum greinum sem þið lesið og athuga hvort þið kannist við nafnið. Ég væri nú alveg til í að leggja blaðamennsku fyrir mig, þar sem þetta er mjög þægileg vinna, sem maður getur unnið hvar sem er og örugglega ekki illa launuð.

hvað ég er samt orðin sybbin (enda klukkan orðin fimm, ég er sko á næturvakt), þannig að ég ætla að fara að gera eitthvað minna svæfandi en að sitja við tölvuna, kannski ég rölti mér niður og nái í moggann og fái mér sígó í þessu líka mannskaðaveðri sem er núna (ég svei mér þá held bara að allt sé að verða kreisí þarna úti).... en agglavegana þá býð ég góða nótt.

Hrafnhildur
Dularfull á grænni blaðagrein

sunnudagur, desember 01, 2002

Dagur sá er kenndur er við laug.......

Jólaglöggið var í gær og ef ég á að vera hreinskilin þá var ég bara ansi glögg!! Það voru náttlega allir í miklum jólagír og teyguðu veigarnar óspart:) Við kíktum á brennsluna eftir glöggið og sátum þar á spjallinu þegar einhver kelling sem leit út eins og ryðgaður skriðdreki settist hjá okkur eins og úthrópaðri frekjudós sæmir og tók bjórinn minn og fór að drekka hann. Ég var nú ekki heilshugar sátt með þessa ákvörðun hennar og sagði við hana að hún væri að hún væri að drekka minn bjór og þá sagði hún bara "NEI" og tókst svo að hella bjórnum yfir mig!!!!! Ég náði þó að koma kvensunni í skilning um það að ég ætti þennan drykk en mér finnst soldið gremjulegt að, fyrst ég þurfti endilega að lenda í yfirhellingu, að það væri af áfengi sem ég þurfti að borga fyrir og að það hefði ekki hellst á mig nema bara af því að einhver herfa með attitúd vandamál þurfti að vera að slá eignarhaldi á hlutina í kring um sig!!!!!

Ég fór með mömmu í "kvennasamkundu" heima hjá Hrefnu systur hennar í kvöld, þar sem þær systur fengu þá brilljant hugmynd að koma saman með kvenkyns afkomendur og borða og hafa það gott. Það er svo fyndið að fylgjast með þessum gellum, þær hlæja svo hátt og þær eru svo "orðheppnar" að maður þyrfti eiginlega að hafa diktafón með sér þegar þær koma saman. Ég er svo að fara með þeim í verslunarleiðangur á morgun þar sem við ætlum að kíkja í Ikea og kannski kringluna eða smáralind.

Ég held svei mér þá að áfengisinnbyrðing gærkvöldsins sé að taka sinn toll af því að heilinn á mér er svo þunnur að ég get ekki hugsað, hvað þá skrifað eitthvað hérna!!! Ég sit eiginlega bara stjörf og horfi á skjáinn, eins og steingerfð kynbótarolla, og veit ekkert hvað ég á að skrifa hérna inn, held að það hafi ekki komið fyrir áður, þannig að ég er að hugsa um að slá botninn í þetta núna.

Hrafnhildur
Frekar glögg í þynnkunni