fimmtudagur, október 31, 2002

Jæja, við Magga erum búnar að spá soldið í þessu bloggi og ég er alveg ringluð, veit ekkert hvernig á að setja inn linka og gestabók, og held að ég fari ekki einusinni út í það að reyna að setja inn þennan teljara, sem ég bæ ðö vei er búin að fá á hreint að telji hvað margir hafa heimsótt síðuna, ég þarf ekkert svoleiðis, suss nei. Ætli það endi ekki með því að ég fari bara til Erlings hins úthrópaða tölvugúrús og leyfi honum að gó kreisí, hann hlýtur að geta fundið út úr þessu fyrir mig.

Ég ætla nú ekki að leggja það í vana minn að skrifa inn á þetta mörgum sinnum á dag eins og ég er búin að vera að gera hérna núna, það bara er svo freistandi að krota eitthvað niður þegar maður er að vesenast hérna inná. Ég held að ég geti lofað ykkur því að það komi ekki mikið meira frá mér í dag allavega, ég ætla að fara að skorða mig fyrir framan sjónvarpið og horfa á friendsspóluna sem ég tók áðan og njóta þess að vera löt ( ég gæti náttlega líka farið að pakka niður fyrir morgundaginn en það bara myndi skerast á við letitímann minn þannig að ég gerið það bara í stresskasti í fyrramálið, með blásarann í annarri hendi, sléttujárnið í hinni og reyni að pakka með tásunum, enda engin ástæða til þess að vera að taka sig til í rólegheitunum er það nokkuð).

En ég segi bara Bless í bili,

Hrafnhildur,
Róleg í tíðinni.Ég var að koma heim úr vinnunni, á að vera til 24, en náttlega gerðist það týpíska..... ég er að drepast í hausnum og maganum, þannig að ég ætla bara að kikk bekk og slappa af og bryðja verkjalyf eins og mér sé borgað fyrir það. Ég er nebblega að fara norður í fyrramálið af því að pabbi er að fara að halda upp á fimmtugsafmælið sitt um helgina. Það verður ábyggilega geggjað stuð ( hvort sem ég verð alveg heilsuhraust eða veik ) og ég hlakka rosalega til, sérstaklega að hitta pabba af því ég hef ekki hitt hann í meira en þúsund ár!!!!!!

Ég þarf að fá minn tölvuvæna herbergisfélaga, hana Möggu til að hjálpa mér að setja hingað inn grunnstillingar eins og gestabók og teljara ( er ekki hundrað á því hvað það er en hún var eitthvað að tala um að það þyrfti að vera...), þannig að eftir að Magga hefur farið hamförum hérna inni getið þið kommentað og látið mig vita hvernig ykkur líður svona inni í hausnum á mér :)

En agglavega, þá bið ég bara að heilsa,

Hrafnhildur, frekar magasár

Jæja þá er bloggið mitt vonandi komið í gang, og nú get ég rasað út á tölvutæku:)
ég nenni nú ekkert að skrifa núna, og er aðallega bara að starta þessu, en vonandi verð ég dugleg við þetta þannig að þið sem hafið einhvern áhuga á því sem er að gerast hjá mér getið nú fylgst með.
Það er nú eitthvað bull í gangi með þetta en vonandi gengur þetta.

Hrafnhildur, enginn bloggsérfræðingur

bara að prófa

Hrafnhildur, bloggar á fullu :)